Dagur - 13.05.2000, Blaðsíða 9
8- LAVGARDAGVR 13. MAÍ 2000
LAVGARDAGVR 13. MAÍ 2000 - 9
FRÉTTA SKÝRING
Hefur ekki áhrif á lífríkið
GEIRA.
GUÐSTEINS-
SON
SKRIFAR
Að mati forráðamanna
Kísiliðjiumar hefur
rekstur Kísiliðjiumar
ekki haft merkjanleg
áhrif á fjölda fiigla
samkvæmt niðurstöðu
frekara mats á um-
hverfisáhrifum. Áhrif
starfsemiunar á ferða-
þjónustu sé nær engin
en lokun verksmiðj-
unnar mun hafa mjög
víðtæk áhrif á allt
samfélagið
Skýrsla um kísilgúrvinnslu úr
Mývatni og frekara mat á um-
hverfísáhrifum var Iögð fram í
gær. Frummat á umhverfisáhrif-
um kísilgúrvinnslu úr Mývatni
var lögð fram í ágústmánuði
1999. 1 þeirri skýrslu fór Kísiliðj-
an fram á úthlutun nýrra námu-
svæða, en námusvæði Kísiliðj-
unnar í Ytriflóa er nú á þrotum.
Ósk Kísiliðj unnar var að fá
námuleyfi á tveimur svæðum á
Bolum í Syðriflóa, samtals 1,26
km2 að stærð ásamt útvíkkun
námusvæðis í Ytriflóa, samtals
um 4% af flatarmáli flóans.
Skipulagsstjóri ríkisins taldi
frummatsskýrsluna ekki hafa sýnt
fram á að fyrirhugað kísigúrnám í
Mývatni kunni að hafa í för með
sér umtalsverð umhverfisáhrif en
beðið var um svör við 11 skil-
greindum atriðum þar sem m.a.
er lögð áhersla á setflutninga og
áhrif þeirra á lífríkið.
Gunnar Örn Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar,
segir að niðurstaða skýrslunnar
sem nú sé lögð fram sýni að Kís-
iliðjan valdi ekki sveiflum í Iífríki
Mývatns, rekstur Kísiliðjunnar
hafi ekki haft merkjanleg áhrif á
fjölda fugla, áhrif starfseminnar á
ferðaþjónustu sé nær engin en
lokun verksmiðjunnar hafí mjög
víðtæk áhrif á allt samfélagið.
Leitað verður eftir athugasemd-
um frá almenningi sem þurfa að
berast fyrir 16. júní nk. en úr-
skurður skipulagsstjóra vcrður
hirtur eigi síðar en 7. júlí nk. Það
verður svo væntanlega í haust
sem umhverfisráðherra mun
hirta niðurstöðu sína um fram-
hald kísilgúrvinnslu við Mývatn.
„I íslensku skýrslunni eru m.a.
lagðar fram rannsóknir á set-
flutningum og setkjarnarann-
sóknum í vatninu.- Þar kemur
m.a. fram að aukning í setflutn-
ingum inn á námusvæðin um-
fram það sem á sér stað við nátt-
úruleg skilyrði er einungis um 2%
þess sets sem náttúrurlegum
ástæðum er á ferð í vatninu hver-
ju sinni. Af þessu er dregin sú
ályktun að ekki sé að vænta meiri
háttar breytinga á rofasvæðum í
vatninu þegar til lengri tíma er
litið, þar sem vatnið komi ávallt
til með að Ieita að nýju jafnvægis-
ástandi. í setkjarnarannsóknun-
um kemur fram að engin stórfelld
rofasvæði eru íYtriflóa og er nær-
ingarefnainnihald í flestum til-
fellum svipað á dýpkuðum og
ódýpkuðum svæðum. Líklegt er
því að hlutdeild lífræns sets í
Syðriflóa verði svipað því sem er á
óröskuðum svæðum. Setflutn-
ingarannsóknir leiða einnig í ljós
að fyrirhuguð vinnsla í Syðriflóa
komi hvorki til með að hafa áhrif
á setflutninga niður Laxá né á líf-
ríki árinnar. Þá er ólíklegt að kís-
ilgúrvinnslan hafí áhrif á afkomu
fugla og litlar líkur á því að fæðu-
skilyrði bleikju og urriða versni.
Óvissmmi þarf að eyða
Það er alveg Ijóst að það þarf að
eyða óvissunni og að lausnin
verði sú að verksmiðjan haldi
áfram. Óvissan er versti óvinur
fólksins, það er ákaflega erfítt að
starfa og búa við það að vita ekk-
ert hvað framtíðin ber í skauti sér
og það er erfiðara að fá hæft fólk
til starfa. Eg tel að við munum fá
umbeðið 30 ára námuleyfi, það
eru engin haldbær rök gegn því.
Ef kemur í ljós að við erum að
skaða lífríkið þá verður stöðvað,"
segir Gunnar Örn Gunnarsson.
Prófsteinn á atvinnustarf-
semi á landsbyggðiimi
Framkvæmdastjórinn segir að
sótt sé um 30 ára námuleyfi í
Syðriflóa. Það sé nauðsynlegt
vegna þess að Ijárfestingar vegna
námuvinnslu þar séu umtalsverð-
ar og fjárfesta þurfi töluvert í
verksmiðjunni. Aætlað er að um-
hverfismatið hafi kostað verk-
smiðjuna um 40 milljónir króna,
enda víðtækara en þekkst hefur
hérlendis til þessa, en fjárfesting-
ar séu ekki undir 200 milljónum
króna. Einnig þurfi að eyða óviss-
unni í samfélaginu um framtíð-
ina. Fram kom hjá forsvarsmönn-
um Kísiliðjunnar að 10 ára
námuleyfi eða skemur sé algjör-
lega óvíðunandi og þá blasi ekk-
ert annað við en stöðvun verk-
smiðjunnar. Málið sé prófsteinn á
það að atvinnustarfsemi á lands-
byggðinni eigi hljómgrunn í kerf-
inu fyrir sunnan. Einnig staðfesti
skýrsla um mat á starfsemi Kísil-
iðjunnar á vistkerfi Mývatns, sem
unnin var af erlendum sérfræð-
ingum, það að fyrri rannsóknir
við Mývatn séu ákaflega gloppótt-
ar og ekki byggðar á traustum
grunni.
Örlygur Hnefill Jónsson á
Húsavík, einn stjórnarmanna
Kísilvinnslunar, segir að ef ekki
fáist námuleyfi í Syðriflóa blasi
ekkert annað við cn vinnslustöðv-
un þar sem vinnslusvæðið í Ytri-
flóa sé á þrotum. Það hefði skelfí-
legar afleiðinar fyrir atvinnulífið í
Mývatnssveit, í Þingeyjarsýslum
sem og á Eyjafjarðarsvæðinu. Að-
eins 5% ferðamanna minnast á
starfsemi Kísiliðjunnar þegar rætt
er um neikvæðar hliðar ferða-
þjónustu í Mývatnssveit, aðrir
tóku ekki eftir því og Örlygur
Hnefill segist aldrei hafa heyrt
þess getið að ferðamenn hafí ekki
komið til Mývatnssveitar vegna
Kísiliðjunnar. Til greina komi að
opna fyrirtækið fyrir ferðamönn-
um.
Kisiliðjan lögð í einelti af
vísmdasainfélaginu
Sigurjón Benediktsson, tann-
læknir á Húsavík og stjórnarmað-
ur í Kísiliðjunni, segir að Kísiliðj-
an og samfélagið við Mývatn hafi
verið lagt í einelti af vísindasam-
félaginu fyrir sunnan og það fari
offari gegn Mývetningum. „I
flestum greinum sem birtst hafa
er verið að tala um Kísiliðjuna og
hennar rekstur í neikvæðum tóni.
Sem dæmi má nefna greinar um
hrun flórgoðans, sem auðvitað
var Kísiliðjunni að kcnna. Síðan
ber svo við að llórgoðinn er í gríð-
arlegri uppsveiflu, en þrátt fyrir
það festast vísindamenn í eigin
skoðunum. Það er hættulegt lyrir
vísindin. Ef skynsemi væri í hlut-
unum ætti Kísiliðjan að fá 100
ára námuleyfi, en ef ckki þá er
það ekki byggt á vísindalegum
grunni, heldur á pólitískum og þá
einhver hrossakaupum við um-
hverfiselítuna í Iandinu," segir
Siguijón Benediktsson.
Fullyrðingm um engin áhrif
á fugla röng
Gísli Már Gíslason, prófessor og
formaður Náttúrurannsóknar-
stöðvarinnar við Mývatn, segir að
hvorki hafi verið hægt að sanna
eða afsanna áhrif Kísiliðjunnar á
sveiflur í lífríki Mývatns, og mats-
skýrslan svari því ekld. Það sé
hins vegar rangt að starfsemin
hafi ekki haft áhrif á fjölda fugla
á Mývatni vegna þess að fugl geti
vatns, en treystir þess í stað á að
úrskurður umhverfisráðherra
verði á endanum fyrirtækinu í vil;
að umhverfisráðherra hafi varúð-
arregluna að engu.
Iðnaðarráðherra telur að
námuleyfi verði veitt
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
ráðherra, segir að það liggi lýrir í
haust að taka pólitíska ákvörðun f
málinu, það sé eitt af stóru málun-
um scm taka þurfi ákvörðun um á
árinu og eyða þeirri óvissu sem
íbúarnir húa við. „Ég tel að skýrsla
erlendu sérfræðinganna um mat á
áhrilum starfsemi Kísiliðjunnar á
vistkerfi Mývatns styrki okkur í því
að þarna verði haldið áfram
vinnslu. Ég trúi því að þarna verði
um áframhaldandi vinnslu að
ræða. Ég tel einnig að fyrri skýrsl-
ur hafi verið unnar Inglega en það
sem gerir þær að sumra mati tor-
tryggilegar er það að í þessu Iitla
samfélagi hafi vísindamenn verið
búnir að taka einhverja ákvörðun
fyrirfram. Því var það mjög nauð-
synlegt að fá þessa erlendu sér-
fræðinga að málinu. En þetta
landsvæði þarf eins og önnur á
auknum fjölbreytileika á að halda í
atvinnumálum," segir iðnaðarráð-
herra.
KísiHðjan við Mývatn vill fá 30 ára starfsleyfi í Syðriflóa.
meta þá þætti sem tilgreindir eru í
úrskurði. í bréfi Skipulagsstofn-
unar til Hönnunar hf. hafi verið
bent á hverju væri ábótavant í
þeim gögnum sem þá höfðu verið
lögð fram. Það sé síðan mat
Skipulagsstofnunar að þær upp-
lýsingar sem nú koma fram í fram-
lögðum gögnum fullnægi ekki
þeim kröfum um frekari upplýs-
ingar og mat á umhverfisáhrifum
seni fram koma í úrskurði skipu-
lagstjóra ríkisins frá 3. nóvembcr
1999. Því kunni að vera að á
grundvclli þeirra verði ekki unnt
að taka afstöðu til og loggja mat á
áhrif ofangreindrar framkvæmdar
á umhverfi, náttúruauðlindir og
samfélag. 1 fyrrgreindu bréfi
Skipulagsstofnunar séu tiltckin
fern mikilvæg atriði sem verður að
gera nánari grein fyrir. í niðurlagi
bréfsins segir að þessum atriðum í
úrskurði skipulagsstjóra ríkisins
hafi ekki verið svarað nægjanlega.
Náttúruverndarsamtök Islands
segja að í svarbréfi Kísiliðjunnar
til Skipulagsstofnunar 2. maí sl.
komi skýrlega fram að fyrirtækið
hyggist ekki verða við tilmælum
skipulagsstjóra ríkisins um frekara
mat. Mcð þessari framkomu und-
irstrikar það hversu mjög það ótt-
ast faglegt mat á umhverfisáhrif-
um af starfsemi þess á lífríki Mý-
ekki verið f ætisleit á dýpkuðum
svæðum. „Skýrslan svarar hins
vegar ekki öllum spurningum
skipulagsstjóra. 28. apríl sl. sendi
Skipulagsstofnun framkvæmda-
stjóra Kísiliðjunnar bréf þar sem
segir m.a. að sé það vilji fram-
kvæmdaaðila að framkvæmdin
verði auglýst áður en viðbótar-
auglýsinga sé m.a. aflað um áhrif
námuvinnslu í Syðriflóa og við-
gangs silungs í Mývatni, mun
þeirrar afstöðu verða getið í aug-
lýsingu," segir Gísli Már Gísla-
son.
Kísiliðan forðast faglegt um-
hverfismat
Náttúruverndarsamtök íslands
segja að forsvarsmenn fyrirtækis-
ins láti hjá líða að kynna bréf frá
Skipulagsstofnun dagsett 28. apr-
íl þar sem stofnunin bendir á að
skv. 13. gr. rcglugeröar um mat á
umhverfisáhrifum skal fram-
kvæmdaaðili við frckara mat
Skýrslan kynnt á blaðamannafundi á Akureyri í gær.
ERLENDAR FRÉTTIR
L
Tamílsku tígramir að
ná Jaffna á sitt vald
Gæfan í 17 ára borg-
arastyrjöld á Sri
Lanka virðist vera að
snúast uppreisnarher
tamíla í hag á ný.
Tamílsku tígrarnir á Sri Lanka
segjast vera í þann veginn að ná
Jaffnaborg á sitt vald að nýju, en
þeir misstu hana í hendur
stjórnarhersins fyrir fimm árum.
Stjórnin á Sri Lanka verst allra
frétta, bannar fréttamönnum að
fara inn á Jaffnaskaga og heldur
uppi strangri ritskoðun.
Aðskilnaðarsinnarnir leggja
milda áherslu á að ná borginni á
sitt vald, enda hefur hún í senn
táknræna þýðingu fyrir sjálf-
stæðiskröfur þeirra og hvað sam-
göngur varðar er hún lykillinn að
Jaffnaskaga nyrst á eyjunni. Um
miðjan apríl náðu tamílsku
tígrarnir á sitt vald mikilvægu
skarði syðst á skaganum, Fíla-
skarði, sem er helsta samgöngu-
leiðinn norður á skagann frá
meginhluta eyjunnar. Eftir að
borgin félli væru tamílarnir því í
raun komnir með skagann allan
á sitt vald að nýju.
Á árunum 1990 til 1995 réðu
tamílar í raun yfir Jaffnaskagan-
um og gegndi Jaffnaborg þá
hlutverki höfuðborgar. Tamílar
stunduðu á þessum árum í raun
þjóðernishreinsanir því þeir
kröfðust þess af öllum íbúum
Jaffnaskaga, sem ekki voru ta-
mílar, aö hafa sig á hrott. Bót-
tækir sinhalesar sýndu ekki síður
grimmd, m.a. með því að myrða
stjórnmálamenn sem þeim þóttu
of vægir í garð tamíla.
Rauði krossinn lýsti í gær
áhyggjum af fbúum skagans, en
þar búa um það bil 500 þúsund
manns. Búist er við að flótta-
mannastraumur frá skaganum
aukist mjög, en á lndlandi eru
nú þegar um það hil 100 þúsund
flóttamenn frá Sri Lanka.
Samtök tamílsku tígranna á
Sri Lanka voru stofnuð árið
1972 og markmið þeirra frá upp-
hafi var að stofna sjálfstætt ríki
Tamíla á norðurhluta eyjunnar.
Eiginleg styrjöld hófst þó fyrst
íyrir alvöru árið 1983 þegar ta-
mílar drápu þrettán stjórnarher-
menn. I framhaldi af því létust
hundruð tamíla í átökum f
Kolombó, höfuðborg Sri Lanka
og um það bil hundrað þúsund
manns flýðu yfir sundið til Ind-
lands.
Frá því 1983 hafa meira en 60
þúsund manns fallið í átökum
aðskilnaðarsinna og stjórnar-
hersins. Stjórnin hefur hvað eft-
ir annað reynt að semja við ta-
mílana, en er ekki til viðræðu
um sjálfstætt ríki sem er aöal-
krafa uppreisnarmannanna.
Á Sri Lanka, sem er rétt rúm-
lega 65 þúsund ferkílómctra stór
eyja við suðurodda Indlands,
húa rúmlega 17 milljónir íbúa.
Tamílar eru minnihluti á eyj-
unni, hindúatrúar, um það bil
3,2 milljónir talsins. Þrír fjórðu
íbúanna eru hins vegar sinhales-
ar og þeir eru llestir búddatrúar.
Tamílar gera kröfu til norð-aust-
urhluta eyjunnar, en ríkisstjórn-
in er aðeins reiðuhúin til þess að
veita þeim takmarkaða sjálf-
stjórn.
Tamílar eru taldir ráða yfír
10.000 manna herliði sem í eru
jafnt karlar sem konur, og jafnvel
börn eru tekin f herinn. Þeir eru
sagðir vel búnir vopnum, sem
þeir hafa fengið m.a. frá fyrrver-
andi lýðveldum Sovétríkjanna og
hafa þeir m.a. notið herþjálfunar
á Indlandi. Tamílar sem búsettir
eru á Vesturlöndum hafa verið
duglegir við að afla fjár til stríðs-
rekstursins.
Stjórnarherinn á Sri Lanka er
miklu ljölmennari, alls um það
bil 120 þúsund manns. Baráttu-
vilji hermannanna virðist hins
vegar vera af skornum skammti
og tíðni liðhlaupa er há.
Sri Lanka hét áður fyrr Ceylon
og var nýlenda Breta frá því
1815 en hlaut sjálfstæði árið
1948. Lýðveldi var stofnað á eyj-
unni árið 1972 og um leið var
nafninu breytt í Sri Lanka. Syðst
á Indlandi er tamílskt ríki, Tamil
Nadu, og búa þar um það bil 50
milljónir Tamíla.
HEIMURINN
Eldhafið nálgast Los Alamos.
Los Alamos brennur
BANDARÍKIN - Skógar- og
kjarreldarnir umhverfis borgina
Los Alamos í Bandaríkjunum
hafa læst klónum í borgina sjálfa
og höfðu í gær hátt í fímm hund-
ruð hús orðið eldinum að bráð.
Meira en 20.000 manns höfðu
flúið borgina og þúsundir ekra af
ræktarlandi eru gjörónýtar.
Hvass vindur hrakti eldinn sífellt
nær kjarnorkurannsóknarstöð-
inni í bænum, þar sem fyrsta
kjarnorkusprengjan var smíðuð.
Engin hætta er þó talin á því að
geislavirkni berist, þótt eldurinn nálgist plútóníumgeymslur rannsóknar-
stöðvarinnar. Geymslumar eru sagðar eldvarðar svo vel að engin hætta sé
á ferðum.
Kjami ESB sameinist hraðar
ÞÝSKALAND - Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, tók í gær
undir hugmyndir um að kjarni Evrópusambandsins myndi sérhóp þar
sem pólitíska samrunaferlið geti gengið hraðar fyrir sig en mögulegt er í
ESB í heild. Bæði Jacques Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórn-
ar ESB, og Hclmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafa viðr-
að þessa hugmynd áður. Hugmynd Delors var sú að þau sex ríki, sem
upphaflega mynduðu Evrópuhandalagið, geti myndað þcnnan kjarna, en
Schmidt telur vænlegra að hin 1 1 aöildarríki Myntbandalags Evrópu-
sambandsins myndi kjarnahópinn.
Herinn vill afnám dauðarefsingar
TYRKLAND - Tyrkneski herinn er fylgjandi því að dauðarefsing verði af-
numin í Tyrklandi. Tyrkland sældst sem kunnugt er eltir inngöngu í Evr-
ópusambandið, og eitt af skilyTÖum Evrópusambandsins er að dauðarefs-
ing verði afnumin. Evrópusambandið hefur rcyndar einnig ítrekað gagn-
rýnt það hversu mikil ítök tyrkneski herinn hefur í stjórnmálum þar í
landi.
Samið við uppreisnarmenn í Aceh
INDONESIA - Uppreisnarmenn í Aceh-héraði á Indónesíu undirrituðu
í gær samning við stjórnvöld sem vonast er til að verði upphafið að frið-
arferli. Ibúar í Aceh hafa barist fyrir sjálfstæði í aldarljórðung, og segjast
enn stefna að því að sjálfstætt ríki vcrði stofnað þótt samningurinn kveði
ekld á um það heldur aðeins hlé á átökum.
Hart barist á ný
EÞIOPIA - Mikil harka hefur á ný færst í Iandamærastríðið milli Eþíóp-
íu og Erítreu, sem staðið hefur yfir í tvö ár. Að þessu sinni kenna báðir
aðilar hvorir öðrum um að hafa komið bardögum af stað að nýju.
i