Dagur - 28.04.2000, Síða 7

Dagur - 28.04.2000, Síða 7
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2 000 - 7 X^HT- ÞJÓÐMÁL Um áhrlf sjókvíaeldis á villta laxastofna „Þriöja atriðið, sem veldur ugg er erfðablöndun milli viltra laxa og eldlsfiska. Talsmenn fiskeldis telja að slík blöndun sé óveruleg og hafi lítil sem engin áhrif, “ segir Þorsteinn m.a. í grein sinni. Myndin er af veiði á villtum laxi í Æðafossum i Laxá í Aðaldal. ÞORSTEINN ÞORSTEINS SON FORM. VEIÐIFÉLAGS GRlMSÁR OG TUNGUÁR, BORGARFIRÐI SKRIFAR I blaðinu Degi miðvikudaginn 19. apríl birtist grein um fiskeldi eftir Guðmund Val Stefánsson. Grein þessi er málefnaleg og skýr, og góður grunnur að frekari skoðanaskiptum um þetta efni. Hann lýsir þar skil- merkilega þeirri samfæringu sinni, að sjókvíaeldi á laxi sé villtum laxa- stofnum ekki hættulegt. Þar er ég á öðru máli og vil nú drepa niður penna til að andmæla ýmsum skoð- unum hans og fullyrðingum sem ég get ekki fallist á. Guðmundur Valur Stefánsson (hér eftir G.V.) telur að vissulega sé hægt að stunda fiskeldi á Islandi án þess að það hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna. Þetta hygg ég nærri réttu lagi meðan einungis eru reknar strandeldisstöðvar með eld- iskvíar á landi, líkt og gert hefur ver- ið undanfarin ár. Oðru máli tel ég gegna með laxeldi í sjókvíum. Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir okkur að hvar sem slíkar eldiskvíar eru í umtalsverðu magni á göngu- leiðum eða fæðuslóð viltra laxfiska, þá hrakar villtu stofnunum mjög hratt. Sama er hvort litið er til Nor- egs, Bretlandseyja eða Norður Am- eríku, allstaðar eru viltu laxastofn- arnir á hraðri niðurleið. Einungis á Íslandi og norður Rússlandi hefur villti laxinn nokkurnveginn haldið sínum hlut. Það eru líka cinu stað- irnir sem heita mega lausir við sjó- kvíaeldið. Ekki er hægt að útiloka að þarna sé um tilviljun að ræða, eða að til hruns villistofnanna liggi aðrar or- sakir, en Ijóst er þó að þessar stað- reyndir ættu að auka okkur varkárni. Snýkjudýr Þau áhrif sjókvíaeldis, sem líffræð- ingar og laxverndarsinnar óttast mest eru þrenns konar. I fýrsta lagi aukin ásókn snýkjudýra, einkum laxalúsar. G. V. telur sterkar líkur benda til þess að vandamál með laxalús heyri sögunni til. Þar tel ég hann of bjartsýnan. Hann vitnar oft í skýrslu norskrar konungsskipaðrar nefndar frá árinu 1997, (skýrslu skil- að 1999) og telur að í henni séu nei- kvæð áhrif frá fiskeldi flokkuð sem minniháttar atriði. Yfirleitt eru höf- undar skýrslunnar mjög varkárir í ályktunum, en vetja þó heilum kafla í það eitt að fjalla um hættuna af lax- alúsinni. Niðurlagsorðin cru þessi: „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir óyggj- andi skjalfestar niðurstöður er nú- verandi vitneskja okkar svo kvíðvæn- leg, að telja verður Iaxalúsina draga umtalsverðan hluta sjógönguseiða til dauða, það er að segja á fyrsta skeiði sjávardvalarinnar.“ (Lausleg þýðing mín). Fyrr í kaflanum lýsa höfundarnir því, að fyrir daga laxeldisins hafi næstum engir lúsahýslar fundist í sjónum við suður og vestur Noreg yfir vetrarmánuðina, og það hafi tak- markað fjölgun hennar. Nú, eftir til- komu fiskeldisins sé enginn skortur á hýslum og þess vegna geti lúsin Ijölgað sér og dreift árið um kring. Þeir upplýsa einnig að á svæðum með lítið sjókvíaeldi séu gjarna um þaö bil 5 laxalýs á hveiju sjógöngu- seiði, en þar sem eldi sé útbreiddara fari mcðaltalið upp í 19. Aðrir norsk- ir vísindamenn hafa sýnt fram á með athugunum að yfirleitt drepist þau sjógönguseiði, sem fái á sig 15 Iýs eða fleiri. Höfundar skýra einnig frá því að við tilraunaveiðar með drag- nót í Þrándheimsfirði hafi komið í Ijós að fjórðungur laxaseiðanna þar hafi borið lífshættulegt lúsasmit. Irskir og skoskir líffræðingar telja að lúsasmit hafi hart nær útrýmt sjó- birtingi á stórum svæðum þar við strendurnar. Þá getur G.V. þess að laxalúsin sé svo hitakært dýr að ekki eigi að stafa hætta af henni í Eyjafirði. Því miður virðist lúsin ekki vita þetta, því hún er jafn tíð á norðlenskum laxi og sunnlendum hér við land. Og hvað hitamörk almennt varðar má geta þess að íyrst þegar kýlaveiki greind- ist, í regnbogasilungi í Þýskalandi fyrir rúmri öld - að mig minnir -, þá var kjörhitastig þeirrar bakteríu talið 12-16° og fullyrt að hún gæti ekki Iifað í minna en 8° heitu vatni. Einnig að hún þyldi alls ekki salt- vatn. Allt þetta hefur kvikindið því miður afsannað fyrir löngu. Eg ótt- ast að lúsin kunni að sýna svipaða aðlögunarhæfni. Sjúkdómar I öðru Iagi óttast menn smitnæma sjúkdóma frá fiskeldinu, bæði veiru- og bakteríusmit. G.V. telur norsku skýrsluna staðfesta að náttúrulegum laxastofnum stafi ekki ógn af slíku. Undir þetta get ég ekki tekið. Til rökstuðnings því má nefna að fyrir rúmum áratug gerði mikið óveður við vestur Noreg, bæði rok og sjávar- flóð. Þá slapp ógrynni af laxi úr kví- um þar um slóðir, kýlaveikismitberar þar á meðal, og í kjölfar þessa breiddist sú pest út vestanijalls sem aldrei fyrr. Fiskeldismenn telja ósannað að tengsl séu þarna á milli, en Iíkindin eru svo yfirgnæfandi að erfitt er fyrir hlutlausa aðila að ná annari niðurstöðu. Hér við land barst kýlaveikin í Elliðaárnar nokkrum árum síðar. Bakterían sem þar átti í hlut reyndist ónæm íýrir tveim tegunduin fúkkalyfja, auk súlfa. Slíkt ónæmi öðlast sýldar tæp- lega nema þar sem lyfin eru höfð um hönd, þ.e. f fiskeldi. En þetta telja fiskeldismenn aðeins líkindi - ekki sannanir. Sama má segja um veirusmit. ISA sýkin greindist fyrst í Noregi um miðjan 9. áratuginn. 1996 greinist luin í Kanada, 1998 í Skotiandi og 2000 í Færeyjum. Nú hefur veiran fundist í villilaxi, bæði í Kanada og Skotlandi. Fiskeldismenn telja ósannað að veiran sé skaðleg villi- fiski þar sem enginn veikur fiskur hefur fundist þó svo að veiran sé til staðar í vefjum hans. Þetta finnst mér nokkuð langsótt. Vitað er að ýmsar veirur geta lifað í hýsli sínum nokkurn tíma áður en bera tekur á sjúkdóminum. Mér finnst líldegt að þannig sé þessu varið. Fiskurinn ber veiruna í sér að skaðlausu mislengi, en eftir að sýking brýst út er stutt stund þar til hún dregur fiskinn til dauða. Og dauðan fisk getur verið erfitt að finna. Erfðablöndun Þriðja atriðið, sem veldur ugg er erfðablöndun milli viltra laxa og eld- isfiska. Talsmenn fiskeldis telja að slfk blöndun sé óveruleg og hafi lítil sem engin áhrif. Jafnvel er því hald- ið fram að kynblöndun hljóti að verða villilaxinum til hagsbóta, sé til lengri tíma litið. Almennt er það yf- irlýst skoðun eldismanna að engar visindalegar sannanir séu fyrir skaða af völdum erfðablöndunar. Nú er það svo, að erfitt, tímafrekt og dýrt er að sctja upp rannsóknarverkefni af þessu tagi, eins og reyndar er með allar veigamiklar rannsóknir á villt- um dýrastofnum. Þó hafa nú þegar farið fram afmarkaðar tilraunir, til dæmis í Irlandi. Valin var laxveiðiá með ófiskgengu svæði ofan fossa. Þar grófu rannsóknarmennirnir nið- ur frjógvuð Iaxahrogn í fjórum að- greindum flokkum. I fyrsta flokkn- um voru hrogn undan villilaxi, í öðr- um undan viltum hæng og eldis- hrygnu. I þriðja flokknum var þessu snúið við og í fjórða flokknum voru báður foreldrar eldislax. Klakið heppnaðist vel og voru eldislaxaseið- in stærst, gráðugust og uxu hraðast. Seiði villtu foreldranna bæði minni og hægvaxnari. Blönduðu hóparnir þarna á rnilli. Þau seiði, scm náðust voru merkt fýrir sjógöngu og með þeim fylgst f afla veiðimanna í neðri hluta árinnar, sem og í gildruveiði neðan fossanna. Nokkur ár eru nú liðin frá því seiðin gengu til sjávar. Seiðin undan villtu foreldrunum skiluðu sér í eðlilegu hlutfalli. Fá- einir laxar heimtust af blönduðu for- eldri en cnginn lax af eldisfiski í báð- ar ættir hefur fundist. Tilraun þessi stendur enn og er nú verið að kanna heimtur undan villilaxi og þeim blendingum sem náðst hafa lifandi. Allir, sem sjá vilja, geta gert sér grein fyrir hver áhrif þetta ferli muni hafa á laxveiðiár, þar sem helmingur göngufisksins er sloppinn eldisfisk- ur. Og í þeirri norsku skýrslu sem G.V. oftast vitnar (segir að ætla megi að 30 - 50% af strandveiðiafla Norð- manna sé af eldisuppruna. Hvað þéttleika eldisfiska á hrygningar- stöðvunum varðar, þá sé hann upp í 70-90% í sumum vatnakerfum. Verðugt væri að fara rækilega í saumana á hvernig G.V. notar til- vitnanir í þessa norsku skýrslu. Mér virðist hann velja þær þannig að þeir, sem ekki hafa skýrsluna undir höndurn, hljóti að telja að höfund- arnir álíti hættu af sjókvíaeldinu mjög litla fyrir villilaxinn. Það er alls ekki sú niðurstaða, sem ég les úr henni. Þrjú dæmi í lauslegri þýðingu minni: „Nefndin lítur á laxalús sem ákaflega alvarlegan tjónvald á laxa- seiðum í sjógöngu.11 Og - „Nefndin telur burtsloppinn eldislax og laxalúsafaraldur vera alvarlegustu umhverfisáhrif laxeldisiðnaðarins á villta laxastofna" Og cnnfremur: „Samanlagt skapa stórar og smáar undankomur eldislaxa alvarlegt erfðafræðilegt samspil milli þeirra og viltra laxa. Þetta mun breyta og veikja eðlilega stofngerð tegundar- innar og valda einleitara erfðaefni, sem til lengri tíma litið gæti minnk- að afkomumöguleikana.“ Fleira mætti til tína. Ég hef undir höndum úrdrátt af fundargerð vinnufundar, sem hald- inn var við Simon Frascr háskólann í Kanada nú eftir áramótin. Þar komu saman vísindamenn frá mörg- um Iöndum. Með örfáum undan- tekningum töldu þessir sérfræðingar að með erfð.um, yfirtöku búsvæða, mögnun snýkjudýraálags og dreif- ingu sjúkdóma hefði eldislaxinn nú þegar valdið villtum frændum sínum miklum og óbætanlegum skaða. Dr. Jarl Mork frá tækniháskólanum í Þrándheimi taldi að arfberar eldis- laxa, sem bærust í villta stofna myndu ræktast sjálfkrafa úr stofnin- um á mjög löngum tíma, en meðan á því ferli stæði færi villistofninum aftur og hætta á útrýmingu hans yk- ist. Margir fundarmanna bentu á að seiði eldislaxa yfirtæku bestu bú- svæði í ánum en skiluöu sér ekki aft- ur úr sjó og þannig eyddist laxastofn þess vatnasvæðis. Islenskur fundar- maður benti á strandeldi sem mögu- lega lausn á vandanum. Segja rná að Malcolm Windsor, framkvæmda- stjóri NASCO hafi náð að setja fram álit fundarins í fáum orðum er hann sagði að ( sínum huga væri enginn efi á því að finna yrði leiðir til að minnka þann skaða, sem eldislaxinn væri að valda villilaxinum. Nægar sannanir Iægu þegar fýrir, nú væri tími framkvæmdanna kominn. Hér að framan tel ég mig hafa hrakið þær fullyrðingar að sjókvía- eldi á laxi sé viltum stofnum hættu- laust. Staðhæfíngar um að kvíar séu orðnar svo traustar að lítill sem eng- inn lax sleppi úr þeim eru ekki trú- verðugar. Alla tíð fiskeldisins hefur verið mikill áramunur að slíku og stórslys vegna veðurs eða annara hamfara hafa verið tíð og munu halda áfram að gerast. Þess vegna er lítið mark takandi á góðum árangri eitt og eitt ár. Hönnuðir Keikó kvíar- innar í Vestmannaeyjum spöruðu ekki neitt til að gera hana sem traus- tasta og fullyrtu að hún stæðist öll veður. Hún rústaðist strax fyrsta vet- urinn. Þótt óefað hafi orðið framfar- ir í smíði sjókvía fýrir lax undanfarin ár, þá trúi ég ekki á að þær séu orðn- ar óforgengilegar. Við munum vel að Titanic gat ekki sokkið. Og til þess eru vítin að varast þau. Hugmyndir um kvíaeldi á Iaxi í Eyjafirði gera ráð fyrir 8000 tonna ársframleiðslu. Þar á að fara fram heils árs eldi, ekki skiptieldi. Til að framleiða þetta magn af sláturfiski þarf að minnsta kosti 1,8 miljónir fiska, miðað við 4,5 kg. sláturþunga. 1 heils árs eldi eru fleiri kynslóðir í eldi samtímis. Meðalfjöldi í kvíun- unt á hveijum tíma gæti því hæglega náð 3 miljónum fiska í senn. Sleppi 2 % af þeim út, sem ekki hefur verið talið liátt hlutfall hingað til, þá gerir það 60 þúsund fiska, eða svipað og heildar stofnstærð íslenslta laxa- stofnsins er talin vera. Reynsla ann- ara þjóða sýnir að hvað sem eldis- menn segja þá gengur verulegur hluti þessara fiska í ferskt vatn til hrygningar. Arfgerð norskættaða eld- isstofnsins er mjög frábrugðin gen- um íslenskra villilaxa og mér hrýs hugur við afleiðingum af blöndun þessara ólíku fiska. Þannig hygg ég að fleirum sé farið. Óvíða í heiminum eru aðstæður til sjókvíaeldis jafngóðar og í Noregi. Fyrri reynsla af slíku eldi hérlendis sýnir að mikið vantar á að okkar um- hverfi sé þar samkeppnisfært. Má þar til nefna sjávarhita og veðurlag ásamt ýmsum landfræðilegum að- stæðum, ásamt fleiru. Norðmenn ætla sér aukinn hlut á eldislaxa- markaðnum í framtíðinni og við skulum gera okkur grein fyrir því að þeir munu gera sitt besta til að kæfa alla samkeppni hvar sem þeir geta. Ég tel að íslenskt sjókvíaeldi vcrði ekki fært um að standast þá raun, frekar en fýrir 10-15 árurn síðan. Að vísu mun norskættaði laxastofninn arðbærari til eldis en sá Iax sem þá var notaður, en þess ber að gæta að síðan þá hefur laxverðið lækkað svo nijög að það vegur upp þennan mun. Því er það, að ef á stað verður farið með sjókvíaeldi, álít ég að eftir nokk- urra ára taprekstur muni eldið Ieggj- ast af, svipað og hér um árið, með tilheyrandi gjaldþrotum og tjóni fýr- ir alla aðila. En meðan á tilrauninni stæði gætu okkar laxastofnar orðið fyrir tjóni, sem scint eða aldrei yrði bætt, annað hvort af völdum sjúk- dóma eða erfðablöndunar, - nema hvortveggja væri. Forðum íslenska villilaxinum frá slíkum örlögunt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.