Dagur - 31.03.2000, Page 1
Gullöldin í Grafarvogi
erein affáum hveifis-
krám í höjuðborginni
sem eitthvað kveðurað.
Þarhorfa menn á bolta-
leiki íbeinni, taka í
spil, tefla skák eðafara
í dart. Um helgarbrýst
útheljarmikið jjörog
svo eru kráargestirlíka í
ferðaklúbbi.
„Það hefur skapast hér ákveðin
festa, kannski af því að við erum
alltaf sjálf á staðnum" segja vert-
arnir, hjónin Valgeir lngi Olafsson
og Kristín Anný Jónsdóttir sem
hafa rekið Gullöldina frá upphafi,
eða í 5 ár og eru alltaf á vakt, ann-
að hvort eða bæði. Frúin viður-
kennir að stundum sé þreytandi
að koma heim um hálf sex á
morgnana í þann mund sem
yngstu börnin tvö (af sjö) séu að
vakna. Þau hjón segjast þó hafa
kosið að standa í afgreiðslunni
sjálf í stað þess að fara í forstjóra-
leik og ráða sér fólk en um helgar
sé ekki hjá því komist að bæta við
starfskröftum. En skyldu þau
aldrei taka sér frí? „Jú, á föstudag-
inn langa. Þá brennum við austur
að á Brunasand, leggjum af stað
kl. 8 um morguninn og komum
aftur íyrir miðnætti til að sinna
gestum okkar. Hverfiskráin má
nefiiilega ekki vera lokuð eitt ein-
asta kvöld því ekki getum við
ákveðið hvenær íbúum Grafarvogs
langar að gera sér dagamun,“ segja
þau Valgeir og Kristín.
Astæða þess að Brunasandur verð-
ur fyrir valinu þennan eina frídag
ársins er sú að Teygingalækur á
Brunasandi er ættaróðal Valgeirs
Inga. Þar ólst hann upp og þar á
hann sitt fólk. Hann rak félags-
heimilið á Kirkjubæjarklaustri í 10
ár þegar sveitaballastemmningin
var upp á sitt besta auk þess að
vera aðstoðarhótelstjóri þar á
staðnum um nokkurra ára skeið.
„Hverfiskráin má ekki vera lokuð eitt einasta kvöld því ekki getum við ákveðið hvenær íbúum Grafarvogs langar að gera sér dagamun, “ segja þau
Valgeir og Kristín. mynd: þök
„Ég er búinn að vera í þjónustu-
störfum frá því 1973, en þá fór ég
að vinna á veitingahúsum hér í
bænum,“ segir Valgeir Ingi sem
hefur einnig starfað talsvert að
ferðamálum, meðal annars verið
ferðamálafulltrúi Suðurlands í tvö
ár og rekið Upplýsingamiðstöð fyr-
ir ferðamenn fyrst á Kirkjubæjar-
klaustri og síðan á Selfossi.
Óvissu-og utaulandsferðir
Talandi um ferðamál. Frúin segir
þá hefð hafa skapast að einu sinni
á ári fari þau með sína föstu
kúnna í óvissuferð. „Oft hafa um
70 manns farið með okkur í þess-
ar ferðir og þær hafa undantekn-
ingalaust tekist vel.“ Þau minnast
fyrstu ferðarinnar sem farin var út
í Viðey, þar sem þau grilluðu fyrir
gesti. „Þegar allir héldu að verið
væri að fara í land var þess f stað
farið Iengra út á sundin því við
höfðum leigt Arnesið og þar upp-
hófst heilmikið fjör. Svo sótti
strætó okkur niður á höfn klukkan
þrjú um nóttina og keyrði einn
hring um Grafarvoginn. Þar með
komust allir til síns heima og
óvissunni var Iokið“
- En hver greiðir kostnuð við
svona ferðir?
„Hver og einn borgar fyrir sig og
upphæðin nemur ártalinu. I fyrra
kostaði 1999 krónur en í ár verður
gjaldið 2000. Inni í því er matur,
nokkrir bjórar, ferðir og fleira.“
Þau segja 5 ára óvissuferðaraf-
mæli verða haldið í sumar, þann 3.
júní og að einnig verði utanlands-
ferð á dagskránni með haustinu.
„Við fórum með tæplega 40
manns til Dublin í fyrra og sú ferð
tókst mjög vel. Stærstur hluti
hópsins var héðan úr Grafarvogi.
Fólkið náði mjög vel saman og er
ákveðið að ferðast aftur saman í
haust.“
Félagsmiðstöðm
Til að byrja með lifðu þau hjón
ekki af rekstrinum einum og störf-
uðu þá bæði hjá Skýrr. „Við gegnd-
um þar sömu embættum og sátum
hlið við hlið. Unnum svo saman á
pöbbnum fram eftir nóttum og
um helgar.“
Þau segjast hafa náð upp góðri
hverfisstemmningu á Gullöldinni
og fastagestirnir líti á staðinn sem
sfna félagsmiðstöð. A sumrin þyki
fólki gott að fá sér einn bjór á
kvöldin eftir að hafa kannski verið
að vinna í garðinum allan daginn.
En skyldu konumar ekkert vera
pirraðar á að missa karlana á
krána? „Kannski einhverjar en þær
vita þá hvar þær eiga að ganga að
þeim,“ segja þau og bæta við að
vissulega komi fólk af báðum kynj-
um, flest ósköp venjulegt fjöl-
skyldufólk og þau hafi verið bless-
unarlega laus við það sem kalla
mætti róna.
Um helgar breytist pöbbinn í lít-
inn ballstað. Hljómsveit hússins
sem skipuð er þaulreyndum köpp-
um úr bransanum er búin að
halda uppi íjöri þar í þrjú ár og sér
um að einkunnarorð Gullaldar-
innar gildi en þau eru: „Staðurinn
ykkar þar sem stuðið klikkar ekki“.
GUN.
I
Sex smnu
...fljúyðufrekar
Bókaðu í síma 570 3030 0? 460 7000
Fax 570 3001 * websalesaairiceland.is • www.flu$fela?.i$
FLUGFELAG ISLANDS