Dagur - 15.03.2000, Síða 7

Dagur - 15.03.2000, Síða 7
MIDVIKUD AGU R 1S. MARS 2000 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Nýj a Jórvík í Giyfjunni Föstudaginn 10 mars var kvartett Sunnu Gunn- laugsdóttur á ferð á Akureyri og efndi tii tón- leika í Gryfju Verkmenntaskól- ans á Akureyri. Kvartettinn hafði komið við á Isa- firði daginn áður, þar sem hann lók á Sólrisuhátíð, en frá Akureyri heldur hann til Húsa- víkur og síðan til Reykjavíkur og mun hann efna til tónleika á báðum stöðum. Kvartettinn star- far í New York, þar sem hann leikur á jazzklúbbnum Knitting Factory. Good Stuff Segja má, að valinn maður sé í hverju rúmi í Kvartett Sunnu Gunnlaugs, eins og hann heitir fyrir vestan haf. Fyrst ber að nefna forsprakkann, Sunnu Gunnlaugsdóttur, píanóleikara. Hún hefur sérlega Ijúfan stíl og býr yfir mikilli næmni í lýrískum leik, sem naut sfn víða og þá ekki síst í túlkun kvartettsins á nokkrum íslenskum lögum, svo sem Það búa litlir dvergar og Sofðu unga ástin mfn. Sóló Sunnu eru hlaðin ljúfum og fal- legum hugmyndum, sem hún vinnur úr af innlifun og smekk- vísi. Gaman er einnig að þeim klassíska blæ, sem bregður fyrir í leik Sunnu, svo sem í afar jöfnum nótnagildum ogjafnvel fvafi pólyfóníu, einsog í laginu Good Stuff eftir hana sjálfa, þar sem hún og saxafónleikarinn Tony Malaby ófu afar þekkilegan vef. Heitasti tenórmaðimun Um Tony Malaby, saxafónleik- ara, segir í kynningu, sem fylgdi tónleikunum, að hann sé „heit- asti tenórmaðurinn í New York“ um þessar mundir. Eftir að hafa heyrt hann og séð á tónleikum er auðvelt að trúa því, að svo sé. Tony Malaby hefur til að bera yfirburða tækni og mikinn sjóð hugmynda í sólóum og samleik. Hann býr yfir mikilli lagrænni getu, sem hann nýtir fagurlega í leik sínum. Einnig er honum létt að ná sveiflu, en hana laðaði hann iðulega fram á tónleikun- um og hreif þá aðra flytjendur með sér með afar ánægjulegum árangri. A bassa í Kvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur leikur Drew Gress; ekki síðri snillingur þeim liðsmönnum hans, sem þegar hafa verið nefndir. Drew Gress hefur til að bera mjög svo aðdá- unarverða fjölhæfni í bassaleik hvort heldur í samleik, þar sem hann leggur líflegar og forvitni- legar bassalínur, eða í sólóum, þar sem hann iðulega leikur sér að stefjabútum og vinnur þá af hugmyndaauðgi, sem sannarlega vekur eftirtekt og löngun til þess að njóta meira af verkum hans. Slagverksbreik Scott McLemore er trommuleik- ari Kvartetts Sunnu Gunnlaugs- dóttur. Hann hefur leikið með henn í ýmsum samsetningum hljóðfæraleikara frá árinu 1995. Stíll hans á slagverkið er veru- lega skemmtilegur. Hann nýtir settið til fullnustu og festist aldrei í notkun einstakra hluta þess, heldur beitir því öllu af fjölbreyttni og í fullu samræmi við það, sem fram fer í flutningi annarra. Scott McLemore tók nokkur sóló og „slagverksbreik". 1 þessum atriðum nýtti hann afar skemmtilega fjölhæfni sína og færni á hljóðfæri sín. Tónleikar Kvartetts Sunnu Gunnlaugs voru fyrstu tónleik- arnir, sem haldnir hafa verið fyr- ir almenning í Gryfju Verk- menntaskólans á Akureyri eftir að skólinn eignaðist flygil, sem varð á þessum vetri. Hann sann- aði gildi sitt á hinum ágætu tón- leikum hinna góðu gesta frá Nýju Jórvík, en einnig kom í Ijós, að Gryfjan sómir sér harla vel sem tónleikastaður og verður því vonandi með tilkomu hljóð- færisins tónlistarlífi á Akureyri til eflingar og tónlistarunnend- um í bænum til unaðar. skrifar Hvað er á seyði? Efnileg leikkona - en þó ekki sköllótt söngkona. myndir: brink. Sex leikarar taka þátt í þessari uppfærslu nemenda Verkmenntaskólans á Akureyri og segir María Pálsdóttir það vera góðan hóp efnilegra leikara. Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfí eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga <: ^ um allt land. Áskriftarsíminn er 800-7080 Sköllótt söngkona í VMA Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir í kvöld, undir leikstjórn Maríu Pálsdóttir, Ieikritið Sköllóttu söngkonuna eftir rúmenska rithöfundinn Eugéne Ionesco. „Eugéne er einn af frumherjum apsúrtismans og því er þetta ofurlítið fá- ránlegt leikrit. Fjallar um sambandsleysi manna í millum og samtölin eru skrýtin," sagði María Pálsdóttir leikstjóri í samtali við Dag. í dag er fyrsti dagurinn í Opnum dögum í VMA og er uppsetning sýningar- innar hluti af því, en hugsanlega verður svo aukasýning á einhverjum hluta verks- ins á föstudaginn, á árshátíð skólans. Leikritið um SköIIóttu söngkonuna hef- ur verið æft síðasta eina og hálfa mánuð- inn, en fyrir áramót var svo leiklistarnám- skeið í VMA og komu þar fram margir efnilegir leikarar. Sex leikarar taka þátt í sýningunni sem nú fer á fjalir VMA, en það hefur ekki verið sýnt Ieikrit í skólanum síðustu vetur vegna þátttökuleysis. Kveðst María Pálsdóttir þó binda vonir við að það muni nú breytast. -SBS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.