Dagur - 03.06.2000, Page 7

Dagur - 03.06.2000, Page 7
LAUGARDAGVR 3. JÚNÍ 2000 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL Undirstaðan milda ELIAS SNÆLAND JÖNSSON SKfílFAR Þrátt fyrir fjölmörg ný íyrirtæki sem gera það gott í tölvuheimin- um, og stóraukið fjármálavafstur með hlutabréf, skuldabréf og aðra pappírspeninga, er það enn auðlindin í hafinu sem er for- senda hagsældar á Islandi. An fiskimiðanna hringinn í kringum Iandið, og þeirra dugmiklu fiski- manna sem sækja aflann í greip- ar Ægis og fullvinna um borð í skipunum eða færa til vinnslu í landi, yrði íslenskt samfélag van- máttugt til að bjóða þegnunum þau lífskjör sem nú þykja sjálf- sögð. Sérstök ástæða er til að minn- ast þessa nú þegar hinn árlegi dagur sjómanna fer í hönd. Vissu- lega er ánægjulegt að barátta síð- ustu áratuga fyrir því að fjölga stoðum íslensks atvinnulífs hefur skilað miklum árangri að undan- förnu. En þótt ýmsar nýjar tísku- greinar njóti um sinn mestrar at- hygli í opinberri umræðu, má ekki gleyma því hver sjálf undir- staðan er og hversu mikilvægt er að varðveita hana og styrkja. Gamli breski íhaldsforinginn Kenneth Clarke, sem hér var í heimsókn á dögunum, áttaði sig auðsýnilega vel á þessari sérstöðu Islands í samfélagi þjóðanna. 1 viðtölum við íjölmiðla kom fram sú skoðun hans að mikilvægi fisk- veiða fyrir Islendinga gæti gert aðild þeirra að Evrópusamband- inu erfiða. Þar þyrftu Islendingar að gæta fyllstu varkárni. Baráttusaga Auðvitað er það rétt hjá Kenneth Clarke að með tilliti til mikilvæg- is fiskimiðanna fyrir íslenskan þjóðarbúskap, hljóta Islendingar að fara mjög varlega með þetta fjöregg sitt. Það hefur enda kost- að milda baráttu að tryggja yfirráð íslensku þjóðarinnar sjálfrar yfir þessari helstu auðlind samfélags- ins. Það var eitt af fyrstu verkum ís- lenskra stjórnvalda eftir lýðveldis- stofnunina árið 1944 að reyna að auka yfirráð þjóðarinnar yfir fiski- miðunum. Dönsk stjórnvöld höfðu ekki sinnt hagsmunum ís- lendinga í þeim efnum. Það kom því í hlut hins unga lýðveldis að heíja baráttu sem stóð í nokkra áratugi og endaði með alþjóðlegri viðurkenningu á þeirri 200 mílna efnahagslögsögu sem nú gildir. Gott er að minnast þess nú að það var fýrst og fremst rányrkja erlendra togara á íslenskum fisld- miðum sem knúði á um útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Einhliða útfærsla var eina færa leiðin til að reka erlendu fisldskipin lengra frá landinu og tryggja að Islendingar hefðu einir fulla stjórn á nýtingu auðæva hafsins umhverfis landið. Saga þcssarar baráttu hefur verið skráð í mörgum bókum, þar á meðal í endurminningum nokk- urra skipherra á varðskipunum sem voru í sjálfri eldlínunni. Slík- ar bækur eru holl lesning á hverj- um sjómannadegi. Eiginhagsmuiiir ráða Það er einnig ástæða til að minn- ast þess að vinaþjóðir okkar, sem 'j31EÉI8Í ■ Sérstök ástæða er til að minnast þess þegar árlegur dagur sjómanna fer í hönd að án fiskimiðanna hringinn í kringum landið, og þeirra dugmiklu fiski- manna sem sækja aflann í greipar Ægis og fullvinna um borð í skipunum eða færa til vinnslu í landi, yrði íslenskt samfélag vanmáttugt til að bjóða þegnunum þau lífskjör sem nú þykja sjálfsögð. - mynd: Þúk nú eru valdamiklar í Evrópusam- bandinu, börðust hatrammlega gegn öllum aðgerðum íslensku þjóðarinnar í þessum efnum. Það átti jafnt við um útfærsluna í 4, 12, 50 og 200 sjómílur. Hvorki hjá Bretum né Þjóðverjum var þannig nokkur skilningur á þeim brýnu þjóðarhagsmunum íslend- inga sem gerðu útfærslu fisk- veiðilögsögunnar óhjákvæmilega. Stundum er sagt að þeir sem kunni ekki söguna séu dæmdir til að endurtaka hana. Vafalaust er sannleikskorn í þeirri fullyrðingu. Það er að minnsta kosti hollt fýr- ir þjóðina að tileinka sér þann augljósa lærdóm af baráttunni fyrir yfirráðum þjóðarinnar sjálfr- ar yfir fiskimiðunum, að þar átt- um við enga bandamenn í stjórn- arráðum þeirra þjóða sem mestu ráða um gang mála í Evrópu. Og það hefur ekkert breyst í tímans rás, að ríkisstjórn hvers lands fyr- ir sig hlýtur alltaf að berjast lýrst og síðast fyrir eigin hagsmunum. Það er því beinlínis barnalegt ef einhver trúir því f alvöru að valdsmenn innan Evrópusam- bandsins og aðildarríkja þess muni ekki notfæra sér þau yfirráð yfir fslenskum fiskimiðum sem aðild Islands að Evrópusamband- inu myndi veita bandalaginu. Auðvitað munu þessir stjórn- mála- og embættismenn reyna að beita slíku valdi í þágu eigin ríkja og ganga þar eins langt og þeir frekast geta. Dæmin sýna líka að í valdatafli og baráttu um hags- muni og peninga eru ýmsir innan Evrópusambandsins síður en svo vandir að meðulum. Öryggi sjómanna Sem bctur fer hefur öryggi fiski- skipa, og tækni og skipulagi „Það er að minnsta kosti hollt fyrir þjóð ina að tileinka sér þann augljósa lær- dóm af baráttunni fyrir yfirráðum þjóð- arinnar sjálfrar yfir fiskimiðunum, að þar áttum við enga bandamenn í stjóm- arráðum þeirra þjóða sem mestu ráða um gang mála í Evrópu.“ hjörgunarmála, fleygt svo fram undanfarin ár að sjómennskan er ekki lengur sú rússneska rúlletta sem áður var. En það eru ekki margir áratugir síðan fiskveiðarn- ar kostuðu árlega miklar mann- fórnir á hafi úti. Þegar Iitið er enn lengra aftur í tímann blöskrar nútímamannin- um að kynnast því hversu hættu- legt sjómannslffið var. Mannskæð sjóslys við strendur landsins voru nánast fastur liður á hverri vertíð. Jafnvel á seinni hluta tuttugustu aldarinnar fórust íslenskir togarar með fjölmennri áhöfn. Þeirra fórna ber þjóðinni að minnast með eftirsjá og virðingu. Lítum til dæmis á aðeins einn áratug á tuttugustu öldinni. Það leið vart eitt einasta ár frá 1960 til 1970 að ekki færist fiskiskip með allri áhöfn. Stundum reynd- ar mörg skip sama árið. Mestar voru þessar mannfórnir árið 1968, en þá fórustu 26 sjómenn í óveðri við Island, þar af 20 Brct- ar. En 1963 var tvímælalaust ver- sta ár sjötta áratugarins fyrir ís- lenska sjómenn og fjölskyldur þeirra; þá fórust sex bátar í miklu mannskaðaveðri sem kostaði 16 mannslíf. I þessu eina fárvirði misstu 19 börn feður sína í sjó- inn. Hin stærri fiskiskip eru nú svo vel úr garði gerð að hættan á al- varlegum sjóslysum hefur minnk- að. Og ef íslenskir sjómenn lenda í sjávarháska eru öflugar og vel útbúnar björgunarsveitir ávallt til taks. Vafalaust má gera enn betur í því að tryggja að öryggisbúnaður um borð í skipum sé í fullkomnu lagi, og að skipverjar kunni allir sem einn að nota hann á neyðar- stundu. En öryggis sjómanna- stéttarinnar er tvímælalaust bet- ur gætt nú er áður. Ágallar kerfisins Stærsta óleysta ágreiningsmálið í sjávarútvegi er að sjálfsögðu hvernig eigi að sníða ágallana af fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir eru í fyrsta lagi deilurnar um hvert sé sanngjarnt endurgjald handhafa kvótans á hverjum tíma til þjóðarinnar. I öðru lagi ótrú- legur hagnaður svokallaðra sæ- greifa sem hverfa úr greininni með kvótagróðann í vasanum. I þriðja lagi vandamál byggðanna sem missa kvótann frá sér. 1 fjórða lagi kvótabrask sem sjó- menn eru neyddir til að taka þátt í þrátt íýrir yfirlýstan vilja flestra um að koma eigi í veg fyrir slíkt. Enn sem komið hefur ekki tek- ist að ná samstöðu um viðunandi lausnir á þessum vandamálum kvótakerfisins. Sem stendur eru tvær opinberar nefndir að störf- um. Annars vegar Auðlinda- nefndin sem hefur unnið lengi að athugun á auðlindamálum þjóð- arinnar. Samkvæmt þeim fréttum sem borist hafa af starfi nefndar- innar virðist ólíklegt að frá henni komi tillögur sem dugi til að leysa kvótadeilurnar. Hins vegar er það nefnd sjávarútvegsráðherra sem á að skila áliti í byrjun vetrar. Þar verður væntanlega tekið bæði á byggðaþætti kvótakerfisins og meðferð kvótagróða þeirra sem hætta í greininni. Hvort þær til- lögur sem ráðherranefndin kem- ur með duga til að ná víðtækum sáttum skal hins vegar ósagt látið, en líkurnar á því eru satt best að segja ekki miklar. Kvótabraskið hefur verið við- fangsefni samtaka sjómanna og útvegsmanna og stjórnvalda árum saman án þess að fundist hafi lausn sem dugar. Nú eru samn- ingar sjómanna enn á ný lausir og allt í óvissu um hver verður fram- vinda þeirra mála. Sumir spá því reyndar að kvótabrasksdeilan muni enn einu sinni koma til kasta alþingis, en til þessa hefur ekki tekist að finna lausn á því máli með samningum. Það er hins vegar gjörsamlega óviðunandi að sjómenn skuli ekki fá eðlilega samninga við útvegs- menn um sín mál. Þess í stað hefur ríkisvaldið þurft að koma að þeim málum trekk í trekk og setja lög um veigamikinn þátt í kjörum sjómanna - efnisatriði sem eðlilegra væri að semja um milli hagsmunasamtakanna. Það væri verðugt viðfangsefni sjó- manna og útgerðarmanna á nýrri öld að bæta svo sambúðina að þeir geti sjálfir gengið frá samn- ingum sín á milli án beinnar íhlutunar ríkisstjórnar og alþing- is.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.