Dagur - 08.02.2000, Qupperneq 6

Dagur - 08.02.2000, Qupperneq 6
22- ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 rDwytr LÍFIÐ í LANDINU SMATT OG STORT UMSJON: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Líísleikurinn í síðasta pistli voru birtar tvær klausur upp úr hinu skemmtilega teningaspili Lífsleik sem birtur er í síð- asta Stúdentablaði. Hér koma svo nokkur gullkorn í viðbót: Sá sem lendir á reit númer 25 í spilinu fær þetta. „Pú hittir tvo samfylkingar- menn í strætó. Þú verður leiðtogaefni flokksins. Áfram um tvo reiti.“ Sá sem lendir á reit 29 fær þetta: „Þú ferð til Þingvalla og spyrð Heimi Steinsson til vegar. Bíddu í tvær umferð- ir.“ Ef menn lenda á reit 35 kemur þetta: „Þú átt heima við Eyjabakka í Breiðholti. Kaldavatnslagnir springa og það flæðir yfir allt. Þú hring- ir í slökkviliðið og segir þeim hvað hafi gerst. Þeir halda að þetta sé gabb, hlæja og íbúðin eyðileggst. Bíddu í tvær umferðir.“ Á reit 39 fá menn þessa athugasemd: „Þú ert yfirmaður hjá Bún- aðarbankanum. Áfram um tvo reiti.“ Meira seinna. Heimir Steinsson á Þingvöllum. Hjálmar Jónsson. Sighvatur Björgvinsson. Góður Presíur Hjálmar Jónsson alþingis- maður er hka prestur eins og allir vita. Honum varð á að bölva á dögunum niður í þinghúsi og þá orti Sighvatur Björgvinsson: Fram á völlinn skrýddur skálmar skaparans þjónninn bestur. „Andskotinn' sagði séra Hjálmar. Svon’ er ‘ann góður prestur. Hjálmar lét Sighvat að sjálf- sögðu ekki eiga inni hjá sér og svaraði: Von er á fónn og frera, formannsslag ber að skjótt, ef Sighvatur vœri séra segði ég fleira Ijótt. Heimta kynferði Veturinn 1973 var lögð fram þingsálykt- unartillaga frá Ingu Birnu og Bjarna Guðnasyni prófessor, um að færa auglýsingar hins opinbera um starfsfólk til betri vegar. í þingsályktunartillögunni var m.a. þessi ábending. „Banna á að heimta ákveðið kynferði af umsækjendum.“ Bjarni Guðnason prófessor. FINA OG FRÆGA FOLKIÐ Einstæð sjö bama móðlr Marie Osmond sem hér sést ásamt tveimur ungum börnum sínum er að skiija við eiginmann númer tvö. Marie Osmond, söng- kona og sjónvarps- kona, er skilin að borði og sæng. Marie er fertug og sjö barna móðir. Iljónaband hennar, sem er það annað í röðinni, hefur staðið í þrettán ár og hjónin eru bæði mormónatrúar. Marie stjórnar spjallþætti í sjónvarpi ásamt bróð- ur sínum Donny. Hún viðurkenndi nýlega í viðtali að hafa þjáðst af þunglyndi eftir fæð- ingu sonar síns Matt- hews sem fæddist í júlí síðastliðnum. Það virð- ist hafa verið Mary um megn að sinna hlut- verki eiginkonu, móð- ur, sjónvarpsstjörnu, söngkonu og eiganda brúðuverksmiðju. Eig- inmaðurinn er sagður hafa tekið lítinn þátt í daglegum heimilis- rekstri og barnaupp- eldi og sýnt af sér óstöðvandi stjórnsemi í hjónabandinu. Mary segist hafa fengið nóg og bætir því við að sættir séu óhugsandi nema eiginmaðurinn taki sig á. KRAKKAHORNIÐ Grettukeppnin Kúrekinn á myndunum fór í grettukeppni við sjálfan sig. Það er sami svipur á tveimur andlit- um. Getiði fundið út hvaða. Brandarar Gömlu bændahjónin voru gengin til hvílu eftir erfiðan dag. Allt í einu rís bóndinn þó upp og fer að tína á sig spjarirnar. „Hvert ertu að fara, elskan mín?“ spyr þá bóndakonan hissa. „Æ, þegar að ég sá þig geispa, væna mín, þá mundi ég allt í einu eftir því að ég hafði gleymt að loka hænsnakofanum." „Olíukyndingin heima hjá mér sprakk í loft upp og pabbi og mamma þeyttust út úr hús- inu.“ „Hvað ertu að segja, maður! Þetta eru hræðilegar fréttir!" „Já, en mamma var nú samt nokkuð ánægð með þetta.“ „Hvernig stóð á því?“ „Ja, þetta var í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ár sem þau hjónakornin fóru út saman." Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is ADAMSON ST JÖRNOSPA Vatnsberinn Sólkerfið hrynur ekki þó þú látir þig hverfa í sólar- hring. En ekki mikið lengur, plís. Fiskarnir Það er lítið gagn í grunni ef húsið rís ekki að lokum. Ekki byrja á því sem þú getur ekki klárað. Hrúturinn Láttu ekki bug- ast. Þú ert ódrep- andi. Eins og kamfýlóbakter. Nautið Bolabrögð eru nautinu eðlileg. Glímdu því að- eins við sjálfan Þig- Tvíburarnir Farðu óhrædd með hann á þorrablót. Súr- matur skaðar ekki sætabrauðs- drengi. Krabbinn Losaðu þig við allan óþarfa á heimilinu, en horfðu fram hjá sjálfum þér í þetta sinn. Ljónið Aldrei að víkja! Án þess að gefa fyrst stefnuljós. Meyjan Stattu vaktina í eldhúsinu að Laugaskaröi með Thermos-brús- ann fullan af ilm- andi Braga-kaffi. Vogin Opnaðu hjarta þitt. Það er dýr- ara að láta sér- fræðingana á spítalanum gera það. Sporðdrekinn Ávallt viðbúinn! Varðeldurinn kulnar ef þú víkur frá eitt andartak. Bogamaðurinn Svarið er handan . hornsins. Reyndu ) að hafa upþ á spurningunni. Steingeitin Sjaldan þrýtur þrjóti þraut. Eða lausn lausmálg- um.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.