Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 1
Verð í lausasö/u 150 kr. 83 og 84. árgangur- 19. tölublað Föstudagur 28. janúar 2000 Frá Akranesi. 4 milljónir fyrir sparkid Hæstiréttur hefur staðfest þá niðurstöðu Héraðsdóms Vestur- Iands, að stúlka, sem ásamt þremur öðrum stúlkum, réðist á Ingunni G. Pétursdóttur aðfara- nótt 20. janúar 1996 á Akranesi og veitti henni alvarlega áverka, skuli greiða Ingunni 3,6 milljón- ir króna í miska- og skaðabætur, auk vaxta og málskostnaðar. Hinum stúlkunum þremur var einnig stefnt en þær sýknaðar. Stúlkurnar fjórar voru í refsi- málinu dæmdar vegna líkams- árásarinnar. I refsimálinu var talið að líkamstjón það sem Ing- unn hlaut af árásinni stafaði eingöngu af atlögu einnar þeirra, en hún greiddi Ingunni höfuðhögg með hnésparki eftir að atlögu hinna að Ingunni lauk. Höfðaði Ingunn mál á hendur þeim öllum til heimtu skaðabóta. I dómi héraðsdóms var sú með hnésparkið dæmd til að greiða Ingunni bætur, en hin- ar sýknaðar. Héraðsdómux staðfestur Niðurstaða héraðsdóms var staðfest á grundvelli þess að ekki væri unnt að byggja á því að atlagan í heild teldist samverkn- aður stúlknanna fjögurra og var ekki talið að sérstakt samband hefði verið milli þeirra á meðan á atburðum stóð. Var litið á hið alvarlega hnéspark sem sérstak- an verknað og ekki talið að tjón það sem sú olli Ingunni gæti tal- ist sennileg afleiðing hegðunar hinna stúlknanna. Ingunn leit hins vegar á árásina sem eina samfellda atlögu. Stúlkurnar voru þá allar 15-16 ára, nema sú með hnésparkið, sem var 18 ára og í raun áhorfandi til að byrja með. Gekk hún, eftir að hinar hættu, að Ingunni og greiddi henni höfuðhögg, þan- nig að „hún keyrði höfuð stúlkunnar niður með handtaki á móti krepptum fæti“. - FÞG Málaferll eða Presturiiui dæmdur Sóknarpresturinn á Möðruvöll- um í Hörgárdal Torfi K. Stefánsson var í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundinn fang- elsisdóm til 2ja ára í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Hann var fundinn sekur um líkamsárás á vinkonu sína í sumarhúsi í Borg- arfirði í september sl. Skv. dóm- inum varð prestinum og kon- unni sundurorða við kvöldverð- arborðið, sem endaði þannig að presturinn lamdi konuna sem hlaut áverka og andlegt áfall, sem lýst var í ákæru. Prestur var ódrukkinn og viðurkennir átök en ekki með þeim hætti sem ákæra segir. Dómurinn telur þó „sannað, að ákærði hafi .... veist að konunni með þeim afleiðing- um, að hún hlaut áverka þá, sem lýst er í ákæru.“ Auk fangelsis- dóms er presturinn dæmdur til að greiða konunni 160 þús. kr. bætur, auk sakarkostnaðar. Starfsmenn Arnarfells ehf. á Akureyrl unnu I blíðviðrinu í gær við að reisa lengstu bogabrú landsins yfir Fnjóská, rétt hjá Laufási í Grýtubakkahreppi. Brúin verður stálbogabrú með steyptri yfirbyggingu. Akbrautin verður 144 metra löng og tvíbreið. mynd: brink valdbeitingu Það er ljóst að lögin u m miðlægan gagna- grunn brjúta í bága við tvenn lög, segir Þorsteinn Jóhannes- son yfirlæknir. Pétur Pétnrsson yfirlæknir segir að málið verði að fara dómstólaleiðina. Nú virðist ljóst að deila lækna í landinu við lslenska erfðagrein- ingu, og raunar heilbrigðisráðu- neytið, sem veitti IE starfsleyfi, er á leið í mikla hörku. Málaferli sem gætu tekið mörg ár virðist blasa við. Þó segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Lældnafé- lags Islands, að óþarfi sé að fara með gagnagrunnsmálið fyrir dómstóla ef íslensk erfðagreining gerir samning við lækna um að samþykki sjúklinga sé aflað fyrir því að setja sjúkraskýrslur þeirra í miðlægan gagnagrunn. Því hafi hún ekki Ijáð máls á. Aðrir, eins og Pétur Pétursson, yfirlæknir á Akureyri, telja að skera verði úr málinu fyrir dóm- stólum. Þorsteinn Jó- hannesson, yfir- læknir Fjórðungs- sjúkrahússins á ísa- firði, bendir á í þessu sambandi að lögin um miðlægan gagnagrunn gangi þvert á tvenn lög sem fyrir eru. Þingmenn sáust ekMfyrir „Mér sýnist þegar maður skoðar mál- ið, þá brjóti lögin um miðlægan gagnagrunn í bága við lög sem fyrir eru. Ekki bara siðareglur Iækna, sem við getum skýlt okkur á bak við og eru í þá veru að af- henda ekki þriðja aðila upplýs- ingar um sjúklinga án þeirra samþykkis. En það eru lögin um réttindi sjúklinga frá 1997, sem ég vil benda á. Þar segir í 2. kafla 10. gr. „Sjúklingur skal fyrirfram samþykkja, með formlegum hætti, þátttöku í vísinda- rannsóknum..." „Ég er því hrædd- ur um að þing- menn hafi verið að samþykkja lög um miðlægan gagna- grunn, sem ekki standast önnur lög,“ segir Þor- steinn. Hann bendir líka á önnur lög varð- andi heilbrigðismál frá 22. apríl 1991 en þar segir: „Yfirlæknir á deildum eða ódeildarskiptum heilbrigðisstofnunum ber ábyrgð á vörslu og meðferð sjúkraskráa meðan sjúklingur dvelur þar...“ „Það er því eðlilegt að það sé kurr í læknum yfir þessu. Menn sáust ekki fyrir þegar þeir ráku þetta í gegn á þinginu og það var bara eitt sem vantaði upp á að allt væri í lagi með lögin um mið- lægan gagnagrunn en það var að hafa þar lausnarorðin: „upplýst samþykki sjúklings". Það þurfti ekki meira til þess að allt væri í himnalagi en þetta var ekki gert, því miður," sagði Þorsteinn Jó- hannesson. Beita verður valdi Pétur Pétursson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Ak- ureryi segir m.a: „Það er ljóst að við afhendum ekki nein gögn og það verður ekki lokið við neina samninga hér fyrr en dómstólar eru búnir að skera úr um málið. Ef það fer ekki dómstólaleiðina er ljóst að beita verður okkur lækna valdi, sem myndi hafa það í för með sér að að læknar hætta hér störfum. Það þarf mikið að ganga á áður en maður fer að brjóta gegn sam- visku sinni," segir Pétur. - s.DÓR Sjd fréttaskýringu d hls. 8-9. Pétur Pétursson yfirlæknir: Ef málið fer ekki dómstóla- leiðina er Ijóst að beita verður okkur lækna valdi. Góð hönnun þarff ekki að kosta meira Glæsilegur sýningarsalur með innréttingum hjá okkur i Lágmúla 8, 3. hæð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.