Dagur - 06.05.2000, Page 4
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
sími 551-1200
Stóra sviðið ki. 20:00
LANDKRABBINN
- Ragnar Arnalds
11. sýn. í kvöld lau. 6/5
uppselt,
12. sýn. fös. 12/5
örfá sæti laus,
fim. 18/5 nokkur sæti laus,
fös 19/5 nokkur sæti iaus,
lau. 20/5.
GLANNI GLÆPUR í
LATABÆ
- Magnús Scheving og
Sigurður Sigurjónsson.
sun. 7/5 kl. 14:00 uppselt,
sun.14/5 kl. 14:00 50. sýn.
uppselt, aukasýning kl.
17:00, sun. 21/5 kl. 14:00
uppselt, sun. 28/5 kl. 14:00
og kl. 17:00.
ABEL SNORKO BÝR
EINN
- Eric-Emmanuel Schmitt
sun. 7/5 nokkur sæti laus.
Takmarkaður sýningafjöldi.
DRAUMURÁ
JÓNSMESSUNÓTT
-eftir William Shakespeare.
6. sýn. mið. 10/5 nokkur sæti
laus, 7. sýn. fim. 11/5 örfá
sæti laus, 8. sýn. 17/5
nokkur sæti laus, 9. sýn.
fim. 25/5 nokkur sæti laus,
10. sýn. fös. 26/5 nokkur
sæti laus, 11. sýn. lau. 27/5
nokkur sæti laus.
Áhugaleiksýning ársins 2000 -
Leiklistarhópur Unqmenna-
félagsins Eflingar sýnir:
SÍLDIN KEMUR OG
SÍLDIN FER
Höfundar: Iðunn og Kristín
Steinsdætur.
Leikstjóri: Arnór Benónýsson
Laugardagur 13. maí. Athugið
aðeins þessi eina sýning.
KOMDU NÆR
- Patrick Marber
Mið. 31/5.
Sýningin er hvorki við hæfi
barna né viðkvæmra.
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
VÉR MORÐINGJAR
- Guðmundur Kamban
Sun. 7/5, fim. 11/5, fös. 12/5,
fös. 19/5 og lau. 20/5.
Síðustu sýningar.
Litla sviðið kl. 20:30
HÆGAN, ELEKTRA
- Hrafnhildur Hagalín
Guðmundsdóttir
í kvölld lau. 6/5, fös. 12/5, sun.
14/5.
LISTAKLÚBBUR
LEIKHÚSKJALLARANS
mán. 8/5 kl. 20:30
“ON TOP DOWN UNDER “.
Sýnd verður erótísk stuttmynd
eftir Friðrik Þór Friðriksson.
Leikendur: Nína Björk
Gunnarsdóttir og Hilmir Snær
Guðnason.
Miðasalan er opin
mánud.- þriðjud.
kl. 13-18, miðvikud.-
sunnud. kl. 13-20.
Símapantanir
frá kl. 10 virka daga.
Sími 551-1200.
thorey@theatre.is
20 - LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000
'■ \ 'N \ T n N \ • Þ
Gleðileikur Balzac
:Sjónvarpsþættir
sem sýndír voru
á dögunum hafa
yafalaust orðið
til að minna
marga á franska
rithöfundinn
Honoré Balzac
sem lítt hefur
verið í sviðsljósi
hér á landi und-
anfarið, en télst
enn einn
m e r k a s t i
skáldsaganahöfundur Frakka og
reyndar heimsbókmenntanna.
Margt varð til að gera hann sér-
stakan, ekki síst ,'IfVersu langt
hann komst með að ná því há-
leita markmiði sínu að lýsa öllum
þáttum mannlífsins í röð skáld-
sagna sem hann gaf samheitið La
Comedie humaine eða Mannlegi
gleðileikurinn.
Eins og rækilega kom fram í
sjónvarpsþáttunum beið Balzac,
sem fæddist árið 1799, þess
aldrei bætur að njóta ekki ástúð-
ar móður sinnar. Honum var
komið í hendur fóstru skömmu
eftir fæðingu og síðan sendur í
heimsvistarskóla og var því flest
æskuárin fjarri móður sinni.
Þetta þjakaði hann tilfinninga-
lega alla ævi og kom fram á full-
orðinsárum í leit hans að ást
eldri kvenna. Það var hins vegar í
samræmi við annað í lífi Balzac
að hann gat aðeins gengið að
eiga stóru ástina sína, greifynj-
una Hanska, fáeinum mánuðum
áður en hann Iést árið 1850, þá
aðeins 51 árs að aldri.
Ótrúleg afköst
Balzac varð snemma forfallinn í
bækur; las allt sem hann komst
yfir og bjó fljótlega yfir gífurlegri
þekkingu á bókmenntum og
samfélaginu. Hann hlaut mennt-
un lögfræðings, átti í ýmis konar
fyrirtækjarekstri sem yfirleitt
gekk mjög illa og var því alla æv-
ina í sífelldum peningavandræð-
um - jafnvel svo að skuldafang-
elsi var oft skammt undan.
Hann byrjaði innan við tvítugt
að skrifa til að hafa í sig og á. Af-
köstin urðu strax
mikil - greinar,
ljóð, leikrit og sög-
ur sem hann birti
undir dulnefnum.
Þessi fyrsti skáld-
skapur hans þykir
ekki merkilegur,
enda lítt til hans
vandað.
En árið 1829,
þegar Balzac var
rétt innan við þrí-
tugt, varð breyting
á. Hann hafði þá
kynnst verkum
skoska sagna-
skáldsins Walter
Scott, svo sem sög-
unni um Ivar hlú-
járn sem var afar
vinsæl, og breytti
um stfl. Þetta ár
sendi hann frá sér
fyrstu skáldsöguna
undir eigin nafni -
Les Chouans - og
fékk mjög góðar undirtektir.
Sjálfur varð hann um leið frægur
í Parfs og eftirsóttur í sam-
kvæmislífinu. Allt kostaði þetta
peninga sem þýddi að hann varð
að skrifa meira og meira til að
halda hringekjunni gangandi. Af-
köstin voru einstök; á árunum
1829 til 1848 sendi hann frá sér
91 sögu!
Sífelldar breytingar
Balzac valdi sautján skáldsagna
sinna í safnrit sem gefið var út
undir fyrrncfndu samheiti,
Mannlegi gleðileikurinn, en
þetta safn kom út á árunum
1842-1848. Þar er að finna ýms-
ar þær skáldsögur sem þykja enn
í dag snilldarverk og halda nafni
hans á lofti sem eins helsta bók-
menntajöfurs Frakklands.
Segja má að Balzac hafi yfir-
keyrt sig á þrotlausri vinnu.
Hann sat gjarnan við skriftir í 10-
14 klukkustundir á sólarhring,
einkum á nóttunni. Yfirleitt fór
hann að sofa um sexleytið síð-
degis, svaf til miðnættis en reif
sig þá upp og skrifaði alla nóttina
og til hádegis daginn eftir. Til að
halda sér gangandi drakk hann
ógrynni af sterku kaffi; því hefur
verið lýst á þann veg að kaffið
hafi varla verið fljótandi, heldur
eins konar svört leðja. Þetta var
eitt af mörgu sem fór illa með
heilsuna.
Annað sérkenni í vinnubrögð-
um var að Balzac skrifaði gjarnan
fyrst eins konar útlínur skáld-
sagna sinna og lét setja þær í
prentsmiðjunni. Svo tóku við sí-
felldar breytingar í próförk. Þá
bætti hann við ítarlegum köflum,
breytti öðrum en strikaði líka
mikið út. Stundum voru þessar
ítrekuðu breytingar svo viðamikl-
ar að kostnaðurinn við þær át
upp öll höfundarlaunin hans.
Balzac varð fjTÍr miklum árás-
um í lifanda lífi; íjandmenn hans
fundu ritverkum hans allt til for-
áttu. En skáldsögurnar nutu vin-
sælda víða um Evrópu og einnig
aðdáunar samtíma rithöfunda.
BÚKA-
HILLAIU
Elías Snælend
Jónsson
ritstjóri
Brjóstgóð og kjaftfor
KVIK-
MYNDIR
Margrét
Elísabet Ólatsd
skrifar
Erin
Brockovitch
Leikstjóri:
Steven Söder-
bergh
Aðalhlutverk:
Julia Roberts
Erin Brockovitch
er með langa,
granna fótleggi
og mikinn barm,
sem hún undirstrikar með við-
eigandi klæðnaði, háum hælum,
örstuttum pilsum, wonderbra
brjóstahöldurum og fleygnum
hálsmálum. Erin Brockovitch er
nefnileg engin venjuleg, ómennt-
uð, einstæð móðir í kalifornísk-
um smábæ, hún er fyrrverandi
Ungfrú Witicha. Eins og allar
fegurðardrottningar dreymdi
hana eitt sinn um að bjarga
heiminum, það er að segja eyða
hungri og Iækna sjúka.
En eins og svo margar feg-
urðardrottningar sem aldrei
fengu vinnu hjá Ford endaði hún
ung í óhamingjusömu hjóna-
bandi, fór að hlaða niður börn-
um og stóð svo allt í einu uppi
með ekkert nema þau í höndun-
um. Erin Brockovitch hlýtur að
teljast heppin, því hún hefur ekki
glatað fegurð sinni þrátt fyrir
baslið og þó svo hún hafi um
stundarsakir látið glepjast af
glópsku karlmanna reynist hún
vera með jafn sterk bein í nefinu
og Linda, munninn fyrir neðan
það og ágætlega starfandi heila-
bú. Hún veit því hvernig íyrrver-
andi fegurðardrottning getur
best nýtt sér þrýstin brjóst til að
fá vilja sínum framgengt í þágu
góðs málefnis.
Julia Roberts Ijáir hvunndagshetjunni Erin Brockovitch útiit sitt, í samnefndri
kvikmynd þar sem laun góðmennskunnar eru feit ávísun.
Krabbameinssjúkur bær
Erin Brockovitch er nýskilin í
annað sinn, þriggja barna ein-
stæð atvinnulaus móðir í örvænt-
ingafullri leit að vinnu þcgar
ökufantur keyrir á hana og næst-
um hálsbrýtur. Hún reynir að
kæra níðinginn, en tapar málinu.
Þar seni enginn vill ráða reynslu-
lausa einstæða muður x jafnvel
hið ómerkilegasta starf grípur
hún til þess ráðs að troða sér í
vinnu hjá Iögfræðingnum, Ed
Mastry, sem hafði lofað að vinna
fyrir hana umferðaslysamálið. Sá
kann ágætlega við kjaftinn á Erin
en virðist að sama skapi ósnort-
inn af glæsilegum Iíkama henn-
ar. Góður maður Ed og pólitískt
rétt þenkjandi (ekkert kynferðis-
legt áreiti á þessari lögfræði-
stofu).
Hann hefur samt lítið álit á
Erin þar til hún sýnir honum
þetta líka ljóta mál sem hún upp-
götvaði fyrir tilviljun f Hinkley:
Krómmengað vatn og heilan bæ
af krabbameinssjúkum íbúum
hans í nágrenni við ryðvarnar-
verksmiðju. Ilún fær að rann-
saka málið, og tekst, eftir smá
misskilning að fá Mastry - fyrir-
gefið Ed - til að taka það að sér. í
millitíðinni kynnist hún barn-
góðum móturhjólatöffara sem
verður ástfanginn og sættir sig
lengi vel við að vera heima og
gæta bús og barna þó Erin hafi
fengið launahækkun og hafi í
raun vel efni á barnapfunni.
Hann unir glaðir við sitt þar til
hann þolir ekki lengur við í sam-
búðinni við vinnualkann og yfir-
gefur Erin eins og öllum kúguð-
um húsmæðrum sæmir á tímum
jafnréttis. En það er aukasagan
sem endar vel, eins og allt hjá
Erin Brockovitch.
Býður stórfyrirtækjum
birginn
I Hinkley vinnur hún sér vin-
áttu allra með góðmennsku
sinni, slær út af laginu hindrun
í formi kvenlögfræðings með
uppsett hár í Ijótum skóm í leið-
inni og vinnur málið ineð stæl.
Nema hvað. Um það snýst
myndin. Um venjulega banda-
ríska konu sem býður venjulegu
bandarísku stórfyrirtæki birginn
jafn auðveldlega og aðrir drekka
kók. Hún segir okkur að rétt-
Iætið muni sigra að lokum enda
eigi viljasterkur, þrautseigur lít-
ilmagni með snefil af úthaldi og
seiglu alltaf sjcns í sæluríkinu
USA. Þessi skilaboð útskýra
kannski vinsældir þessarar
myndar, sem við höfum séð
hundrað sinnum áður, nema
þær séu að þakka Juliu Roherts
sem leikur hina óaðfinnanlegu
Erin Brockovitch. Hún er kven-
hetja fyrir konur með líkama er
geðjast karlmönnum. Konur sjá
í henni allt sem þær sjálfar
langar til að vera og karlmenn
sjá - brjóst.