Dagur - 26.04.2000, Side 6
6 - MIDVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
A ðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. A mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 kr. helgarblað
Grænt númer: soo 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍKJ563-1615 Amundi Amundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavIk)
Arfur og óstjóm
í fyrsta lagi
Þau blóðugu átök sem nú eiga sér stað í Zimbabve lýsa vel því
ömurlega ástandi sem ríkir í mörgum Afríkuríkum þar sem
mannréttindi eru einskis metin. Nýfrjálsar þjóðir þessa mikla
meginlands búa enn við grimman arf misréttis og kúgunar sem
einkenndi stjórnarfar evrópsku nýlenduherranna. Þá hafa
óprúttnir og óhæfir forystumenn brotist til valda í mörgum
þessara ríkja og beita nú öllum tiltækum ráðum til að halda
stöðu sinni við kjötkatlana. Þetta tvennt - illur arfur og óstjórn
- skýrir ógnaröldina í Zimbabve.
1 öðru lagi
Það var ekki fyrr en árið 1980 að meirihlutastjórn komst á í
Zimbabve sem áður hét Ródesía og var lengi bresk nýlenda en
í nokkur ár sjálfstætt ríki undir stjórn hvíta minnihlutans. Nú-
verandi forseti, Mugabe, var annar helsti leiðtogi þeirra sem
börðust fyrir meirihlutastjórn og varð forseti ríkisins í almenn-
um kosningum. En eftir tuttugu ára óstjórn óttast hann um
valdastöðu sína og beitir því ruddum sínum gegn pólitískum
andstæðingum að sið evrópskra fasista um miðja síðustu öld.
Þessi ógnaröld mun magnast allt þar til gengið hefur verið að
kjörborði seinna á þessu ári og tryggt með ofbeldi og svindli að
flokkur forsetans haldi velli.
í þriðja lagi
Arfur fortíðarinnar er hins vegar óleyst vandamál. A nýlendu-
tímanum var besta ræktarlandið í höndum hvítra bænda. Það
hefur lítið breyst á síðustu tuttugu árum nema hvað pólitískir
bandamenn Mugabe hafa fengið brot af kökunni. Alþýða
manna býr enn við þá hrikalegu misskiptingu gæðanna sem
einkenndi nýlendutíniann. Krafa þjóðarinnar um að stóru
landareignunum verði skipt upp og að gamla nýlenduþjóðin
aðstoði við það verk er því réttlætismál. En sú stefna pólitísks
ofbeldis sem Mugabe hefur beitt sér fyrir mun ekki leiða til
aukins réttlætis heldur óstjórnar og meiri fátæktar. Því miður
bíða flestar þjóðir Afríku enn eftir forystumönnum sem bera
hag almennings fyrir brjósti. Elias Snæland Jónsson.
Salómon og Sámur
Garri minnist þess að hafa
sem barn Iesið söguna um
stjórnvisku Salómons konungs
af mikilli athygli og jafnframt
fyllst nokkrum hryllingi yfir
því hversu kaldrifjaður kon-
ungurinn virtist vera þegar
hann fyrirskiptaði að höggva
skyldi barnið í tvennt og fá
konunum, sem um það deildu
hvorri sinn helminginn. Það
var eiginlega ekki fyrr en á tán-
ingsaldri að Garra lærðist að
skilja að Slómón ætlaði aldrei í
alvöru að höggva barnið sund-
ur, heldur væri til-
gangurinn sá einn
að kalla fram við-
brögð hjá konunum
sem gerðu kröfu til
að vera mæður þess.
En Garri hefur þó
aldrei alveg getað
hætt að hugsa um
hvað hefði gerst ef
„mæðurnar" hefðu
brugðist við á ein-
hvern annan hátt en konung-
urinn gerði ráð fyrir. Til dæm-
is ef þær hefðu í undirgefni við
hinn konunglega úskurð sætt
sig við niðurstöðuna. Hefði
Salómón þá látið höggva barn-
ið í tvennt? Við þeirri spurn-
ingu fæst víst aldrei svar!
Nútímasaga
Hins vegar hefur nú fengist
svar við nútímaútgáfu af þessu
máli, þar sem konungurinn
heitir að vísu ekki Salómon
heldur Sámur. Kúbverkst barn
sem rak á fjörur Sáms frænda
hefur verið eitt helsta frétta-
efni heimspressunnar síðustu
vikur vegna deilna sem risiö
hafa um hvar og hjá hverjum
harnið ætti að eiga heima.
Olíkt Salómon forðum sem
tók skjótar og afdráttarlausar
ákvarðanir, hefur Sámur látið
málefni Elíans litla Gonzalesar
dragast von úr viti þannig að
V
segja má að í staðinn fyrir hót-
un um að höggva barnið í
tvennt og láta deiluaðilum eft-
ir sitt hvorn helminginn, má
segja að stríðandi fylkingar
hafi nú náð að slíta barnið í
tvennt - ef ekki í bókstaflegri
líkamlegri merkingu, þá er sál-
artetrið í það minnsta orðið
sundurtætt. Greinilegt er að
Sámur er enginn Salómon.
Rambó í málið
Það má þó Sámur eiga að á
endanum tók hann af skarið
og fékk Rambó til að
koma barninu til
föður síns, þangað
sem það átti að sjálf-
sögðu að fara strax í
upphafi. En málið
allt er hins vegar
kennslubókardæmi
um það í hvers kon-
ar ógöngum slík
deila getur lent ef
menn búa ekki við
þá gæfu að eíga sinn Salómon.
Enda hefur málið haft ófyrir-
séðar afleiðingar fyrir Sám
frænda. Margir af helstu bak-
hjörlum hans í gegnum árin
hafa brugðist við með gagn-
rýni. Slíku er eflaust erfitt fyr-
ir Sám að kyngja, en engu þó
eins og því sem kom frá sjálf-
um fóstbróður Sáms, Morgun-
blaðinu á Islandi. I leiðara
blaðsins urðu einmitt þau
tímamót vegna þessa máls, að
Sámur sætti gagnrýni. Hefur
það eflaust verið tilfinninga-
þrungið á alla kanta, bæði fyr-
ir Morgunblaðið að missa
hetju sína og Sáni að glata
trausti síns mesta stuðnings-
manns. Þessi sorgarsaga úr
nútímanum sýnir okkur hins
vegar í endurnýjuðu Ijósi,
hversu mikil snilld Salómons
raunverulega var. — GARIíl
ODDUR
ÓLAFSSON
SKRIFAR
Ágætlega kaþólskur maður tók eft-
ir því að á íslandi tók fyrir allan
draugagang í 500 ár og héldu aft-
urgöngur og vættir sig víðs fjarri
þann tíma sem Iandsmenn trúðu á
óskeikulleik páfans í Róm og ját-
uðust undir kaþólskt afbrigði
kristindómsins. Heilög kirkja við-
urkennir nefnilega ekki drauga
eða flakk franiliðinna í mann-
heimum og enn si'ður bjargbúa og
hulduþjóðir í allnánu sambýli við
söfnuði sína. En urn leið og siða-
skipti fóru fram og mótmælendur
tóku völdin og gengust undir
danska kónga með miklum svar-
dögum, sprutlu afturgöngur upp
úr öllum kirkjugörðum, álfar og
huldufólk tóku sér búsetu í stein-
um og hömrum og tröll og grýlur
þrömmuðu um óbyggðir á nýjan
leik.
Nær allar okkar þjóðsögur um
drauga og fotynjur eru frá fýrstu
tveim öldunum eftir siðaskipti eða
frá þeirri söguöld sem lauk með
Fjölskrúðugt trúarlíf
kristintökunni. Þetta færir heim
sanninn um, að vætta- og drauga-
trúin lifði með þjóðinni í hálfa
þúsöld, þótt hún væri ekki játuð
opinberlega og þegar bannhelg-
inni af hinni fornu trú
var aflétt kom í ljós að
Iítið leitöi af því, að
þjóðin væri álíka heiðin
og hún var áður en Þor-
geir Ljósvetningagoði
skreið undir feldinn.
Genetískur siður
Svona getur forn trú
verið lífsseig og berst frá
kynslóð til kynslóðar
eins og erfðirnar í genunum, sem
nú er orðinn niikill gróðavegur að
rannsaka, hvað sem þau vísindi
kunna að bera í skauti sér.
Það var hugnæmt að sjó nokkra
sóldýrkendur tilbiðja guð sinn á
þeim helga stað Þingvöllum aö
morgni páskadags undir hand-
leiðslu kirkjunnar þjóna. Átti að
heita að sú helgistund væri til-
einkuð afmæli kristnitökunnar
sem mikið stáss er gert með og
þjóðkirkjan hefur forgöngu um að
minnast með veglegum hætti.
Sóldýrkun er forn
átrúnaður og mun það
vera sameiginlegt
áhangendum hans að
standa í tilbeiðslustell-
ingum og horfa á guð
sinn koma upp fyrir
sjóndeildarhring og
veita birtu um himin-
hvolfin og yl til lífríkis-
ins á jörðinni. Nú hefur
þessi gamli siður lifað af
sér kaþólsku og Lútersku og geng-
ið í endurnýjun lífdaganna á sjálfu
kristnitökuárinu.
Trúskipti
Litlum sögum fer af blótum eða
goðadýrkun á Þingvöllum, en eigi
að síður var þingstaðurinn helgur
og það voru menn hins heiðna sið-
ar sem stofnuðu þar Alþingi og
lögðu grundvöllinn að þjóðveldinu
og helgi staðarins. Án Alþingis
hefði kristni aldrei verið lögtekin
með svo friðsömum og siðlegum
hætti sem raun ber vitni. Þess
mættu nienn gjarnan minnast á
þúsaldarafmæli íslenskrar l<ristni.
En hvaðan nývakin sólardýrkun
kemur inn í íslenskt trúalíf er erf-
iðara að átta sig á en er kannski
hægt að rekja til keltnesks upp-
runa ef vel er leitað í genafræð-
inni. Hitt er undarlegra, ef þjóð-
kirkjan er með beinurn hætti eða
óbeinum farin að ýta undir dýrkun
sólar til hátíðarbrigða. En sóldýrk-
endur munu sóma sér við við hlið
Jörmundar allsherjargoða þegar
evangelísk-lútersk þjóðkirkja fagn-
ar því að kaþólskur siður var tck-
inn í lög Þingvöllum árið 999.
En fróðlcgast verður að frétta
hvar mammonsdýrkendum verður
skipað til sætis.
Á Þingvöllum eru
margir guðir dýrkaðir.
Á að takmarka eða
banna sinubruna?
SiguróurG. Tómasson
framkv.stj. Skógræhtarfélags
Reykjavíkur.
„Það á að banna
sinubruna. Þeir
valda skaða og
mengun, spilla
gróðri, rýra vist-
kerfi, fækka
gróðurtegund-
um - og drepa
fjölærar tegundir einsog lyng,
víði og birki - og fleiri tegundir
hverfa einnig. Einnig eyðileggja
þeir búsvæði fugla, drepa örver-
ur og skordýr sem eru nauðsyn-
legir í lífkeðjunni og síðast en
ekki síst skapa þeir mikla hættu
einsog dæmi síðustu vikna
sanna. Sinubrunar eru leyfar
fornra búskaparhátta og bændur
sem halda að þetta bæti landið
þurfa aðstoðar við.“
Tómas Búi Böðvarsson
slökkviliðsstjóri á Akureyri.
„Það er löngu
búið að banna
sinubruna með
lögum, en und-
anþágur eru
veittar í ein-
staka tilvikum
af sýslumanni,
en aðeins til bænda á lögbýlum.
Þarf þá góðan rökstuðning til.
Eg er á því að takmarka eigi und-
anþágurnar einsog kostur er. Út-
köll slökkviliða kosta samfélagið
mikið á hverju ári. I mörg ár höf-
um við kært til lögreglu alla þá
sem kveikja sinuelda í leyfisleysi,
til þess að gera ábyrgðina ljósa.“
Ólafur Dýrmundsson
landnýtingarráðunautur Bændasam-
takaíslands.
„I einstaka til-
vikum getur
verið réttlætan-
legt að gefa út
leyfi til bænda
til að brenna
sinu á afmörk-
uðum svæðum
undir ströngu eftirliti. Almennt
eru fáir kostir við sinubruna, en
sumir telja að Iand geti að bruna
loknum verið aðgengilegra til
beitar á vorin en þetta er ekki
vísindalega sannað. Sinubrunar
eru líka að vcrða mun hættulegri
í dag en var, m.a. vegna aukinn-
ar í skógræktar og eins þar sem
beit er minni er eldsmeti rneira."
Sigurbjartur Pálsson
bóndi í Þykkvabæ.
„Eg tel ekki
ástæðu til að
banna sinu-
bruna. En
reynsla mfn frá
helginni, þegar
ég missti úr
böndunum
sinubruna í mýrinni hér ofan við
byggðina í Þykkvabæ, sýnir að
alla aðgát verður að hafa og að-
stæður þurfa að vera í lagi. Bæði
var jarðvegur mjög þurr og síðan
vatt sig upp rok eftir að ég lagði
eld að sinunni. Hvað varðar mýr-
ina hér er álit margra að brenna
þurfi sin á nokkurra ára frcsti, en
þar sem mosi er eða trjágróður
eða fjölskrúðugt fuglalíf er vita-
skuld sinubruni fráleitur."