Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 2
2-FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000
"71
HÚS OG GARÐAR
L.
Da^tíir
Hellu- og steinlagnir
hafa aukist árfrá ári,
enda erþetta varanleg-
urog viðhaldslítillfrá-
gangursem setur
glæsilegan svip á að-
komu og dvalarsvæði.
Ef leggja á hellur borgar sig að
skipuleggja verkið vel og undir-
búa. Leita til sérfræðinga eða
þeirra sem selja hellurnar. Þar á
meðal og sennilega stærst á sínu
sviði er BM Vallá sem m.a. hef-
ur garðinn Fornalund til sýnis
og notkunar fyrir þá sem vilja.
Viðskiptavinum fyrirtækisins
býðst ókeypis þjónusta lands-
lagsarkitekts sem þýðir yfirleitt
sparnað í tíma og peningum
þegar að því kemur að vinna
vcrkið. Til að fá ráðgjöf þarf að
panta tíma og koma með teikn-
ingu af lóðinni. Gott er að vera
búinn að ákveða hvaða not
maður vill hafa af lóðinni - hvað
mest á að Ieggja áherslu á. A þar
að vera góð grillaðstaða? Skiptir
mestu að börnin hafi leiksvæði?
Eða er aðstaða fyrir sólböð mik-
ilvæg? Hvað þarf mörg bíla-
stæði? Á að vera auðvelt að
halda garðinum við?
Ollum þessum spurningum og
mörgum fleiri er hægt að fá svör
við á þeim klukkutíma sem ráð-
gjöfin nær yfir og út fer við-
skiptavinurinn með teikningu af
lóðinni þar sem búið er að
teikna upp innkeyrslur og stíga
og allt annað sem viðkomandi
þykir mikilvægt. Rétt er að taka
fram að ráðgjöfin miðast fyrst og
fremst við að nota framleiðslu-
vörur BM Vallá eins og gefur að
skilja.
Hver vinniir verkið?
Þegar hefjast á handa eftir
teikningunni er næst að ákveða
hver leggur hellurnar. Hvort
leita á til fagmanna eða fjöl-
skyldunnar. Hvort heldur sem
er, þarf ákveðnar upplýsingar. A
vefnum http://www.bmvalla.is er
að finna upplýsingar um allt
sem viðkemur hellulögnum en
það er Iíka hægt að fá þessar
leiðbeiningar á prenti svo engin
vandkvæði ættu að koma upp.
Vallá hefur lista yfír fagmenn
sem hægt er að leita til og til
leiðbeiningar er Iíklegt að verð
pr. fm. sé á bilinu 2-5 þúsund
þegar fagmaður vinnur verkið.
Undírvinnan
Kjósi viðskiptavinur að vinna
verkið sjálfur eru nokkur atriði
sem hafa þarf í huga. Fyrst er
það undirvinnan.
Mikilvægt er að jarðvegurinn
sé úr frostfríu efni, t.d. grús.
Fjarlægja verður allt moldar-
blandað efni úr undirlaginu, allt
niður á 50-100 cm dýpt. Þetta
Hellulögn fyrir framan einbýlishús I Grafarvogi.
er gert til að koma í veg fyrir
frostlyftingu og skemmdir á
lögninni. Þegar frostfría efnið
er komið þá er mikilvægt að
þjappa það vel. Best er að nota
jarðvegsþjöppu og þjappa undir-
lagið í nokkrum Iögum. Ef und-
irlagið er aðeins rakt þá þjappast
það betur. Ofan á grúsina kem-
ur síðan þunnt lag af sandi, 3 -
5cm til afréttingar.
Líklegt erað verðpr.
fm. sé á bilinu 2-S
þúsund þegarfagmað-
urvinnurverkið.
Hæðarsetningar
Undirvinnunni lýkur með því að
svæðið er tekið í réttar hæðir.
Miðað er við ákveðinn punkt,
t.d. grunnplötu húsins og það
sett sem hæsti punktur á hellu-
lögninni. Undirlagið er síðan
stillt af þannig að hæðin frá því
plús þykktin á hellunum sem
eru notaðar verða í sömu hæð
og hæsti punktur. Því næst er
að leggja út leiðara, t.d. tommu
þykk járnrör, sem lögð eru í
sandinn. Eftir þessum leiðurum
er dregið með réttskeið til að fá
slétt og gott undirlag undir hell-
urnar.
HeUulögnin
Nú er svæðið tilbúið undir
hellulögn. Hellulögnin sjálf er í
raun einfaldasti hluti ferlisins.
Hellurnar eru Iagðar niður og
þess gætt að hafa 3-4mm bil á
milli þeirra svo að hægt sé að
koma fúgusandi (pússningar-
sandi) á milli þeirra. Allar hell-
ur frá BM Vallá eru með fjar-
lægðarrákum sem tryggja að Iág-
marksbil myndast við lögn. Þeg-
ar búið er að leggja allar hell-
urnar er sandað yfir flötinn með
pússningarsandi.
Hér var lýst einföldum frá-
gangi á hellulögn. Vilji fólk
kynna sér málið betur þá eru
leiðbeiningar um vegghleðslur
og fleira að finna á
http://www.bmvalla.is/leidbein-
ingar. Einnig er hægt að panta
handbókina í gjaldfrjálsu núm-
eri, 800 5050. - vs