Dagur - 26.04.2000, Qupperneq 7

Dagur - 26.04.2000, Qupperneq 7
MIDVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 - 7 ÞJÓÐMAL Landsbyggðm og stjómmálin JÓN KRISTJANS- SON FORMAÐUR FJARLAGA- NEFNDAR ALÞINGIS SKRIFAR „Það var sjávarútvegurinn sem skapaði bjartsýnisandann á áttunda áratugnum. Einnig voru þá ekki komnar þær framleiðslutakmarkanir í landbúnaði sem síðar urðu. Á þessu varð siðan gjörbreyting á níunda áratugnum, “ segir Jón Kristjánsson m.a. í grein sinni. Flutningar frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins halda áfram, og er sem fyrr eitt erfið- asta verkefni stjórnmálanna hvernig við skuli bregðast. Það ér viðurkennd skoðun að það sé verkefni stjórnmálamanna að greina orsakirnar og grípa til að- gerða sem gætu breytt þessari þróun. Hinar emstaJdingsbundnu ákvarðanir Það skyldi ekki gleymast þegar rætt er um byggðamál að það er einstaklingsbundin örlagarík ákvörðun hvar fólk sest að til bú- setu. Uppruni ræður þar nokkru, en þó eru þau bönd lausari en áður. Búseta vina og skyldmenna hefur einnig áhrif sem oft eru vanmetin þegar um þessi mál er rætt. Það hefur einnig áhrif þegar sveitungar hverfa á braut og myndast tómarúm eftir. Straum- urinn hefur verið þungur til höf- uðborgarsvæðisins alla síðustu öld, og hann hefur haldið áfram löngu eftir að mannfjöldinn í höf- uðborginni var orðinn hlutfalls- lega meiri en í nokkru nágranna- landi. Þessum þunga straumi er erfitt að snúa við í einu vettvangi. Aðeins einu sinni á seinni hluta aldarinnar hefur þá tekist. Það var á áratugnum frá 1970 - 1980. Astæðan var sú að landhelgin hafði verið færð út í 200 sjómílur. Upphygging innlends togskipa- Ilota var hafin og í sjávarbyggðum vítt um landið voru breytingar og bjartsýni í kjölfar þess að hafa umráð einir yfir auðlindum landsins. Jafnframt var mikil upp- bygging í þjónustu út um land. Svo afgerandi atburð þurfti til þess að snúa þróuninni við um nokkur ár. Þrátt fyrir hina per- sónulegu þætti sem ráða för þeg- ar búseta er valin og nefndir eru hér að framan er ljóst að tækifæri og atvinna ráða mestu um bú- setuþróunina. Fólk kýs að taka þátt í samfélagi þar sem ríkir kraftur, bjartsýni og tækifæri. Stöðug umræða um fólksflutn- inga burt er landsbyggðinni afar erfið og vinnur gegn þeim bjart- sýnisanda sem þarf að ríkja. Andi bjartsýni Það var sjávarútvegurinn sem skapaði bjartsýnisandann á átt- unda áratugnum. Einnig voru þá ekki komnar þær framleiðslutak- markanir í landbúnaði sem síðar urðu. Á þessu varð síðan gjör- hreytlng á nfunda áratugnum. Þótt sjávarútvegurinn sé nú há- tæknigrein og dæli miklum Ijár- munum inn í samfélagið er nýlið- un erfið í honum, og hann er ekki jafn tengdur byggðarlögum stór- um og smáum eins og áður. I landbúnaðinum hefur verið erfið afkoma. Það er ljóst að framtíð lands- hyggðarinnar er fólgin í því að kynslóðin sem nú sækir menntun hérlendis og erlendis finni þar vettvang sem þeir telja við sitt hæfi. Mjög margir kostir fylgja búsetu á landsbyggðinni sem eru á undanhaldi á hinu vaxandi höf- uðborgarsvæði. Þar cru vega- lengdir orðnar tiltölulega miklar, og það frjálsræði sem fylgir hú- setu á landsbygginni er á undan- haldi og gallar stórborgarinnar eru annað hvort komnir eða bíða handan við hornið. Nýjar atvúmugreinar þarf til Eg hygg að fáum blandist hugur um að vinna við landbúnað og sjávarútveg er ekki ein fær um það lengur að standa undir fjölg- un í byggðum landsins. Nýjar at- vinnugreinar þurfa að koma til og skapa fólki sóknarfæri. Það hefur einkum vcrið litið til ferðaþjón- ustu í þessu efni, en ferðaþjón- ustan hefur verið árstíðabundin atvinnugrein og afkoma þeirra sem hana stunda óviss. í eflingu ferðaþjónustunnar eru hins vegar tækifæri, og það ber að vinna að því með skipulegum hætti að nýta þau. Það hafa margir bundið vonir við það að upplýsingasamfélagið og fjarskiptabyltingin mundu opna möguleika fyrir landsbyggð- ina í nýjum atvinnugreinum. Margir eru farnir að tala um þetta sem lausnarorð. Nú standa átök um að færa störf á þessu sviði út á landsbyggðina. íslensk miðlun h/f hefur riðið á vaðið og komið upp þjónustustörfum við símsvör- un og skráningu á landsbyggðinni og hefur tilhúin áform um lleiri ef verkefni fást. Það er ástæða til þess að taka harðan slag um þessi áform og önnur álíka. Slaginn þarf því miður að taka því greini- lega eru mikil tregðulögmál sem ráða þegar rætt er um þróun starfa á vegum ríkisvaldsins á þessu sviði. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort allt tal um nýjar atvinnugreinar á landsbyggðinni á þessu sviði eru óraunhæft tal. Ef svo er þurfa margir að kyngja miklum fullyrð- ingum á þessu sviði. Hér er hins vegar ekki nema hálf sagan sögð. Fleiri greinar upplýsingabylting- arinnar þurfa að nema Iand á landsbyggðinni. Vinna í hvers konar tölvtækni og forritun hefur verið vaxtarbroddur í atvinnulífi höfuðborgarinnar. Þarna þyrfti að verða grundvallarbreyting á. Þ\'í miður verður þcss ekki vart að endurskipulagning bankakerfis- ins með stofnun Nýsköpunar- sjóðs hafi orðið til þess að lyfta undir hátæknigreinar á lands- byggðinni eins og umræða var um við stofnun hans. Landsbyggðtn og stjóriuiifilin Byggðamál voru Framsóknar- flokknum erfið í síðustu kosning- um. Landsbyggðarfólk ber vænt- ingar til flokksins um sín mál, og hætt er við að slakt gengi flokks- ins í könnunum um þessar mundir eigi rætur sínar að rekja til þeirrar varnarstöðu sem lands- byggðin er í. Það er að minnsta kosti hastarlegt ef „Vinstri græn- ir“ hafa til lengdar meira fylgi á landsbyggðinni en Framsóknar- flokkurinn. Það er að minnsta kosti einkennilegt í ljósi harðvít- ugrar baráttu flokksins gegn orkunýtingu og iðnaðaruppbygg- ingu á landsbyggðinni, og þar á ég við áformin á Austurlandi. Þar fer saman mikið landsbyggðarmál og ný tækifæri og landsmál sem mundi auka þjóðartekjurnar og gera það að verkum að meira væri til skiptanna. Málflutningurinn hefur gengið út á það að skipta þyrfti á þessu og allri annarri uppbyggingu. Staðreyndin er sú að öflug uppbygging tækifæri og þjónusta byggjast á samspili mar- gra atvinnugreina. Landsbyggðin þarf að komast í þá stöðu. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur fram- sóknarmönnum sem förum með byggðmálin og því hlutverki vilj- um við ekki bregðast. STJÓRNMÁL Á NETÍNU Brenglað gildismat ráóamaima „Ríkisstjórn Islands lét af al- mannafé eina milljón lil hjálpar- starfs í Mo/.ambik þegar flóðin urðu þar nýlega, eða tæpar 4 krónur á hvern íslending. Svíar létu til þessa fjörutíu sinnum meira á hvern sænskan ríkisborg- ara. Framlög okkar til þróunar- mála eru skammarlega lítil en flestum er sama. Hin nýja snyrting Sólveigar Pétursdóttur, dóms- málaráðherra, kostaði fimmfalda þá fjárhæð sem við létum til hrjáðra íbúa Mozambiks. Það er eitthvað að hjá okkur. Gildismat ráðamanna er hrenglað," segir Agúst Einarsson, varaþingmaður, á vefsíðu sinni. Og hann bætir við: „Sameiginlegt grunnatriði í flestum trúarhrögðum er sam- hjálp gagnvart fólki sem minna má sín. 1 mörgum ríkjum Afríku er barnadauði meira en tuttugu sinnum algengari en er hérlendis. Okkur kemur þetta við og við eig- um að hugsa meira um aðra. I heimi vaxandi ójöfnuðar á að verða vakning meðal fólks um traustan siðferðilegan grunn í hinu nýja samfélagi. Hvort sá grunnur sé byggður á trúarbrögð- um eða stendur sem sjálfstæð vit- und fólks skiptir ekki máli. „Elska náungann og sjáðu inni í sjálfum Ágúst Einars- Jóhanna Sig- son. urðardóttir. þér hvers vegna" sagði Ágústínus kirkjufaðir f)TÍr 1.600 árum. Okk- ur má ekki vera sama um aðra.“ Hrópandi ranglæti „Sláandi dæmi er tekið í skýrslu Ráðgjafarstofu heimilanna um misræmið sem er á skattalegri meðferð vaxtahóta og barnabóta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, al- þingismaður, á vefsíðu sinni. „Þannig cr tekið dæmi af barna- bólum tveggja einstæðra mæðra sem eru báðar með þrjú hörn á framfæri og hafa sömu árstekjur. Önnur býr í eigin húsnæði og fær vaxtabætur en hin er í leiguhús- næði og fær húsleigubætur. Þar sem húsaleigubætur skerða barnabætur en ekki vaxtabætur, er mismunur útborgaðra barna- hóta hjá þessum einstæðu mæðr- um sem eru með sömu tekjur og sama barnafjölda, 29.040 krónur. Einstæða móðirin sem býr í lciguhúsnæði verður því fyrir skerðingu harnabóta um tæpar 30 þúsund krónur á ári vegna húsa- leigubóta fyrra árs, en hin fær enga skerðingu á vaxtabótunum. Þetta misræmi er óþolandi og bitnar með fullum þunga á lægst launaða fólkinu, sem ekki hefur efni á að koma sér þaki yfir höfuð- ið. Ofan ó skerðingu harnahót- anna eru síðan húsaleiguhæturn- ar skattlagðar en ekki vaxtabæt- urnar. Hve lengi er hægt að líða svona hrópandi ranglæti?"

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.