Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGL'R 28. JANÚAR 2000 - 11 Xfe^mr----------------------- ■a dagskrá Uppbygging náms við Iista- háskóla íslands Félag um Listaháskóla Islands boðar til kynningar- og um- ræðufunda um uppbyggingu náms innan Listaháskóla Is- lands. Fundirnir verða haldnir í fyrirlestrarsal skólans að Laug- arnesvegi 91 (SS-húsinu), gengið inn að vestan. Röð fundanna verður eftirfarandi: þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20:30 leiklist mánudaginn 7. febrúar kl. 20:30 myndlist miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:30 hönnun mánudaginn 14. febrúar kl. 20:30 arkitektúr miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20:30tónlist Fundirnir eru opnir öllum fé- lögum í Félagi um Listaháskóla Islands og öðrum þeim sem áhuga hafa á uppbyggingu list- náms á háskólastigi á Islandi. Þjálfun aldraðra Hollvinafélag námsbrautar í sjúlo-aþjálfun við Háskóla Is- lands heldur áfram opinni fyrir- lestraröð þeirri sem það gengst fyrir á vormisserinu. Laugardaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 14 er al- menningi boðið að hlýða á fyr- irlestur um þjálfun aldraðra. Hann verður haldinn á Hótel íslandi í fyrirlestrarsal á 2. hæð. Þórunn Björnsdóttir sjúkra- þjálfari á Landakoti mun segja írá því hvernig er best að haga þjálfun aldraðra. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. ■krossgátan Lárétt: 1 tungu 5 æst 7 kjána 9 fersk 10 vinna 12 jörð 14 hæfur 16 fugl 17 stúturinn 18 tré 19 sveifla Lóðrétt: 1 mánuður 2 afhenda 3 fugl 4 hitun- artæki 6 glötuðu 8 umhyggja 11 hestar 13 uppistöðu 15 hvassviðri Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 gafl 5 rústa 7 Ijóð 9 ið 10 dáður 12 rugl 14 oks 16 sái 17 atall 18 fró 19 sum Lóðrétt: 1 gild 2 fróð 3 lúður 4 úti 6 aðili 8 jálk- ar 11 rusls 13 gálu 15 stó ■gengio Gengisskráning Seðlabanka Islands 27. janúar 2000 Dollari 72,5 72,9 72,7 Sterlp. 118,7 119,34 119,02 Kan.doll. 50,36 50,68 50,52 Dönsk kr. 9,746 9,802 9,774 Norsk kr. 8,963 9,015 8,989 Sænsk kr. 8,492 8,542 8,517 Finn.mark 12,1977 12,2737 12,2357 Fr. franki 11,0563 11,1251 11,0907 Belg.frank. 1,7978 1,809 1,8034 Sv.franki 45,03 45,27 45,15 Holl.gyll. 32,91 33,115 33,0125 Þý. mark 37,081 37,312 37,1965 Ít.líra 0,03745 0,03769 0,03757 Aust.sch. 5,2705 5,3033 5,2869 Port.esc. 0,3618 0,364 0,3629 Sp.peseti 0,4358 0,4386 0,4372 Jap.jen 0,6854 0,6898 0,6876 írskt pund 92,0867 92,6601 92,3734 GRD 0,2187 0,2201 0,2194 XDR 98,82 99,42 99,12 EUR 72,52 72,98 72,75 Hvað er á seyöi? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar é netfangi, í sfmbrófi eða hringdu. ritstJori@dagur.is fax 460 6171 sími 460 6100 Útvörður upplýsinga um allt land. T)aqwr Cý' Áskriftarsiminn er 800-7080 FRÉTTIR Meiri áhyggjur af stórversmnmn Stafar okkur meiri hætta af öryggi upplýsinga úr afgreiðslukössum stór- markaða en úr gagnagrunninum? Gagnabanki íslands efnir til ráðstefnu í Satnum í Kópavogi í dag uni gagna- og netöryggi framtíðar- innar. „Hinn eini sanni gagnagrunnur á heilbrigðissviði er óskrifað blað. Hann er ekki kominn af stað í raun. Það er bara til á pappír hvernig þeir ætla að tryggja öryggi grunnsins og það virkar vel þannig - á pappír. Síð- an þegar tengja á búnaðinn og reka hann þá vill oft gleymast að viðhalda þarf búnaðinum og öryggi hans. Þar er vandamálið mest. Mín skoðun er sú að ég hef ekki áhyggjur af þessum gagnagrunni. Gögnin mega mín vegna fara út um allt. 1 flestum tilfcllum eru þessi heilsufars- gögn ekki merkileg. Ég hef meiri áhyggjur af því hvað stórverslan- irnar gera við allar upplýsingarn- ar sem þær safna um mann. Mér linnst það mun verra,“ sagði Jónas Sturla Sverrisson, ráðgjafi í öryggismálum hjá KPMG, í samtali við Dag en hann er einn fyrirlesara á ráðstefnu Gagna- banka Islands í dag um gagna- og lnternetöryggi framtíðarinn- ar. Jónas og aðrir hérlendir og erlendir sérfræðingar ætla að fjalla um nauðsyn gagnaöryggis og hvernig koma eigi í veg fyrir stórtap eða skemmdir á gögnum. Ahersla verður lögð á netkerfi ís- Ienskra fyrirtækja - ekki síst gagnaöryggið. Jónas sagði að upplýsingarnar úr kassakerfi stórmarkaðanna sýndu lífsmynstur okkar. „Heil- brigðisupplýsingar eru þannig að ég get ekki gert að því þótt ég verði veikur. Ég ræð ekki við það. Ef ég fæ t.d. krabbamein get ég ekki falið það. En lífsmynstrið finnst mér skipta meira máli. Hvernig menn lifa, hvað þeir gera dags daglega, hvernig verslarðu inn og hvað kaupirðu? Enginn hefur áhyggjur af þessu, allir hafa áhyggjur af einhverjum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Enginn hefur áhyggjur af gögn- unum sem liggja á glámbekl< á heilsugæslustöðvunum. Það er mín skoðun að menn eru að horfa á þetta frá röngu sjónar- horni með miklu offorsi," sagði Jónas en hann ætlar í sínum fyr- irlestri að taka fyrir öryggismál á Islandi. Hann sagði þau almennt séð hafa batnað á seinni árum en víða væru gloppur, helst hjá minni fyrirtækjum. Stærri íyrir- tæki, t.d. bankar og fjármálaíyr- irtæki, væru með sín gagnaör- yggismál oftast í lagi. -BJB Þjónusta sem borgar sig ekki Á næstuimi verður hægt að skoða verð- skrá og tegimdir á Netinu og þannig hafa allir landsmenn að- gang að þeim um 2300 tegundum sem eru á boðstólum Höskuldur Jónsson, forstjóri Afengis- og tóbaksverslunar rík- isins, segir að auðvitað megi túlka þá ákvörðun að fækka þeim tegundum sem boðið er upp á í áfengisverslunum sem minnkandi þjónustu, en það hafi lítil tengsl bæði við hags- muni verslunarinnar og neyt- enda að halda slíkri þjónustu uppi og selja kannski ekki nema 6 til 8 flöskur á ári af einhverri tegund í áfengisverslun úti á landi. í sumum verslunum sé þannig ástand að vörurnar kom- ast alls ekki allar fyrir í hillum, heldur eru þær margar hverjar komnar undir hillurnar og á gólfin. Samkvæmt skilgreiningu sé verið að selja matvöru, og þetta ástand geti alls ekki talist viðeigandi. 80 - 400 tegundir „Það er boðið upp á 80 tegundir í smærri verslunununt og upp í 400 tegundir í þeini stærri og það er ekki boðið upp á meira vöruúrval í öðrum sérvörubúð- um landsins. Kringum hverja sölutegund er heilmikil vinna, það er verið senda vörur um langan veg innanlands, telja hana og halda utan um þessa vöru af nákvæmni eins og um peninga væri að ræða. Þrátt fyrir þessa fækkun á sölutegundum sem verður í öllum verslunum nema í Kringlunni og Heiðrúnu þá er vöruúrval verulega meira en fyrir örfáum árum og þar að auki fæst þessi vara í 32 verslun- urn í landinu, og í lok þessa árs verða verslanirnar orðnar 36. Árið 1986 voru verslanirnar 13 talsins, og það er mikil aukning á þjónustu. Auðvitað heyrum við það að verið sé að draga úr þjón- ustu við landsmenn, en stað- reyndin er sú að við byggjum ekki Kringluna á Þórshöfn eða Patreksfirði, en ég held að íbúar þessara staða meti þó það vöru- úrval sem þar er,“ segir Höskuld- ur Jónsson. Aðgangur á Netinu Eftir sem áður stendur lands- mönnum til boða sú þjónusta að panta tegundir að sunnan sem ekki eru til í næstu verslun og fá hana síðan afgreidda í viðkom- andi verslun. Á næstunni verður hægt að skoða verðskrá og teg- undir á Netinu og þannig hafa allir aðgang að þeim um 2300 tegunduni sem eru á boðstólum, bæði á venjulegum verölista og hins vegar í gegnum sérvöru- þjónustu. -GG fíEi’CSa; ÆIi! |toliili>iÍfiril»nB.il|r1|filnl| rStJbl.rBðl ILEIKFÉLAG AKIIRFYRARI Miðasala: 462-1400 ^LESSI „Blessuð jólin“, - eftir Arnmund Backman. Leikarar: Aöalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Arni Tryggvason, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Sigurður Karlsson, Snæbjörn Bergmann Bragason, Vilhjálmur Bergmann Bragason, Pórhallur Guðmundsson, Þráinn Karlsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hljóðstjórn: Kristján Edelstein Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir NÆSTU SYNINGAR föstud. 28. janúar kl. 20.00 laugard. 29. janúar kl. 20.00 Föstudaginn 4. febrúar kl. 20.00 Síðustu sýningar Laugardaginn 5. febrúar kl. 20.00 Síðustu sýningar GJAFAKORT ■ GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! FLiI.iIiu IaiBhI 0 j ulLIU ÍBlJfietaljjll fBHolirBð ILEIKFÉLA6 AKUREYRAR Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.