Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 13
Tfc^u*-
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000-13
HÚS OG GARÐAR
Sumarið lengt
Víða má sjá sólstojur
við íbúðarhús og æ al-
gengara verðurað loka
svölum og búa til lít-
inn sælureitþar.
Sólstofur eru vinsælar á Islandi
og ekki skrftið í landi þar sem
sumarið er jafn stutt og hér. Þar
sem erfitt hefur reynst að semja
við sólina og veðurguðina al-
mennt, hafa margir farið þá leið
að útbúa sólstofur eða loka svöl-
um til að geta notið hálfgerðs
hitabeltisloftslags heima við og
jafnvel ræktað gróður sem helst
er að finna í fjarlægum Iöndum
að öllu jöfnu.
Eldri hús
Þar sem þessi hugmynd er frek-
ar ný af nálinni eru ekki mörg
eldri hús með sólstofu eða við-
byggingu og þarf því að leita
leyfis íyrir slíku og þegar það er
fengið að finna arkitekt eða
annan þann aðila sem réttindi
hefur til að teikna. A hverjum
stað eru ákveðnir skipulagsskil-
málar sem segja til um bygging-
areit húsa og þarf að fylgja
þeim. Þó hefur stundum verið
rýmkað til vegna sólstofubygg-
inga. Við leyfisveitingu er fyrst
og fremst gætt að því að við-
bygging spilli ekld gæðum húss-
ins og hvort loftræsting kemur
til með að breytast við viðbygg-
inguna. Auðveldlega geta komið
upp rakavandamál ef ekki er
vandað til verka og því er mikil-
vægt að öllum reglum sé fylgt
sem og vönduðum vinnubrögð-
um.
Svölum lokað
Þegar svöium er lokað í fjölbýlis-
húsum þarf leyfi allra íbúa húss-
ins og svo auðvitað arkitektsins
sem teiknaði það. Gjarnan er þá
teiknað á allar svalir í einu og
svo byggir fólk eins og efni og
ástæður leyfa. Flcstar bygginga-
vöruverslanir selja efni til sól-
stofugerðar, hvort heldur sem er
við einbýlishús eða lokanir á
svalir. Hjá Gluggum og garðhús-
um sem sérhæfa sig í sólstofum
og gluggum varð eigandinn,
Við leyfisveitingu er
Jyrst ogjremst gætt að
því að viðbygging
spilli ekkigæðum
hússins
Maggnús Víkingur, fyrir svör-
um: „Við höfum verið til síðan
1985, vorum lýrst í Smiðsbúð,
fluttum svo í Kópavog og nú ný-
lega fluttum við aftur í Smiðs-
búðina," segir Maggnús. „Frá
upphafi hefur fyrirtækið haft að
leiðarljósi að bjóða aðeins upp á
fyrsta flokks vörur og sætta sig
ekki við að nota ódýrt hráefni til
að geta boðið upp á svolítið
ódýrari glugga eða garðhús og
hefur sú stefna skilað sér í því
að nú erum við þekkt fyrir
gæði.“
Reglugeröir strangar
Maggnús Víkingur segir bygg-
ingareglugerðir á íslandi íremur
strangar. „Þær eru kannski með
því besta sem þekkist, en á
stundum getur kerfi reglugerða
orðið svo flókið að ekki er hægt
að hreyfa sig innan þess og verð-
ur að gæta þess vel,“ segir hann.
„Svalir eru settar á fjölbýlishús
til að auðvelda björgun úr elds-
voða en flestir halda að þær séu
til að spóka sig á í sólinni. Svo
segir fólk: ég veit ekki tii hvers
þessar svalir voru settar, hér er
alltaf rok og elvki nokkur leið að
vera hér og koma til mín og
segja, ég vil loka þessum svölum
til að fá skjól og geta notað þær.
Þá befst ferlið. Fyrst þarf að
Svalireru settarájjöl-
býlishús til að auð-
velda björgun úrelds-
voða en flestirhalda
að þærséu til að spóka
sigáísólinni.
lá leyfi allra íbúanna í blokkinni
og það gctur verið vandkvæðum
bundið þvf einhver einn getur
verið ósammála og stöðvað allar
framkvæmdir. Hins vegar eru
þessar reglugerðir settar til að
gæta að jafnræði og leiöinlegt
þegar það virkar öfugt, þ.e. einn
skemmir fyrir mörgurn sem vilja
hið sama.“
Ödýrt timbur 1 gluggum
Eftir að samþykki allra hefur
fengist þarf að fá arkitekt til að
teikna svalirnar. „Raunar má
segja að við tciknum lýrst og
gerum verðtilboð í verkið og ef
húseigandinn samþykkir, þá
sendum við teikninguna til arki-
tekts því við höfum ekki leyfi til
að leggja teikningar fyrir bygg-
ingancfnd. Svo er farið í að setja
sólstofurnar í og reynt að fram-
kvæma við nokkrar íbúðir í einu
til að minnka kóstnaðinn."
Maggnús Víkingur segir allt of
mikið um að trégluggar séu
framleiddir úr ódýrri, hraðvax-
inni furu frá Rússlandi sem
slandist engan veginn gæðakröf-
ur. Ibúðir seljist gjarnan eftir
verði og það geti munað nokkru
hvort hráefnið í glugga og sól-
stof’ur séu fyrsta flokks eða ekki
og sést ekki þegar íbúöirnar eru
nýjar. Hann segir plastið mun
betra í gluggana vegna þess hve
endingargott það er og við-
haldslítið. „ÖIl Evrópa hefur við-
urkennt það fyrir löngu að plast-
ið er betra en timbur til þess-
arra hluta.“
í upphafi var...
„Sólstofur eru okkar aðaláhuga-
mál en þær hafa tekið gríðarleg-
um stakkaskiptum á síðustu 20
árum. Fyrst var þetta smáskjól
fyrír plöntur, varmareitur, svo
bjuggu menn til skjól fýrir kon-
una svo hún gæti komið rósun-
um til. Aðeins seinna fóru þessi
hús að styðjast við girðingarnar
og svo enn seinna við húsin. Það
var allt úr einföldu gleri og þak
úr plasti en svo fóru menn að
nota tvöfalt gler og í framhaldi
af því að setja húsin við dyr á
húsunum sínum. Þá lá beint við
að setja þarna út húsgögn þar
sem hægt var að sitja á sumrin.
Kröfurnar jukust og fólk fór að
flísaleggja gólfin og nú er svo
komið að við framleiðum hús
sem eru hrein viðbót við íbúð-
arhúsið. Það eru samskonar
sökklar undir og við notum litað
gler til að auðvelda okkur að
stjórna hitastiginu inni við. Al-
geng stærð er 12-16 fm. þannig
að hægt sé að koma fyrir léttu
sófasetti og blómum og oft er þá
stofuglugginn fjarlægður og
þetta sett í viðbót við stofuna.
Allt annað líf
I öllum tilfelluin sem ég veit um
fær gamla sófasettið í stofunni
eilífðarendingu úr þessu því
það er ekkert setið í því. Eftir að
sólstofan er komin, fer fólk í sól-
stofuna og situr þar. Fer með
morgunkaffið þangað út og
moggann, í eftirmiðdaginn fær
það sér kaffi og á kvöldin situr
það þar og nýtur þess að horfa á
stjörnurnar og spjalla í stað þess
að horfa á sjónvarpið. Og þegar
ég geng um götumar sé ég alveg
hverjir eiga sólstofur frá glugg-
um og garðhúsum, þetta er fólk
sem er svo miklu hamingjusam-
ara en bitt fólkið. Það verður
nefnilega bylting í lífi hverrar
manneskju við að eignast sól-
stofu,“ segir Maggnús og brosir
út undir evru.
„Annars er óskaplega gaman
Sólstofureru okkarað-
aláhugamál en þær
hafa tekið gríðarlegum
stakkaskiptum á síð-
ustu 20 árum.
að standa í þessu því fólk verður
svo ánægt og það kemur
gjarnan til mín fólk ári eða
tveim eftir að það hefur keypt
sólstofu og segir eitthvað á
þessa leið: „Eg verð að viður-
kcnna það Maggnús minn að
mér þótti þetta heldur dýrt þeg-
ar ég var að kaupa það en það
hefur verið vel þcss viðrði."
- vs