Dagur - 16.03.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGVR 16. MARS 2000 - 7
ÞJÓÐMÁL
Ernkavæðmg oldr-
UTiarJjiómistumiar
Nýlega kom fram á Alþingi að
heilbrigðisráðherra hefur falið
einkafyrirtækinu Securitas að
byggja og reka heimili fyrir aldr-
aða við Sóltún í Reykjavík. Eng-
um dylst að ríkisstjórnin er með
þessari ákvörðun að taka enn eitt
skrefið í átt til þess að einkavæða
velferðakerfið sem Islendingar
hafa byggt upp á undanförnum
áratugum. Ætlunin er að koma
verkefnum velferðarkerfisins í
sem mestum mæli í hendur
einkaaðila eða fyrirtækja. Að
sjálfsögðu er það gert til þess að
tryggja eigendum þessara þjón-
ustufyrirtækja gróða í eigin vasa
því núorðið er svo gamaldags að
ætla samfélaginu að taka sam-
eiginlega ábyrgð á grunnmennt-
un, heilsugæslu, símaþjónustu
eða löggæslu. Nú á samfélagið
að stjórnast af íjármálalegri arð-
semi og árangursmati peninga-
markaðarins - til hagsbóta fyrir
fáa einstaklinga, ekki til hags-
bóta fyrir samfélagið í heild
sinni.
Einkarekstiir eða samábyrgð
þegnanna?
Bent hefur verið á að einka-
rekstur heilbrigðisstofnana sé
ekki nýtt fyrirbrigði á Islandi. En
nýja heimilið sem Securitas hef-
ur nú tekið að sér að reisa og
reka við Sóltún í Reykjavík á sér
allt annan bakgrunn en þau
samtök eða einstaklingar sem
hingað til hafa stundað slíkan
rekstur. Þau eru fyrst og fremst
sprottin úr jarðvegi verkalýðs-
hreyfingar eða samtökum sjúk-
linga með það markmið eitt að
leiðarljósi að veita þjónustu eins
og tfðkast hjá ríki og sveitarfé-
lögum. Nú er hins vegar stefnt
„En nýja heimilið sem Securitas hefur nú tekið að sér að reisa og reka við Sóltún í Reykjavík á sér allt annan
bakgrunn en þau samtök eða einstaklingar sem hingað til hafa stundað slíkan rekstur. Þau eru fyrst og fremst
sprottin úr jarðvegi verkalýðshreyfingar eða samtökum sjúklinga með það markmið eitt að leiðarljósi að veita
þjónustu eins og tíðkast hjá ríki og sveitarfélögum, “ segir greinarhöfundur.
að því að laða íjárfesta að þessari
þjónustu með það fyrir augum
að þeir geti grætt á henni.
Einkafyrirtækið byggir ekki starf
sitt á öðrum hugsjónum en þeim
að færa eigendum sínum arð.
Þessu tvennu er engan veginn
saman að jafna.
Sjómannadagsráð hefur t.d.
rekið Hrafnistuheimilin um ára-
bil en þar hefur aldrei verið
stefnt að öðru en að daggjöld
nægi fyrir rekstrinum, aldrei hef-
ur verið gert ráð fyrir hagnaði.
Þar hefur verið um að ræða
þjónustu sem verkalýðsfélag sjó-
manna hrinti af stokkum fyrir
aldraða félagsmenn sína, maka
þeirra og aðra sem tengst hafa
sjómannsstarfinu, ekki gróðafyr-
irtæki.
Hagkvæumi eða
hagnaðarvon?
Fyrir u.þ.b. einu ári var auglýst
eftir aðilum sem vildu taka þátt í
„Nú er stefnt að því
að laða fjárfesta að
þessari samfélags-
þjónustu með það fyr-
ir augum að þeir geti
grætt á henni. Einka-
fyrirtæki byggja ekki
starf sitt á öðrum
hugsjónum en þeim
að færa eigendum sin-
um arð!“
forvali vegna útboðs á byggingu
og rekstri 60 rýma hjúkrunar-
heimilis í Reykjavík. Hrafnistu-
menn lýstu yfir vilja til þátttöku í
verkefninu enda hafði þá um
nokkra hríð staðið til að byggja
nýja 60 rúma hjúkrunarálmu á
lóð Hrafnistu í Laugarási, og
koma til móts við þörf á auknu
hjúkrunarrými, en tæplega tvö-
hundruð aldraðir eru nú metnir í
brýnni þörf fyrir vist á slíku
heimili. Jafnframt stefndu
Hrafnistumenn að því að nýta
betur þá stoðþjónustu sem er
fyrir hendi á lóð þeirra í Laugar-
ási, s.s. aðstöðu til sjúrkaþjálfun-
ar, þvottahús, eldhús o.fl. En
þessar hagkvæmu lausn var
hafnað með þeim rökstuðningi
að gæta skyldi jafnræðis milli til-
boðsaðila. Hrafnistumenn máttu
ekki reikna inn í tilboð sitt þá
hagkvæmni sem það skapar að
hafa þegar til staðar fullbúin eld-
hús og þvottahús, góða þjálfun-
araðstöðu o.fl. Þeim var gert að
reikna slíka þjónustu á sannan-
legu markaðsverði og þeir gengu
frá útboðinu þar sem þeir töldu
ekki rekstrargrundvöll fyrir nýtt
hjúkrunarheimili miðað við dag-
gjöld undanfarinna ára.
Nýverið var svo samið við
einkafyrirtækið Securitas um að
byggja og reka hjúkrunarheimili
við Sóltún í Reykjavík. Byggingu
nýs hjúkrunarheimilis seinkar
því ekki aðeins heldur er einnig
ljóst að þjónusta þar verður
miklu dýrari en á þeim hjúkrun-
arheimilum sem fyrir eru - enda
eru einkafyrirtæki ekki í „bis-
ness“ af hugsjónum heldur þurfa
þau að græða, þau þurfa að njóta
arðsemi af fjárfestingu sinni.
Fram hefur komið að rekstur
nýja heimilisins kostar allt að
67% meira pr. legudag en hjá
þeim hjúkrunarheimilum sem
fyrir eru - og nú vefst engin jafn-
ræðisregla fyrir yfirvöldum!
Reynsla annarra
I ýmsum nágrannalöndum okkar
hefur svipuð leið verið farin í
öldrunarþjónustu - með misjöfn-
um afleiðingum. A sumum
heimilum sem einkafyrirtæki
eða einstaklingar reka sjálfum
sér til hagnaðar hefur komið í
ljós að dregið hefur úr þjónust-
unni við þá sem þar búa - matur-
inn verður lélegri, þvottarnir eru
sparaðir, herbergin verða minni,
aðhlynning takmörkuð. Þannig
tekst eigendum að auka gróða
sinn, fá meira í eigin vasa. Það-
an af alvarlegri afleiðingar af
gróðafíkn eigenda slíkra heimila
hafa líka komið í Ijós og urðu
fréttaefni ekki alls fyrir löngu
t.d. í Svíþjóð þar sem erlent fjöl-
þjóðafyrirtæki - eigandi Securit-
as á Islandi - rak heimili fyrir
aldraða sjúklinga.
Það er umhugsunarvert hve
hart núverandi stjórnvöld á Is-
Iandi ganga fram í þeim ásetn-
ingi sínum að komast hjá því að
sinna samfélagslegum verkefn-
um af ýmsum toga - og það má
ekki loka augunum fyrir því að
þannig eru knúðar fram breyt-
ingar á íslensku samfélagi sem
vafasamt er að þjóðin sé sam-
mála um.
STJÓRNMÁL Á NETINU
Samningar og stöðugleiki
„Kjarasamningar Flóabandalags-
ins og vinnuveitenda eru á svip-
uðum nótum og hjá verslunar-
mönnum. Samið er til langs
tíma, einkum er hugað að lág-
Iaunafólki og tekið er tillit til að-
stæðna einstakra starfsgreina.
Það er mjög gott að greiðslur í
lífeyrissjóði eru auknar um 4
prósentustig. Það eykur sparnað
sem er alltof lítill hérlendis. Það
eru þó óhæf vinnubrögð að
vinnuveitendur láti ríkið enn
einu sinni greiða fyrir sig launa-
hækkanir með skattalækkun-
um,“ segir Agúst Einarsson,
varaþingmaður, á vefsíðu sinni.
Og hann heldur áfram:
„Samtök á vinnumarkaði hafa
gengið í gegnum eldskírn. Hall-
dór Björnsson sem oft hefur
staðið í skugga annarra getur Iit-
ið stoltur til sinna síðustu samn-
inga. Kynslóðabreytingin hjá
vinnuveitendum hefur tekist vel
og Finnur Geirsson og Ari Ed-
vald hafa markað sér sterka
stöðu. Það gegnir ekki sama máli
um verkalýðshreyfinguna. Deil-
ur innan Verkamannasamhands-
ins endurspegla m.a. vaxandi
ágreining milli þéttbýlis og dreif-
býlis. Hagsmunir fara ekki leng-
ur saman og stóryrði ýmissa for-
ystumanna verkalýðsfélaga á
landsbyggðinni lýsa örvæntingu.
Það er ljóst að næstu samningar
verða í sama farvegi og ýmsir
Ágúst Einarsson.
eiga erfitt með að kyngja þeirri
staðreynd.
Verkalýðsfélögin eru hætt að
framselja samningsumboðið til
heildarsamtaka sem vinna nú
fyrst og fremst að útreikningum
og eru með í samtölum við
stjórnvöld. Þetta á bæði við um
opinbera starfsmenn og á al-
mennum markaði. Vinnuveit-
endur hafa lagað sig betur en
Iaunþegar að breyttum aðstæð-
um. Verkalýðshreyfingin verður
að ná betur vopnum sínum og
skipuleggja sig markvissar, m.a.
á vinnustöðum. Launabaráttan
er allt önnur en var fyrir 20
árum og það krel’st annars skipu-
lags. Opinberar deilur milli
manna í miðjum samningum
veikja aðeins stöðu launafólks.
Ríkisstjórnin fær byr í seglin
vegna þessara samninga og
stressaði húsbyggjandinn í for-
sætisráðuneytinu ætti að anda
léttar. Það reynir þó verulega á
ríkisstjórnina við næstu íjárlög.
Þessir kjarasamningar tryggja
ckki stöðugleika en þeir hjálpa
til þess. Verðbólgan er þó mikið
vandamál. Arangur og stöðug-
leiki síðustu 10 ára geta fokið út
í veður og vind á skömmum tíma
ef við náum verðbólgunni ekki
niður í það sem hún er í ná-
grannalönd u n u m. “