Dagur - 19.02.2000, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 - 9
FRÉTTASKÝRING
-Uagur
Áhættufj árfestar efla vísindin
GIJÐMIJNDUR
RUNAR
IIEIDARS
SON
MiMl gróska er í rantn-
sóknion og þróun. Arð-
bær fjárfesting. 13
milljarðar á ári. Hlut-
ur opinberra sjóða
minnkar. Umsókn Mar-
els og fleiri var hafnað.
Á undanförnum árum hefur verið
mikil gróska í allskonar rannsókn-
ar- og þróunarvinnu vísindamanna
sem skilað hefur íslensku samfé-
lagi verulegum ávinningum í nýj-
um atvinnutækifærum. Talið er að
heildarframlög til þessara mála séu
um 13 milljarðar í ár. Hinsvegar
hafa fjárframlög ríkisins til sjóða
Rannsóknarráðs Islands, Rannfs,
ekki hækkað í krónum talið á síð-
ustu árum. Það hefur gert það að
verkum að bæði Vísindasjóður og
Tæknisjóður hafa ekki getað styrkt
ýmis efnileg verkefni á sviði grunn-
rannsókna og því hefur myndast
ákveðinn llöskuháls í þeim efnum.
A fjárlögum í ár sem og síðustu ár
hefur franrlag ríkissjóðs til Vísinda-
sjóðs verið 150 milljónir króna og
um 200 milljónir til Tæknisjóðs.
Atvinnulífið og fjárfestar hafa al’tur
á móti fjárfest í mörgum þessum
rannsóknum á seinni stigum þegar
sýnt þykir að þær geti orðið að
framleiðslu - og söluvara á markaði
og hefur þátttaka þeirra farið sívax-
andi. Þá hafa margir notið góðs af
styrkveitingum úr sjóðum Evrópu-
sambandsins, auk þess sem há-
skólar landsins hafa varið töluverð-
um fjármunum til rannsókna og
þróunarvinnu. Sem dæmi um þró-
unina má nefna að um miðjan ní-
unda áratuginn nam hlutur sjóða
Rannís af heildarstyrktarframlög-
um til rannsóknar- og þróunar-
vinnu um 8% en hefur minnkað í
3% í ár.
Umsókn frá Marel hafnað
Við úthlutun styrkja úr vísinda-
sjóðum Rannís í vikunni kom fram
að vegna fjárskorts hefði þurft að
hafna mörgum umsóknum sem
báru vitni um mikla hugmynda-
auðgi. Þessar umsóknir hefðu jafn-
framt falið í sér von um grósku-
mikla rannsóknar- og þróunar-
starfsemi sem sé grunnur að íjöl-
breyttu atvinnulífi og nýjum at-
vinnutækifærum. Hinsvegar hafa
menn ekki útilokað þann mögu-
leika að fá áhættufjárfesta með í
einhver þessi verkefni. Það kann
þó að verða erfitt því þeir munu ef-
laust vilja fá eitthvað fyrir sinn
snúð, eins og það er orðað. Þá get-
ur það komið róti á viðkomandi
verkefni og þá sérstaklega ef menn
eru óvanir því að hafa yfir sér aðila
sem stjórnast fyrst og fremst af
ágóðavon og þeirri pressu sem það
getur haft á vísindastarfið. Til að
efla grunnrannsóknir þar sem oft
er veðjað á efnilega vísindamenn
hefur Rannís gert þá tillögu til
menntamálaráðherra að auka það
með svokölluðum öndvegisstyrkj-
um og öndvegissetrum. Hugsunin
að baki því er sú að með því sé
hægt að veita mönnum myndar-
iega styrki til uppbyggingar á nýj-
,um rannsóknarsviðum. Af einstök-
um umsóknum sem hafnað var má
m.a. nefna umsókn frá Marel á
sviði kjötvinnslukerfa og vigtunar-
tækni, frá Hampiðjunni vegna
veiðarfæra og umsókn um lyfja-
framleiðslu úr náttúrulegum efn-
um. Þá var einnig hafnað áhuga-
verðri umsókn í sambandi við nýja
tækni í tannlækningum frá Agli
Jónssyni tannlækni á Akureyri. Af
sömu ástæðu var jafnframt skorið
við nögl aðstoð við fjölmarga sem
áttu betra skilið miðað við það sem
þar lá að baki. Það var m.a. á sviði
hafrannsókna og skógræktar svo
nokkuð sé nefnt.
Sjávardýr og salemi
Eins og gefur að skilja voru margar
merkar umsóknir sem hlutu náð
fyrir augum úthlutunarnefndanna.
Þar á meðal var staðsetningarkerfi
fyrir sjávardýr sem Sigmar Guð-
björnsson í Stjörnu-Odda hefur
hannað. Þessi búnaður til merk-
inga á fiskum virkar þannig að
merkin geta tekið á móti hljóð-
bylgjum sem sónarbúnaður sendir
frá sér. Með því að móta útsend
sónarmerki frá skipi með GPS-
staðsetningu, tekur merkið á fiskn-
um á móti staðsetningu skipsins og
skýrir það sem sína staðsetningu.
Þannig getur einn sónar þakið haf-
svæði í allt að 5 km radíus. Á þenn-
an hátt er hægt að fylgjast með
fiskum vegna fiskirannsókna og
ætti einnig að koma í veg fyrir
miklar siglingar í leit að fiski. Þá
vakti einnig athygli verkefni sem
Hildur Hrólfsdóttir hjá Iðntækni-
stofnun og Helga R. Eyjólfsdóttir
hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnað-
arins vinna að um vistferilgrein-
ingu á þorskflökum. Þarna er um
að ræða aðferðafræði sem metur
umhverfisáhrif frá vöggu til grafar
og hvar helst má ná fram umhverf-
islegum ávinningi. Sem kunnugt er
þá aukast kröfur á alþjóðamarkaði
til fiskframleiðenda um að þeir geti
sýnt fram á ábyrga stjórnun um-
hverfismála. Sömuleiðis eru áber-
andi umræður um hvort og hvern-
ig skuli umhverfismerkja fiskiaf-
urðir. Ennfremur er athyglisverð
rannsókn í gangi hjá Karli G. Krist-
inssyni, yfirlækni á sýklafræðideild
Landsspítalans, og Sigurði E. Vil-
helmssyni um þróun og útbreiðslu
ónæmisgena í íslenskum pneumó-
kokkum. Þeir eru meðal mikilvæg-
ustu sýkingarvalda fyrir eyrnar-
bólgu, lungnabólgu, blóðsýkingu
og heilahimnubólgu. Af öðrum
áhugaverðum samþykktum um-
sóknum má nefna smíði á sjálf-
bæru salerni fyrir fjölsótta einangr-
aða ferðamannastaði sem Esra
Esrason og Plastorka á Isafirði
standa að.
Reiður og sár
Á blaðamannafundinum þar sem
úthlutun úr Vísindasjóði og
Tæknisjóði var kynnt kom fram
hörð gagnrýni á sinnuleysi stjórn-
valda í því að efla rannsóknar- og
þróunarstarf. Jóhannes Torfason,
formaður úthlutunarnefndar-
Tæknisjóðs, sagði það ekki vera
uppörvandi að sitja í úthlutunar-
nefnd og geta ekki veitt góðum
hugmyndum brautargengi með
fjárstuðningi. Hann benti m.a. á að
sum þau fyrirtæki sem væru að
gera það gott á hlutabréfamarkaði
hefðu á sínum tíma verið hugmynd
sem hefði notið stuðnings hjá
Rannís. Það ætti að segja stjórn-
völdum og öðrum að það sé góð
fjárfesting að fjárfesta í rannsókn-
um. Guðmundur Sigvaldason, for-
maður úthlutunarnefndar Vísinda-
sjóðs, sagðist v.era bæði reiður og
•sár yfirvsinnuleysi stjórnvalda í
Við úthlutun styrkja úr vísindasjóðum Rannís í vikunni kom fram að vegna fjárskorts hefði þurft að hafna mörgum umsóknum sem báru vitni um mikla hugmyndaauðgi. Þessar umsóknir hefðu jafnframt
falið í sér von um gróskumikla rannsóknar- og þróunarstarfsemi sem sé grunnur að fjölbreyttu atvinnulífi og nýjum atvinnutækifærum.
þessum efnum. Hann sagði að
þegar menn væru með 283 um-
sóknir fyrir framan sig en aðeins
1 50 milljónir til ráðstöfunar, þá sé
lítið annað hægt að gera en að
fórna höndum og spyrja hvað þetta
samféiag sé eiginlega að hugsa. Að
gera ekki betur við þann mannauð
sem sé fyrir hendi og alla þá fjár-
festingu sem liggur að baki mennt-
unar þeirra sem þar starfa.
Auka rinin ra n n s (íkn i r
Þrátt fyrir þessa gagnrýni hafa
nefndarmenn í fjárveitingarnefnd
Alþingis ekki orðið varir við að for-
ystumenn þessara sjóða né Rannís
hafi reynt að kynna málstað sinn
fyrir nefndinni í því skyni að fá
hærri framlög til úthlutunar. Jón
Kristjánsson, formaður fjárveiting-
arnefndar Alþingis, segir að ástæð-
an fyrir því að framlög til þessara
sjóða hafi ekki verið aukin sé m.a.
vegna þess að atvinnulffið hafi
komið sífellt meira að þessum mál-
um. Þessutan hafi menn sótt í vax-
andi mæli í sjóði Evrópusambands-
ins. Formaður fjárveitingarnefndar
telur aftur á móti að þetta sé eitt af
þeim verkefnum sem þyrfti að
skoða vegna mikilvægis þessa
málaflokks og til að efla grunn-
rannsóknir.
10-12% auknmg á ári
Vilhjálmur Lúðvfksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs rfk-
isins, segir að þrátt fyrir minnkun í
hlutdeild sjóða ráðsins, þá hafi til-
koma atvinnulífsins og fjárfesta
auk háskóla gert það að verkum að
það hefur orðið raunaukning í
krónum talið til rannsókna- og þró-
unarvinnu. Frá miðjum níunda ár-
tugnum hefur þessi aukning verið
að meðaltali um 10%-12% á ári.
Hann segir að gróf skipting á þess-
um 13 milljörðum í ár sé þannig að
um 40%-45% komi frá atvinnulíf-
inu og fjárfestum og 25% kemur
frá háskólum landsins. Af einstök-
um fyrirtækjum má nefna að hlut-
ur íslenskrar erfðagreiningar er
verulegur og ekki ótrúlegt að þeirra
hlutur sé allt að einn milljarður,
enda er fyrirtækið ennþá fyrst og
fremst rannsóknarfyrirtæki. Þótt
þáttur háskóla sé mikill á sviði
grunnrannsókna, þá eru þeir einn-
ig umfangsmiklir á sviði tækni- og
hagnýtum rannsóknum.
Vilhjálmur segir enga launung á
því að það sem hefur verið einna
jákvæðast í þessum efnum á síðari
árum sé sívaxandi þátttaka at-
vinnulífsins í rannsóknarstarfsem-
inni sem var nánast engin fyrir 10-
15 árum. Þótt ástæðan fyrir þess-
um sinnaskiptum atvinnulífsins
geti verið margvíslegar þá má gera
ráð fyrir að hagnaðarvonin ráði þar
mestu. Vilhjálmur telur þó að
Rannís eigi þarna einnig hlut að
máli og m.a. vegna þess að ráðið
kom á sínum tíma á samstarfi á
milli atvinnulífsins og einstakra
stofnana um miðjan níunda ára-
tuginn. Þessutan hefur á síðustu
árum orðið kynslóðaskipting í at-
vinnulífinu með tilkomu ungs og
vel menntaðs fólks svo ekki sé
minnst á tilkomu þess við stjórn-
völinn í Ijármálafýrirtækjum.
Fj áriiiálaniarkaður
Af einstökum fyrirtækjum sem not-
ið hafa góðs af þessu samstarfi
nefnir Vilhjálmur m.a. Marel í sam-
bandi við rafeindavogirnar og tölvu-
myndgreiningunni sem hefur verið
einn mesti vaxtarbroddur fyrirtækis-
ins. Þá séu það einnig fyrirtæki eins
og Vaki - fiskeldiskerfi og Flaga.
Þessi fyrirtæki hafa náð myndar-
Iegri fótfestu í framhaldi af verkefn-
um sem sjóðir Rannís styrktu á sín-
um tíma þegar frumkvöðlar þeirra
voru við háskólanám eða störfuðu
innan heilbrigðiskerfisins. Þá vakn-
aði mikill áhugi á þessum málum og
þá sérstaklega nýsköpun þegar fjár-
magnsmarkaðurinn var gefinn
frjáls. I framhaldi af því létu
áhættufjárfestar meira til sín taka á
þessu sviði. Þá þróun má m.a. rekja
til starfsemi Þróunarfélags Islands
árið 1985. Síðan þá hafa sífellt fleiri
bæst við og t.d. Nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins og Eignarhaldsfélag
Alþýðubankans. Vilhjálmur bendir
á að nýjungagirni fjármálamarkað-
arins hefur valdið því að menn hafa
Vilhjálmur Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri Rannís.
Skiptast á skin
og skúrir.
Jón Krístjánsson,
formaður fjáríaganefndar:
Áhugi á að efla
, , grunnrannsóknir.
Guðmundur Sigvaldason, formaður
úthlutunarne fndar Vísindasjóðs:
Hvað er þetta samfélag eiginlega
aðhugsa? ,
Jóhannes Torfason, formaður
úthlutunarnefndar Tæknisjóðs:
Ekki uppörvandi að sitja í
úthlutunarnefnd..
tekiö miklu meiri áhættu í þessum
efnum en landsmenn höfðu vanist
fram til þessa á fjármálamarkaði.
Áður hafði öll fjárfesting gengið
meira og minna út á steinsteypu og
tryggingar þegar menn höfðu ekki
milda trú á nýrri tækni og þekkingu
og vantreystu í raun og veru þekk-
ingu fólks.
Skin og skiirir
Vilhjálmur telur því að á sama tíma
og menn séu að kvarta yfir því að
sjóðir Rannís hafi ekki úr nægjan-
lega miklum fjármunum úr að
moða til að styrkja efnilegar hug-
myndir vísindamanna, þá geta þeir
hinir sömu glaðst yfir því að það sé
mikil drift í margri þeirri starfsemi
sem þeir studdu á sínum tíma.
Engu að síður telja menn í ljósi
stöðnunar í framlögum ríkisins til
sjóða Rannís að búið sé að skapa
flöskuháls vegna grunnrannsókna.
Það sé vegna þess að sjóðirnir geta
ekki vegna fjárskorts stutt nægilega
mikið af þeim mörgu og góðu mál-
um sem þar koma inná borð sem
fjármálamarkaðurinn tekur síðan
við þegar viðkomandi verkefni
stefnir í að verða að arðbærri við-
skiptahugmynd. Vilhjálmur segir að
þessi markaður vilji svo gjarnan
styðja við bakið á fleiri málum sem
séu komin á einhvern rekspöl. Til
að svo geti verið þarf að verja meiru
fé til grunnrannsókna og til að liðka
fyrir hugmyndum sem séu á algjöru
byrjunarstigi. Enda telur hann að
allar forsendur séu til að fjárfesta í
mörgu af því fólki sem stendur mjög
framarlega í alþjóðlegu samhengi.
Sérstaklega þegar haft er í huga að
atvinnutækifæri framtíðarinnar
byggjast á því að svo sé gert. Þau
séu ekki lengur í sjávarútvegi eða í
landbúnaði eins og áður var.
Bónus sem í áraraðir hefur notið meiri vinsælda en nokkurt annað fyrirtæki í könnunum Frjálsrar verslunar, en nú
bregður nýrra við.
Kárí fer á toppinn
en Bónus hrynur
Óvinsældir Baugs-
veldisins orðnar
meiri en vinsældir.
Geislabaugurinn er
nú kominn á Kára.
„Baugsveldið er hrunið að vin-
sældum," segir f nýrri Frjálsri
verslun. Bónus sem f áraraðir
hefur notið meiri vinsælda en
nokkurt annað fyrirtæki í könn-
unum blaðsins, með 26% fylgi
fyrir tveim árum, hefur nú hrap-
að niður r' 5. sæti með 6,6% - og
raunar neðar ef litið er til þess
að það var Iíka í 5. sæti fyrir-
tækja með neikvæðast viðhorf
með 3,2%. í ár er það íslensk
erfðagreining sem skýst á topp-
inn, með ríflega 18% fylgi, urn
10% ofar en Islandsbanki sem er
í 2. sætinu.
Enginn hugsar hlýtt til Ný-
kaups
Og ekki bara Bónus, heldur hafa
öll hin Baugsfyrirtækin hrapað í
vinsældum milli ára. Hagkaup
sem ævinlega hefur verið í 1. til
4. sæti dettur nú niður í það 10.
(niður fyrir KEA/KEA-Nettó,
sem heldur sínu sæti). 10-11
sem var í 6. sæti í fyrra er dottið
út af Iistanum. Og Nýkaup (sem
var f 18. sæti í fyrra) nefndi nú
enginn sem 1-3 af þeim fyrir-
tækjum sem þeir hefðu jákvætt
viðhorf til. Þannig að alls lýstu
einungis 11% jákvæðu viðhorfi
til þessara fjögurra fyrirtækja en
nær 15% neikvæðu, svo óvin-
sældir Baugsveldisins eru orðnar
meiri en vinsældir.
Og til að kóróna allt saman,
lendir sjálft móðurfélagið, Baug-
ur, í 2. sæti, með 8,1% sem segja
Baug það félag sem þeir hala
neikvæðast viðhorf til (á eftir
Flugleiðum, sem líka var í 4. já-
kvæða listans), en innan við 1%
hugsuðu hlýtt til Baugs þegar
könnunin var gerð síðustu dag-
ana í janúar.
Erft gamla SÍS stimpiliun
Ritstjóri Frjálsrar verslunar, Jón
G. Hauksson, segir ástæður
minni vinsælda eflaust margar.
„En f augum fólks er Baugsveld-
ið komið með stóran einokunar-
stimpil á sig og Bónusfeðgarnir
eru ekki lengur fátækir kaup-
menn í Skútuvoginum heldur
forríkir". Með opnun Bónus hafi
þeir feðgar lyft grettistaki í lækk-
un matvöruverðs og fyrir það
hafi þjóðin lofað þá. „En ein-
hvern vegin sér hún ekki sama
geislabauginn yfir Baugi og hún
sá yfir Bónusi,“ segir ritstjórinn.
RiMsútvarpið efst af fjöl
miðlimum
Á sama tíma og Baugsveldið
hrapar hafa verslanakeðjurnar
sem það keppir við flestar aukið
vinsældir sínar umtalsvert, eins
og Fjarðarkaup, Nóatún og Sam-
kaup.
Athygli vekur að Ríkisútvarpið
er orðið vinsælasti fjölmiðillinn í
landinu, samkvæmt könnuninni
og hefur hækkað úr 32.-40. sæti
í fyrra í það 11. í ár, þ.e. næst
Hagkaupi. Landssíminn færist
úr 20.-24. sæti í það 7. í ár og
Tal í 15-18. sæti. Bankarnir
hafa allir færst ofar í vinsældum
en hins vegar SPRON sigið neð-
ar. - HEl
Vaka sniðgekk reglur
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem fengist hafa hjá Tölvunefnd
má heita borðleggjandi að Vaka,
félag hægrisinnaðra háskóla-
stúdenta, hafi villt á sér heimild-
ir við framkvæmd skoðanakönn-
unar meðal háskólastúdenta.
Eins og fram kom i' blaðinu £
gær hafa fulltrúar Röskvu í
Stúdentaráði mótmælt fram-
kvæmd téðrar könnunar, þar
sem fyrirspyrjendur spurðu í
nafni „Akademíu", sem svarend-
ur hefðu ástæðu til að ætla að
væri félag á vegum Stúdenta-
ráðs, en er í raun styrktarfélag
Vöku. Var meðal annars spurt
nm. kosningalvegðan.....- -- ■
Sigrún Jóhannesdóttir, ritari
Tölvunefndar, segir að það hafi
verið Vökublaðið sem fékk leyfi
til að framkvæma könnun meðal
háskólastúdenta og hafi umsókn
komið frá Davíð Guðjónssyni.
„Við framkvæmd kannanna er
við það miðað að sá sem kannar
kynni sig, enda mikilvægt fyrir
svarendur að fá strax að vita hver
stendur að könnuninni. Og það
á ekki að vera í nafni annars en
þess sem fær leyfið. Það fer síð-
an ekki milli mála að sá sem
kannar verður að gæta þess að
merkja ekki svörin með nafni
eða öðrum auðkennum þess sem
..'twgir" Sigiúni- •• ■ - ew;
KAMINUR
Vandaðar, fallegar.
Ótrúlega hagstætt verð.
-MIKIÐÚRVAL-
Verð frá
69900-
PFAFF
c lleimilistœkjiwerslun
Grensiswgur 13 108 Rcykjavík - Simi 333