Dagur - 08.02.2000, Síða 4
20 — ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000
Tkgpr
LÍFTD í LANDINU
Skyggnst inn í
skúmaskot þjóðarinnar
Fínbjalla ís-
landsklukka
sýnd í Háskóla-
bíói. Sjö heim-
ildarstuttmyndir.
Höfundar: Rún-
ar Eyjólfur Rún-
arsson (Rætur),
Pétur Már
Gunnarsson
(Friður), Ami
Sveinsson
(Kyrr), Gunnar
B. Guðmunds-
son (Hræsni),
Hrönn Sveinsdóttir (Vandamál),
Svavar Pétur Eysteinsson
(Vald), Ingibjörg Magnadóttir
(Undir). Framleiðandi : 20 geit-
ur.
Stefnuyfirlýsingar listamanna
komust aftur í tísku fyrir tveim-
ur árum þegar dönsku kvik-
myndagerðarmennirnir Lars von
Trier og Thomas Vinterberg
sendu frá sér svokallaða dogma-
yfirlýsingu. A þessum stutta
tíma hafa fjölmargir kvikmynda-
gerðarmenn gert dogma-myndir
á meðan aðrir kjósa að senda frá
sér eigið manifestó. Þetta á við
um hóp ungra íslenskra kvik-
myndagerðarmanna sem stendur
á bakvið heimildarmyndirnar
Fínbjalla íslandsklukka, sem
frumsýndar voru í Háskólabíói á
föstudagskvöldið. Heimildar-
myndir eru ekki sýndar á hverj-
um degi í kvikmyndahúsum hér-
lendis hvað þá að þær myndir
séu íslenskar og fjalli á umbúða-
lausan hátt um venjulega nú-
tíma Islendinga.
KVIK-
MYNDIR
upplýsingar læðast inn í frekar
sakleysislegum og afslöppuð við-
töl, þar sem innskot með íslensku
landslagi draga fram æpandi and-
stæður óspilltrar náttúru og
rökkvaðs andrúmslofts leiktækja-
salanna. Mesta athygli vakti samt
firna vel gerð mynd Hrannar
Sveinsdóttur um Vandamál er
upp kom í hennar eigin fjöl-
skyldu. I myndinn fylgist Hrönn
með foreldrum sínum finna lausn
á þrálátum vanda er þau komust í
vegna niðurgangs kattar nágrann-
ans. Lausnin vekur vissulega
furðu áhorfenda, en framsetning-
in er stórskemmtileg, sótt í tölvu-
leikjaformið, og dregur athyglina
að þeirri staðreynd að sjónarhorn
kvikmyndavélarinnar er aldrei
hlutlaust, ekki einu sinni í heim-
ildarmynd.
Meira skylt skáldskap
Dæmið gengur ekki eins vel upp í
myndunum Friður og Vald, þótt
báðar hafi lagt upp með ágætis
hugmyndir. Vald er á mörkum
þess að geta kallast heimildar-
mynd, því höfundurinn býr til
sögu sem ekki er í neinu sam-
hengi við sjálfa myndatökuna.
Myndin hefði hreinlega virkað
betur sem skáldskapur. Friður
ætlar sér hins vegar of syórt verk-
efni með því að fjalla um hugtak
án þess að ramma það inn. Pétri
Má tekst ekki að koma því til
skila, þrátt fyrir góða spretti.
Maníski sjóntækjafræðingurinn
var sérlega skemmtilegur og
laumureykingakonurnar viðfelldn-
ar andstæður hans. Hræsni átti
að mörgu leyti við sama vanda að
Höfundar Fínbjöllu íslandsklukka réðust í það vandasama verkefnl að gera
heimildarmyndir um nútíma Islendinga.
Köttur nágraunans
Þrátt fyrir þann þrönga ramma
sem þemu og lengd myndanna
(12 mínútur) setja höfundum
voru sum þeirra aðeins of huglæg
til að hægt væri að ráða við þau í
stuttri mynd. Rúnari Eyjólfi Rún-
arssyni tókst að vísu þokkalega að
Ijalla um firringu nútíma borgar-
búa í Rótum með því að taka við-
töl við spilafíkla í spilasal um
æsku þeirra. Ymsar áhugaverðar
stríða og Vald. Gunnar B. Guð-
mundsson fellur í þá gryfju að
predika yfir áhorfendum í stað
þess að láta myndirnar um ferm-
ingarundirúninginn tala sjálfar.
Hann var líka of fljótur að tæma
efnið svo myndin virkaði alltof
löng.
Illeinniiir og hreinlætið
Kyrr átti að íjalla um Hlemm og
nágrenni en drykkjufólkið á Keis-
ararnum stal senunni, enda aug-
ljóst að Arni Sveinsson var hrifn-
astur af þeim. Þannig virkuðu
pftsusalinn, steinasafnið og rak-
arastofan eins og uppfyllingar-
efni. Ráf stúlkubarnsins um jóla-
ball Frímúrara skilaði sér betur
og dró fram óþægilegar andstæð-
ur við Keisarann. Undir átti
nokkra góða spretti í tilraun sinni
til að fjalla um ólík viðhorf fólks
til hreinlætis. Asamt Vandamáli
tókst Ingibjörgu að ná ákveðnum
stíganda í byggingu myndarinnar,
þannig að persónurnar urðu skýr-
ari eftir því sem á leið. Konan
sem gaf ráð um þrif var næstum
því tepruleg í sambandi við þrifn-
að á meðan önnur ungu stúlkn-
anna Ieyfði sér að ganga alla Ieið í
óþrifnaðinum. Framleiðandinn
Böðvar Bjarki Pétursson sem stóð
á bakvið ungmennin og hvatti
þau áfram á þakkir skyldar fyrir
að styðja jafn þarft verkefni og
gerð heimildarmynda um líf Is-
lendinga þar sem gægst er inn í
skúmaskot þjóðarsálarinnar og ís-
lensks þjóðlífs. Slíkt hefur lengi
þrifist í útlandinu og því tími til
kominn að sjá slíkar myndir frá
Islandi.
Úhætt er að segja, að enginn flóafriður hafi verið á sviðinu i Freyvangi á frum-
sýningu „Flóar á skinni".
Föstudaginn 4.
febrúar frum-
sýndi Freyvangs-
ieikhúsið í Eyja-
fjarðarsveit leik-
ritið „Fló á
skinni“ í félags-
heimilinu Frey-
vangi. Verldð er
eftir franska leik-
skáldið Georges
Feydeau, en ís-
lensk þýðing eftir
Vigdísi Finnbogadóttur. Leikstjóri
uppsetningarinnar er Oddur
Bjarni Þorkelsson.
Eindregiim farsi
„Fló á skinni" er eindreginn
farsi, þar sem megináhersla er
á sífelft fjör og mikínn hraða
jafnt í ferli verksins sem í sviðs-
ferð. Erindi þess er einkum að
skemmta, sem er ekki ómerki-
legri ætlan en hver önnur, og
takist vel í uppsetningu, gerir
verkið það líka svo sannarlega.
Þýðingin er lipur og virðist ná
vel þeim anda, sem höfundur-
inn hefur Iagt í verk sitt. Hún
er á góðri íslensku, eins og við
má búast af hendi þýðandans,
og á mikinn þátt í Iöðun verks-
ins, enda byggir það ekki síður
á töluðum samskiptum flytj-
enda en á sviðsferð þeirra og
fasi.
Vökul leikstjóm
Leikstjórinn, Oddur Bjarni Þor-
kelsson, hefur unnið verk sitt vel.
Prýðilega hefur tekist að halda
uppi hraða og spennu og er iðu-
lega mjög eftirtektarvert hve vel
innkomur og útgöngur leikara eru
samhæfðar. Þá hefur leikstjórinn
fylgst vel með samfellu í fasi flytj-
enda og bregst hún sem næst
hvergi. A stöku stað má þó
greina, að ekki hefur alveg nógu
vel verið eftir því gengið, að sam-,.
fellan haldist, svo sem í tilfellum
Victors Emmanuels
Chandebise/Poche, Raymonde og
Canille Chandebise og Carlosar-
Homenidés De Histangua. I
nokkrum tilfellum, einkum í
fyrstu atriðum verksins, er fram-
sögn Ieikenda ekki svo skýr og
greinileg sem æskilegt hefði verið,
en í heild tekið hefur einnig hér
verið vel að verki staðið.
Umgjörð uppsetningar „Flóar á
skinni" er prýðilega unnin. Hið
sama er um búninga, sem falla
vel að persónum og eru hóflega í
anda fyrstu áratuga 20. aldar.
Lýsing er einnig vel af hendi
leyst. Nokkur tónlist er í verkinu
og er hún vel flutt. Þar koma við
sögu Heimir Gunnarsson og Sara
Blandon.
Leikarar
Stéfán Guðlaugsson fer með
hlutverk Victors Emmanuels
Candebise og tvífara hans, Poche.
Stefán gerír í heild prýðisvel í
túlkun sinni á báðum persónun-
um og sýnir gjörla, hve vel hon-
um lætur að ná hinu skoplega án
þess að fara fyrir mörk hófsemi.
Hlutverk Raymonde
Chandebise er í höndum Elfsa-
betar Björnsdóttur. Hún fer nokk-
uð stirðlega af stað í upphafsat-
riðum sínum, en sækir mjög í sig
veðrið er á líður verkið. I hlut-
verki Romain Tournel er Garðar
Björgvinsson og Jónsteinn Aðal-
■ steinsson fer með hlutverk lækn-
isins Finache. Bæði hlutverkin
eru hlutfallslega kyrrlát. Garðar
og Jónsteinn ná báðir góðum tök-
um í túlkun sinni og halda góðri
samfellu allt til loka.
Carlos Homénides de
Histangua er Ieikinn af Kára A.
Guðmundssyni. Hann nær tfðum
ágætlega spænskum skaphita per-
sónunnar, en æskilegt hefði verið
að slípa noltkra hluta túlkunar-
innar dálítið betur.
Elfsabet Katrín Friðriksdóttir er
í hlutverki Lucienne Homenides
de Histangua. Hún nær mjög
góðum tökum á persónu hinnar
spönsku hefðar- og tildurkonu
jafnt í fasi sem framsögn og fellur
þar sem næst hvergi skuggi á.
í hlutverki Camille Candebise
er Pálmi Reyr Þorsteinsson og
gerir miklu tíðast mjög vel í túlk-
un þessarar málhöltu og nokkuð
utanveltu persónu.
Þjóninn Etienne leikur Jón
Gunnar Benjamínsson. Hann
nær almennt ágætlega stífu fasi
persónunnar, en á nokkruni stöð-
um, einkum framan af verkinu,
hefði mátl vinna nokkuð betur
með hana.
I smærri hlutverkum eru Olaf-
ur Theódórsson, Augustine Ferra-
illon; Hjördfs Pálmadóttir,
Olympe Ferraillon; Dýrleif Jóns-
dóttir, Antoinette; Sara Blandon,
Eugenie; Pjetur St. Arason, Rug-
by; og Stefán Aðalsteinsson,
Baptistin. ÖU gera hlutverkum
sínum fj'llilega viðunandi skil.
Ijfill fridtir
Óhætt er að segja, að enginn
flóafriður hafi verið á sviðinu í
Freyvangi á frumsýningu „Flóar á
skinni". Af viðbrögðum frumsýn-
ingargesta, sem sannarlega virtust
skemmta sér hið besta, má ætla,
að ekki verði heldur mikill friður
næstu vikur og jafnvel mánuði
fyrir þeim, sem vilja njóta
skemmtilegrar kvöldstundar í
Freyvangsleikhúsinu.
LEIKUST