Dagur - 16.03.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 16.03.2000, Blaðsíða 11
10- FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 ro^ir FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 - 11 I FRÉTTA SKÝRING Mesta „ekki-yfirlýsingm“ ? Þmgmömmm og ráð- hemun var heitt í hamsi við utandag- skrárumræður um yfir lýsiugu ríkisstjórnar- innar í tengslum við kjarasamninga um hækkun tryggingabóta - sem Steingrímur Sig- fússon sagði mestu „ekki-yfirlýsingu“ sem fram hafi komið. „Frá 1993 til 1999 hækkuðu lág- markslaun um 52% en grunnlíf- eyrir og tekjutrygging, þar með taldar eingreiðslur, um 26%. Þarna er helmings munur. Og ef við Iítum nú fram á veginn þá mun að óbreyttu enn gliðna þarna á milli,“ sagði Ögmundur Jónasson málshefjandi við utandagskrárum- ræður á Alþingi um yfirlýsingu rík- istjórnarinnar í tengslum við kjara- samninga um hækkun trygginga- bóta. Alvarlegir hlutir að gerast „Þegar þessi yfirlýsing, þar sem sérstaklega er vísað til breytinga á greiðslum almannatrygginga, er skoðuð fæ ég ekki betur séð en að alvarlegir hlutir séu að gerast," sagði Ogmundur. Ekki aðeins sé bilið að aukast á milli þeirra sem eru á lágum kauptöxtum og hinna sem þurfa að reiða sig á bætur al- mannatrygginga - heldur gæti stefnt í beina skerðingu frá því sem nú er lögboðið. Þegar ríkis- stjórnin rauf sambandið milli lág- markslauna og bótagreiðslna haustið 1995 hafi því verið ákaft mótmælt af samtökum lífeyrisþega og launafólks. Og þótt ekki væri fallist á að koma þeim tengslum á að nýju hafi fengist í gegn 1997 að lögfesta ákvæði um að bætur al- mannatrygginga skuli breytast ár- lega í samræmi við fjárlög hverju sinni, en „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísi- tölu neysluverðs." Átti að hækka meira Ögmundur benti á að vísitala neysluverðs hækkaði um 5,8% á síðasta ári en launavísitalan um 6,8% - og tryggingabætur hefðu átt að hækka um 6,8% að lágmarki. „En í reynd var hækkunin 5,73%, svo ríkisstjórnin hefur því ekki einu sinni farið að lögum gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum á síðasta ári,“ sagði Ögmundur. Og verði verðbóiga áfram svipuð og fylgi ríkisstjórnin yfirlýsingu sinni, þá væri hún að hafa Iögboðnar kjarabætur af öldruðum og öryrkj- um, sem skammtað er 4,5% á ár- inu. Eigi ekki að miða trygginga- bæturnar við lægstu kauptaxta, sem eðlilegt sé, þá verði ríkis- stjórnin að gera sér grein fyrir því að hún er bundin af landslögum að taka mið af almennri verðlags- og launaþróun í landinu. í besta falli blekkingarleikiiT „Með öðrum orðum; yfirlýsing rík- isstjórnarinnar er í besta lagi blekkingarleikur - í versta lagi hefði hún í för með sér Iögbrot og kjaraskerðingu fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. Yfirlýsing ríkisstjórnar- innar gagnvart öldruðum og ör- yrkjum gefur þeim ekki meiri kjarabætur en núverandi lög kveða á um en útkoman getur hins vegar orðið lakari. Hvernig skýrir hæst- virtur forsætisráðherra að í nafni ríkisstjórnarinnar skuli borinn á borð annar eins öfugmælaboð- skapur og fyrirheitin í yfirlýsingu um kjarabætur öryrkjum og öldruðum til handa ber vitni um?“ spurði Ogmundur. Aldrei tekist fyrr í söguimi Ekki stóð á svari forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar: „Eg er þeirrar skoðunar að þeir kjarasamningar sem gerðir voru á dögunum - verði þeir upphaf að öðrum slíkum kjarasamningum í landinu - geti þeir Ieitt til þess að kaupmáttur launafólks haldist og aukist núna fimmta eða sjötta árið í röð. Ef það tekst þá hefur það aldrei tekist fyrr í sögunni. Kaupmáttur þessa fólks, hefur sem kunnugt er aldrei vaxið jafn ört og jafn mikið og jafn ör- ugglega eins og á þessu skeiði. Það er líldegt og vonandi að þessir samningar tryggi það einnig.“ Bætur hækað umfram lauu? Davíð sagði það einnig gleðiefni að á sama tímabili hafi tekist að hækka kaupmátt bóta í landinu lít- illega umfram Iaunavísitölu (sem á að mæla meðalhækkun launa í landinu). „Það er að segja að kaup- mátturinn hefur vaxið um 22% og hann hefur einnig vaxið svo hjá þeim sem njóta bóta. Þetta hefur aldrei áður gerst í sögunni. Það er afar þýðingarmikið að við höldum áfram á þessari leið - en ekki hinni, þar sem kaupmáttur bóta þessara hópa hrundi ár frá ári, eins og menn þekkja og óþarft er að rifja upp hér og nú,“ sagði Dav- íð. Ekki beðið með hækkun lífeyrisins En í hverju felst yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar sem varðar bóta- þega, spurði Davíð og svaraði sjálf- ur: „Þegar bætur voru síðast hækkaðar um áramótin, um 3,6%, þá voru laun hjá opinberum starfs- mönnum að hækka um 3% en laun á almenna vinnumarkaðnum ekki að hækka neitt. Engu að síð- ur var ákveðið að fylgja þar eftir hækkun hjá opinberum starfs- mönnum, og rúmlega það, en bíða ekki eftir heildarkjarasamningum annars staðar." Aftur gengið örlitið lengra Núna gerist það að samið hafi ver- ið á ákveðnum, en ekki stórum hluta vinnumarkaðarins. „Færa mætti rök fyrir því að bíða með hækkun bóta þar til meiri mynd væri komin á kjarasamninga í landinu. Nei, það er ekki gert. Fyr- ir áeggjan verkalýðshreyfingarinn- ar meðal annars, þá er ákveðið að strax við þessi tímamót komi sú hækkun inn sem þessi kjarasamn- ingur tryggir, til handa bótaþegum einnig. Og það er gengið örlítið Iengra, með sama hætti og gert var um áramótin. Þetta sýnir og sann- ar það að ríkisstjórnin hefur fullan hug á því að tryggja öldruðum og öryrkjum að kaupmáttur bóta Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra ráða ráðum sínum. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir kjarasamningar sem gerðir voru á dögunum - verði þeir upphaf að öðrum slíkum kjarasamningum í landinu - geti þeir leitt til þess að kaupmáttur launafólks haldist og aukist núna fimmta eða sjötta árið í röð, “ sagði Davíð Oddsson meðal annars í umræðunum. - myndir: e.ól megi halda áfram að eflast - en ekki falla á nýjan Ieik eins og gerð- ist stundum áður fyrr,“ sagði for- sætisráðherra. Gerum enn betur Auk þessa hafi síðan verði gerðar ýmsar breytingar til lækkunar á jaðaráhrifum sem kostað hafi rík- issjóð um 690 milljónir," sem þýð- ir í raun um 4% hækkun til viðbót- ar þessum hækkunum sem þegar eru fram komnar. Og í þriðja lagi er ljóst, að vegna yfirlýsingarinnar sem gefin var, í tilefni af kjara- samningum Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins, þá er ákveðið að hækka persónuafslátt- inn. Og það er ljóst að það kemur allstórum hópi þeirra sem njóta bóta einnig til góða, við þessar að- stæður. Auðvitað vitum við að þessar bætur eru Iágar og við vild- um hafa þær miklu hærri og þar eru engir meiri góðmenni en aðrir í þessum sal,“ sagði Davíð Odds- son. Gott samstarf við flesta Sem ráðherra tryggingamála sagð- ist Ingibjörg Pálmadóttir hafa átt gott samstarf við flesta forystu- menn öryrkja í landinu, og nefndi þar til sögunnar: Hauk Þórðarson fyrrverandi formann Oryrkja- bandalagsins, framkvæmdastjór- ann Helga Seljan og Guðríði Ólafsdóttur, starfsmann samtak- anna og Arnór Pétursson formann Sjálfsbjargar. „Með samvinnu, samráði og Ogmundur Jónasson: Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er í besta lagi blekkingarleikur - í versta lagi hefði hún í för með sér lögbrot og kjaraskerðingu fyrir ellilífeyrís- þega og öryrkja. málamiðlun hefur okkur á margan hátt tekist að bæta mjög stöðu margra öryrkja. Að sumu Ieyti hef- ur einmitt þessi ríkisstjórn komið meira til móts við öryrkja en þær sem setið hafa síðustu tvo áratug- ina.“ Ingibjörg nefndi minnkun jaðaráhrifa vegna tekna maka, sem hafi kostað ríkissjóð hundruð Steingrímur Sigfússon: Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana er einhver mesta ekki-yfiríýsing sem lengi hefur komið fram. Það er ekkert nýtt í yfirlýsingunni. milljóna, hækkun dagpeninga vist- manna á stofnunum, breytingu bílakaupastyrkja og bætta stöðu einstæðra foreldra í hópi öryrkja. Ósvífni Steingrímur J. Sigfússon hlýtur að teljast sigurvegarinn í þessari ræðukeppni: „Ósvífni forsætisráð- Ásta R. Jóhannesdóttir: Skatta- breytingarnar koma þessu fólki ekki til góða - það er með tekjur undir skattleysismörkum. Það er svona sem ríkistjórnin deilir góðærinu til landsmanna, herra í umræðum um þetta mál ríður ekki við einteyming. í stað þess að svara spurningum um það, sem hér voru fram bornar, hvers vegna hlutur öryrkja og ellilífeyris- þega yrði enn á ný skilinn eftir, þá snéri forsætisráðherra hlutunum þannig við að í rauninni ættu tals- menn þessara samtaka að krjúpa Sighvatur Björgvinsson: Þumalfing- ursregla sem þessar stjórnir [1987- 1995] höfðu, að kaupmáttur lífeyr- isþega skyldi ekki skerðast meira en kaupmáttur lægstu launa í þjóð- félaginu. Fulltrúar öryrkja fýlgdust brúnaþungir með umræðunum, hér eru þeir Helgi Seljan framkvæmdastjóri og „sá sem ekki var nefndur", Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins. að fótum ríkisstjórnarinnar og þakka henni fyrir, að vera að gera hluti sem hún hefði ekki endilega þurft að gera,“ sagði Steingrímur og sótti í sig veðrið. Mesta ekki-yfirlýsmgm „Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana er einhver mesta ekki-yfirlýsing sem Iengi hefur komið fram. Því í hcnni er ekkert - nákvæmlega ekk- ert - sem ríkisstjórnin er ekki ann- að hvort bundin af að lögum, eða hefur heitið nú þegar í formi kosn- ingaloforða eða stjórnarsáttmála. Það er ekkert nýtt í þessari yfirlýs- ingu,“ sagði Steingrímur. Að skattleysismörkin skuli fylgja launaþróun sé ekki-yfirlýsing, því gerðu þau það ekki væri verið að þyngja skattbyrðina. Minnkandi tekjutenging barnabóta sé sömu- leiðis ekki-yfirlýsing, því þar sé á ferðinni margendurtekið kosn- ingaloforð Framsóknarflokksins. Og að greiðslur almannatrygginga hækki í takt við laun sé ekki-yfir- lýsing, því gerðu þær það ekki þá væri það lögbrot. „Þannig má áfram telja. Það er í reynd ekkert nýtt jákvætt framlag í þessari yfir- lýsingu - ekki eyris virði. Þar af leiðandi er þetta einhver mesta ekki-yfirlýsing sem nokkru sinni hefur komið fram. „Þá verð ég einnig að segja að nafngreining tryggingaráðherra á þeim talsmönnum samtaka öryrkja sem hún hefði átt gott samstarf við er meðal þess ógeðfeldasta sem ég hef heyrt af því tagi - vegna þess nafns sem þar var sleppt: nú- verandi formanns Öryrkjabanda- lagsins," sagði Steingrímur. Öryrkjum með fjölskyldu skammtað 47.000 krónur Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir minnti á að með kjarasamningun- um væru lægstu laun hækkuð sér- staklega, í 91.000 krónur á mán- uði. ,Á sama tíma er öldruðum og öryrkjum, sem búa einir, skammt- að 3/4 af þeirri upphæð, en lífeyr- isþegum með fjölskyldu, sem eru á strípuðum bótum skammtaður rúmur helmingur, eða um 47.000 krónur á mánuði. Þetta er blaut tuska framan í lífeyrisþegana. Þessi upphæð dugar ekki einu sinni fyrir mánaðarleigu á minnstu íbúð í Reykjavík. Öryrki með 47.000 krónur getur ekki leyft sér að eiga bíl eða fá sér föt. Hann getur ekki leyft sér neitt. Og ég ef- ast um að þetta dugi fyrir mat, hvað sem öllu kaupmáttartali líð- ur. Og skattabreytingarnar koma þessu fólki ekki til góða - það er með tekjur undir skattleysismörk- um. Það er svona sem ríkistjórn Davíðs Oddssonar deilir góðærinu til landsmanna," sagði Ásta. Sumir fá aldrei tækifæri Guðjón A. Kristjánsson vitnaði til nýrrar samantektar RKÍ um það að nokkur þúsund öryrkjar í land- inu búi við sára fátækt. Þetta fólk sé á ýmsum aldri, meðal annars ungt fólk sem misst hafi heilsuna eða starfsorku og aldrei fengið tækifæri til að verða virkir þjóðfé- lagsþegnar. Þessi hópur sé jafnvel enn verr staddur en cllilífeyrisþeg- ar. Af kjarasamningum Flóabanda- lagsins og yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar megi ráða, að hagur þessa fólks muni ekki batna á næstu árum. Verði ekkert að gert verði hámarksbætur örorkulífeyrisþega í lok samningstímans einungis 76.000 krónur. Hækkun 22,5% á kjörtímabilinu Ambjörg Sveinsdóttir sagði í gangi stöðuga vinnu á Alþingi og í ríkis- stjórn til að bæta velferðarkerfið á margan hátt. Meðal annars hafi þess verið gætt að bætur almanna- trygginga hafi hækkað til samræm- is við launavísitöluna og í sumum bótaflokkum umfram hana, eins og Iágmarksbætur almannatry'gg- inga, sem hafi hækkað um 22,5% á síðasta kjörtímabili. Kaupmáttur bóta skertist 10% minna í kreppunni Sighvatur Björgvinsson, sagði rétt hjá forsætisráðherra, að mikið fall hafi orðið á kaupmætti lífeyris- tekna á kreppuárunum 1987- 1995, meðan Samfýlkingarflokk- arnir sátu í ríkisstjórn. En lungann af því tímabili hafi þær verið und- ir forystu Sjálfstæðisflokksins, og megnið af tímanum undir forystu Davíðs sjálfs. „Það var hins vegar ein þumalfingursregla sem þessar stjórnir höfðu og hún var sú, að kaupmáttur lífeyrisþega skyldi ekki skerðast meira en kaupmáttur Iægstu Iauna í þjóðfélaginu.“ Frá Kjararannsóknarnefnd sagð- ist Sighvatur hafa skjalfest, að á þessum árum hafi kaupmáttur líf- eyrisþega skerst 10% minna en kaupmáttur lægstu launa (16% á móti 26% rifjaði Davíð upp á eft- ir). „Og við lofuðum því, hæstvirt- ur forsætisráðherra, að við skyld- um bæta þetta upp þegar betur færi að ára. Og það gerðist árið 1995. En hvað hefur gerst síðan? Síðan hefur það gerst að kaup- máttur lágmarkslauna hefur auk- ist um 37,5% en kaupmáttur líf- eyrisgreiðslna um 11,5%, eða þriðjunginn af því sem kaupmátt- ur lágmarkslauna hefur batnað. Og nú stendur til að auka kaup- mátt lágmarkslauna um 30% en kaupmátt lífeyristekna um 12%.“ Merguriiut málsins Davíð Oddsson þakkaði Sighvati viðurkenninguna á kaupmáttar- hrapinu. „Það er einmitt mergur- inn málsins, scm þcssi ríkisstjórn hefur breytt: Nú er það svo að kaupmáttur bótanna er tryggður miðað við neysluverðsvísitölu. Þannig að komi slíkt gap upp á nýjan leik, að launamenn þyrftu að taka við einhverjum lækkunum, sem við skulum sannarlega vona að gerist ekki, að þá samkvæmt þessum lögum halda bótaþegar sínu.“ Eftir óskum og vilja yerkalýðshreyfiiigariiuiar Ásta Möller sagði upphrópanir og áróður stjórnarandstöðunnar og annarra á undanförnum mánuð- um, um bágt ástand velferðarmála hér á Iandi, fjarri sannleikanum. Og enn eina ferðina sé reynt að gera ríkisstjórnina tortryggilega, þegar raunin er sú, að með yfirlýs- ingu sinni hafi hún gefið ýmis fyr- irheit sem sérstaklega komi lág- launafólki til góða, þar með talið bótaþegum. Og allt væri þetta í samræmi við óskir og vilja verka- lýðshreyfingarinnar „og hafa for- ystumenn hennar lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi með yfirlýsingu sinni tekið myndarlega á þessum málum og að komið hafi verið til móts við allar kröfur þeirra." Bamabætumar lækkað umhelming I framhaldi af orðum Astu, meðal annars um fyrirheit um hækkun skattleysismarka og minnkaða tekjutengingu barnabóta og hækk- un tekjuskerðingarmarka þeirra, sagði Ögmundur Jónasson það langt frá að skilað væri til baka því sem tekið hafi verið af fólki í þess- um efnum á undanförnum árum. „Skattleysismörkin ættu núna að vera langt yfir 80 þúsund krónur á mánuði en eru 62 þúsund. Og varðandi barnabæturnar þá á að byija að skila í áföngum hluta af þeim barnabótum sem teknar hafa verið af fólki á undanförnum árum. I upphafi áratugarins voru barnabætur 1,21% af vergri lands- framleiðslu (sem jafngilti 7,7 millj- öðrum 1999), en eru nú 0,60%.“ i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.