Dagur - 15.04.2000, Side 11
I.AUGARDAGUR 1S. APRÍL 2 000 - 11
Xk^MT'
ERLENDAR FRÉTTIR
Rússneska Dúman
staðfesti STARTII
Pútín vill frekari af-
vopnimarsamninga,
en hótar því jafnframt
að hætta öllu afvopn-
unarsamstarfi ef
Bandaríkin hrjóta
ABM-samninginn frá
1972.
Neðri deild rússneska þingsins
samþykkti í gær START II samn-
inginn, fjórum árum eftir að
bandaríska þjóðþingið gerði slíkt
hið sama og sjö árum eftir að
samningurinn var frágenginn og
undirritaður. Samningurinn fel-
ur í sér að bæði Bandaríkin og
Rússland fækka kjarnaoddum
verulega, en um leið opnar stað-
festing hans möguleika á frekari
samningum um fækkun kjarn-
orkuvopna.
Neðri deild rússneska þings-
ins, ríkisdúman, gekk í gær til at-
kvæða um samninginn og var
hann samþyktur með 288 at-
kvæðum gegn 133. Efri deild
þingsins, sambandsráðið, sam-
þykkti samninginn skömmu síðar
og telst hann þar með staðfestur.
Eftir að staðfesting samnings-
ins hafði verið afgreidd hvatti
Pútín bandarísk stjórnvöld til
þess að vinna hratt að gerð fram-
haldssamnings um enn frekari
afvopnun.
Aðeins þrjár vikur eru frá því
Vladimír Pútín var kosinn forseti
Rússlands, og líta má á þessa af-
greiðslu þingsins sem verulegan
sigur hans í samskiptunum við
þingið. Verulegar breytingar
urðu líka á samsetningu þingsins
eftir þingkosningarnar í desem-
ber, þegar kommúnistar misstu
tök sfn á þinginu.
Boris Jeltsín, fyrrverandi for-
seti, átti í stöðugu stappi við
þingið, þar sem andstæðingar
hans réðu ríkjum. Þingið hefur
árum saman komið í veg fyrir
staðfestingu samningsins, og
hefur þar andstaðan við Jeltsín
ráðið jafnvel meiru en málefna-
leg atriði.
Samkvæmt START II samn-
ingnum eiga Bandaríkin og
Rússland að minnka kjarnorku-
vopnabirgðir sínar um helming,
þannig að í árslok árið 2007
verði 3.500 kjarnaoddar eftir í
Bandaríkjunum og 3.000 í Rúss-
landi.
Pútín mælti með því við þingið
að samningurinn yrði samþykkt-
ur. Hins vegar boðaði hann jafn-
framt að rússnesk stjórnvöld
myndu hætta að framfylgja öll-
um samningum um vopnatak-
markanir ef Bandaríkin fara ekki
eftir samningi sem gerður var
árið 1972 um takmörkun á lang-
drægum flugskeytum (ABM-
samningurinn).
Bandaríkin hafa farið fram á
það við Rússa að gerðar verði
breytingar á þessum samningi
þannig að Bandaríkin geti byggt
upp varnarkerfi, sem yrði ætlað
til þess að verjast árásum frá ríkj-
um sem hlíta ekki alþjóðlegum
samskiptavenjum, svo sem Norð-
ur-Kóreu.
Pútfn vill engar breytingar á
samningnum frá 1972, og sagði í
ræðu sinni á Dúmunni í gær að
Rússar myndu ekki aðeins hætta
að taka mark á START II samn-
ingnum, heldur öllum samning-
um um takmörkun og eftirlit
með kjarnorkuvopnum og hefð-
bundnum vopnum, ef Banda-
ríkjamenn fara ekki í einu og öllu
eftir samningnum frá 1972.
Nýtt
vopna-
eftMit
Oryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti einróma í gær
starfsáætlun fyrir nýju vopnaeft-
irlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna
fyrir írak. Helsta breytingin frá
starfi fyrri vopnaeftirlitsnefnda
er að nú verður eftirlitið ein-
göngu undir stjórn Sameinuðu
þjóðanna og eftirlitsmennirnir
fá allar greiðslur beint frá Sam-
einuðu þjóðunum, í stað þess að
einstök ríki sjái um að greiða
sínum fulltrúum í eftirlitinu fyr-
ir störfin og hafi um leið viss
völd yfir þeim.
Ennfremur verður heimilt að
fresta refsiaðgerðum á hendur
írak ef stjórnvöld þar sýna eftir-
litsmönnunum samvinnu. Aður
þurfti eftirlitið að staðfesta eyði-
Ieggingu allra gjöreyðingarvopna
í Irak áður en hægt væri að
hætta refsiaðgerðum.
Stóra spurningin er hins vegar
hvort írakar sætta sig við þessa
skipan mála. Hans Blix, yfir-
maður vopnaeftirlits Sameinuðu
þjóðanna, segir þó að breyting-
arnar ættu að gefa Irökum góða
ástæðu til þess að fallast á þetta
lyrirkomulag.
Himdrað þúsund mdtmæla í Belgrað
JUGOSLAVlA - Um það bil hundrað þúsund manns komu saman á
mótmælafund gegn Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, í gær.
Þess var krafist að kosningum verði flýtt. Það voru stjórnarandstöðu-
hóparnir sem boðuðu sameiginlega til þessa mótmælafundar. í janú-
ar síðastliðnum komu stjórnarandstöðuhóparnir, sem verið hafa
sundraðir, sér saman um berjast sameiginlega gegn Milosevic, en af
sameiginlegum mótmælaaðgerðum gat þó ekki orðið fyrr vegna þess
að hóparnir gátu ekki komið sér saman um hvernig þau mótmæli
ættu að fara fram. Fundurinn í gær er fyrstu fjölmennu mótmælaað-
gerðirnar frá því í ágúst á síðasta ári.
1401 árs fangelsisdómur
SPÁNN - DómstóII á Spáni dæmdi á fimmtudaginn mann, sem tók
þátt í sprengjuárás á Spáni árið 1986, í 1401 árs fangelsisvist. Mað-
urinn tilheyrði aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, og 12 manns létu
lífið af völdum sprengjunnar sem sprakk á torgi í miðborg Madríd
árið 1986. Auk þess særðust 77 manns hið minnsta. Juan Manuel
Soares nefnist maðurinn, og hann hafði játað hlut sinn í sprengju-
árásinni. Auk fangelsisvistar var Soares dæmdur til þess að greiða fyr-
ir það eignatjón sem sprengin olli á 5 1 bifreið og 297 byggingum.
Þessi dómur er þó ekki einsdæmi, því árið 1987 voru fjórir aðrir
menn dæmdir í 2232 ára fangelsi hver fyrir þátttöku í sömu
sprengjuárás.
Stjómarandstaðan áfram sterk
SUDUR-KÓREA - Kim Dae-jong og stjórnarflokkur hans í Suður-
Kóreu vann nokkurn sigur í þingkosningum sem f’ram fóru á fimmtu-
dag. Stjórnarflokkurinn er nú með 11 5 þingsæti. Hins vegar er Þjóð-
arflokkurinn enn stærsti stjórnmálaflokkur landsins, með 133 þing-
menn.
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
4. flokki 1992 - 26. útdráttur
4. flokki 1994 - 19. útdráttur
2. flokki 1995 - 17. útdráttur
1. flokki 1998 - 8. útdráttur
2. flokki 1998 - 8. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2000.
Öll númerin veróa birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess liggja upplýsingarframmi hjá íbúóalánasjóði,
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
íbúðalánasjóður
| Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Wilton®
bökunarvörur
HÚSASMIÐJAN
Sími 460 3500 • www.husa.is