Dagur - 26.05.2000, Side 15

Dagur - 26.05.2000, Side 15
 HÚS OG GARÐAR Gulur, rauður, grænn... Vigfús Gíslason hjá málningarverksmidjunni Hörpu segir mikilvægt að vinna vel undir málningu, hvort heldur sem er um nýtt hús eða gamalt að ræða. Á vorín jná sjáfólk á öllum aldrí úti við tneð málningarpensla ogfot- urað sniufiisa hús sín ogumhvetfi. Sum hús koma vel undan vetri og þarf ekkert að mála en önnur bíða eftir nýrri yfirferð af máln- ingu. Svo eru það nýju húsin sem þurfa sína lyrstu kápu og borgar sig að vinna hana vel. Hjá máln- ingarverksmiðjunni Hörpu varð Vigfús Gíslason fyrir svörum. ,,Hús þurfa mismunandi með- ferð eftir því hvort um stein, járn eða timbur er að ræða,“ segir Vig- fús. „Vandvirkni er höfuðatriði ef málningin á að endast eitthvað og utanhússmálning á auðveld- lega að geta enst í 6-8 ár þó svo gluggar og annað smálegt sé tekið oftar fyrir. Við endurmálun stein- húsa er mikilvægt að skoða eign- ina vandlega, meta ástand og hvort hugsanlega er um skemmd- ir eða galla að ræða sem ástæða er til að gera sérstaká úttekt á. Sé grunur um skemmdir af völdum vatnsleka eða af öðrum ástæðum er nauðsynlegt að lagfæra þær áður en eiginleg málningarvinna hefst. Það er afar þýðingarmildð að hreinsa vel undir nýja máln- ingu bæði gamla lausa málningu og óhreinindi sem sitja í yfirborð- inu. Og eldu borgar sig að byrja of snemma á vorin að mála vegna hættu á frostum." Nýtt steinhús Nýja steypu er algengast að vatns- verja og grunnmeðhöndla með sílanefnum áður en hin eiginlega máling er notuð. Þar sem líkur benda til að álag á málninguna kunni að verða mikið, svo sem á vatnsbrettum undir gluggum, steyptum svalahandriðum, garð- veggjum og áveðurshliðtim húsa, er gjarnan málað undir með þykk- málningu sem hefur góða viðloðun og mikið slitþol sem eykur endingu og kemur í veg fyrir skemmdir. Timbuihús Vigfús segir skipta miklu máli að timbur sé vel þurrt þegar það er málað. „Rakinn má helst ekki fara yfir 20% en al’ því að það er varla á færi nema sérfræðinga að mæla slfkt þá er reglan sú að mála húsin ekki of snemma á vorin og ekki eftir rigningar. Hvað varðar nýtt timbur, þá þarf að vinna grunninn vel og setja grunnfúavörn fyrst af öllu. Eldri við þarf að hreinsa vel. Hreinsa burt óhreinindi og lausa viðar- vörn og ef viðurinn er orðinn gamall og gránaður þarf að skafa hann til, því að mála yfir gránað yfirborð er svipað og að mála á ryð. Þetta er alveg dauður viður og hcldur ekki málningu. Algeng- ast er að gegnsæ viðarvörn sé notuð á nýjan við en þekjandi á eldri við sem þá er kannski farinn að láta á sjá.“ Efnismagn og kostnaður: Reiknað er með að einn líter af útimálningu þeki 6-8 fm. í um- ferð. Lítri af utanhússmálningu kostar 450-1000 krónur eftir lit- um og tegundum. Efni og vinna á meðalstórt einbýlishús er um 4- 700 þús. en efnið eitt er um 200 þús +. Lítil raðhús þurfa ca. 80 lítra af málningu. En svo gleymir fólk því oft að það þarf fleira til en málningu. Palla, stiga, áhöld og þetta telur allt í kostnaði sem kemur þá upp í það sem fagmaður myndi kosta því hann hefur öll þessi verkfæri við hendina. „ Það er eins með málningu og annað, fólki eru misvel lagðar hendur lil að vinna þannig verk. Sumum hentar það vel og eiga auðvelt með það en aðrir eru ekki eins lagnir. Best er að leita til viðurkenndra fag- manna til að lenda ekki í að borga stórfé fyrir ónýtt verk. Lituriim skoðaður fyrirfram Verslanir Hörpu, að Stórhöfða 44, Bæjarlind 6 og Skeifunni 4 hafa allt sem þarf og í fyrirtæk- inu vinna málarameistarar sem ráðleggja bæði við vinnuna og litaval og svo getur fólk séð húsið sitt í 'tölvu með mismunandi lit- um. Þá er skönnuð inn mynd af því og svo er litunum breytt eftir því sem fólk vill og besta útkom- an valin. Þetta gerir að verkum að auðveldara er fyrir fólk að sjá hvað það vill og stuðlar að því að koma í veg fyrir vonbrigði þegar búið er að mála. Til viðbótar við verslanir Hörpu selja samstarfs- aðilar víða um land Hörpuvörur og veita ráðgjöf og aðra þjónustu um málun. Skemmtilegt að tj alda Það erekki vandkvæð- um bundið að koma upp aðstöðu fyrír 100 manna veislu ígarðin- um með aðstoð þeirra hjá Skemmtilegu hf. Þegar halda á veislu að sumri til á íslandi er ekki alltaf hægt að treysta á veðrið. Því er gott að geta gripið til þess að tjalda f garðinum eða nágrenninu en fæstir eiga þó tjöld sem duga fyrir stóra hópa. Þá er að leita til tjaldaleigunnar Skemmtilegt hf. sem býður uppá tjöld af öllum stærðum og gerðum, allt frá 12- 300 manna. Tjöldin er þar að auki hægt að tengja saman og gera enn stærri ef vill en Arni Árnason hjá Skemmtilegu hf. segir æ fleiri gera sér grein fyrir því hversu góður kostur það er að leigja tjald til að stækka húsið eða bara hafa öðruvísi veislu. Dæmi uin verð á tjöldum: 12 manna tjald kostar yfir helgi 12.600 en 8400 virka daga. 100 manna tjald kostar hins vegar 34.600 yfir helgi en 23.600 virka daga og 300 manna tjald kostar 86.800 yfir helgi en 58000 virka daga. Það er einnig kostur að hægt er að tengja öll tjöldin saman eftir því sem verkast vill og þvf hægt að hafa nánast eins margt fólk f þeim og hver og einn vill. Leigan er frá föstudegi til mánudags og er ekki innifalin uppsetning og flutningskostnaður. Æ fleiri gera sér grein fyrir því hvað gott getur verjð að stækka húsið eða setja tjald í garðinn þegar halda á'veislu. Blessuð börnin Fyrir börnin eru hoppikastalar vinsælir og það kostar frá 6.300 krónum að Ieigja þá. Skemmti- Iegt býður einnig upp á upp- blásnar rennibrautir, risatram- bolin og rafmagnsbíla svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig fótstigna bíla, hljólagrindur og bjarndýr, hestvagna í stíl fyrri alda og meira að segja skautasvell. Húsgögnm Það er ekki nóg að hafa tjald, á Það ereinnig kosturað hægterað tengja öll tjöldin saman eftirþví sem verkast vill og því hægt að hafa í þeim nánast eins margt fólk og hverog einn vill. einhverju verður fólk að sitja. „Við höfum líka stóla og borð til leigu,“ segir Ami og meira að segja gólf á grasfleti sem ekki mega verða fyrir álagi." Þeir sem vilja skoða myndir af tjöldunum geta kíkt á heimasíð- una: www.rentatent.gk.rent a tent er sænsk keðja sem er til víða um lönd. m.a í Danmörku, heimasíðan er: www.rentatent.gk - VS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.