Dagur - 19.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 19.02.2000, Blaðsíða 6
6 -LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 ro^tr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVfK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: riistjorl@dagur.ls Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐI Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Sfmar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Amundi Ámundason (REYKJAVfK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf augiýsingadeiidar: 460 6i6i Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavIk) Til eru fræ í iyrsta lagi Fyrir nokkrum misserum var gert stórátak til að efla Kvikmynda- sjóð Islands. Það var eins og skyndilega hefði runnið upp fyrir mönnum að þarna væri vísir að skrautgarði, sem aðeins vantaði herslumuninn til þess að springa út. Og kvikmyndagerð hér á landi hefur svo sannarlega sprungið út, fyrst og fremst vegna eigin útsjónasemi og verðleika, en líka vegna opinbers stuðnings af ýmsu tagi. Oft hafa framlög úr kvikmyndasjóði skilið milli feigs og ófeigs í þessum efnum - ráðið því að þeir hæfileikar og þau fræ grósku sem til staðar er í landinu nái að vaxa og verða blóm. í öðru lagi I vikunni var tilkynnt um úthlutun úr sjóðum Rannís, Vísinda- sjóði og Tæknisjóði. Sú heildarúthlutun hljóðaði upp á 288 milljónir og fór í 225 verkefni. Athygli vekur hversu hátt hlut- fall af þeim umsóknum sem bárust voru metnar styrkhæfar eða rúm 92%! Engu að síður er ljóst að af 385 lánshæfum umsókn- um fá 160 vel ígrundaðar umsóknir og fullkomlega styrkhæfar engan styrk. í landinu er greinilega mikil rannsóknargróska og efni í fagran skrautgarð. En hvort sá garður nær sér á strik er al- veg óvíst, þegar svo mörg fræanna fá þann dóm, að falla í jörð og verða aldrei blóm. í Jiriðjalagi Svo vill til að styrldoforð Kvikmyndasjóðs á næsta ári er sama upphæð og Vísindasjóður hefur í ár til að styrkja grunnrann- sóknir. Að óreyndu hefði mátt búast við að rannsóknarstarfið hefði meira fé til ráðstöfunar, ekki síst í ljósi þess að á hátíðar- stundum segjumst við ætla að sigla þjóðinni í gegnum ólgusjó framtíðar með þekkingu og nýsköpun. Ekki svo að skilja að Kvik- myndasjóður hafi úr of miklu að spila, síður en svo. En einmitt sá sjóður ætti þó að sýna hvílíkum skrautgarði það getur skilað þegar framlögin hækka. Höfum við efni á að vísa frá sér 160 snjöllum rannsóknartilboðum frá vísinda- og hugvitsmönnum okkar? Hættan er einfaldlega sú, að sparnaður á þessu sviði sé misráðin dyggð og breyti þjóðarskútunni á endanum í eitt af þessum skipum, sem aldrei landi ná. Birgir Guðmiuidsson Undirskriftamafía Garri hefur haft það fyrir sið að vera fastheldinn á undir- skriftir. Helst að nafn Garra rati á skuldabréf sem tekin eru í banka til að greiða upp skuldabréf sem eru í vanskil- um í öðrum banka. Og svo debet- og kreditkortanótur. Þær undirskriftir skipta raun- ar ekki neinu máli því eins og alþjóð veit er það lenska af- greiðslufólks að líta hvorki á mynd viðskiptavinar á kortinu né á undirskriftina á sölukvitt- uninni. Þetta þykir Garra rétt að fram komi nú, þegar sú tíska að gera nafna- og kenni- tölusöfnun annaðhvort að fé- þúfu eða þá í öllu falli að einhvers kon- ar þúfu til að vernda (nema hvort tveggja sé), er orðin að hels- ta vaxtarsprotanum annars mjög hrað- skreiðu og umfangs- miklu nýsköpunar- þjóðfélagi undir Iok tuttugustu aldarinn- ar. Þær eru nefnilega orðnar nokkrar, undirskriftaherferð- irnar, sem teljast í hópi frægra átaka og eru gjarnan dregnar fram þegar ný holskefla dynur yfir. En Garri skrifar aldrei undir. Forsendulausir Og Garri er líka fullviss um að feikjmargir þeirra sem rita nafn sitt á mótmælalista, gera það af því að þeir vilja vera með og líkjast fjöldanum en ekki af því að þeir hafi nægjan- legar forsendur, það er þekk- ingu á viðkomandi málefni, til að vita hvað þeir gjöra. Nýjasta herferðin er auðvit- að hin fræga umhverfisvina- herferð gegn áframhaldandi mannlífi á Austurlandi (eða ef til vill næstnýjasta ef Valdi V kaldi kvótakóngur og Jón vinur Jóhannesar í Neytó eru taldir með). Umhverfisvinirnir ætl- uðu að ná svona mörgum, fengu ekki nema svona fáa, segjast ekki hafa ætlað að fá nema þetta marga og bæta svo gráu ofan á svart með því að saka einhverja óprúttna, óskil- greinda óbótamenn um versta glæp allra glæpa; að hafa stolið blöðum með undirskrift- um. Tækifæri Þetta leiðir hugann að nauð- syn á einhvers konar reglum og siðakódum við undirskrifta- safnanir á tölvuöld. Garri dæmir ekki um það hvort list- um var stolið eða hvers konar fólk það er sem stendur fyrir söfnuninni sjálfri. Hins vegar er Garri þess full- viss að með allri þeirri tækni sem til er í dag að þegar safnað hefur verið þúsundum undirskrifta, væri hægt að nýta síðan tölvu- tæknina til að afrita þessar undirskriftir og stofna til víð- tæks og umfangsmikils gróða- fyrirtækis með því að nýta þessar undirskriftir í margs konar tilgangi; á skuldabréf og víxla eða til hvers kyns fjár- skuldbindinga sem hinn hug- myndaríki brotamaður getur nýtt sér án þess að þurfa sjálf- ur að standa skil á nokkru - allt lendir jú á þeim sem í sak- leysi sínu og sennilega fávisku skrifaði undir mótmælaskjal sem allar Iíkur eru á að við- komandi hafi ekki skilið til fulls. Þess vegna skrifar Garri ekki undir neitt. GARRI. Garri skrifar ekki und- ir neitt ótilneyddur. JÓHANNES SIGUBJÓNS- SON skrifar Hvenær er maður fátækur og hvenær er maður ekki fátækur? Það er spurningin sem brennur á mörgum á íslandi í dag, ekki síst þeim sem ekki eiga til hnífs og skeiðar. I nýbirtri könnun Rauða krossins á lífskjörum á Islandi eru sterkar vísbendingar, ef ekki staðfesting á fátækt meðal ým- issa samfélagshópa. Landsfaðir- inn Davíð Oddsson hafnar því hinsvegar alfarið að fátækt sé við lýði meðal landsins barna. Hins- vegar segir hann að hér á landi sem og annarsstaðar verði æfin- lega til fólk sem á í fjárhagserfið- leikum og það íylgi mannlegu samfélagi að „einhver búi þröngt en aðrir eyði umfram efni“. Annar leiðtogi, Jesús Kristur, orðaði þessa sömu hugsun eitt- hvað á þá leið að fátæka hefðum við alltaf á meðal vor. Davíö kýs hinsvegar að forðast orðalagið fátækt og notar skilgreininguna að „búa þröngt“. Að vera eða ekki vera fátækur Skilgreiningaratriði Og raunar er umræðan um fá- tækt á Islandi dálftið erfið og út úr kú ef menn eru ekki sammála um skilgreiningu á fyr- irbærinu. Þannig af- neitar Davíð fátækt á Islandi, en samráð- herrra hans í ríkis- stjórn, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, sem er væntanlega mestri nálægð ráðherr- anna við vandamál hinna „efnaminni", segir að 40% bænda lifi undir fátæktarmörk- um. Og þriðji ríkis- tjórnarþingmaðurinn, séra Hjálmar Jónson, tekur undir með meisturum sín- um Davíð og Jesúm og segir ekk- ert samfélag laust við fátækt. Hann er hinsvegar að hluta til ósammála Davíð og telur að fr^rn þqfj ko/pj.c), ,vísbendijigar„ um fátækt á íslandi. Skýringin á misvísandi mati þingmannana þriggja (vitring- anna?) á fátækt á Islandi, hlýtur að liggja í mismun- andi skilgreiningu þeirra á hugtakinu. Davíð setur sem sé fá- tæktarmörkin mun neðar en Páll, hugsan- lega á sama stig og hungurmörk og vissu- lega hafa fáir haldið því fram að á Islandi sé mikil hætta á að menn deyji úr hungri. Davíð og Wilde I þessu samhengi er hinsvegar athyglisvert að Davíð hefur nýverið kynnt áform rfkisstjórnarinnar sem niiöa að því aðýta undir almenn- an sparnað á Islandi. Varla ætl- ast forsætisráðherra þó til þcss að þeir sem „búa við þröngap , kost“ leggi mikið af mörkum í þessum „almenna sparnaði". Og hugtakið almennur sparnaður er auðvitað hugsanavilla í landi þar sem hópur fólks hefur ekki minnstu möguleika á því að spara. Það er í raun siðleysi að tala urn slíkt. Og í því sambandi er við hæfi að vitna í annan orðhagan rithöf- und, Oscar heitinn Wilde, sem sagði eitthvað á þessa leið: „Hin- um fátæku er oft hrósað týrir sparnað. En að hvetja fátæklinga til að spara er bæði fáránlegt og móðgandi. Það er svipað og að ráðleggja sveltandi manni að éta minna. Það væri í raun algjört siðleysi hjá fátækum verkamönn- um að reyna að ástunda sparnað. Enginn maður á að vera reiðu- búinn til að þess að sýna fram á að hann geti lifað eins og illa fóðruð skepna“. Þessi orð kollega síns ætti Ijúf- ur J^pfjsJ^irpfý hjuglejða,, Erfátækt á ísland? Oktavía Jóhannesdóttir bæjaifulltrúi ogformaðurfélagsmála- ráðsÁkureyrarbæjar. „Það fer ekk- ert á milli mála. Ástæð- an er sú að greiðslur sem örorku- og ellilffeyr- isþegar fá eru ekki nógu háar, né heldur lægstu launataxtar launafólks. Úr þessu verður því að bæta, meðal annars með hækkun bóta og launa, því að draga úr tekjutengingu og því að hjálpa fólki í þá stöðu að geta hjálpað sér sjálft.“ Helgi S. Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka íslands. „Miðað við aðrar þjóðir tel ég að ekki sé fátækt á Islandi. En auðvitað er hér mikill fjöldi fólks sem á bágt og þar hafa verið nefndir þeir sem eru sjúkir og fólk í Iáglaunastéttum. Og sjálfsagt má nefna fleiri hópa. En við verðum hinsvegar að vera mjög vel vakandi í þessum efn- um og tilbúin að veita samfélags- hjálp þeim sem hana þurfa." Oddur Helgi HaUdórsson bæjaifiilltrui á Akureyri. „Fátækt er vissulega til staðar á Is- landi og auðnum er misskipt. Stjórnvöld gætu gert margt til þess að jafna lífskjörin í landinu, en þau eiga ekki að vinna alveg í hina áttina. Sú þróun hófst fyrir alvöru þegar örfáum einstaklingum var gefinn Útvegsbankinn fyrir rúmum ára- tug og síðan hefur verið haldið áfram á sömu braut. Og ekki er heldur eðlilegt að fáeinir menn geti gengið út með fleiri millj- arða eftir kannski 17 til 18 ára starf." Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus. „Vissulega er fátækt á ís- landi, en ég held að hún sé á undan- haldi. Ég tel að við í Bón- us höfum gert okkar til þess að útrý- ma henni og orðið eitthvað ágengt. Margir hafa komið til okkar og leitað eftir aðstoð þegar þröngt er í búi - og einnig hafa rnargir þakkað okkur fvrir lágt vöruverð sem þeir segja að hafi orðið til að bæta lífskjör sín. En hvað er fátækt? Það er afstætt og misjafnt hvernig fólk spilar úr sinipp pe^ijrjgum." ,; ,, , , , , ,,,,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.