Dagur - 09.02.2000, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 - 21
þess fagfólk. Ég tel að það hafi
ekki verið gert og þess vegna
hafi ekki tekist að mynda nógu
sterkan hóp. „
Undirbúnmgurinii
ekki góður
-Erurn við þá ekki aftur komnir
að umgjörðinni og fjármálun-
um?
„Eflaust spila fjármál hreyf-
ingarinnar eitthvað inn í þessi
mál. Þannig hefur það alltaf
verið. En landsliðsþjálfarinn er í
fullu starfi og ætti að hafa tök á
að vinna sig út úr málum með
nútíma tækni. Mitt álit er, þrátt
fyrir allt umtal um fjárhagserf-
iðleika, að undirbúningurinn
hafi ekki verið nógu góður. Ég
hefði viljað sjá fleiri andlit í æf-
ingahópnum og tel að það hefði
verið hægt að undirbúa þetta
betur. Mér fannst leikskipulag
Iiðsins ekki virka nógu vel,
hvorki í vörn né sókn. Það var
þunglamalegt og lítið annað í
gangi í sókninni en þetta frjálsa
spil sem er stimplun frá bak-
verði yfir á bakvörð með
blokkeringu frá línumanni.
Talandi um línumann þá stóð
Róbert Sighvatsson sig mjög vel
og bjargaði miklu. Varnarlega
vorum við að spila Iélega 6-0
vörn og þegar 5-1 eða 3-2-1
vörn var spiluð, þá var Dagur
fyrir framan, sem í raun var
bara hálfur leikmaður."
Ragnar hefði breytt miklu
-Sérðu fyrir þér leikmenn hér
heima sem liefðu frekar átt
heima t hó'pnum?
„Það er erfitt fyrir mig að
meta það, en það hefði alla vega
litið betur út að vera með full-
fríska stráka héðan að heiman.
Til dæmis Ragnar Oskarsson,
hann hefði tvímælalaust átt að
vera í hópnum og þá hefðum við
séð Dag Sigurðsson sem leik-
stjórnanda númer tvö. Bara það
dæmi hefði að mínu mati breytt
miklu og örugglega létt press-
unni af Olafi Stefánssyni. Per-
sónulega hefði ég viljað sjá
Héðinn Gilsson í hópnum og
finnst undarlegt að það hafi
aldrei komið til greina. Það er
hægt að nefna fleiri nöfn, en þá
hefði Iíka þurft að endurskoða
Ieikmannamálin strax um ára-
mótin, en ekki bíða og vona. Ég
er líka á því að þeir Júlíus Jón-
asson og Geir Sveinsson hafi
horfið út úr dæminu á óheppi-
legum tíma. Þeir hafa verið
kjölfestan í vörn liðsins að und-
anförnu og erfitt að fylla þeirra
skörð, eins og við sáum í Króa-
tíu. I raun var það stærsti veik-
leikinn í varnarleiknum að þar
var enginn til að binda saman
vörnina á miðjunni, þar vantaði
herforingjann til að stappa stál-
inu í menn, sem hefði líka auk-
ið sjálfstraustið í sókninni.
Magnús Sigurðsson og Rúnar
Sigtryggsson komu þar inn og
reyndu að gera sitt besta, en þar
erum við að tala um allt annað
„kaliber". Að mínu mati hefði
þess vegna átt að skoða það bet-
ur að fá gömlu jaxlana til að
klára þetta dæmi og jafnvel að
skoða aðra varnarjaxla, sem
hefðu getað styrkt hópinn. Þar
get ég nefnt mann eins og
Gunnar Beinteinsson hjá FH,
sem býr yfir mikilli reynslu."
Dóinur íalliim
-Hvernig sérðu fyrir þér framtíð
landsliðsins?
„Eftir EM í Króatíu finnst
mér að hluta til fallinn dómur
yfir þessum frjálsa handbolta
sem liðið hefur verið að reyna
að leika. Við verðum að hverfa
aðeins aftur til baka og taka
meira upp agaðan og skipulagð-
an sóknarleik. Það met ég út frá
því að í dag höfum við ekki
nógu marga góða Ieikmenn til
leysa það dæmi. Við eigum bara
einn Olaf Stefánsson og verðum
þvf að horfa til betra heildar
leikskipulags og meiri aga í
sóknarleiknum. Það sama er
raunar að segja um varnarleik-
inn, ef við ætlum að ná veruleg-
um árangri í framtíðinni. Við
verðum líka að byggja upp með
samkeppni í huga, þannig að
menn séu ekki í hreinni áskrift í
Iandsliðið, eins og borið hefur
á. Það á að velja sterkasta liðið
hverju sinni og ef menn eru
ekki í lagi, þá eiga þeir allavega
að koma sér í form aftur til að
geta unnið sér sæti í landslið-
inu."
Drögumst aftur úr
-Hvað finnst þér um stöðu bolt-
ans hér heima?
„Mitt mat er að við séum að
dragast aftur úr. Ég tel að hverf-
andi þátttaka okkar í alþjóða-
keppnum, eins og Evrópu-
keppnum félagsliða sé að hafa
slæm áhrif á boltann. A sama
tíma er niðurskurður á leikjum
landsliðsins, sem á að heita
móðurskipið, og það er mjög
slæm þróun. Við erum einangr-
uð hér uppi í ballarhafi og þurf-
um því að hafa virkilega fyrir
hlutunum til að komast í al-
þjóðaboltann. Með sama fram-
haldi er hætt við því að við
munum dragst enn afturúr og
þá er erfiðara að byggja upp aft-
ur. Þá erum við enn aftur kom-
in að fjármálunum, sem segir
okkur að hreyfingin í heild verð-
ur að fara í eigin naflaskoðun.
Þar á ég við að breyta þarf um
áherslur, því aukið fjármagn
virðist ekki í augsýn. Þetta er
því spurning um það hvernig við
nýtum best það sem til er. Til
þess þarf eflaust líka ákveðna
hugarfarsbreytingu og hagræð-
ingu innan félaganna. Þau eru í
dag að leggja allt of mikið í ýms-
ar sporslur fyrir innlenda sem
erlenda leikmenn, fjármagn
sem væri betur nýtt til að bygg-
„Það er því miður mln skoðun að
með sama framhaldi verði hand-
boltinn innan tíu ára ein af litlu
greinunum í íþróttaflórunni, kannski
á svipuðum slóðum og blaklð er í
dag, “ segir Erlendur ísfeld.
Fjármálin hafa íþyngt öllu starfi inn-
an íþróttahreyfingarinnar, „en hefur
það ekki alltaf verlð svo?“ spyr Páll
Björgvinsson. „Ég man alla vega
ekki eftir öðru í þau fjörutíu ár sem
ég hef verið I boltanum [...] Ef vel
er unnið þá er framtíðin björt, til
þess höfum góða aðstöðu sem er
alltaf að batna.“
„Faglegt mat verður að fara fram,
sem sýnir okkur staðreyndirnar um
ástand leikmannanna og ef þjálfar-
inn hefur ekki tök á að gera það
sjálfur þá ætti að vera auðvelt að fá
til þess fagfólk, “ segir Guðmundur
Karlsson.
ja upp. Þannig getum við betur
virkjað fólk og sett aukinn
metnað í að komast aftur inn í
alþjóðlega boltann, sem er okk-
ur nauðsynlegt. Ég er þar með
ekki að segja að við ættum að
loka á erlenda leikmenn, þeir
eiga fullan rétt á sér á réttum
augnablikum, eins til dæmis
þegar Duranona kom til KA.
Það má þó ekki koma niður á
boltanum og ég tel þvf að full
þörf sé á allherjar naflaskoðun
hreyfingarinnar svo ekki fari
illa,“ sagði Guðmundur.
Besta liðið hverju sinni
Gagnrýnisrödd Páls Björgvins-
sonar, fyrrum leikmanns og
þjálfara Víkings, sem lék með
landsliðinu á árunum 1971-'81,
hefur heyrst áður og hefur hann
ákveðnar skoðanir á landsliðs-
málunum eins og fleiri gamlir
refir í boltanum. Hann sagði að
auðvitað væri hann hlynntur því
að besta liðið væri valið hverju
sinni.
„Það þarf að skoða það tíman-
Iega hvaða menn eru að standa
sig með félögunum og meta út
frá því hvaða liðheild er sterk-
ust. Það þarf auðvitað líka að
sjá til þess að þeir menn sem
eru valdir séu í því formi til að
spila með landsliði, þar sem
þeir bestu spila. Til þess er
þjálfarinn ráðinn og það er
skylda hans að vanda valið. Ef
einhver spurningarmerki eru
um ástand leikmanna þá ber að
meta það með fyrirvara. Þar á
ég ekki bara við meiðslin, held-
ur líka formið og hvernig menn
hafa verið að standa sig með fé-
lagsliðunum og þá er sama hver
leikmaðurinn er. Gott dæmi er
til dæmis Duranona, sem eins
og fram hefur komið dvaldi
heima á Kúbu í heilan mánuð
um áramótin án þess að spila.
Ef það er rétt þá er það auðvit-
að alvarlegt mál og forkastanleg
vinnubrögð að hann skildi val-
inn í hópinn.
Það hefur líka komið fram að
aðrir leikmenn £ þýsku deildinni
hafa lítið spilað í deildinni að
undanförnu og því mjög vafa-
samt að velja þá í liðið. Það kom
líka í ljós í keppninni að þeir
voru flestir alls ekki í því formi
sem til þurfti og því spurning
hvers vegna þeir voru valdir
frekar en þeir strákar sem hafa
verið að standa sig hér heima.
Þorbjörn ætti að hafa góð tök á
að kanna þessi mál ytra, þar
sem við erum með islenska
toppþjálfara hjá einhverjum Iið-
unum í þessari bestu deild í
heimi, eins og hún er kölluð.“
Allt annar hópur
tU HoUands
„Eitt dæmi um vinnubrögðin er
til dæmis að farið var með allt
annan hóp á æfingamótið til
Hollands fyrir áramótin, heldur
en var svo valinn í lokin. Þar
stóðu viókomandi leikmenn sig
mjög vel, en komu svo ekki til
greina í Iiðið. Við eigum nóg af
góðum og efnilegum leikmönn-
um hér heima og mér finnst að
með þessum vinnubrögðum sé
verið að gefa þeim langt nef.
Með því að velja strákana hér
heima hefði hann líka fengið
betra tækifæri til undirbúnings
og jafnvel getað unnið að hon-
um f samvinnu við þjálfara fé-
laganna. Einnig hefði ég skoðað
það að styrkja liðið með leik-
mönnum sem áður höfðu
ákveðið að hætta og þar á ég til
dæmis við Júlíus Jónasson, sem
hefði styrkt hópinn mikið, sér-
staklega varnarlega.
Við eigum að vinna meira í
þessum málum hér heima, við
höfum töluverða sérstöðu f okk-
ar litla landi og það á að gefa
okkur aukin tækifæri í uppbygg-
ingunni. Það var ljóst með góð-
um fyrirvara að Þorbjörn yrði í
vandræðum vegna meiðsla lykil-
manna og því hefði hann hik-
laust átt að taka þessa leikmenn
inn í staðinn. Það kom líka vel í
Ijós í viðtölum eftir mótið þar
sem bæði þjálfari og leikmenn
tjáðu sig, að menn virtust hafa
verið meðvitaðir um stöðuna.
Það segir okkur að eitthvað
meira en lítið er að.“
Eigum nægan efnivið
-Erum við að dragast aftur úr?
„Það tel ég ekki. Það er reynd-
ar full þörf á því að við tökum
okkur tak í uppbyggingunni, þar
sem okkur er farið að vanta
fleiri góða skotmenn og jafnvel
lipra spilara sem þora að taka af
skarið þegar þarf. Það ætti að
vera hægt að Iaga með betra
skipulagi og sérhæfðari æfing-
um, þar sem þessum piltum er
kennt meira og þeir styrktir Iík-
amlega. Ragnar Oskarsson er
einmitt gott dæmi um ungan
leikmann sem er að koma upp
og af þeim eigum við nóg. Það
þarf að hlúa vel að þeim og gefa
þeim tækifæri, ekki síst með
landsliðunum. Þeir eru framtíð-
in og því verðum við að geta
sýnt þeim fram á að þeir eigi
sömu möguleika hér heima,
eins og þeir sem spila erlendis.
Það ætti Iíka að vera auðveld-
ara að vinna þessi mál meira
hér heima og myndi örugglega
um leið létta undir með öllu
uppbyggingarstarfinu. Eins og
við höfum heyrt á forystumönn-
um hreyfingarinnar að undan-
förnu hafa fjármálin íþyngt
mjög öllu starfi, en hefur það
ekki alltaf verið svo? Ég man
alla vega ekki eftir öðru í þau
fjörutíu ár sem ég hef verið í
boltanum og það á ekki núna
frekar en áður að koma f veg
fyrir að við getum búið til góða
handboltamenn. Ef vel er unnið
þá er framtíðin björt, til þess
höfum góða aðstöðu sem er
alltaf að batna,“ sagði Páll.
HEITUR MATUR AF HLAÐBORÐI
Miðvikudag
Fimmtudag
Föstudag
Grísasnitsel með brúnuðum kartöflum
og rauðkáli
Frönsk lambasteik með grænmeti og
kryddsósu
Ofnbökuð grísasteik með puru og
sykurbrúnuðum kartöflum