Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 4
4 - FÖSTUDAGVR 26. MAÍ 2000 HÚS OG GARÐAR Sálin í garðinum Einu sinni voru Flat- imarí Garðabæ bara flatir. Enginngróður sem heitiðgatog lítið um skjól. Eins ogflest- irvita hefurþetta breyst nokkuð og Dag- ur heimsótti gróinn garð á Flötunum. „Þessi garður er orðinn rúmlega 30 ára gamall, Iítið eitt yngri en húsið,“ segir Jóna Valgerður Höskuldsdóttir sem flytur nán- ast út í garðinn á vorin. „Hann er síbreytilegur, enda er varla hægt að hafa garð öðruvísi - eða hvað finnst þér? spurði hún blaðamann sem auðvitað verður að samþykkja þessa yfirlýsingu. „Maðurinn minn, Gísli Hildi- brandur Guðlaugsson, sem lést fyrir þrem árum, var svo snjall að „gefa“ mér garðinn þegar við byggðum hér. Hann var í lyrstu ákveðinn í því að sýna þessum garði Iítinn áhuga eftir að búið væri að tyrfa framan við húsið en með tímanum breyttist það talsvert og hann á mörg hand- tökin hér. Hin síðari ár naut hann þess að ganga um garðinn með erlendum og innlendum vinum og njóta sameiginlegrar hrifningar." Stöðug litadýrð „Ég rækta aðeins fjölær blóm, eingöngu það sem er nokkuð ör- uggt að getur lifað og blómstr- að,“ heldur Jóna áfram. „Eitt- hvað er í blóma frá mars til október, tekur við hvað af öðru með mikilii litadýrð og kemur sí- fellt á óvart. Fyrstu skrefin eftir að þau fluttu voru að búa til skjóf á þessum annars skjóllausa bletti sem Flatirnar voru. Það breytti ótrúlega miklu um skjól og veðurfar hve allir íbúarnir voru samstíga í að gróðursetja. Við settum runna og tré til að mynda skjól fyrir aðrar plöntur. Trén eru sum þarna ennþá, þó eitthvað hafi verið grisjað og annað flutt í burtu,“ segir Jóna og bendir á gríðarstór tré á Ióða- mörkum. Þetta var nýtt byggingarsvæði og allir þurftu að byrja frá grunni. Framhoð á trjám og runnum var fáskrúðugt og er afar ánægjulegt hve það hefur aukist á þessum árum. Annað sem hefur breyst mikið er trúin á mögulcikana til ræktunar og bera öll opnu svæðin sem bæjar- félög og fyrirtæki hafa komið upp þess glögg mcrki. Þá voru flestir félitlir, plöntuðu í áföng- um og klónuðu sína sprota sjálf- ir. Það má grisja meira „Stærstu hirkitrén hér voru 10- I 2 sm há þegar þau komu hing- að úrgróðrarstöðinni Skuld í Hafnarfirði. Merkismaðurinn Jón í Skuld gaf þau 10 ára syni mínum þegar hann fór þangað með mér að kaupa þessi tvö myndarlegu reynitré, sem þá Við innganginn stendur þessi tilkomumikli rekaviðardrumbur, sem ásamt því að vera einskonar vættur svædisins hefur öðlast það hlutverk að bera uppi minnismerki um eiginmann Jónu, Gísla Hildibrand Guðlaugsson. Fleyið ber tákn meginþátta úr ævistarfi hans og áhugamálum. Það er hannað og sett upp af starfsmönnum Garðasmiðjunnar eftir lát Gfsla 1997.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.