Dagur - 13.05.2000, Síða 6
6 - LAUGARDAGUR 13 . MAÍ 2000
ÞJÓÐMÁL
JJflmtir
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6100 og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: CREYKJAV(K)563-i6i5 Amundi Amundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171 (AKUREYRi) 551 6270 (reykjavík)
Pukurslegt næturbrölt
í fyrsta lagi
Síðustu sólarhringa þinghaldsins hefur pukurslegt næturbrölt
nokkurra alþingismanna vakið furðu. Þingmenn úr Sjálfstæð-
isflokknum hafa haft um það frumkvæði að þingið kasti fyrir
róða allri venjulegri meðferð þingmála til að afnema í skyndi
skattfrelsi forsetaembættisins og láta þar með núverandi for-
seta greiða skatta á næsta kjörtímabili. Upphaflega þorði að
vísu enginn þingmannanna að kannast við króann opinber-
lega, en þegar málið kom fram í þinginu varð Ijóst að sjálfstæð-
ismenn höfðu fengið þingmenn úr öllum flokkum nema Sam-
fylkingunni til að taka þátt í þessum einstæðu vinnubrögðum.
1 öðru lagi
Hvers vegna kemur þetta mál upp með svo óvenjulegum hætti
á síðustu dögum þingsins? Flutningsmenn tillögunnar segja
skýringuna þá að nú sé kjörtímabili forsetans að ljúka. A þjóð-
in að trúa því að þessir þingmenn hafi ekki áttað sig á þeirri
staðreynd íyrr en allra síðustu daga? Hefur það ekki lengið íyr-
ir í íjögur ár? Var þeim þetta ekki ljóst þegar þing hófst í októ-
ber? Auðvitað! Þess vegna er þessi afsökun tómt blaður. Ann-
ars hefðu þingmennirnir auðvitað lagt málið fram strax á
haustþinginu. Það er því eitthvað annað og alvarlegra sem býr
hér að baki. Þeir þingmenn sem standa að frumvarpinu eiga
að skýra þjóðinni frá raunverulegu ástæðunni. Annað er
óheiðarlegt.
í þriöja lagi
Auðvitað ættu allir þegnar þjóðfélagsins að greiða skatta og
skyldur til samfélagsins. En slík undanþága nær ekki aðeins til
forseta Islands. Margir opinberir embættismenn njóta líka
skattfrelsis, svo sem sendiherrar. Hvers vegna fylgir ekki með
í frumvarpi þingmannanna tillaga um að afnema skattfrelsi
þeirra líka? Ef svo væri, þá gætu flutningsmenn að minnsta
kosti reynt að segja þjóðinni að þeir væru sjálfum sér sam-
kvæmir og að framfylgja einhverri grundvallarstefnu í málinu,
en ekki aðeins að flytja frumvarp sem beinist augljóslega gegn
þeim sem nú gegnir forsetaembættinu.
Elías Snæland Jónsson
Soniir er góð
fjárfesting
Garri er mikill fjárfestinga-
spekúlant og sífellt á höttun-
um eftir heppilegum og arð-
vænlegum hlutabréfum. En
auðvitað vefst það stundum
fyrir honum eins og öðrum
hvar hámarksarðsemishund-
urinn Iiggur grafinn. Þannig
hefur Garri fjárfest í sjávarút-
vegsfyrirtæki sem sökk með
manni og mús og monningum
Garra í skuldafenið skömmu
síðar. Ennfremur keypti hann
hlutabréf bomsuframleiðslu-
fyrirtæki sem var snimmendis
galdþrota því enginn vildi
kaupa bomsurnar. Og
síðast en ekki síst tap-
aði Garri verulegu fé tjfL*
sem hann hafði lagt í * J
fyrirhugaða strútaút-
ungunarstöð á Snæ-
fellsnesi.
Það má því ljóst vera að fjár-
festingar Garra hafa ekki skil-
að þeirri arðsemi sem hann
ætlaðist til í upphafi. En hann
hefur samt ekld lagt árar í bát
heldur lagst 1' miklar ávöxtun-
arpælingar í leit sinni að þeim
fjárfestingarkosti sem skilar
mestri arðsemi. Og sá kostur
er nú fundinn. Garri ætlar
sem sé að fjárfesta grimmilega
í syni sínum.
Fótafimi
Sonur Garra er sem sé býsna
góður í fótbolta. Og hann er
líka af góðum fótboltastofni
því strákurinn er að langfeðga-
tali ekkert óskaplega fjarskyld-
ur þeim feðgum Arnóri og Eiði
Smára Guðjohnsen, enda eiga
Garri og Guðjohnsenarnir
sameiginlegan ættföður sem
var á dögum einhvern tímann
snemma á tólftu öld. Það er
því Ijóst að efniviðurinn er
góður.
Garri er ákveðinn í því að
taka tíu milljón króna Ián og
stofna einkahlutafélag um
strákinn, þar sem Garri er
handhafi eina hlutabréfsins í
fyrirtækinu. Síðan þarf að
byggja upp fullkomna æfinga-
aðstöðu frrir pilt í garðinum
bak við húsið, ráða hæfan
einkaþjálfara og að sjálfsögðu
umboðsmann sem er í tengsl-
um við alla stórklúbba Evr-
ópu. Og svo þarf að gera fimm
ára plan.
Bolti eöa belja?
Samkvæmt tölvuút-
reikningum Garra
verður sonur hans
orðinn 100 milljón
króna virði eftir 2 ár
og þá er skynsamlegt
að Ieigja hann í eitt ár
til Noregs. Þar vekur piltur
mikla athygli og tvöfaldast í
verði. Þá er planið að leigja
hann til Belgíu í 3 ár og þar er
fyrirhugað að strákur slái
verulcga í gegn.
Eftir þessi fimm ár bendir
allt til þess að Manchester
United eða Barcelona bjóði
einn milljarð í Garrason og þá
fyrst er kominn tími til að selja
hlutabréfið.
Þannig að þegar upp er
staðið hefur fjárfesting Garra í
syni sínum hundraðfaldast og
menn fá varla betri ávöxtun en
það. Þetta dæmi getur hrein-
lega ekki klikkað.
Nema náttúrlega að ótíma-
bær og óskiljanlegur áhugi
drengsins á Iandbúnaði verði
til þess að hann hætti fljótlega
í boltanum, fari í bændaskól-
ann og helgi sig svo beljunum.
En þá þýðir sko ekkert að
kvabba í pabba gamla um
styrk. GARRL
Krónan hækkar, velmegunin
eykst, hlutabréfin verða arðsam-
ari, framkvæmdir aukast, verð-
bólgan magnast, þenslan spennist
upp, viðskiptahallinn bólgnar,
fasteignaverð á stöðugri uppleið,
hagvöxturinn dafnar, útlánaaukn-
ingin blómstrar, þeir ríku verða
ríkari og þeir skuldugu skuldugri.
Það eina sem ekki vex og tútnar
út er sparnaðurinn. Hann minnk-
ar í réttu hlutfalli við alla velsæld-
ina.
Þetta er í hnotskurn það góðæri
sem Drottinn og Davíð veita
landafundaþjóðinni í þann mund
sem hún skundar á Þingvöll til að
fagna því að þúsöld er liðin síðan
forfcðurnir voru skírðir upp á
kaþólsku.
Svo undarlega sem það kann að
hljóma gengur nú maður undir
manns hönd til að reyna að slá á
þá árgæsku sem Frónbúar njóta
og hafa mestan part fengið að
Iáni. Sambýlismennirnir í
Dimmuborgum, þeir þjóðhags-
Svartagallsrausið og
barlómurínn
stjóri og seðlabankastjóri eru eitt-
hvað að rausa um að draga .verði
úr þenslu og að farið verði að
spara. Gengur það leiðindatal svo
langt, að jafnvel á að fara að biðja
stjórnendur viðskiptabankanna
að fara nú að draga að-
eins úr útlánunum.
Alltaf má fá annað
lán
En bankarnir eru svo
troðfullir af peningum
þeirra sem hafa verið að
gera það gott í kvóta- og
hlutabréfabraski, að þar
flóir út úr öllum gáttum,
að enginn leið er að
stöðva útlánin og ekki dregur hag-
stæður vaxtamunur úr hve pen-
ingalánin eru útbær.
Enginn ástæða er til að neita
sér um að njóta góðærisins og
kaupa hvaðeina sem hugurinn
girnist. Ef maður á ekki fyrir af-
borgunum er slegið nýtt lán og
alls staðar eru góðir ráðgjafar sem
útvega viðbótarlán.
Oll fyrirtæki eru rekin með
ofsagróða, eins og ársskýrslur
þeirra sýna hlutabréfamarkaðin-
um og er því enginn ástæða að ör-
vænta eða taka minnsta mark á
rövlinu í körlunum í
Dimmuborgum. Davíð
segir líka að þetta sé allt
í keiinu og að viðskipta-
hallinn sé ekki nema
enn ein dellan úr hon-
um Ossuri, sem þykist
hafa haft eitthvert
hvolpavit á efnahags-
málum í fyrra og telur
sig spámannlega vaxinn
þegar hann prédikar að
viðskiplahalli leiði til þenslu og
þensla til verðbólgu og verðbólga
til... Að maður skuli þurfa að
hlusta á þetta!
Notalegur boðskapur
Ekki hlusta þingmenn á neinar
sparnaðarúrtölur. Því skyldum við
hin gera það. Það munar ekkert
um að bæta nokkrum milljörðum
í vegagerðina til að hægt sé að
brúka bílaflotann almennilega og
halda oh'ufélögunum gangandi og
pabbafríið kostar ekki nema svo
sem meðalspítala á ári.
Hvað ætlast þessi menn svo til
að maður spari? Það er aldrei tek-
ið fram þegar verið er að gefa
svona ráðgjöf út í bláinn. Aldrei
segir Davíð okkur að spara, þvert
á móti. Það er alltaf svo notalegt
að hlusta á hann þegar hann er að
skýra frá góðærinu sem hann bjó
til og að þar muni aldrei hausta á
ný, enda er bjart framundan. Þar
eru ekki úrtölurnar né barlómur-
inn. Bönkum og ríkisstofnunum
er dreift út meðal landsins barna
og kvóta- og hlutabréfamarkaður
gerir alla ríka og sæla og við-
skiptahallinn og þenslan er að-
eins merki um hvað við höfum
það afskaplega gott.
Þetta viljum við heyra og
svartagallsrausararnir geta étið
það sem úti frýs.
Ætlar þú aðfylgjast með
Eurovision í kvöld?
Þórir Emarsson
“Það finnst
mér ekki ólík-
legt, sérstak-
lega ef ég verð
hér í Karphús-
inu. Þegar
samningavið-
ræður standa
yfir er mikið horft á sjónvarp, til
dæmis á meðan menn eru að
bíða eftir tilboði frá gagnaðilan-
um. Nei, ég hef enn ekki heyrt
íslenska lagið - en mér finnst
alltaf gaman að þessari keppni
og hún stendur fyrir sínu.“
Margrát Frímannsdóttir
alþingismaðitr.
“Því reikna ég
með. Við hjón-
in verðum úti í
Kaupmanna-
höfn ásamt
fimm ára gam-
allri dóttur-
dóttur okkar
og henni finnst afar gaman af
laginu og eins er söngvarinn,
Einar Ágúst, 1' miklu uppáhaldi
hjá henni. Síðan teljum við
Sunnlendingar okkur eiga orðið
svolítið í honum, en hann hefur
verið viðloðandi á Selfossi síð-
ustu árin. Mér finnst þetta lag,
Tell me, vera ágætt - en ég er þó
fyrir löngu hætt að spá um í
hvaða sæti íslensku lögin lenda í
þessari keppni."
Bjarni Hafþór Helgason
framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags
Norðurlands.
“Yfirleitt hef
ég reynt að
fylgjast með
þessari keppni,
enda hafa oft
mjög góð lög
komið þar
fram. íslenska
lagið hef ég ekki heyrt nema tvis-
var sinnum og það virkar þokka-
Iega á mig, en ég átta mig ekki á
því hvort það muni ná í gegn á
augnabliki kvöldsins. Ut á ein-
mitt það gengur svona keppni að
nokkru leyti. Það kæmi mér ekki
á óvart þó myndarleg pizzuveisla
yrði á heimilinu í kvöld meðan
horft er á Eurovision - enda er
áhuginn mikill, ekki síst hjá 12
ára dóttur minni. Við táruðumst
bæði í lýrra þegar Selma varð í 2
sæti og átti sigurinn frllilega
skilinn. Áfram Island!“
Helgi Svavaxsson
skólastjóri Tóniistarskólans á
Akureyri.
„Því býst ég
við, nema þá
að veðrið verði
svo gott að
ekki sé hægt að
halda sig inni.
Já, ég er búinn
að heyra ís-
lenska lagið og finnst það mjög
frambærilegt, viðlagiö er gríp-
andi og það hygg ég að skipti
meginmáli - að allir læri viðlagið
á samri stundu. Þá er ég einnig
búinn að heyra lagið frá Kýpur
og finnst það gott, og það hafa
þau raunar oft verið þessi lög frá
löndum Miðjarðarhafsins."
ríkissáttasemjari.