Dagur - 31.03.2000, Qupperneq 6

Dagur - 31.03.2000, Qupperneq 6
22- FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 Freyvangsleikhúsið Eyjafjarðarsveit 10 mín. akstur f rá Aku rey ri Fló á skinni gamanleikurinn víðfrægi eftir Georges Feydeau. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Sýningar föstudagskvöldið 31. mars kl 20.30 lauqardaqskvöldið 1. apríl kl. 20.30 Barnaafsláttur, hópafsláttur og enn betra verð fyrir eldri borgara. LÍFIÐ í LANDINU Framherjinn knái, Teddy Sheringham, stefn- ir á hjónaband í júní næstkomandi. Hann bað unnustu sinnar til sjö ára, Nicole Smith, á gamlárskvöld þegar klukkan sló tólf í sam- kvæmi hjá félugum sínum í Machester United, þeim Ryan Giggs og Gary Nevelle. Parið heíúr búið saman í sjö ár og sambúðin er sögð hafa verið stormasöm á köflum en nú segjast þau sannfærð um að þau geti ekki verið hvort án annars og ætla að stofna fjölskyldu sem fyrst. Terry segir að fyrsta verk sitt þegar hann hlaupi inn á völlinn sé að horfa upp í stúku og finna Nicole, veifa til hennar og senda henni fmgurkoss. Sheringham ásamt unnustu sinni. Þau ætla að ganga í hjónaband í sumar. STJÖRNUSPA Vatnsberinn Utan kvóta er allt þitt líf - og upp af grjóti sprottið. Fiskarnir Reyndu að þreyja þurrkatíð - en þegi heyja í vætu. Hrúturinn Gerðu þér nú glaðan dag með geði prúðu - gestum veittu vínið bæði og veidda lúðu. Nautið Opnaðu dyrnar upp á gátt þá ást- in bankar - en læstu inni Ijóta þanka. Tvíburarnir Hentu frá þér hentistefnu og huliðskufli - og hættu öllu daðri og dufli. Miðapantanir í síma 463-1195 frá kl 16.00 . Alheims- frumsýning á Húsavík Leikfélag Húsavíkur sýnir: Uppspuna frá rótum eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason Leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson, Tónlistarstjórn: Valmar Valjaots þriðja sýning föstudag 31. mars, kl. 20.30 fjórða sýning laugardag 1 apríl, kl. 16.00 Miðasalan opin í samkomu- húsinu milli 17.00 og 19.00 virka daga og í tvo tíma fyrir sýningu. Símsvari allan sólarhringinn í 464-1129. Leikfélag Húsavíkur. Við viljum hvetja alla sem haf'a eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is Hvaða leið á hann að fara? Nú liggur fallhlífastökkvarinn í því. Skýjahula birgir honum sýn. Getiði hjálpað honum að finna rétta leið að dýnunni. Þannig að hann lendi ekki í froskapollinum? þrjúpör Stelpurnar á myndunum virðast í fljótu bragði vera býsna líkar en það eru bara þrjú pör. Af stelpunum níu eru þrjár sem ekki eiga sér tví- fara. Getiði fundið út hverjar þær eru. Krabbinn Látta enga dára draga þig á tálar - betri er blakkur Cole en hvítur Robbie Fowler. Ljónið Ef að þú átt eng- an sjóð í eigin skjóðu - leitaðu þá til lánskjar- anna léttu og góðu. Meyjan Gerðu þér upp garnaveiki í gestaboði - síldin geymist sjaldan lengi í sínu soði. Vogin Oft þó glepji glópalán - þá gildir sjóðir rýrna. Sporðdrekinn Hönd er fest á hálmstrái - er hallar undan fæti. Bogamaðurinn Þó rauðsprettan nú ryðjist fram með rámum hrópum - þá allt fram streymir endalaust í ísótópum. Steingeitin Ef þeir reyna að lokka þig að lostans báli - flýðu þá til fram- sóknar og fylgdu Páli.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.