Dagur - 13.05.2000, Side 5
Ða^ur
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 - S
Magnús Kjartansson frá Félagi tón-
skálda og textahöfunda afhendir
Rafni Jónssyni styrkinn góða.
MYND: - PJETUR.
Tónskáld
veita styrki
Félag tónskála og textahöfunda
afhenti í fyrrakvöld fjórum fé-
lagsmönnum sínum ávísun á
styrki að upphæð hálfa milljón
króna vegna verkefna sem þeir
eru að vinna að. Þeir sem styrk-
ina fá eru þeir Friðrik Karlsson
gítarleikari, Sigurður Flosason
saxafónleikari, Ragnheiður Ei-
ríksdóttir söngkona Ununar og
Jón Ólafsson píanóleikari.
Styrkirnir verða greiddir út að
helmingi þegar verkefni þessara
tónlistarmanna eru komin á rek-
spöl en afgangurinn þegar þau
eru fullunnin. Þá fengu þeir
Torfi Ólafsson og Jakob Frímann
Magnússon styrki að upphæð
100 þúsund krónur, sem greidd-
ir verða með sama hætti.
Þá var á fundi FTT í fyrrakvöld
kynnt stofnun svonefnds Rabba-
sjóðs, en höfuðstóll hans eru 700
þúsund krónur. Hann er ætlaður
til styrkar Rafni Jónssyni tónlist-
armanni sem lengi hefur barist
við MND sjúkdóminn - og í
fyrrakvöld var Rafni greidd hálf
milljón króna úr sjóðnum. - SBS.
Markaðssetning utan
háannatíma. Samtök
ferðaþjónustu. Gátt-
uð á tiUögu um eiua
flugbraut.
Markaðssetning ferðaþjónustu á
landsbyggðinni utan háannatíma
getur verið miklum erfiðleikum
háð ef danska tillagan um eina
flugbraut á Reykjavíkurflugvelli
nær fram að ganga, að mati
Samtaka ferðaþjónustunnar.
Samtökin telja hættu á að flug-
ferðir verði ekki jafn tíðar frá
borginni og út á land vegna þeir-
ra takmarkana sem ein braut
bíður uppá vegna flugöryggis og
veðuraðstæðna. Það mundi svo
bitna á ferðaþjónustunni og hafa
neikvæð áhrif á afkomu hennar á
landsbyggðinni. Rúist er við að
flugnefnd Samtaka ferðaþjón-
ustu muni funda um þetta mál
innan skamms.
Ótryggara flug
Mikil uppbygging hefur átt sér
stað í ferðaþjónustu víða á lands-
byggðinni að undanförnu og
m.a. í byggingu hótela. Hinsveg-
ar hefur nýting þeirra ekki verið
sem skyldi utan háannatímans
og því hefur verið lögð áhersla á
Flugvallarmálin í Reykjavík hafa mikil áhrifá ferðaþjónustuna úi um land.
að reyna að auka hana eins og
kostur er með sérstöku mark-
aðsátaki. Ema Hauksdóttir fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar segir að menn séu
alveg gáttaðir á því og mjög undr-
andi að ekki hafi verið talað við
flugrekstraraðila vegna þessa
máls. Hún bendir einnig á að
það sé algör forsenda að minnst
tvær flugbrautir séu á Reykjavík-
urflugvelli til að uppfýlla þá ör-
yggisstaðla sem flugfélög setja
sér. Með einni braut sé ljóst að
flug muni falla oftar niður en
ella. Hún telur því að borgaryfir-
völd hljóti að taka til endurskoð-
unar tillögu um eina braut. I það
minnsta vill hún ekki trúa því að
þessu verði hrint í framkvæmd í
trássi við vilja flugrekstraraðila
og þá sérstaklega út frá öryggis-
jónarmiðum. Þá telur Erna að
innanlandsflug í núverandi
mynd mundi hreinlega leggjast
af ef miðstöð þess yrði flutt til
Keflavíkurflugvallar. Hún áréttar
þá skoðun aðalfundar Samtaka
ferðaþjónustunnar að Reykjavík-
urflugvöllur verði áfram þar sem
hann er og nauðsyn þess að við-
halda honum með tilliti til allra
öryggisjónarmiða. - GRH
FRÉTTIR
Ferðaþjónusta
úti á landi í hættu
Midborgarstj óm
fór til Bretlands
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.
Miðborgarstjóm leit-
ar í smiðju Breta.
Kynnisferð til fjög-
urra borga. Óþarft að
allir geri sömu mis-
tökin.
Miðborgarstjórn Reykjavíkur og
embættismenn borgarinnar fóru
til Bretlands í vikunni til að
kynna sér reynslu og sjónarmið
þarlenda við stjórn og uppbygg-
ingu miðborga. Heimsóttar voru
fjórar borgir, Aberdeen í
Skotlandi, Oxford, Reading og
Northampton á Englandi, auk
höfuðstöðvar miðborgarstjórna í
London. AIls voru í förinni hátt í
tugur manna með borgarstjóra í
broddi fylkingar. I ferðinni hittu
þau m.a. borgarstjóra Aberdeen
og Northampton en þó ekki Ken
Livingstone nýkjörinn borgar-
stjóra í London, enda ekki á dag-
skránni að leita í smiðju stór-
borgarinnar um miðborgarmál-
efni hennar.
Læra Jjað besta
1 viðtali við BBC í gærmorgun
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri m.a. að tilgangur
ferðarinnar hefði verið að læra
það besta sem þarlendir hafa
gert í málefnum sinna miðborga,
enda óþarfi að allir séu að gera
sömu mistökin. Kristín Einars-
dóttir framkvæmdastjóri mið-
borgarstjórnar segir að hópurinn
hafi einnig kynnt sér hvernig
þessar borgir hafa staðið að því
að fá fjárfestingu inn í sínar mið-
borgir og hvaða aðferðum hefur
verið beitt í þeim efnum. í Ox-
ford vakti athygli að þar hafa
borgaryfirvöld nánast úthýst bíl-
um úr miðborginni yfir miðjan
daginn. Bifreiðaeigendur geta þó
keyrt í gegnum miðborgina en
ekki lagt bílum sínum nema í
nokkur skammtímastæði. Krist-
ín segir það almenna stefnu
Englendinga að draga sem mest
úr umferð bíla um sínar mið-
borgir en auka vægi almennings-
samganga. Hún segir að mark-
mið og stefna borgaryfirvalda og
miðborgarstjórnar sé að efla
miðborgina sem mest, enda sé
hún hjarta borgarinnar. Allt mið-
ar þetta að því að gera borgina
samkeppnishæfa við útlönd.
- GRH
Sauðburður í sveitum
Sauðburður í
sveitum landsins
er vorboði, en
hann stendur nú
sem hæst. Þessi
mynd af ánni tví-
lemdu var tekin við
Úlfljótsvatn í
Grafningi um
helgina - og í mak-
indum mestu voru
bæði ær og lömb -
grunlaus um að
líklega verður slát-
urhúsið hlutskipti
þeirra í haust.
Jámiðnaðarmenn samþykktu
Félagsmenn í Félagi járniðnarðmanna hafa samþykkt nýjan kjara-
samning. Niðurstöður lágu fyrir í póstatkvæðagreiðslu þeirra síðdeg-
is í gær. 65% þeirra sem greiddu atkæði samþykktu samninginn, en
34% voru á móti. Þátttakan var 34%.
Tilraunaflug til Siglufjarðar
Undirritaður hefur verið samstarfesamningur milli Siglufjarðarbæjar
og Islandsflugs af Guðmundi Guðlaugssyni, bæjarstjóra, og Omari
Benediktssyni, framkvæmdastjóra, um tilraunaverkefni í áætlunarflugi
milli Reykjavíkur og Sigluljarðar. Samningurinn gildir til 1. júlí nk.
Tilraunaverkefnið er hugsað til að kanna rekstrargrundvöll breytts
forms áætlunarflugs frá því sem verið hefur með beinu flugi tvo daga
vikunnar þar sem horft er til mögulegrar aukningar farþegafjölda í
tengslum við helgarferðir. Jafnframt þessu verða flognar tvær flug-
ferðir í viku með tengingu við kvöldflug til Sauðárkróks og því sam-
tals fjórar ferðir í viku. Fyrsta flugið samkvæmt samningnum verður
fimmtudaginn 18. maí nk. - GG