Dagur - 13.05.2000, Page 2
2- LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
FRÉTTIR
L
Unglingaherbergi
eru oft eldMstur
„Svona herbergi eru út um allan bæ og full ástæða til að grípa til ráðstaf-
ana“, segir Helgi íEldverki.
Um 3 eldsvoðar verða
á íslenskum heimilum
á degi hverjum auk
tveggja vatnstjóna og
eins innhrots.
Um 1.000 eldsvoðar
og 700 vatnstjón
verða á heimilum
landsmanna á ári auk
þess sem hrotist er inn
á um 300 heimili.
„I nútíma unglingaherbergjum er
stórkostleg eldhætta," segja ör-
yggistalsmenn VIS sem tóku
unglingaherbergið sérstaklega
fyrir við kynningu nýs þáttar í for-
varnarstarfi félagsins, svokallað
Oryggisnet VIS. A sama tíma og
innbú íslenskra heimila eru
stöðugt að verða verðmætari og
tæknivæddari, þar sem tölvum og
alls kyns rafmagnstækjum fjölgar
jafnt og þétt sitja, hins vegar kaup
á öryggistækjum á hakanum
þannig að tjónum fjölgar. „Islensk
heimili eru mörg vanbúin varð-
andi öryggistæki, einkum af hugs-
unarleysi. Allt of margir ranka
ekki við sér fyrr en tjón hefur orð-
ið‘‘, sagði Hjördís Harðardóttir frá
VIS. Hún telur m.a. þörf á miklu
fleiri reykskynjurum, helst í hvert
herbergi og einnig raka- og vatns-
skynjurum. Og gleyma ekki að
skipta árlega um batteríið.
3 bnrnar og 2 vatnstjón á dag
Hún sagði að tryggingafélögunum
berast tilkynningar um a.m.k. 3
brunatjón á heimilum á dag, eða
um 1.000 á ári, um 700 vatns-
tjón, eða kringum 2 á dag og um
300 tilkynningar um bótaskyld
innbrot. Að brunatjón hafa færst í
vöxt er ekki síst vegna fjölgunar
rafmagnstækja í einstökum her-
bergjum, einna oftast í sjónvarps-
tækjum. í því samhengi er bent á
að á mörgum heimilum séu ungl-
ingaherbergi nú orðnar sannkall-
aðar eldkistur, þvf þar sé að finna
fjölmörg rafmagnstæki, oft m.a.
gömul sjónvarpstæki úr stofunni
sem safnað hafa ryki árum og
jafnvel áratugum saman og geta
því verið stórhættuleg sé ekki
slökkt alveg á þeim, þ.e. straum-
urinn rofinn.
Eldkistui út um allan bæ
Helgi Guðmundsson frá Eldverki
fór í gegn um aðrar eldhættur í
dæmigerðu strákaherbergi. Þar
eru oft „græjur“ og tölva. Bæði
tölva og skermur séu heit og geti
því t.d. kveikt í fötum sem hent er
í hugsunarleysi á slík tæki og
lampa. Ævagömlu vídeótæki sem
strákur hafi fengið við endurnýj-
un á heimilinu væri rétt að
henda. OIlu tækjadótinu fylgi
leiðslur í flækju út um allt með
ótal millistykkjum. „Spreybrúsa“
sem sumir strákar noti á síðkvöld-
um segir Helgi hreinar „sprengj-
ur“ sem ekki ættu að vera í her-
bergjum. Og sé strákur farinn að
reykja megi reikna með að inni-
hald öskubakkanns sé losað í
bréfakörfuna. „Svona herbergi
eru úti um allan bæ og full
ástæða fyrir foreldrana að grípa til
sérstakra ráðstafana, m.a. að setja
upp reykskynjara og kenna strák
hvernig hann á að forða sér út ef
skaðinn skeður," sagði Helgi. Það
sama á auðvitað við um önnur
herbergi hússins.
Ókeypis heimsending
Oryggisnet VIS er póstverslun
með öryggisvörur í samstarfi við
Eldverk, sem viðskiptavinir VIS
geta pantað hvenær sem þeim
dettur í hug og fengið heimsend-
ar ókeypis, en aðrir þurfa að
borga sendingarkostnaðinn.
- HEl
Efnistaka úr álum Eyjafjarðarár upp
við Leiruveg. Efnistaka afþessu
tagi er hins vegar bönnuð í
friðiandinu.
Vilja taka
sandí
Mðlandinu
Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri
í Eyjafjarðarsveit hefur fyrir
hönd sveitarstjórnar óskað eftir
viðræðum við Akureyrarbæ um
það að cndurskoðuð verði
ákvæði sem kveða á um að ekki
sé hægt að stunda jarðefnatöku
eða sandtöku í friðlandinu f
ósum Eyjafjarðarár. Fram kem-
ur í erindi Bjarna að algjört
bann við þessari efnistöku úr ál-
unum innan Leiruvegar hafi
sætt nokkurri gagnrýni meðal
landeigenda sem telja að þarna
sé um endurnýjanlega auðlind
að ræða, en sandurinn sé fram-
burður árinnar. Þeir hafa því
sett fram óskir um að þetta verði
endurskoðað og efnistaka heim-
iluð innan einhverra skýrra tak-
marka og reglna og er sveitar-
stjórnin sammála þeim í því. Er-
indi Eyjafjarðarsveitar var í gær
vísað af bæjarráði til umhverfis-
nefndar. Sem kunnugt er er
fugla og dýralíf einstakt á þessu
svæði og er það ástæða þess að
þarna var komið á fót friðlandi.
EFA kaupir öll
bréf í Kaupási
Nóatúnsverslanirnar eru nú komnar í hendur nýrra aðila eins og aðrar
verslanir Kaupáss.
Næst stærsta verslim-
arkeðja laudsins hef-
ur verið seld Eignar-
haldsfélagi Alþýðu-
hankaus. Gylíi Am-
bjömsson segir menn
taka einn áfanga í
einu.
Eignarhaldsfélagið Alþýðuban-
inn hefur gert tilboð í öll hluta-
bréf Kaupáss hf. og hafa núver-
andi eigendur samþykkt tilboðið.
Kaupás hf. er næststærsta versl-
unarkeðja landsins og rekur
verslanirnar Nóatún, KA og 11-
11, sem eru alls 44 talsins. Velta
Kaupáss á síðasta ári var 10
milljarðar en búist er við að hún
aukist um allt að þrjá milljarða á
þessu ári.
Markmið EFA með tilboðinu
er að mynda hóp fjárfesta sem
saman mundu standa að skrán-
ingu Kaupáss hf. á næsta ári. Til-
boðið er skilyrt af EFA hálfu og
mun endanleg niðurstaða liggja
fyrir síðar í mánuðinum. Fram til
þess tíma vcrður unnið að kost-
gæfnisúttekt á félagínu samhliða
því að EFA mun hefja viðræður
við væntanlega þátttakendur í
þessum kaupum.
Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar,
framkvæmdastjóra EFA, hefur
félagið enn ekki fengið fleiri
þátttakendur í þessi kaup sem
koma myndu fyrirtækinu á
markað á seinni stigum. Einn
áfangi sé hér tekinn í einu. Hann
segir það þó vera sitt mat að hér
sé um að ræða spcnnandi fyrir-
tæki, enda hafi Kaupás spjarað
sig vel og vera raunverulegt mót-
vægi við önnur fyrirtæki á dag-
vörumarkaði.
Þegar blaðið hafði samband
við forustumenn Kaupfélags
Eyfirðinga og til að forvitnast um
hvort Matbær hf. hlutfélagið um
verslunarrekstur Kaupfélagsins
væri í bakhópi sem hefði áhuga á
að koma að kaupum á Kaupási af
Eignarhaldsfélaginu, fengust
þau svör að þar á bæ hefðu
menn fyrst frétt af þessum kaup-
um í hádegisfréttum útvarps í
gær. Að öðru Icyti vildu menn
ekkert tjá sig um þetta mál að
svo stöddu.
Einar Már í framkvæmdastjóm
Þingflokkur Samíylkingarinnar ákvað
í gær að tilefna Einar Már Sigurðsson,
þingmann flokksins úr Austurlands-
kjördæmi, sem sérstakan fulltrúa
þingflokksins í framkvæmdastjórn
Samiýlkingarinnar.
Einar Már verður fyrsti fulltrúi
þingflokksins í framkvæmdastjórn-
inni, enda var þetta fyrirkomulag
ákveðið á nýafstöðum stofnfundi
Samfylkingarinnar. Ásamt Einari Má
eiga því sæti í framkvæmdastjórninni
Össur Skarphéðinsson, Margrét Frí-
mannsdóttir, Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, Eyjólfur Sæmundsson, Ágúst Einar Már Sigurðsson.
Einarsson, Katrín Júlíusdóttir, Ari
Skúlason, Jóhann Geirdal, Ása Richardsdóttir, Mörður Árnason og
Sigrún Benediktsdóttir. — fþg
Sagnakvöld Skota, Ira og Vestlendinga
Frásagnarlist f fremstu röð verður á dagskrá í Reykholti í dag, Iaugar-
dag. Þar munu sagnamenn af Vesturlandi ásamt góðum gestum frá
Skotlandi og Irlandi koma fram. Um er að ræða „Sagnakvöld Skota,
íra og Vestlendinga“ sem verður haldið í nýjum samkomusal í norð-
urálmu gamla Héraðsskólans. Sagnamennirnir eru þeir David Camp-
bell, Skotlandi, Magnús Sigurðsson, Gilsbakka, Claire Mulholland,
Norður írlandi, Bjartmar Hannesson, Norður-Reykjum, Sigrfður Þor-
stcinsdóttir frá Giljahlíð, Sr. Geir Waage, Reykholti, Sr. Árni Pálsson,
fyrrv. prestur Borg á Mýrum, Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri. Þór-
unn Gestsdóttir, sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar mun setja samkom-
una og kynnir verður Jósep H. Þorgeirsson, Akranesi. Sagnakvöldið
er liður í Leonardo Evrópuverkefninu „Storytelling Renaissance".
Markmið þess er að vekja athygli á svæðisbundnum sögum og sagna-
hefð til nota í ferðaþjónustu, skólum og víðar. Samtök sveitarfélaga
í Vesturlandskjördæmi styðja verkefnið sem nýtist sérstaklega til upp-
byggingar á menningartengdri ferðaþjónustu á Vesturlandi.