Dagur - 08.02.2000, Page 3
ÞRIÐJUDAGU R 8. FEBRÚAR 20 00 - 19
Xfc^MT
BRÉF TIL KOLLU
Elsku Kolla
Á dögum Loðvíks flmmt-
ánda var, að sögn, stund-
að mikið og ijörugt ástalíf
við frönsku hirðina. Allra
bragða var neytt til að
koma fólki til, kveikja með
því löngun til ásta. Matar-
gerðarlist var í hávegum
höfð. Sumir réttir voru
taldir örva kyngetuna
meir en aðrir. Hirðmeyjar tældu konung-
inn til fylgilags með íburðarmiklum losta-
réttum. Konungurinn hafði hins vegar of-
urtrú á innyflum dýra sem lostalyfi. Mælti
svo fyrir að Madama Pompadour skyldi
neyta hrútspunga til að ráða bót á ófrjó-
seminni. Með hrútspungunum var borinn
fram kryddaður súkkulaðidrykkur. Ekki er
nú vitað, hvort þetta gerði hinni göfugu
frú nokkuð gott. Bæði fóru þessi hjú undir
fallöxina án þess að verða barna auðið.
Ilrútspungar voru kallaðir „am-
ourettes". Útleggst á íslenzku“ástarhnoðr-
ar“. Hnoðrarnir voru ekki lagðir í súr við
frönsku hirðina,heldur skornir í þunnar
sneiðar, velt upp úr hveiti ásamt salti og
pipar. Síðan snöggsteiktir á pönnu. Born-
ir fram með fersku salati í olíu og
sítrónusafa.
Hvað segirðu um þetta, Kolla? Hefur
það nokkurn tfma hvarflað að þér, eða
nokkrum íslendingi yflrleitt, að tengja
hrútspunga við kynlíf? Að vísu var eitt-
hvað verið að gantast með pungsnafnið á
þorrablótum fyrir, vestan. Mikið flissað og
klappað á axlir. En á Suðurlandi þótti
dónalegt að tala um kynlíf, ástarbríma,
lostalyf. Sussu svei. Mamma hefði vísað
mér á dyr, hefði ég tekið mér þetta orð í
munn í hennar húsum. Hétu ekki
hrútspungar kviðsvið um tíma? Kynlíf var
algert tabú. Jafnvel enn, þegar ég var á
mínum sokkabandsárum eftir miðja öld-
ina. Enda hvað heldurðu, að fólk hafi get-
að stundað kynlíf í baðstofunum í gamla
daga! Innan um barnaskríl og forvitna
unglinga. Kynlíf var ekki hluti af lífs-
nautninni. Kynlíf var dýrsleg útrás í þeim
eina tilgangi að viðhalda mannkyninu. Á
íslandi fyrri alda voru fáar nautnir.
Á meðan franska hirðin lék á als oddi,
daðraði í silkisokkum, hámaði í sig
steikta hrútspunga, drakk sjóðheitt
súkkulaði og hélt að lífið snerist um það
eitt að skemmta sér, voru forfeður okkar
að berjast fyrir lífinu. Þeir voru að reyna
að lifa af. Kulda, vosbúð, hungur. Þeir
lögðu sér til munns hvern einasta líkams-
part skepnunnar - af illri nauðsyn, vænt-
anlega. Ekki til að örva ástarlífið!
Hérna megin hafsins er allt svo stórt.
Ameríkanar fúlsa við hrútspungum, auð-
vitað. Ailt of litlir. En þeir borða hins veg-
ar tarfapunga. Bragðmiklir og seðjandi,
að sögn. Eins og þú veizt, þá eru Amerík-
anar miklir hreintrúarmenn. Mega ekki
vamm sitt vita. Kalla tarfapunga „gresju-
ostrur"! - Jafn teprulegt og „kviðsvið".
Þorrablót í Washington
í upphafi þorra gerði ég átak í því að
kynna íslenzka menningu og matarsiði.
Bauð hingað heim hálfu hundraði amer-
ískra hefðar- og menntakvenna. Fékk
heimsþekkta, íslenzka trúbadúra til að
syngja þorralög. Bar á borð alræmdan
þorramat. Sviðakjamma, bringukolla, há-
karl, hrútspunga, harðfisk og hangikjöt.
Húsið angaði. Regluleg þorrastemning.
Þú hefði átt að heyra, hvað þær flissuðu,
þegar ég útskýrði fyrir þeim réttina.
Þórhildur, vinkona mín hér í Wash-
ington, kann að matreiða íslenzkan mat
betur en aðrar. Hún stóð við borðstofu-
borðið með stóran kuta og skar ofan í
konurnar bita af kjömmunum - augu og
eyru og tungur. Allar vildu bragða á þessu
hnossgæti, jafnvel hákarli og hrútspung-
um. Svei mér þá ef þær sneru ekki heim
með eftirvæntingarglampa í augunum. Ég
sagði þeim nefnilega söguna um ástar-
hnoðrana við frönsku hirðina!
Annars er ég farin að bíða þess með
óþreyju, að þorranum linni. Hér hefur
verið stormbeljandi vikum saman. Ekki
hundi út sigandi. Frosthörkur og snjó-
koma. Ég hef orðið að leggja af göngu-
ferðir. (Það er svo dýrt að fótbrjóta sig
hérna). Samkvæmt þjóðtrúnni á þorranum
að ljúka hér um svipað leyti og heima.
Sagan segir að ef sólin nær að skína ann-
an dag febrúarmánaðar, þannig að íkorn-
inn geti elt skuggann af sjálfum sér, þá
verði sumarkoma þremur vikum seinna. -
Merkileg bændavísindi. í landi tækninnar!
Þetta verður ekki lengra að sinni, elsk-
an, en mig langar til að bæta við upp-
skrift af fíkjuís, sem ég fann líka í bókinni
um Loðvík fimmtánda. Fíkjur eru auðvitað
nautnalegur ávöxtur. Tengist mjög hug-
myndum rnanna um kynlíf. Upplagt að
bera þær fram á eftir hrútspungunum.
Bíða þess svo, að ástarbríminn bæri á sér!
Blanda saman mjólk (soðinni og kældri),
rjómaosti, flórsykri og smátt skornum,
ferskum fíkjum. Allt sett í hrærivél. Síðan
í frysti. Það er allt og sumt. Einfalt, en
áhrifamikið!
Með kveðju,
Bryndís
MENNINGAR
LÍFIÐ
Nýtt leikrit
Hrafnhildar
Hagalllt Gunnþóra
Það verða að telj- Gunnarsdóttir
ast tíðindi að nýtt leikverk
eftir Hrafnhildi Hagalín verð-
ur frumsýnt síðar í þessum
mánuði, nánar tiltekið þann
24. Leikritið heitir Hægan El-
ektra. Þar tekst höfundur
meðal annars á við samband
móður og dóttur, leikhúsið
sjálft og
tengsl lífs-
ins og list-
arinnar.
Mæðgur
eru stadd-
ar á óræð-
um stað og
riija upp
leiksýn-
ingu sem
þær léku
eitt sinn,
sýningu
sem
reyndist
þeim örlagarík.Fyrsta leikrit
Hrafnhildar var Ég er meist-
arinn og fyrir það hlaut hún
Norrænu leikskáldaverðlaun-
in.
Hrafnhildur
Hagalín.
SkúffugaHerí
Ekki eru allir sem vita að í
sýningarsalnum í íslenskri
grafík við Tryggvagötu var
opnað skúffugallerí rétt fyrir
áramótin. Þar eiga 36 félags-
menn verk í 30 skúffum,
grafíkverk, ljósmyndir, vatns-
litamyndir og önnur verk
unnin á pappír. Verkin eru
sýnd án ramma en með því
móti sjást eiginleikar þrykks-
ins/pappírsins mun betur.
Víða erlendis hefur þetta
sýningarfyrirkomulag verið
vinsælt og aukið skilning og
áhuga almennings á verkum
unnin á pappír. Þarna geta
listunnendur sem eru að leita
sér að eigulegu verki til að
hengja upp heima hjá sér
eða gefa öðrum valið úr
skúffunum óinnrömmuð verk
og síðan látið innramma
sjálfir eftir smekk og efnum.
Skúffugalleríið er opið á
sama tíma og sýningarsalur-
inn, Qóra daga í viku,
fimmtudaga - sunnudaga kl.
14 -18.
V____________________________
Herferð borgarinnar gegn villi-
köttum í borginni hefur full-
komlega mistekist. Búrin í
Kattholti fyllast af treggáfuðum
og dekruðum heimilisköttum
sem aldrei hafa lært að hemja
forvitni sína. Á meðan snið-
ganga veraldarvanir og slægir
villikettir þessar sömu gildrur
enda hefur götulífið fyrir löngu
kennt þeim að vara sig á
grimmd manneskjunnar. Ég hef
aldrei haft sérstakt dálæti á
köttum en virðing mín fyrir
vitsmunalífi villikatta hefur
mjög síðustu daga. Sá næsti sem
stekkur inn um kjallaraglugga minn
mun fá höfðinglegar móttökur. Honum
verður tekið eins og alþýðuhetju og
MENNINGAR
VAKTIN
Kolbrún
Bergþorsdottir
skrifar
aukist
Samkvæmt frásögn DV í gær
af raunum heimiliskattarins Dr.
Jóns er ljóst að herferð borgar-
innar hefur rænt marga gæfa
og stillta ketti sálarró. Það er
áleitin spurning hvort borgaryf-
irvöldum sé ekki á einhvern
hátt skylt að bæta fyrir þau
andlegu högg sem þau hafa
veitt þessum litlu greyjum sem
aldrei stóð til að fanga. Ljóst er
að mörg heimili eru í sárum
eftir herferð borgarinnar og
það mun taka langan tíma að
byggja á ný upp sjálfsmynd þeirra
saklausu heimilskatta sem urðu fórn-
arlömb heimskra og illgjarnra borgar-
yfirvalda. Ennfremur er engan veginn
ljóst af hverju farið var út í þessar að-
„Ég óska villiköttum
farsældar í baráttu
þeirra við borgaryfir-
völd. Ég mun styðja þá
með ráðum og dáðum
og hugsa til þeirra í
kjörklefa í næstu borg-
arstjórnarkosningum."
væl sem er? Ef einhverjar dekurrófur Ég óska villiköttum farsældar í bar-
hafa ekki annað að gera en að láta til- áttu þeirra við borgaryfirvöld. Ég mun
vist villikatta fara í taugarnar á sér þá styðja þá með ráðum og dáðum og
skil ég ekki af hverju það á að vera hugsa til þeirra í kjörklefa í næstu
skaminlaður rjómi og fískur að vild. 1. ;..gerðir, Hhista borgaryfirvöld á hvoögjj samm^l^ y^dji-,|llr.æ bojgaj^g.. ^^r^^gf^uarjtösnmgúm. t
Vinirmínir
villikettirnir
j