Dagur - 26.04.2000, Síða 11

Dagur - 26.04.2000, Síða 11
FRÉTTIR Ðgptr Slökkviliðsmenn og lögregla á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast um páskahelgina vegna sinubruna, einhverju vinsælasta viðfangsefni óvita og brennuvarga þessa dagana. 40 sinubnmar páskana um Lögreglan í Reykjavík sinnti ríflega 900 mál- um yfir páskana, sem er uiiuua annríki en síðustu ár. Sinubnmar áberaudi í dagbókiuni. í dagbók lögreglunnar segir að skemmtanahald hafi að mcstu gengið átakalaust fyrir sig. Karl- maður var þó handtekinn aðfara- nótt laugardags eftir að hann hafði verið að kasta glerflöskum og glösum að fójki á Hverfisgötu. Flytja varð einn á slysadeild vegna áverka al þessum sökum. Hinn handtekni var vistaður í fanga- geymslu lögreglu. Mikið um hiaðakstux Talsvert bar á hraðakstri um há- tíðina og voru 101 ökumenn kærðir þar sem þeir óku talsverð braðar en lög gera ráð fyrir. Þá voru 19 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Að minnsta einn þessara ökumanna fór í báða málaflokkanna því hann mældist á 150 km hraða á Vestur- Iandsvegi og í þokkabót ölvaður undir stýri. Þetta var aðfaranótt fimmtudags og um kvöldið þann dag mældist annar ökumaður á ofsahraða á bíl sínum, að þessu sinni á Miklubraut við Skeiðar- vog, þar sem hann mældist á 140 km hraða. Lögreglan stöðvaði akstur mannsins og svipti hann ökuréttindum á staðnum. Aðeins eitt innbrot er bókað í dagbók lögreglunnar, sem er óvenjulítið, en brotist var inn á heimili í austurborginni á föstu- dag og þaðan stolið ýmsum tækja- búnaði. Ekið og ráðist á vegfaranda Síðdegis föstudaginn langa var ekið á mann í Seljahverfi. Það er í sjálfu sér ekki sjaldgæfur viðburð- ur nema hvað að ökumaðurinn veittist að vegfarandanum eftir óhappið með skrúfjárni. Vegfar- andann sakaði ekki en Iögreglan handtók ökumann, sem grunaður er um ölvun. Þá réðst maður á konu með hnífi á Laugavegi að morgni laug- ardags. Konunni tókst að komast undan inn á vinnustað sinn, áður en maðurinn náði að valda henni áverka. Arásarmaðurinn er ófund- inn. Ekki segir frá því í dagbók lögreglunnar en unglingspiltur réðst að leigubílstjóra í Hvassaleiti um helgina og stakk skurðhnífi í brjósthol hans. Hnífsblaðið brotn- aði á rifbeini leigubílstjórans, sem reyndi án árangurs að elta piltinn uppi. Ætlaði hann að fá skipt 5 þúsund króna seðli hjá leigubíl- stjóranum þegar hann skyndilega tók upp kutann. Eldur viðar en í sinu Eins og fram kom um helgina voru sinubrunar algengir á höfuð- borgarsvæðinu, og víðar um land. I dagbókinni segir að lögreglunni í Reykjavík hafi verið tilkynnt um 40 slíka bruna yfir páskahátíðirn- ar, sem verður að teljast dágott, þ.e. Ijöldi málanna. Eldur varð víðar laus en í sinu. Pottur gleymdist á eldavél í íbúð í Seljahverfi og hlutust af nokkrar reykskemmdir. Þá vöknuðu íbúar í húsi í vesturbænum við reykjar- lykt aðfaranótt fimmtudagsins. íbúi á efri hæð hafði sofnað út frá logandi vindlingi og hafði eldur kviknað í dúk á borðinu og eins urðu aðrar skemmdir. Hinn svefn- sami reykingarmaður var fluttur á spítala til skoðunar vegna reyk- eitrunar. Síðdegis á föstudag var tilkynnt um lausan eld í iðnaðarhúsnæði við Dugguvog. Allt tiltækt slökkvi- lið var sent á vettvang og gekk starf þeirra vel fyrir sig, að sögn lögreglu. Mikið tjón hlaust af eld- inum bæði á tækjum og húsnæð- inu sjálfu. Lögreglan vinnur nú að rannsókn \áð að finna út cldsupp- tök. I fyrrinótt var kveikt í rusli í Þingholtsstræti. Fólk sem þar kom að náði að slökkva eldinn. Skömmu síðar var einnig kveikt í rusli við Vegamótastíg. Nokkrar skemmdir urðu á klæðningu húss- ins við eldinn. Sofnaði í baðinu Lögreglan þurfti í ýmsu að snúast, m.a. að aðstoða ökumann sem lenti í því á Vesturlandsvegi við Mógilsá að einn hjólbarði bílsins fór undan í akstri, hentist yfir veg- inn, yfir vegriðið og endaði úti í sjó. Að sögn lögreglu hafði ekki veriö try'ggilega gengið frá hjól- barðafeslingum en ökumaðurinn hafði nýlega skipt yfir á sumar- dekk á bílnum. Þá veitti lögreglan einum borg- ara aðstoð á fjórðu hæð í blokk sem sofnað hafði í baðinu og vatn lekið niður á neðri hæðir. Skemmdir urðu nokkrar af völd- um þessa lúrs. Lögreglan sinnti einnig jákvæð- um verkefnum, eins og það að að- stoða skáta í skrúðgöngu sinni sumardaginn fyrsta og IR-inga vegna árlegs víðavangshlaups. - BJB Met hjá tölvunefnd Enn eitt árið var slegið met í fjölda mála sem barst tölvunefnd, samkvæmt ársskýrslu nefndarinn- ar fyrir árið 1998. AIls bárust nefndinni 509 erindi og hefur málum fjölgað samfellt frá 1991, þegar erindin voru 141. Fjölgun frá 1997 var uppá 70 mál eða 16%. Auk þess sem nefndinni bárust 509 erindi voru fyrir óafgreidd frá fyrra ári 52. A árinu tókst að af- greiða 493 erindi og Iluttust því 68 miili ára. Kostnaður við starf nefndarinnar þetta árið var uppá 5,7 milljónir króna og var það 26,5% umfram Ijárlög. Þessi kostnaður samsvarar því að kostn- aður á bak við hvert afgreitt erindi hafi numið 11.500 krónum. Meðal umfangsmikilla mála nefndarinnar árið 1998 má nefna gagnagrunninn á heilbrigðissviði, fjarskiptalög og myndbandsupp- tökur af starfsmönnum fyrirtækja. - r-Þc, MIDVIKUDAGVR 26. APRÍL 2000 - 11 lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn ianga, 21. apríl. Fyrir hönd barna og annarra aöstandenda, Kristján Einarsson. Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi ÞÓRÐURJÓNSSON, Sölvholti, Hraungerðishreppi Flóa, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi mánudaginn 17. apríl. Jarðarförin fer fram föstudaginn 28. apríl kl. 13.30 frá Selfosskirkju, en jarðsett veröur í Laugardælakirkjugarði. Sólveig V. Þóröardóttir, Sigfús Kristinsson, Vilborg G. Þóröardóttir, Hjörleifur Tryggvason, Jón Þóröarson, Bergur Ketilsson, Gunnur Gunnarsdóttir, Jón Óli Vignisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir, stjúpdóttir, systir og frænka, JÓHANNA SIGRÚN GUÐMANN, er lést 21. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. apríl kl 13.30. Stefanía Jóhannsdóttir, Bragi Steinsson, Helga Guömann, Elfsabet Haukaas, Geir Haukaas, Einar Guömann, Hólmfríöur Siguröardóttir og systkinabörn. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SiMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Háskóli íslands, austursvæði í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi austursvæðis Háskóla íslands. Um er að ræða nýja afmörkun reits H á austursvæði Háskóla íslands og breytingu á byggingarreit. Engjateigur 7, skipulag á lóð í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóðar nr. 7 við Engjateig, þar sem reisa á skrifstofu- og þjónustuhús. Kjalarnes/Klébergsskóli, deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi. Bíldshöfði 20, skipulag á lóð í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóðar nr. 20 við Bíldshöfða m.a. með byggingu bílgeymslu á austurhluta ióðarinnar. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags- og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 3. maí til 31. maí 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en 14. júní 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.