Dagur - 19.02.2000, Blaðsíða 1
IllMandi er við
svona ráðherra
Borgaryfirvöld hafa
ekki komist að neiirni
niðurstöðu um út-
færslur framkvæmda,
segir samgönguráð-
herra. Erfitt fyrir höf-
uðhorgarsvæðið að húa
við það eilíflega að
vera með landshyggð-
arþingmenn í stöðu
samgönguráðherra,
sem setja sig ekki úr
færi að efna til ill-
deilna við þetta svæði,
segir horgarstjóri.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segir að sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu hafi ekki
unnið sína heimavinnu varðandi
undirbúning að vega- og gatna-
framkvæmdum, sem ríkinu ber
að taka þátt í. Þess vegna sé ekki
hægt að ráðast í neinar fram-
kvæmdir í ár. I þessu sambandi
eru nefnd mislæg gatnamót Vík-
urvegar og
Vesturlands-
vegar og mis-
læg gatnamót
og breikkun
Miklubrautar-
innar. Þetta er
sögð ein helsta
ástæða þess að
600 milljónir
króna voru
teknar til baka
af þeim 800 miljónum sem áttu
að fara í vegaframkvæmdir á höf-
uðborgarsvæðinu í ár.
„Borgaryfir\'öld hafa ekki kom-
ist að neinni niðurstöðu um út-
færslu á þessum framkvæmdum.
1 Hafnarfirði hefur verið þrengt
mjög að Reykjanesbrautinni í
gegnum byggðina. Þar bafa
menn verið að leita leiða til að
bæta úr. Sú niðurstaða liggur
ekki fyrir. Það er lögð áhersla á
að koma Sundabraut á en val á
leið liggur ekki fyrir. Það er þetta
sem ég á við þegar verið er að
skamma mig fyrir að fresta fram-
kvæmdum fram á næsta ár. Það
kemur sér því
vel að fresta
þessu vegna
þess að undir-
búningi er ekki
lokið,“ sagði
Sturla Böðvars-
son í samtali
við Dag í gær.
Illt við að
búa
„Þetta er auðvitað fráleit fullyrð-
ing. Það er mjög erfitt fyrir höf-
uðborgarsvæðið að búa við það
eilíflega að vera með landsbyggð-
arþingmenn í stöðu samgöngu-
ráðherra, sem setja sig ckki úr
færi að efna til illdeilna við þetta
svæði. Við það er illbúandi,“
sagði lngibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri, þegar ummæli
Sturlu voru borin undir hana.
Hún bendir á að á vegaáætlun
séu I 100 milljónir króna fyrir
höfuðborgarsvæðið. Ríkið segist
muni skerða það um 464 millj-
ónir. Þá eru eftir 635 milljónir
króna. Af þessum 635 milljón-
um fara 350 milljónir í að borga
hala frá síðasta ári þegar farið
var fram úr í framkvæmdum.
„Þá standa eftir 285 milljónir
króna til vega- eða gatnafram-
kvæmda á höfuðborgarsvæðinu.
Það segir sig sjálft að það verða
ekki gerð rnislæg gatnamót vítt
og breytt um svæðið fyrir þá pen-
inga. Okkur er ekkert að van-
búnaði að fara í breikkun Miklu-
brautarinnar frá Kringlumýrar-
braut að Grensásvegi. Við getum
boðið út mislæg gatnamót Breið-
holtsbrautar og Reykjanesbraut-
ar í haust. Við getum líka boðið
út gatnamót Víkurvegar og Vest-
urlandsvegar í haust og svona
má áfram telja. Það er hægt að
fara hér í fjölmargar fram-
kvæmdir og frá okkar hálfu er
þar engin lýrirstaða," sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri. - s.DÓrt
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Met í Jjimg-
lyndislyfjum
Nýtt met var slegið í sölu geð-
deyfðarlyfja (þunglyndislyfja) á
siðasta ári er hún jókst um næst-
um fimmtung frá árinu áður, eða
úr 700 milljónum í 824 milljónir
milli ára. Sala þessa lyfjaflokks
hefur þar með nær tvöfaldast á
síðustu fjórum árum og ríflega
fimmfaldast frá árinu 1990, en
fyrsta geðdeyfðarlyfið af nýrri
tegund (prosak) var skráð hér á
landi árið áður. Þar með byrjaði
sala geðdeyfðarlyfja að aukast á
ný og helur síðan vaxið hröðum
skrefum, sérstaklega síðan 1993,
þegar söluaukningin varð 50% á
einu ári. Frá 1994 hefur aukn-
ingin nær undantekningarlaust
verið milli 18 og 25% á árin og
virðist ekkert Iát á henni. Árið
1998 var verðmæti allra seldra
geðlyfja (þunglyndislyfja, róandi
lyfja, sterkra geðlyfja og svefn-
lyfja) samtals um 2.230 milljónir
króna og ríflega fjórðungur allrar
lyfjasölu í landinu. Þessi upp-
hæð nálgast hefur því nálgast 2,5
milljarða á síðasta ári. - HEI
Fjörtíu norskir bankamenn eru staddir í Eyjafirðinum i svokallaðri hvataferð þar sem starfsmannastjórar, deildar-
stjórar og aðrir á toppnum sem hafa staðið sig vel fá umbun erfiðisins með ævintýraferð til íslands. í gær voru
Norðmennirnir í höndum fjölskyldunnar I Kálfskinni, fóru meðal annars til dorgveiði á Þorvaldsdalsvatni en gæddu
sér síðan á réttnefndu köldu borði í skógreit við Þorvaldsdalsá á eftir. mynd: brink
Atburðarás
máttsjúkra?
„Eg minni bara á að allir harm-
Ieikir og kóngaleikrit Shakespe-
ares snúast um menn sem af ein-
hverjum hvötum, til dæmis
valdafíkn, eða eins og Gagga
Lund sagði svo ágætlega: „eru
máttsjúkir", setja í gang atburða-
rás sem þeir ráða síðan ekki við
og hittir þá sjálfa fyrir í lokin.“
Þetta segir Þórhildur Þorlcifs-
dóttir leikhússtjóri f Borgarleik-
húsinu í helgarviðtali Dags. Þór-
hildut segir umsókn Páls Bald-
vins Baldvinssonar formanns
Ieikhúsráðs hafa mælst misjafn-
lega fyrir innan leikhússins. „Páll
Baldvin hlýtur að hafa gert sér
grein fyrir því að umsókn hans
yrði mjög umdeild enda er hún á
siðferðismörkum." Þórhildur
scgist hafa fengið þau skilaboð
strax í fyrravor að hún mætti bú-
ast við því að staðan yrði auglýst
en ástæða þess að hún dró um-
sókn sfna til baka var að hún
„...vildi ekki undirgangast næstu
fjögur ár þá stjórnunarhætti sem
viðhafðir eru.“
Þær breytingar
sem Kaupfélag
Eyfirðinga hefur
gengið í gegnum
undanfarin miss-
eri eru skoðaðar,
og spurt hvernig
mönnum finnst jóhannes Geir
hafa til tekist. Sigurgeirsson.
Stjórnarformað- —-
urinn segir sam-
vinnuhugsjónina í raun dálítið
eigingjarna en hafi villst af leið
um miðja öldina.
Meðal fjölbreytts efnis í helg-
arblaðinu er umfjöllun um þá
skemmtilegu, japönsku matar-
gerðarlist að matréiða sushi.
Klæðaburður verðbréfasalanna
er skoðaöur og ekki má heldur
gleyma föstum Iiðum eins og
bóka- og bíórýni, menningarmál-
unum, Iluguveiðum, dómsmál-
um, spurningaþættinum Land og
þjóð og fleiru.
Góða shemmtun!
Glæsilegur sýningarsalur með
innréttingum hjá okkur i
Lágmúla 8, 3. hæð