Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 28.01.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR Þórdí s hetj a FH Hrafnhildur Skúladóttir, FH, skorar eitt af fjórum mörkum sínum gegn Haukum í fyrrakvöld. Handbolti - Úrvalsdeild kvenna - Úrslit og leikir Gr/KR Vík. Valur Hauk. ÍBV Stjarn. FH Fram ÍR KA Aftureld. Grótta/KR 21:17 15:15 24:18 21:18 24:21 20:14 2.2. 29.2. 19:20 23:18 34:14 Víkingur 15:15 26.2. 2.2. 26:22 21:21 27:22 17:15 24:17 39:20 Valur 19:21 29.1. 18:19 18:18 20:16 23:27 30:17 28:7 11.2. 28:12 Haukar 30. L 18:18 18:16 23:23 27:22 17:17 13.2. 1.3. 32:16 31:18 ÍBV 24:25 22:22 29.2. 24:22 32:26 25:24 28.1. 12.2. 26:20 33:10 Stjarnan 26.2. 16:15 23:26 2.2. 21:20 22:20 27:21 28:19 23:9 40:18 FH 23:21 29.2. 19:22 23:22 27:14 12.2. 31:23 25:17 32:17 40:16 Fram 28:26 19:21 26:23 23:21 28:23 18:26 26.2. 20:18 26:17 2.2. ÍR 14:29 15:22 2.2. 16:26 13:20 16:13 15:19 19:17 22:16 26.2. KA 10:21 13:18 18:19 17:20 26.2. 19:30 16:16 17:23 29.1. | 33:19 Afturelding 19:34 12.2. 15:35 19:35 4.2. 29.1. 17:37 17:33 14:28 3.3. 1 Finini leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í fyrra- kvöld þar sem FH-ing- ar, topplið deildarinn- ar, lagði erkifjendur sína, Hauka, með eins marks mun í Kaplakrika. Þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast í innbyrðis leikj- um í handboltanum er venjulega hart barist og mikil spenna jafnt meðal leikmanna og áhangenda liðanna. A þvi varð engin breyting í fyrrakvöld, þegar kvennalið fé- laganna mættust í Kaplakrika, þar sem Þórdís Brynjólfsdóttir bjargaði báðum stigunum fyrir FH-inga, með því að skora sigur- markið beint úr aukakasti eftir venjulegan Ieiktíma. Dramatískar lokaminútur FH-ingar höfðu leitt allan seinni hálfleikinn, eða þar til um það bil tvær mínútur voru til leiksloka. Þá náðu Haukarnir með mikilli baráttu að jafna í 20-20 og komust síðan yfir t 20-21 með marki Heklu Daðadóttur, sem skoraði þrjú mörk í röð á lokamínútunum. FH-ingum tókst síðan að jafna í 22-22, með marki Þórdísar Brynjólfsdóttur úr vítakasti og var þá aðeins um hálf mínúta til leiksloka. En í staðinn fyrir að halda boltanum, skutu Haukar ótímabæru og slöppu skoti sem Jólanta Slapikiene, góður markvörður FH-inga varði auðveldlega. FH-ingar náðu upp úr því skyndisókn sem endaði með aukakasti á lokasekúndunni sem átti eftir að færa þeim sigur- inn í leiknum. Haukastelpurnar sem eru mun hávaxnari en stöllur þeirra í FH, stilltu sér upp i varn- arvegg, en á ótrúlegan hátt tókst Þórdísi Brynjólfsdóttur að skjóta í gegnum varnarmúrinn og í netið framhjá Hjördísi Guðmundsdótt- ur, góðum markverði Hauka, sem varði alls 17 skot í leiknum. Haukarnir áttu auðsjáanlega von á að Hrafnhildur Skúladóttir framkvæmdi kastið og lögðu því alla áherslu að gæta hennar. Hrafiiliildur tekin úr umferð Það má segja að sigur FH-inga í Ieiknum hafi verið sanngjarn, því liðið sýndi á köflum mun betri leik en Haukarnir, þó bæði lið hafi gert sín mistök, sérstaklega í sóknarleiknum. FH leiddi í upp- hafi leiks, en Haukar náðu þó að jafna um miðjan hálfleikinn og komust svo tveimur mörkum yfir. En FH-stelpurnar gáfust ekki upp og eftir mikinn hamagang náðu þær aftur eins marks for- ystu, 12-11, áður en flautað var til hálfleiks. Þær héldu síðan uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og höfðu þá fljót- Iega náð fjögurra marka forskoti 17-13. Þá gripu Haukarnir til þess ráðs að taka Hrafnhildi Skúladóttur úr umferð og við það hrundi sóknarleikur FH-inga. Hauleastelpurnar gengu á Iagið og þegar þær höfðu minnkað mun- inn í 20-18 sögðu þær lok lok og læs á FH-inga, sem skoruðu ekki mark í heilar níu mínútur. Þá var komið að þætti Heklu Daðadótt- ur hjá Haukum, sem skoraði þrjú mörk í röð og síðan dramatískum lokamínútunum sem áður er Iýst. Harpa sá rautt Það munaði miklu fyrir Hauka að missa baráttukonuna Hörpu Melsted útaf með rautt spjald á lokamínútunum. Hún skoraði 4/1 mörk, eins og Hanna Stef- ánsdóttir sem einnig átti góðan leik. Annars átti Tinna Halldórs- dóttir einna bestan Ieik hjá Haukum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum og varð hún marka- hæst með 5 mörk. Hjá FH átti makvörðurinn Jólanta Slapikiene bestan Ieik, en hún varði alls 20 skot. Annars var liðið mjög jafnt, með Þórdísi Brynjólfsdóttur markahæsta með 7/5 mörk og þær Dagnýju og Hrafnhildi Skúladætur og Guð- rúnu Hólmgeirsdóttur næstar með 4 mörk. FH-Iiðið steig að vonum trillt- an dans eftir sigurmarkið, enda mikið í húfi í jafnri baráttu um deildarmeistaratitlinn, þar sem þrjú lið, FH, Gróttá/KR og Vík- ingur, eru jöfn á toppi deildar- innar með 23 stig. Haukamir koma svo í fjórða sæti með 19 stig, en eiga einn leik til góða eins og Víkingur. Marina meö 13 mörk I Safamýrinni fór fram annar baráttuleikur, milli Reykjavíkur- liðanna Fram og Vals, þar sent Framarar unnu þriggja rnarka sigur, 26-23, á Hlíðarendaliðinu. Framarar fengu ellefu víti í leiknum og skoraði Marina Zou- eva úr tíu þeirra, en hún skoraði alls 13 mörk. Leikurinn var lengst af mjög jafn og spennandi og leiddi Valur með einu marki í hálfleik, 11-12, eftir að liðin höfðu skipst á for^ ystunni. Valsstelpurnar mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og höfðu fljótlega aukið forskot- ið í þrjú mörk, 12-15, áður en Framarar vöknuði aftur til lífs- ins. Þegar leið á hálfleikinn höfðu Framstelpurnar jafnað í 19-19 og sigldu svo framúr á lokakaflanum á mikilli seiglu og tryggðu þriggja marka sigur. Hjá Fram var Marina Zoueva að vonum markahæst með sín 1 3/10 mörk og næstar þær Haf- dís Guðjónsdóttir með 4 og syst- ir hennar Díana Guðjónsdóttir og Björk Tómasdóttir með 3 hvor. Hjá Val voru Brynja Steinsen og Sigurlaug Rúnarsdóttur markahæstar mcð 4 mörk hvor, þar sem Sigurlaug skoraði 3 úr vítum og Arna Grímsdóttir kom næst með 3 mörk. Jóna Björg skoraði líka 13 mörk A Seltjarnarnesi fór fram leikur Gróttu/KR og Aftureldingar þar sem Grótta/KR vann tuttugu marka sigur, 34-14, á gestunum. Staðan í hálfleik var 15-5 og átti Afturelding aldrei möguleika í leiknum. Jóna Björg Pálmadóttir var langmarkahæs; hjá Gróttu/KR með 13 mörk, cn Jolanta Limbaite hjá Aftureldingu með 5 mörk. Stjömusigur í Garðabæ I Garðabæ fór fram leikur Stjörnunnar og IBV, þar sem heimaliðið vann eins marks sig- ur, 21-20, á Eyjaliðinu eftir spennandi leik. Eftir að staðan var 10-9 fyrir Stjörnuna í hálf- leik var jafnræði með liðunum lengst af og ekki fyrr en á lokakaflanum sem Stjarnan náði öruggu þriggja marka forskoti, sem Eyjastelpurnar minnkuðu í eitt mark á lokasekúndunum. Nína Björnsdóttir varð marka- hæst hjá Stjörnunni með 7 mörk og Ragnheiður Stephensen næst með 6 mörk. Hjá ÍBV skoraði Anita Andersen mest eða 5 mörk og Ingibjörg Jónsdóttir var næst með 4 mörk. Ömggur Víkmgssigur KA veitti Víkingum óvænta mót- spyrnu í upphafi leiks í Víkinni, þar sem heimaliðið hafði aðeins tveggja marka forskot í hálfleik, 10-8. I scinni hálfleik dró svo ( sundur með liðunum og lauk leikurinn með sjö marka sigri Víkinga, 24-17. Kristín Guðmundsdóttir var markahæst Víkinga með 7 mörk og Heiðrún Guðmundsdóttir næst með 4. Hjá KA var Martha Hermannsdóttir markahæsti með 7 mörk og þær Þórunn Sig- urðardóttir og Heiða Valgeirs- dóttir næstar með 4 mörk. Næsti leikur: í kvöId:Kl. 20.00 ÍBV - Fram Staðan: FH 16 10 3 3 401:308 23 Grótta/KR 16 1 1 1 4 374:296 23 Víkingur 15 9 5 1 321:266 23 Haukar 15 8 3 4 354:289 19 Valur 16 8 2 6 358:295 18 Stjarnan 16 9 0 7 369:326 18 Fram 15 8 0 7 344:343 16 ÍBV 14 6 3 5 323:301 15 ÍR 15 5 0 10 254:313 10 KA 16 1 1 14 273:381 3 UMFA 14 0 0 14 227:480 0 Örn Arnarson NærÖm lágmark- inuum helgina? Alls 38 íslenskir sundmenn munu um helgina taka þátt í al- þjóðlegu sundmóti á Sjálandi í Danmörku, þar sem Olympíu- hópur SSI mun gera fyrstu at- löguna að Ólympfulágmörkun- um fyrir Sydney í haust. Örn Arnarson á þar mesta möguleika á að ná settu lágmarki í 200 m baksundi og jafnvel í 200 m skriðsundi og aldrei að vita hvað Jakob J. Sveinsson gerir í 200 m. bringusundinu. Sundmótið sem heitir „Sjæl- land Open“ er nú haldið í 20. skipti og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri, eða alls 540 frá ellefu þjóðum. Búist er við 1950 ræsingum, auk 150 boð- sunda á mótinu og sýnir það vel stærð þess. Flest besta sundfólk Norðurlanda í unglinga- og full- orðinsflokkum er meðal þátttak- enda og mun eins og okkar fólk, reyna við sett lágmörk. Laugin sem keppt er í er 50 m löng með 10 keppnisbrautum og er samþykkt af Alþjóða sund- sambandinu, sem ein af fáum keppnislaugum í Evrópu til að ná lágmörkum í. Islenski Ólympíuhópurinn, sem er skip- aður þeim Eydísi Konráðsdótt- ur, Keflavík, Friðfinni Kristins- syni, Selfossi, Jakobi J. Sveins- syni, Ægi, Ríkharði Ríkharðs- syni, Ægi, Kolbrúnu Yr Krist- jánsdóttur, Akranesi, Hjalta Guðmundssyni, SH, Erni Arnar- syni, SH, Ómari Snævari Frið- rikssyni, SH og Láru Hrund Bjargardóttur, SH, ntunu því nota tækifærið vel til að ná sfnu besta og má búast við góðum ár- angri. Jafnvel verðlaunasætum miðað við skráðan árangur, þar sem eftirtaldir eiga mesta mögu- leika: Örn Arnarson seni á besta skráða tímann á mótinu í 200 m baksundi, Eydís Konráðsdóttir sem á 2. besta tímann í 100 m flugsundi, Lára Hrund Bjargar- dóttir sem á 3. besta tímann í 200 m skriðsundi, Kolbrún Yr Kristjánsdóttir sem á 3. besta tímann í 100 m baksundi og 3. besta f 50 m skriðsundi og Hjalti Guðmundsson sem á 2. besta tímann í 100 m bringusundi. Af þeim keppendum sem ekki eru þegar f Ólympfuhópnum á Elín Sigurðardóttir, SH, mesta möguleika, en hún á 2. besta tímann í 50 m skriðsundi og hefur örugglega hug á að kom- ast aftur í Ólympíuhópinn, en hún var meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 og stefnir á Sydney.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.