Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 12
12-FÖSTUDAGVR 26. MAÍ 2 000
HÚS OG GARÐAR
Helga Hauksdóttir og Magnús Stefánsson vinna bæði í Garðheimum og segja starfið skemmtilegt og gefandi þó mikið
sé að gera.
Nýjarverslanirvekja at-
hygli og á vorin þegar
garðáhuginn erí há-
marki, eru þaðgróðrar-
stöðvarog blómahúðir
semfólk leitarí.
Við Mjóddina í Breiðholti hafa
vegfarendur getað fylgst með upp-
byggingu gnðarstórs húss sem
merkt hefur verið Garðheimar.
Verslunin var opnuð í desember
sl. og þá kannski ekki beinlínis
góður tími til að skoða plöntur, að
minnsta kosti ekki útiplöntur.
Nú er hins vegar komið vor - eða
það vonar maður að minnsta kosti
- og þá er upplagt að kíkja á úr-
valið í Garðheimum. „Garðheimar
eru einkaíyrirtæki í eigu hjónanna
Jónínu Lárusdóttur og Gísla Sig-
urðssonar sem keyptu fyrir
nokkrum árum verslunardeild
söiufélags garðyrkju manna,“ segir
Magnús Stefánsson garðyrkju-
fræðingur, en hann ásamt Helgu
Hauksdóttur garðyrkjufræðingi
verða íyrir svörum. „Verslunin
stendur því á gömlum grunni og
mikil reynsla er íyrir hendi þó svo
hún sé „ný“ í þeim skilningi. Enda
ótal margt nýtt og stöðug þróun í
þessum geira.“
Húsnæðið er rúmgott og bjart
og andrúmsloftið pínulítið eins og
í útlöndum. Lág borð með falleg-
um plöntum og skrautmunum,
gjafavörum og allskonar tæki og
tól til garðvinnu. I einu horninu
er bás með matvörum, kaffi, salsa,
heilsuvörum og allskonar olíum.
„Þetta er Gourmet hornið,“ segir
Helga til skýringar. ,/Etlunin er að
stækka það nokkuð og bjóða upp
á mikið úrval af Iúxus- og sælkera-
vörum, nýmöluðu kaffi og síðan
að setja upp kaffiteríu eða kaffi-
hús þannig að hægt sé að setjast
niður með hugmyndir og ræða
þær eða bara slaka á í rólegheitum
og skoða mannlífið. Svona versl-
anir eru kallaðar Garden Center
erlendis og við höfum kosið að
kalla þetta græna verslunarmið-
stöð fremur en blómabúð eða eitt-
hvað slíkt því það er svo margt
annað hér en blóm.“
A næstunni er von á garðhús-
gögnum, gæludýradeild og ýmsu
fleiru og verið er að vinna stórt og
falleg útisvæði þar sem hægt er að
skoða útiplöntur og prófa nýjar
tegundir við íslenskar aðstæður.
Magnús segir svæðið verða mjög
spennandi og í raun meira í ætt
við garð en sölusvæði í verslun.
Eins og í öðrum verslunum af
sama tagi er mikil áhersla lögð á
að veita góðar ráðleggingar varð-
andi hina ýmsu þætti gróðurs og
ræktunar. „Fólk er sem betur fer
óhrætt að spyija, enda erum við
hér til að svara spurningum,“ segir
Magnús sem árum saman var
garðyrkjubóndi og þekkir allar
hliðar garðyrkjunnar út og inn.
Gróðurskáli í kassa
„Við viljum gjarnan kynna fólki
nýjar tegundir af trjám og runnum
fyrir garða og garðskála," segir
Helga. „Úrvalið hefur aukist mjög
og sífellt að koma nýjar tegundir
sem hingað til hafa aðeins sést í
útlöndum. Með tilkomu gróður-
skálanna hefur fólk farið að gera
tilraunir með vínbeijarækt, ávaxta-
rækt ýmiskonar og hefur náð mjög
góðum árangri. Við erum með
nýtt afbrigði af vínberjum sem
hentar vel til víngerðar og væntum
okkur talsvert af því. Þetta er blátt
Burgundy og við vitum að það er
hægt að fá góða uppskeru af því,
eins og raunar öðrum vínbeija-
runnum sem vaxa í gróðurskálum.
Þessir runnar þola allir frost á
vetrum en þurfa góða birtu og
skjól á sumrin til að gefa vel af
sér. Svo eru það eplatrén, plómu-
trén, kirsjuberjatrén og apríkósu-
trén svo eítthvað sé nefnt en
þetta eigum við allt til og vitum að
það þrífst vel hér í gróðurskálum.
Meira að segja geta eplatré lifað
úti við hér á landi.“
Þetta hljómar vel og hægt að sjá
fyrir sér fullar ávaxtakörfur á
stofuborðinu, ávexti úr eigin garði
eða gróðurskála. En er ekki mikið
mál að koma sér upp svona skála?
„Nei, það þarf ekki að vera,“ segir
Magnús. „Við eigum þá meira að
segja tilbúna í pökkum, bæði
skála og sólstofur. Ekkert stórt að
vísu, milli 5 og 10 fm. en það dug-
ar flestum, a.m.k. í fyrstu. Verðið
er frá ca. 30. þús. krónum og sé
settur hiti í húsin er mönnum
ekkert ómögúlegt."
Auk alls þessa verðum við með
Ijölbreytt úrval hefðbundinna, ís-
lenskra. garðplantna, Qölærra
blóma og sumarblóma.
Grasiögóða
Við flest hús á Islandi eru grasflat-
ir, ýmist litlar eða stórar. Á stund-
um veltir maður því fyrir sér
hvort þetta er ekki svolítil bilum.
Fyrst sáir maður grasi og svo eyðir
maður löngum stundum í að hafa
áhyggjur af grasinu. Ber á það
áburð svo það vaxi betur og slær
það svo þegar það hefur vaxið bet-
ur. En svona er lífið. Magnús segir
mikilvægt að nota góðan áburð og
hugsa vel um grasið til að mosinn
nái ekki yfirhöndinni. Ekki slá of
snöggt og bera kalk á ef jarðvegur-
inn er súr. „Þegar saman fer að
fólk slær mjög snöggt og grasið er
ekki sterkt, þá nær mosinn, þessi
óvinur garðyrkjumannsins gjarnan
yfirhöndinni," segir Magnús. „Það
er ekki mjög erfitt að halda gras-
inu góðu ef maður bara leggur
Flestum liggurá svo
þeirkjósa víðitegund-
ir, t.d. Heggstaðavíði
eða eitthvað annað
semvexhratt.
smá vinnu í það en hins vegar er
orðið meira um að fólk noti annað
en gras á stóra fleti. T.d. möl,
steina, tré og ýmsan gróður sem er
nýr hér á landi."
Riuinabelti til skjóls
Garðeigendur vilja gjarnan fá skjól
í garðinn sinn sem fyrst og ef ekki
er reistur skjólgarður úr timbri,
þarl' runna til að mynda skjólið.
„Flestum liggur á svo þeir kjósa
víðitegundir, t.d. Heggstaðavíði
eða eitthvað annað sem vex hratt.
Lætur svo gjarnan hægvaxnari
runna innan við og Iosa sig við
hina þegar innri röðin er orðin
fullvaxin. Hins vegar eru að
minnka töluvert þessar löngu
beinu runnaraðir og fólk er farið
að blanda saman tegundum í
skjólgarðinn. Það getur verið mjög
fallegt á að horfa, sérstaklega ef
runnarnir eru af ýmsum litafbrigð-
um og breyta um lit eftir árstíð-
um.
Sígrænir runnar eru vinsælir en
einnig margt annað, t.d. blóm-
strandi runnar eins og toppar og
yllir, sem eru töluvert skuggaþoln-
ir. Auk þess kvistir, broddar og nú
homviður, hesli, fuglakirsiber og
ótal tegundir runna sem eru held-
ur viðkvæmari og ætti að planta í
garðinn þegar skjólið er komið.
Plönturnar eru innlendar þar
sem því verður við komið en inn-
fluttar annars. Þau leggja áherslu
á að vera með innlent. Vorið er
komið held ég,“ segir Helga. Klipp-
ingar byrjuðu mjög seint í ár og
nú er um að gera að klippa og
hreinsa beð og garða. Kalka þar
sem þarf í súrum jarðvegi en ís-
lenskur jarðvegur er yfirleitt frem-
ur súr.
Annað skraut
Fleira má nota í garða en tré og
runna og stórar garðstyttur hafa
verið að koma í verslanir. Magnús
segir úrval þeirra eiga eftir að
aukast verulega enda sjái hann
fram á að vinsældir þeirra aukist
enn meir er á líður. Gosbrunnar í
garða eru líka vinsælir og auðvelt
að koma þeim við í flestum görð-
um. Bara gæta þess að vinna und-
irvinnuna vel, þá verður þetta fal-
leg viðbót við garðinn.
Illgresinu eytt meö gashitara
Ein nýjung er í Garðheimum sem
ætti að gleðja garðáhugamenn og
þá sem kljást við illgresi. Þetta
eru Iitlir gasbrennarar með stút að
framan. Kveikt er á tækinu og hit-
inn er nægur til að plöntufrum-
urnar springi. Það þarf ekki bein-
línis að brenna þær með tilheyr-
andi brunalykt. Þetta hentar sér-
lega vel í hellulögn þar sem gras
og illgresi skýtur sífellt upp koll-
inum á milli hellanna og svo í
kanta en erfiðara er um vik í beð-
um. En þessir brennarar eru kær-
komin viðbót og gera að verkum
að ekki þarf að eitra á þessum
stöðum sem hlýtur að teljast kost-
ur. Hins vegar er til mikið úrval
eiturefna fyrir illgresi og margir
kjósa að nota það frekar en að
reyta.
Safnhaugur
I hverjum garði ætti að vera safn-
haugur. Að minnsta kosti kassi fyr-
ir garðúrganginn sem fellur til og
hægt er að jarðgera á auðveldan
hátt. Hægt er að fá lokaða kassa
sem mikill hiti verður til í, allt að
60 gráðum en það dugar til að
drepa fræ illgresisins. Svo er hægt
að setja eitt og annað fleira í þessa
kasa, matarleifar, eitthvað af
pappír og svo framvegis. Þó er að
öllu jöfnu ekki mælt með því að
setja kjöt eða fiskafganga í þá
vegna hættu á því að laða að mýs
og rottur. Það er þó í lagi þar sem
kassinn er einangraður og lokað-
ur og sérstaklega ætlaður í slíkt.
Til að flýta fyrir jarðgerðinni í
safnkassanum er gott að nota ör-
veruhvata. Honum er blandað út
í vatn og settur yfir gróðurinn þeg-
ar komið er 15-20 cm. þykkt lag.
Hvatinn flýtir mjög fyrir og tekur
um þriðjungi styttri tíma að jarð-
gera með honum.
Stór tré
I útlendum ástarmyndum situr
söguhetjan gjarnan undir fallegu
laufmiklu tré á grasflöt og horfir
á heiminn. Hér á landi eru
kannski ekki kjöraðstæður fyrir
slík tré en þó er vel hægt að láta
þau vaxa, það tekur bara langan
tíma. „Hlynur og álmur geta vel
orðið 8-14 metra há tré og eru af-
skaplega falleg stakstæð," segir
Helga. „Þetta eru laufmikil tré
með stóra krónu en þau vaxa
hægt. Fleiri tegundir henta vel
sem stakstæð tré og má til dæmis
nefna GuIIregn sem er afskaplega
fallegt, villikirsiber sem líka er
kallað fuglakirsiber og blómstrar
smáum hvítum blómum á vorin,
skrautepli sem blómstra hvítum
eða ljósbleikum blómum og gefa
lítil gul epli sem vaxa í klösum.
Þau eru að vísu æt, en þó nokkuð
súr og henta fremur til skreytinga
en átu. Beyki kemur vel til greina
líka en það verður þó Iíklega ekki
annað en runni á Islandi. Það er
til með fallegu laufi, rauðu og
gulgrænu og getur skreytt mjög
garðinn sem það er í. Svo má
nefna tegundir eins og hvítþyrni
sem er harðgert en fremur nett tré
sem blómstrar hvítum blómum á
sumrin og sýrenu sem gefur frá
sér góðan ilm.
Best er að kaupa þessi tré 80-
120 cm. að hæð og þess má geta
að trén, og raunar allar plönturn-
ar sem við fáum frá útlöndum
núna hafa verið geymdar í kæli í
vetur og passar mjög vel að fá þær
inn í íslenskt vor, hitastigið er al-
veg rétt fyrir þær og þær eru alveg
tilbúnar hingað."
IVjáfræ
Eitt er það sem ekki hefur verið
mjög algengt á Islandi til þessa, en
það er að rækta tré og skraut-
runna upp af fræi. Helga segir
þau vera með mikið úrval trjá-
fræja. „Sumarbústaðaeigendur
kaupa helst birki, greni og lerki.
Auk þess er nokkuð um að
áhugafólk prófi allskonar runna
og tré sem það hefur áhuga á. Hér
má nefna t.d. hlyn, þin og
þyrni, auk ýmissa skrautrunna.
Þetta er nýjung hér á landi, held
ég, að bjóða upp á svona mikið
úrval en það verður vaxandi hjá
okkur í framtíðinni og ef við eig-
um ekki eitthvað, þá reynum við
að útvega það,“ segir Helga að
lokum. — VS