Dagur - 09.02.2000, Blaðsíða 6
22- MIDVIKUDAGVR 9. FEBRÚAR 2000
LIFID I LANDINU
SMATT OG STORT
UMSJÓN:
GUÐRÚN H.
SIGURDARDÓTTIR
Hamingja í hendi
Loksins, loksins er hér komin for-
múlan fína að hamingju og vel-
gengni I lífinu. 45 ráð sem aðeins
þarf að fara eftir til fullnustu og þá
er hamingjan borðliggjandi. Gjörið
svo vel.
1. Gefðu fólki meira en það á von á
og gerðu það glaðlega.
2. Leggðu eftirlætisljóðið þitt á minn-
ið.
3. Trúðu ekki öllu sem þú heyrir, ekki
eyða öllu sem þú átt.
4. Meintu það þegar þú segir „ég
elska þig“.
5. Horfðu í augun á fólki þegar þú
biðst afsökunar.
6. Vertu trúlofuð/aður minnst sex
mánuði áður en þú lætur stóru
stundina renna upp.
7. Trúðu á ást við fyrstu sýn.
8. Hlæðu aldrei að draumum annarra.
Fólk sem á sér enga drauma á
ekki mikið.
9. Elskaðu hraustlega. Ef þú meiðir
þig þá geturðu haft hugfast að
þetta er eina leiðin til að lifa lífinu
til fulls.
10. Skammastu heiðarlega þegar þið
rífist. Ekki kalla neinn illum nöfn-
um.
11. Ekki dæma fólk eftir ættingjum
þess eða þeim aðstæðum sem
það fæddist inn í.
12. Tileinkaðu þér að tala hægt en
hugsa hratt.
13. Þegar einhver spyr spurningar
sem þú vilt ekki svar brostu þá og
spurðu „Hvers vegna viltu vita
þetta?"
14. Taktu með í reikninginn að ást og
árangur fela í sér áhættu.
15. Hringdu í móður þína.
16. Segðu „guð hjálpi þér“ þegar ein-
hver hnerrar.
17. Lærðu þína lexíu þegar þú tapar.
18. Taktu mið af vöffunum tveimur:
Virðing fyrir sjálfum/sjálfri þér, virð-
ing fyrir öðrum og axlaðu ábyrgð
gerða þinna.
19. Láttu ekki smárifrildi eyðileggja
vinskapinn.
20. Reyndu strax að bæta fyrir þegar
þú uppgötvar mistökin.
21. Brostu í símann. Brosið heyrist í
röddinni.
22. Gifstu einhverjum/einhverri sem
þér finnst gaman að tala við. Það
skiptir máli þegar þið eldist.
23. Vertu stundum einn með sjálfum
þér.
24. Opnaðu fangið fyrir breytingum
en ekki tapa gildismati þinu.
25. Mundu að þögn er stundum
besta svarið.
26. Lestu fleiri bækur. Sjónvarpið
getur aldrei komið í staði bóka.
27. Lifðu góðu og heiðvirðu lífi.
28. Trúðu á guð en læstu bílnum þín-
um.
29. Elskulegt andrúmsloft á heimilinu
er grunnur Iffsins.
30. Rífstu aðeins um stöðuna í dag í
rifrildi við heittelskaða. Liðið er lið-
ið og ekki rétt að fást um það.
31. Ekki hlusta bara á það sem fólk
segir, hlustaðu á hvers vegna það
segir það.
32. Miðlaðu þekkingu þinni. Það er
ein leið til að öðlast ódauðleika.
33. Gakktu vel um jörðina.
34. Biðstu fyrir eða hugleiddu. í því
geturðu fengið orku.
35. Hlustaðu vel og njóttu þess þegar
þér er hrósað.
36. Skiptu þér ekki af því sem þér
kemur ekki við.
37. Ekki treysta neinum sem lokar
ekki augunum þegar hann er
kysstur.
38. Farðu einu sinni á ári á einhvern
stað sem þú hefur ekki komið á
áður.
39. Notaðu peningana til að hjálpa
öðrum ef þú græðir fúlgu. Það
veitir heimsins mestu fullnægingu.
40. Mundu að það er oft stakasta
heppni að fá ekki það sem þig
langar í.
41. Lærðu reglurnar svo að þú vitir
hvernig þú átt að brjóta þær al-
mennilega.
42. Mundu að besta sambandið felst
í því þegar ástin er meiri en þörfin
fyrir hvort annað.
43. Mældu velgengni þína í því hvað
þú þurftir að gefa upp á bátinn til
að ná þessum árangri.
44. Sættu þig við þá staðreynd að
persónuleiki þinn er örlög þín.
45. Gakktu í ást og eldamennsku af
taumlausu óstýrilæti.
Svo mörg eru þau orð.
FINA QG FRÆGA FOLKIÐ
Fallegasti kj ólliim
Valinkunnur hópur tískusérfræðinga tók að
sér það mikilvæga verkefni á dögunum að
velja fallegasta kjól ársins 1999. Fyrir valinu
varð glæsilegur
hvítur kjóll sem
Calvin Klein
hannaði og enska
hefðarkonan
lafði Helen
Taylor klæddist í
kvöldverðarboði
sem haldið var til
heiðurs Alexíu
Grikk-
landsprinsessu í
London. í öðru
sæti var svartur
kjóll sem
Catherine Zeta
Jones klæddist
við frumsýningu
á mynd sinni
Entrapment.
Helen Taylor í fallegasta kjól ársins.
Þessi kjóll Catherine Zetu Jo-
nes lenti I öðru sæti
KRAKKAHORNIÐ
Felumyd
Mýslu litlu langar í súpu. Dragðu strik frá
1 til 10 og hvað kemur í ljós?
Einstakt
Hvað er það sem ekki á heima á myndunum
Qórum?
Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er:
Dagur - Barnahorn
Strandgata 31
600 Akureyri
Tölvupóstur: pjetur@dagur.is
ST JÖRAIUSPA
Vatnsberinn
Þú reynir að
syngja „Brennið
þið vitar“ í há-
deginu en færð
illt auga þegar þú mismælir þig
og syngur: „Brennið þið menn-
ingarvitar"
Fiskarnir
Þú ferð í kjöt-
borðið í Hagkaup
og segist vera
fiskur. Stúlka
spyr þá hvort þú sért þorskur
eða ýsa, en fríkar alveg út þeg-
ar þú segist vera hrogn!
Hrúturinn
Því miður er hrút-
leiðinlegur dagur
framundan.
Nautið
Afi þinn var
rugludallur!
Tvíburarnir
Þú verður kóngur
einn dag og færð
spilun í Hvítum
mávum hjá Gesti
söngþresti
Krabbinn
Þú nýtur óvenju-
mikilia vinsælda
meðal vinnufé-
laganna í dag.
Hugsanlega taka þeir jafnvel
eftir þér!
Ljónið
Stjörnurnar mæl-
ast til að þú
hættir að vor-
kenna Mary
Osmond þótt hún sé að skilja
og nái sér ekki upp úr fæðing-
arþunglyndi. Stjörnurnar mæl-
ast hins vegar til að þú svarir
spurningunni hvort eðlilegt sé
að láta Björk Guðmundsdóttur
hafa Elliðaey til afnota og ef
svo er, þá hvort Elliðaárnar og
Elliðavatn eigi ekki að fylgja
með - og jafnvel Þröstur Elliða-
son?
Meyjan
Er ekki örugglega
miðvikudagur í
dag?!
Vogin
Þú hittir mann í
einum grænum
sokk og öðrum
rauðum og segir:
„Mikið ert þú í grænum og rauð-
um sokkum. Heitirðu nokkuð
Steingrímur." Þá segir hann:
„Hvernig vissirðu það?!“ Þetta
verður semsé góður dagur.
Sporðdrekinn
Það er losti í
stjörnunum í
dag!! Spennandi
kvöld framund-
an!!
Bogamaðurinn
Þú veiðir villikött í
dag og hlýtur
listamannalaun
hjá Reykajvíkur-
borg.
Steingeitin
Ef þú mætir
kjúklingi í dag
máttu vita að
hann er orðinn að
sjúklingi á morg-
un.