Dagur - 28.04.2000, Síða 11
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 - 11
Ð&yr.
í tilefni 1000 ára afmælis kristni hér á landi afhenti Gfdeonfélagið öllum þingmönnum Nýja testamentið að gjöf í
vikunni. Guðmundur Árni Stefánsson, varaforseti Alþingis, veitti gjöfinni viðtöku úr hendi formanns Gídeonfélags-
ins, Sigurbjörns Þorkelssonar. -mynd: e.ól
4 miUjóiiir siá
Island á EXPO
Nú styttist í heims-
sýningiuia í
Hannover, EXPO
2000. íslenski skál-
inn inini án efa vekja
mikla athygli.
Heimssýningin í Hannover í
Þýskalandi, EXPO-2000, hefst 1.
júní nk. og stendur til 31. októ-
ber. Aætlaður fjöldi sýningar-
gesta er 40 milljónir og gert er
ráð fyrir að 10% gesta muni
sækja íslenska sýningarskálann
meðan á sýningu stendur. Is-
lenski skálinn tekur mið af yfir-
skrift sýningarinnar, maður, nátt-
úra og tækni. Skálinn er stá-
grindarhús, klætt bláum dúk.
Byggingin er 23X23 metrar að
grunnfleti og 18 metrar að hæð.
Niður hliðar þess rennur vatn af
þaki byggingarinnar. lslenskar
fjölskyldumyndir, nöfn allra ís-
lendinga frá upphafí, margmiðl-
unarkynning á landi og þjóð og
kynning á íyrirtækjum er meðal
þess sem gestir munu njóta í
heimsókn sinni í fslenska skál-
ann.
Við hringlaga tjörn í miðjum
skálanum verður sýnd kvikmynd
sem fjallar um íslenska náttúru,
náttúruperlur íslands sem inn í
er fléttuð hugleiðing um ljósið.
Kvikmynd verður sýnd úr 16
metra hæð en áhorfendur fylgj-
ast með kvikmyndinni frá sama
sjónarhorni og hún cr tekin, þ.e.
90° á jörðina. Margmiðlunarefni
skipar veglegan sess á sýning-
unni í íslenska skálanum. Leitast
verður við að nálgast cfnið út frá
persónulegu sjónarhorni með
sérstaka áherslu á samspil Is-
lendinga við íslenska náttúru og
tækni. Kynningin mun endur-
spegla daglegt líf Islendinga, per-
sónuleika okkar og hegðunar-
mynstur á nýstárlegan hátt.
Hönnuður skálans og sýning-
arstjóri er Arni Páll Jóhannsson.
Verkfræðileg ráðgjöf og önnur
hönnun var í höndum Línu-
hönnunar, Fjarhitunar og Raf-
teikningar. Framkvæmdasýsla
ríkisins veitti verkefninu einnig
aðstoð.
íslensku fyrirtækin
Þau íslensku fyrirtæki sem taka
þátt í sýningunni eru Samskip,
Eimskip, Fjárfestingabanki at-
vinnulífsins, Búnaðarbankinn,
Frost, Harpa, Landsvirkjun,
RARIK, Hitaveita Suðurnesja,
Orkuveita Reykjavfkur og Bláa
lónið. Segja má að yfírskrift sýn-
ingarinnar: maður, náttúra og
tækni eigi sérstaklega vel við Bláa
lónið þar sem maðurinn nýtir sér
hátækni við að beisla náttúruna
og nýta hana síðan á einstakan
hátt til að auka vellíðan og bæta
heilsu manna. Þátttaka Bláa
lónsins í sýningunni mun m.a.
einnig felast í því að húðverndar-
vörur fyrirtækisins verða seldar í
verslun sýningarskálans. -GG
Krafti gefnir
tveir farsímar
Síminn hefur fært Krafti tvo
GSM-síma með Frelsisáskrift að
gjöf. Kraftur er stuðningsfélag
íyrir ungt fólk sem greinst hefur
með krabbamein og aðstandend-
ur þess. Félagið ætlar m.a. að
nota símana til að bjóða upp á
reglulegan símatíma (ýrir félags-
menn sína. Símarnir eru af gerð-
inni Benefon Twin, sem er ný-
kominn á markaðinn. Benefon
Twin er gerður fyrir bæði
tíðnisviðin, sem notuð eru í
GSM-kerfi Símans og búinn
ýmsum kostum. Símarnir eru
með íslenskum valmyndum.
Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynningar-
mála Símans, afhenti Hildi Björk
Hilmarsdóttur, formarni Krafts,
símana með þeirri ósk að þeir
nýttust félaginu vel..
Stofnun Ferðamiðstöðvar Skagafjarðar
Á fund atvinnu- og ferðamálanefndar
Skagafjarðar nýverið mætti Orri
Hlöðversson, framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunnarfélags Skagafjarðar
til að kynna og gera grein fyrir stofnun
Ferðamiðstöðar Skagaljarðar. Hlut-
verk félagsins er m.a. að markaðssetja
Skagafjörð sem vænlegan áningastað
fyrir ferðamenn, styðja nýsköpun f
ferðamálum á svæðinu og vinna að
sameiningu fjármagns, starfsemi og
stjórnun til hagsmuna fyrir félagið.
Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til
að gerður verði samningur við IN-
VEST um Ijármagn til Ferðamiðstöðv-
ar Skagafjarðar.
Aukin nyt af veiðiun
Ákveðið hefur verið að boða til fundar með formönnum veiðifélaga í
Skagafirði og fulltrúum vatnabænda. Markmiðið er að efla sam-
vinnu og auka nytja af veiðum. Bjarni Jónsson verður fenginn til að
hafa framsögu á fundinum. Rætt var um framhald á hestadögum í
Skagafirði og ákveðið að óska eftir fundi með stjórn Hestamiðstöðv-
ar Islands og Bjarna Maronssyni, formanni Hrossaræktarsambands
Skagfírðinga. Samþykkt var að boða fulltrúa Ferðafélags Skagafjáfð-
ar á fund til að ræða gönguferð að Oskatjörn á þessu sumri.
Orri Hlöðversson.
Stuðningiir við flutning RARIK jþakkaður
Á fundi byggðaráðs Skagafjarðar nýlega var Iagt fram til kynningar
bréf frá bæjarstjórn Akureyrarbæjar, dagsett 17. apríl 2000, þar sem
þakkaður er stuðningur byggðarráðs Skagafjarðar við flutning RARIK
til Akureyrar.
Tindastólsmenn fá hæsta styrkinn frá sveitarfélagi sínu, 5 milljónir, en fé-
lagið fór fram á helmingi meira enda starfsemin sífellt fjárfrekari.
TindastóU hlaut hæsta styrkinn
Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Skagafjarðar hefur úthlutað
styrkjum til íþróttamála og kemur hæsti styrkurinn í hlut ungmenna-
félagsins Tindastóls, 5 milljónir króna, en ungmennafélagið sótti um
10 milljón króna styrk. Aðrir sem styrk hlutu voru Ungmennafélagið
Hjalti 140 þúsund krónur , Hestamannafélagið Léttfeti 210 þúsund
krónur, Golfklúbbur Sauðárkróks 800 þúsund krónur, Ungmenna-
samband Skagafjarðar eina milljón króna, UÍ Smári 350 þúsund
krónur, Hestamannafélagið Svaði 1 50 þúsund krónur, Ungmennafé-
Iagið Neisti 525 þúsund krónur og Hestamannafélagið Stígandi 210
þúsund krónur. Afgreiðslu vegna beiðna Bílaklúbbs Skagafjarðar og
Grósku var frestað en beiðnum Skíðafélags Fljótamanna og ung-
linganefndar Golfídúbbs Skagafjarðar var hafnað. Ennfremur var
samþykkt að veita Gumundi Ingva Einarssyni styrk að upphæð 1 5
þúsund krónur, Knattspyrnuskóla Islands 400 þúsund krónur, Helga
Frey Margeirssyni 15 þúsund krónur, Skagfirðingasveit vegna Trölla
100 þúsund krónur og Bridgefélagi Sauðárkróks 1 00 þúsund krónur.
LeiMélag Sauðárkróks styrkt um hálfa
milljón króna
Menningarsjóður veitti einnig styrki. Alþýðulist fær 50.000, Leikfé-
lag Sauðárkróks 500.000, Kammerkór (Hallgrímshópurinn) 50.000,
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir 50.000, Rósmundur Ingvarsson
100.000, Rökkurkórinn 100.000, Sögufélag Skagfirðinga 400.000,
Fjölbrautarskólinn vegna Frakklandsfarar 50.000, Viðar Hreinsson
1 50.000, Samband skagfirskra kvenna 50.000 og Hólaskóli vegna
fræðsluef’nis 100.000. Áfgreiðslu á styrkbeiðnum frá Skotfélaginu
Osmann og Vilborgu Halldórsdóttur var frestað en beiðni kórs Fjöl-
brautarskólans var hafnað. Einnig var samþykkt að veita Hólanefnd
100 þúsund króna styrk vegna tónleikahalds. Nefndin samþykkti að
ljúka framkvæmdum utanhúss við Félagsheimilið Höfðaborg og fól
stjórn félagheimilisins að láta bjóða verkið út. -GG