Dagur - 06.05.2000, Page 19
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 - 35
X^wr
Fríörik Þóp
Guðmundsson
skrifar
Föstudagskvöldið
17. febrúar 1984,
um áttaleytið,
renndu tveir
starfsmenn ÁTVR
á Wolksvagen-bif-
reið upp að Lands-
bankaútibúinu
Laugavegi 77 og
steig annar þeirra út úr bifreið-
inni til að setja dagsafrakstur
áfengisútsölunnar við Lindar-
götu í næturhólf; að núvirði um
7,4 milljónir króna í peningum
og um 1,9 milljón f ávísunum, í
litlum töskum í einum ógagn-
sæum plastpoka.
Kom |)á kjagandi að starfsmanninum með
pokann torkennilegur maður með yfirvara-
og hökuskegg, gleraugu, ör á hægri kinn,
feitlaginn, haltrandi, innskeifur og lotinn -
og með afsagaða Winchester haglabyssu.
„Eg vil fá peningana í hendur," hrópaði að-
komumaðurinn. Starfsmaðurinn stirðnaði
upp og skaut þá byssumaðurinn skoti í
Wolksvagen-bifreiðina og komu höglin í
ffambretti og hjólbarða.
Starfsmaðurinn áræddi þá að rcyna að
hlaupa á brott með peningana, en byssu-
maðurinn fylgdi á eftir og sló til starfs-
mannsins með byssuskeftinu, en höggið
kom á handlegg hans. Hljóp þá skot úr
haglabyssunni upp í loftið. Starfsmaðurinn
hrasaði og missti pokann með peningunum
en gat komið sér í hvarf, þar sem hann sá
byssumanninn hirða pokann og skokka á
braut með ránsfenginn. Starfsmaðurinn sá
hins vegar ekki að byssumaðurinn missti
eina peningatöskuna úr pokanum í fátinu.
Upplýsingar gegn greiðslu
Starfsmenn ATVR létu vita um atburðinn
og rannsókn hófst, en hún virtist ætla að
veröa árangurslaus fyrstu dagana. Vitað var
að skömmu fyrir ránið hefði vopnaður
maður tekið með ofbeldi Ieigubifreið af
ökumanni í grennd við Hótel Loftleiðir.
Bifreiðin fannst síðar um kvöldið í porti á
bak við Brautarholt 2. Var sporhundur lát-
inn reyna að þefa uppi slóð, en án árang-
urs.
„Ég vil fá peningana
i hendur, “ hrópaði
aðkomumaðurinn.
Haglabyssu-
■ ■
ræningmn
En 5 dögum eftir ránið gaf maður sig
fram við lögreglu. Elvar (öllum nöfnum
hefur verið breytt), fyrrum starfsmaður
ÁTVR við Lindargötu, sagði að kunningi
sinn, Vilhjálmur að nafni, hefði í desember
og í janúar verið að spyrja hann í þaula um
Ijármál vínútsölunnar; hvernig flutningi
peninga væri háttað. Elvar hefði veitt hon-
um upplýsingar en neitað að þiggja boðna
greiðslu fyrir.
IfLR ákvað að fylgjast með Vilhjálmi og
sást hann aka tvívegis að Brautarholti 2 og
ræða þar við rnann sem var þekktur af
fíkniefnamisferli og þjófnuðum. Síðdegis
daginn eftir, 23. febrúar, lauk eftirlitinu,
þegar Vilhjálmur, bróðir hans Ríkharður og
faðir þeirra Grímur voru handteknir á
Keflavíkurflugvelli, áður en þeir stigu upp í
flugvél til Bandaríkjanna.
Aðstoðarmaður ráðinn
1 fyrstu neitaði Vilhjálmur öllum sakargift-
um, sagðist hafa verið hjá foreldrum sínum
þegar ránið var framið - og staðfestu þau
það. Þeir feðgarnir hefðu ætlað til Banda-
ríkjanna að sitja giftingarveislu skyldmenn-
is. Við yfirheyrslu 3 dögum síðar neitaði
Vilhjálmur enn f fyrstu og sagðist ekki
þekkja Elvar. En eftir röskra 2 ldukku-
stunda skýrslutöku snéri hann við blaðinu.
Hann hefði fengið upplýsingar hjá Elvari
og ákveðið að efna til ráns til að bjarga sér
og öðrum fjölskyldumeðlimum út úr fjár-
hagslegum örðugleikum.
Hann hefði aflað sér ýmissa hluta til að
dulbúast, sem hann kvaðst vera góður við,
en það hefði löngum verið draumur hans
að vinna fyTÍr lögregluna og hcfði hann eitt
sinn boðist til að gerast „undcr-covcr" fyrir
fíkniefnadeild lögreglunnar. Eins hefði
hann átt sér þann draum að ganga í sér-
sveit landgönguliðs bandaríska hersins.
Honum hafi orðið Ijóst að hann gæti ekki
framið ránið einn og því fengið til Iiðs við
sig kunningja sinn, lnga. Félagarnir undir-
bjuggu ránið saman og talaði Vilhjálmur
um að ræna leigubíl og þvinga bílstjórann
ofaní skottið, að stela haglabyssu og fleira.
Fram kom hjá Vilhjálmi að hann hefði
boðið Inga upp á tvo kosti; að vera fullur
þátttakandi og fá helming ránsfengsins,
eða aðstoða í smærri stíl og tá 20-25% rán-
fengsins. Hefði Ingi valið scinni kostinn.
Átti Ingi að útvega ýmsa hluti og á tiltekn-
um tíma átti hann að hringja í lögregluna
með tilbúnum upplýsingum um rán í
Breiðholti, til að \dlla um fyrir Iögreglunni.
Púða-fita, ör og tanngarðsbómull
Vilhjálmur braust inn í verslunina Vestur-
röst og stal þaðan haglabyssu og skotum.
Hinn örlagaríka dag hóf Vilhjálmur að dul-
búast; límdi á sig yfirvara- og hökuskegg,
barta og augabrúnir, bjó til ör á hægri kinn,
smurði sig lit, setti á sig gleraugu og púða
til að sýnast feitur og kom fyrir bómull við
tanngarða sína, sem breytti mjög útliti
hans og málrómi.
Þeir félagar óku að Háskólabíói og hjá
Hótel Sögu steig Vilhjálmur, með hagla-
byssuna afsagaða í plastpoka, upp í leigu-
bifreið og bað bílstjórann að aka sér að
Hótel Loftleiðum. Við Bílaleigu Loltleiða
tók Vilhjálmur upp haglabyssuna og beindi
henni að hnakka bílstjórans, en skipaði
honum að aka til Nauthólsvíkur. Þar skip-
aði hann bílstjóranum að afhenda sér lykla
bílsins og stíga út. Það gerði hann, en tók
til fótanna og hvarf út f myrkrið við Oskju-
hlíð. Vilhjálmur ók síðan bifreiðinni að
Laugavegi 77 og skyldi hana eftir í gangi
bakvið húsið, en fór síðan fram fyrir það að
híða eftir starfsmönnum ATVR.
Þar var ránið framið með fyrrnefndum
hætti. Ingi átti að bfða við Brautarholt 2 á
annarri bifreið, en hann freistaðist til að
Iabba niður Laugaveginn í von um að sjá
atburðinn. Fyrir tilviljun fann hann pen-
ingatösku sem Vilhjálmur hafði misst. Þeir
hittust síðan í Braularholtsportinu og
hurfu hvor til síns heima. Fékk Ingi 1,8
milljón króna fyTÍr sinn hlut.
5 ára fangelsi
Vilhjálmur greindi Grími föður sínum frá
ráninu og brást sá reiður \dð, en ákvað að
hilnia yfir með syni sfnum. Peningarnir
voru faldir (ávísanirnar brenndar) og byss-
unni, skotunum og öðrum sönnunargögn-
urn komið í sjóinn, en flótti til Bandaríkj-
anna undirbúinn - en hann endaði sem
fyrr segir á Keflavíkurflugvelli.
í undirrétti þóttu allir ákæruliðir sannað-
ir nema nákvæm hlutdeild föðursins. Vil-
hjálmur var dæmdur í 5 ára fangelsi, lngi í
eins og hálfs árs fangelsi og Grímur í 6
mánaða skilorðsbundið langelsi. Megnið af
ránsfengnum komst til skila og annað var
endurgreitt. Hæstiréttur tók svipað á mál-
inu, utan hvað fangelsinsdómur Inga var
Iengdur í tvö og hálft ár. Þar kom og fram
sératkvæði um að þáttur föðursins ætti að
vera refsilaus.
fridrik@ff.is
Stutt í spunann. Einn vinsælasti þátt-
urinn í Sjónvarpinu í vetur var Stutt í
spunann, sem var í umsjón glaðvaerra
umsjónarmanna sem tóku uppá ýms-
um kúnstum í þáttum sínum. Hvar
heita þau?
Á ísafirði. Þetta reisulega hús sem
stendur efst á eyrinni á (safirði setur
mikinn svip á staðinn, enda er arki-
tektúr þess einkar glæsilegur. Hvaða
hlutverki gengdi þetta hús lengstum,
hvaða framtíðarhlutverk er því ætlað
og hver teiknaði húsið?
Æðarfossar. Svo heitir þessi fallegi
veiðistaður. í hvaða á eru þeir og hvar
í ánni eru fossarnir?
Eurovision. Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva er um aðra helgi - og
framlag íslands í keppnina er lagið
Tell me eftir Örlyg Smára sem sést fyr-
ir miðju á þessari mynd. Með honum
eru flytjendur lagsins - og hverjir eru
þeir?
Forsetinn. Ólafur Ragnar Grímsson
forseti íslands hefur gert viðreist að
undanförnu og i síðustu viku heim-
sótti hann Rangæinga og skoðaði þá
meðal annars stærstu kjötvinnslu
landsins, sem er hvar?
LAND OG
ÞJOÐ
1. Hvað heitir höfðinn rnikli seni ekið er
fyrir þegar leiðin liggur frá Grundarfirði
til Ólafsvíkur?
2. Stálfjall. Hvar á landinu er það?
3. Hverjar voru konurnar þrjár sem voru
kosnar á þing fyrir Kvennalistann árið
1983 - þegar hann bauð fyrst fram til
Alþingis?
4. Sumars laust eftir miðja öldina er enn
minnst á Suðuriandi fyrir þráláta rigninga-
tíð, en þá rigndi frá því 17. júní og fram í
september - og fyrst þá gátu bændur farið
að heyja. Hvaða ár var þetta?
5. Hvert er talið vera jafnbesta sumar
aldarinnar?
6. Hvar á landinu eru Selatangar?
7. Hver var fyrsti formaður Alþýðu-
flokksins og hvaða ár var flokkurinn
stofnaður?
8. Árið 1918 kom út Ijóðabókin Söngvar
förumanns. Eftir hvern er hún?
9. Hver var fyrsti þjóðleikhússtjórinn.
Hann gegndi því embætti frá 1949 til
1972?
10. Hjallaháls. Hvar á landinu er hann?
•jBQJBÍjBdnfa 6o jBQjsfjBijsJOcj i||!lu b jo Q)>j8 jb6oc| qubj jb uuBg j|jA uo ‘n|sAsjBpuBjjsBQjEg-jnjsnv i J9 s|ei|B||b[jj ’ol 'zuejJimsgy jn6nB|Qng 6 'IBPBJjah
bjj p|B>|s UBJ9JS J|JJ0 J3 |ss9cj yoqBpofi '8 su|s>|>|0|j jnQBiujoj uossu|Ap|Bg U9f qjba 9161 nuuB b jbqjs oy6l I!) ojbjj blubs qih 6o jj|9 jsbuqu spuB|S) puBquiBsnpAcjiv 6o uuun>|>|0|j moA J9 j6nuun\| uigs ua - 9i6l pue jnpeujojs jba uusq
jBöacj suis\p|0|jnpAc||v JnQEuuoj Q)jq um jba uoss\|B|joq |\| ojjo 'L 'QQjsjaA bujoj uin jBfuiui rna jBq jn>|iAnsAj>| 6o jnJijABpuug iniui n69A b[q|ui uq QBq uin ma je6ubjb|9s '9 qujsu ja oas luss qjjjs juAj QUBUins ‘6E6L pueuins pw jjb js jqh
•g 'SS6L QUBUins jba ejjaq y -jjjjopsjppnBH ujjsu» 6o jijjopsjbu6v unjpng ‘jijjopspunuijsux euna JnQ.uöis •£ -jnpuesipney ja suis||efj epuBH ujsne i puojjsepjeg jepua peq q;a ua 'n|s/ís-jepuejjsBQjBg-jnjS9A) ||b[j jj|6 uiruuioq J9 ||b[j|bjs
Z !QjoqspuB|ng i !||9as|0ah e ja uias spuepnpng s6B|ajjnje|S nisuuiAjofq um jjnds ja jqh , 'JUJopsjsney eui|9i 6o uossiqja jsnáy Jeug neq nja aui ||9i suis6b| jnpusfjAu , '|ep|epv) exeq j jspau nja jessojjepg/ , b6u|QJ!jbs| snqeujes
!uu|P!jujbjj j BQJ9A pe e ui9S nwsnq b JBQJ96 QU9A Bjsq jnjæqjnpua jb|>|!|ai 0E6L uin6uu>| j j66Aq jba Qjsnq ua Jpeuqiaj uossianuiés uofpng uias Jpjijesj g pisnqejqnfs b|uib6 J9 ejjaq , uossjbui|b!h Jbui|b[h 6o jqjppsneqjocj qj’ofg BJ9H ,
:JQas