Dagur - 03.06.2000, Síða 8
8- LAUGARDAGUR 3. JÚNt 2000
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 - 9
FRÉ TTASKÝRING
L
V éfengi a lögniæti uppsagnar
Allt er á suðupunkti innan VMSI eftir brottrekstur Björns Grétars Sveinssonar sem jafnframt var framkvæmdastjóri þess. Þá hefur hart verið deilt á þá félaga t.h. þá Björn Snæbjörnsson og Hervar Gunnarsson fyrir að taka höndum saman
með Flóabandalaginu til að koma Birni Grétari frá. Því hafa þeir báðir vísað á bug. Þorsteinn Arnórsson varaformaður Landssambands iðnverkafólks t.v. er þó bjartsýnn á stofnun nýs risasambands „ófaglærðra“ í haust.
GUÐMUNDUR
J\ RÚNAR
/ HEIÐARSSON
SKRIFAR
MiMl reiði og ólga í
VMSÍ. „Valdarán“
Stuðningsyfirlýsiiig
við Björu Grétar. Við-
ræðuhópur í uppnámi.
Mikil ólga er innan Verkamanna-
sambands Islands eftir að Björn
Grétar Sveinsson var rekinn úr
formannssstól og gerður við hann
starfslokasamningur. Þetta hefur
kallað fram mjög hörð viðbrögð
og m.a. er búist við að hátt í 30
formenn aðildarfélaga muni for-
dæma þessi vinnubrögð með sér-
stakri stuðningsyfirlýsingu við
Björn Grétar. Þá véfenga margir
lögmæti þessarar ákvörðunar.
Bent er á að hann hafi verið kos-
inn formaður af þingi sambands-
ins og því geta ekki nokkrir menn
tekið ákvörðun um að reka hann
og gera við hann starfslokasamn-
ing. Þá hafa formenn aðildarfé-
laga á landsbyggðinni rætt það að
funda um málið. Það hefur þó
ekki enn verið rætt hvort kalla
eigi saman þing sambandsins til
að fjalla um þetta „valdarán" eins
og sumir vilja meina að framið
hafi verið í VMSÍ að undirlagi
andstæðinga Björns Grétars í
sambandinu. I því sambandi er
bent á þarna eigi hlut að máli for-
menn 5 aðildarfélaga VMSÍ af
um 37 stéttarfélögum.
Undarleg vinnubrögð
Fylgismenn fráfarandi formanns
benda einnig á að það sé mjög
undarlegt að framtíð hans skuli
ekki hafa verið rædd á framhalds-
þingi VMSI sem haldið var fyrir
skömmu. Sérstaklega þegar haft
sé í huga að þá þegar lá fyrir að
húið var að bjóða honum starfs-
Iokasamning, eða morguninn
áður en þingið hófst. Þá hefðu
fulltrúar getað tekið afstöðu til
þess í atkvæðagreiðslu hvort það
ætti að setja Björn Grétar af eða
ekki. I því sambandi benda stuðn-
ingsmenn hans á að þótt and-
stæðingar hans hafi ekki treyst
honum til að Ieiða viðræður um
stofnun nýs sambands með sam-
einingu VMSÍ, Landsssambands
iðnverkafólks og Þjónustusam-
bands Islands, þá hefði hann ein-
faldlega ekki verið í þeirri nefnd
ef meirihluti hefði verið fyrir því.
Hann hefði engu að síður getað
starfað áfram sem formaður
VMSI. Þá svíður mörgum stuðn-
ingsmönnum hans hvernig and-
stæðingar hans hafa gjörsamlega
rúið hann æru með þessari fram-
komu í hans garð. Auk þess eiga
menn varla orð yfir það að mað-
urinn skuli hafa verið rekinn á
sínum fyrsta starfsdegi eftir að
hann kemur á ný til vinnu eftir
erfið veikindi í vetur.
Valdabarátta
Þótt talsmenn Flóabandalagsins
og aðrir fulltrúar í framkvæmda-
stjórn VMSI beri af sér alla
ábyrgð af því að hafa staðið fyrir
brottrekstri Björns Grétars full-
yrða stuðningsmenn hans á
landsbyggðinni að það sé algjör
þvæla. Þarna hafi átt sér stað
harðvítug valdabarátta um völd
innan verkalýðshreyfingarinnar
þar sem verið sé að búa í haginn
til leiða nýtt sameinað samband
sem ætlunin sé að stofna haust.
Enda sé til mikils að vinna því
sambandið verður það íjölmenn-
asta innan ASÍ með hátt í 40 þús-
und félagsmenn. Jafnframt er
bent á að innan Flóabandalagsins
sé að finna hörðustu pólitísku
andstæðinga Björns Grétars eins
og t.d. Kristján Gunnarsson for-
mann Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur og nágrennis. I
þeim efnum skiptir engu þótt
margir forystumenn verkalýös-
hreyfingarinnar séu f Samfylking-
unni. Gamlar væringar á milli
krata og alþýðubandalagsmanna
eru sagðar fyrnast ekki svo glatt
þótt allir séu vinir á ytra borði á
hátíðarstundum við sameiningu
flokka. Þá séu Flóamenn ekki
enn búnir að fyrirgefa Birni Grét-
ar fyrir andstöðu hans gegn hug-
myndafræði þcirra og kröfum við
gerð sfðustu kjarasamninga. Sem
kunnugt er þá voru Flóamenn
mun hógværari í sínu kröfum en
VMSI. Fyrir vikið tóku atvinnu-
rekendur Flóann upp á arma sfna
og settu VMSÍ út í kuldann. Af-
leiðingin varð sú að samningur
Flóans og atvinnulífsins varð sá
rammi sem allir aðrir hafa orðið
að semja eftir hvort sem þeim lík-
aði það eða ekki.
Flóinn í meiribluta
Þessi mikla andstaða innan
VMSÍ við brottrekstri Björns
Grétars og þær ásakanir sem
gengið hafa á milli manna kann
að leiða til þess að einhverjir úr
þeim hópi VMSI sem eiga að
Ieiða sameiningarviðræðurnar
hætti hreinlega við og segi sig úr
hópnum. Einn af þeim sem hug-
leitt hefur það er m.a. Siguröur
Ingvarsson formaður Alþýðusam-
bands Austurlands. Þá er ekki
útilokað að það verði hreinlega
auglýst eftir einstaldingi til að
leiða hin nýju samtök ef meint
forystukreppa innan verkalýðs-
hreyfingarinnar sé jafn mikil og
sumir vilja vera láta. Gert er ráð
fyrir að vinnuhópurinn sem á
leiða þessar samningaviðræður
taki til starfa eftir miðjan þennan
mánuð og verði meira og minna
að í sumar og fram á haustið.
Enda er stefnt að því að halda
stofnfund hins nýja sambands
um miðjan október n.k. Þeir sem
eru í þessum hóp VMSI sem á að
vinna að sameiningu þess og
Landssambands iðnverkafólks og
Þjónustusambandsins eru Hervar
Gunnarsson varaformaður VMSI
og formaður Verkalýðsfélags
Akraness, Kristján Gunnarsson
formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur, Sigurður
T. Sigurðsson formaður Verka-
lýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði,
Björn Snæbjörnsson formaður
Einingar- Iðju á Akureyri og Sig-
urður Ingvarsson formaður Al-
þýðusambands Austurlands. Frá
Landssambandi iðnverkafólks
cru í hópnum þeir Guðmundur
Þ. Jónsson formaður þess og Þor-
steinn Arnórsson varaformaður.
Frá Þjónustusambandi Islands
eru þeir Halldór Björnsson íýrr-
verandi formaður Eflingar - stétt-
arfélags og eftirmaður hans í for-
mannsstólnum, Sigurður Bessa-
son. Af þessum níu eru fimm úr
svokölluðu Flóabandalagi, þeir
Kristján, SigurðurT. Guðmundur
Þ., Halldór og Sigurður Bessa-
son.
Starfslok í sima
Sigurður Ingvarsson formaður AI-
þýðusambands Austurlands segir
að Björn Grétar og Hervar hafi
staðið að gerð starfslokasamnings
að stórum hluta í gegnum síma.
Hins vegar hefði framkvæmda-
stjórnin ekld hoðið Birni Grétari
neinn starfslokasamning, þótt sá
samningur hefði engu að síður
verið borinn undir framkvæmda-
stjórnina. Astæðan fyrir þessum
samningi var sú að talið var að
það mundi væntanlega greiða fyr-
ir vinnu að sameiningu samband-
anna. Sigurður segir það vera al-
veg ljóst að ósk um þennan
starfslokasamning hefði ekki
komið frá fulltrúum landsbyggð-
arfélaga heldur þeim arminum
sem kenndur hefur verið við
Flóabandalagið. Hann telur að
menn hafi í sjálfu sér ekki þurft
að losa sig við Björn Grétar vegna
komandi vinnu við hugsanlega
sameiningu sambandanna. Þá sé
það ekki heldur rétt að menn hafi
verið að losa sig við hann. Hið
rétta í málinu að sögn Sigurðar sé
það að Björn Grétar vildi fá starfs-
lokasamning og hafði óskaði eftir
því. Hann hefði hins vegar verið
ósáttur við tímaselninguna.
íhugar að hætta
Formaður Alþýðusambands Aust-
urlands segist vera sannfærður
um það að þessir síðustu atburðir
innan VMSI muni hafa áhrif á þá
vinnu sem framundan sé við sam-
einingu sambandanna þriggja.
Hann segir að svona „upphlaup
og árásir á einstaklinga“ muni
skemma fyrir framhaldinu. Það sé
alveg ljóst. 1 það minnsta muni
þetta tefja þá vinnu og gera hana
erfiðara á allan hátt. Enda sé
komin upp tortryggni á báða bóga
og það skemmir alltaf fyrir. Hann
minnir jafnframt á fyrri ummæli
þess efnis að þessi sameiningar-
vinna verði erfið og muni kosta,
blóð, svita og tár svo ekki sé
minnst á hugsanleg áhrif sem síð-
ustu atburðir geta haft. Hann tel-
ur ekki útilokað að þeir sem vald-
ir hafa verið til að vinna að þess-
ari sameiningu fyrir VMSI muni
draga sig út úr þessari vinnu og
aðrir taki hreinlega við því. Sjálf-
ur telur það vel koma til greina af
hans hálfu. Sérstaklega þegar haft
sé í huga að félagar hans séu að
reyna að hafa af honum æruna
með því að núa honum því um
nasir að hafa stuðlað að því að
reka Björn Grétar úr formannstól
VMSÍ. Það sé hreinlega ekki satt
og því séu ásakanir um annað
ekkert nema aðför að mannorði
hans. Það sé afskaplega ómaklegt
vegna þess að hann og aðrir
landsbyggðarmenn í fram-
kvæmdastjórninni séu traustustu
stuðningsmcnn Björns Grétars.
Hann vill þó ekki trúa því að þetta
mál muni þróast á þann veg að
landsbyggðarfélög innan VMSI
muni ekki vilja vera með í þessari
væntanlegu sameiningu. Það yrði
mikil ógæfa ef menn næðu þess-
ari sameiningu ekki saman. Hann
bendir á að menn hafi það svart á
hvítu eftir veturinn og gerð síð-
ustu kjarasamninga að verkalýðs-
hreyfingin verður að vera samein-
uð en ekki sundruð. Þvf sé mjög
brýnt að reyna að stuðla að sam-
einingu og sáttum en ekki ófriði.
Horft til framtíðax
Pétur Sigurðsson forseti Alþýðu-
sambands Islands telur þrátt íý'rir
það sem á undan sé gengið, þá
muni verða að sameiningu þess-
ara þriggja sambanda. Hann seg-
ist hafa trú á því og það sé raunar
engin ástæða til þess að ætla ann-
að. Enda verður það raunar að
gerast sé horft til framtíðar. Hann
segir að persónuleg illindi eða
ólund einhverra manna út í ein-
hvern eða einhverja megi ekki
eyðileggja það. Pétur bendir ein-
nig á að það sé til nóg af hæfu
fólki innan verkalýðshreyfingar-
innar til að axla þá ábyrgð að
Ieiða nýtt og öflugt samband.
Hann vísar því á bug öllum vanga-
veltum um að það sé einhver for-
ystukreppa í hreyfingunni.
MiMl reiði
Aðalsteinn A. Baldursson formað-
ur Alþýðusambands Norðurlands
vildi sem minnst tjá sig um brott-
rekstur Björn Grétars Sveinns-
sonar frá VMSI. Hann staðfestir
þó að það sé mikil reiði meðal
margra félagsmanna og formanna
aðildarfélaga sambandsins á
landsbyggðinni út í þessi vinnu-
brögð sem viðhöfð voru. I lann
segir að það sé mat flestra að af
þessari sameiningu sambandanna
þriggja gcti orðið. Til að svo geti
orðið þurfa allir að vinna að því
saman og heilshugar.
„Meðalmaður“
Sigurður T. Sigurðsson formaður
Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafn-
arfirði sem er hluti af svonefndu
Flóabandalagi vísar því alfarið á
bug að ákvörðun um að reka
Björn Grétar hafi verið gerð af
frumkvæði eða samþykktum inn-
an bandalagsins og þaðan af sfður
frá Hlíf. Hann vill þó ekki sverja
fyrir að slíkt hafi verið ákveðið af
einhverjum mönnum innan Flóa-
handalagsins. Hann áréttar þó að
hann viti ekkert um það, enda sé
hann sjaldnast hafður með í ráð-
um um slíkt vegna einarðlegrar og
heiðarlegrar afstöðu til nianna og
málefna. Hann segist hins vegar
virða afstöðu Björns Grétars sem
hefði ekki viljað taka slaginn. Aft-
ur á móti segist hann ekki geta
scð þegar „meðalmaður" hverfur
af sviðinu að þá þurfi allt að verða
vitlaust. Hann vonast þó til þess
að framhaldið og það sem muni
koma út úr væntanlegra samein-
ingu sambandanna þriggja verði
farsælt.
Ferskir vinilar
Þorsteinn Arnórsson varaformður
Landssambands iðnverkafólks
segir að þessi þróun mála innan
VMSI hafi komið sér á óvart.
Hann býst jafnframt ekki við þvf
að brottrekstur Björns Grétars
muni hafa áhrif á þá sameining-
arvinnu sem framundan sé. I
þeim efnum eiga menn ekki að
horfa til persóna né til gamalla
eða nýrra væringa. Það sé einnig
ekkert nýtt að það gusti um hreyf-
inguna auk þess sem ferskir vind-
ar séu oft mjög góðir. Þá sé það
bara rugl þegar einstakir menn
séu að tala um að það sé einhver
forystukreppa innan verkalýðs-
hreyfingar, enda sé til nóg af
mannskap. - Gntl
Stjórmarmenn og makar þeirra virða fyrir sér fyrsta lax sumarsins sem
kom úr Norðurá i Borgarfirði. Níu laxar höfðu veiðst í ánni í gærkvöld.
mynd G. Bender
Sæmileg sátt
á Þmgvöllum
Jörmundur Ingi Hansen allsherj-
argoði segir að þrátt fyrir að ása-
trúarmenn þurfi ekki að borga
lcigu fyrir salerni eins og samið
hefur verið við kristnihátíðar-
nefnd þá þurfi þeir nú samt sem
áður að borga fyrir hrcinsun og
viðhald. Fram kom í máli Júlíus-
ar Hafstein í vísi.is í gær að mál-
ið væri leyst og að allir væru
ánægðir.
„Samkomulagið sem hann
fjúlíus] kallar svo fjallar raun-
verulega um það að kristnihátíð-
arnefnd og framkvæmdasýslan
leggi ekki stein í götu okkar á
Þingvöllum eins og leit út fyrir
með þessum ofurrukkunum. Við
verðum að sætta okkur við þetta,
lengra verður ekki komist,“ segir
Jörmundur og bætir við að til
greina kæmi að fara fram á það
við aþingi að það veiti ásatrúar-
mönnum aukafjárveitingu í
haust.
„Flestir þeir gestir sem ætluðu
að koma hættu við að gista á
Þingvöllum. Það var fólkið sem
átti að borga kostnaðinn við há-
tíðina þannig að við höfum misst
allar tekjur út af þessum drætti,"
segir Jörmundur og útilokar ekki
að taka þurfi lán týrir hátíðinni.
- ELJ
Verðbólguspár hækka
með bensíni og alkóhóli
Verðhækkanir á bensfni (3,5%)
og áfengi (0,6% - 1,6%) og tóbaki
(tæp 2%) núna um mánaðamótin
munu valda hátt í 0,2% hækkun á
vísitölu neysluverðs - sem aftur
hækkar skuldir landsmanna um
hátt upp í milljarð. Og Seðla-
bankinn hefur hækkað verð-
hólguspá sína í 5% frá upphafi til
loka ársins.
Þótt evran hafi lækkað skýrist
hækkun á vínum af verðhækkun-
um ytra en ekki á Ieiðinni frá
hafnarbakka að búðarkassa, eins
og margt annað. Samkvæmt töl-
um Þjóðhagsstofnunar var inn-
flutningsverð á mat- og drykkjar-
vörum að jafnaði 6,1% lægra í
janúar-mars í ár en á sama tíma í
fyrra. En samt mælist 5,5% með-
alhækkun á smásöluverði þessara
sömu vara í verslunum landsins.
Það er í von um það að finna út
hvar þessi óskýrða 12% verð-
hækkun varð á leið frá skipshlið í
hendur neytenda sem varð til
þess að stjórnvöld óskuðu eftir
sérstakri rannsókn á þessari mjög
svo mismunandi þróun innflutn-
ingsverðs og verði til neytenda.
Bensínið í 94,50 krónur
Verð á 95 okt bensíni hækkaði
um 3,20 krónur í 94,50 kr. þann
1. júní, sem valda mun kringum
0,13% vísitöluhækkun. Bjórverð
hækkaði um 1,6% og annað áfen-
gi 0,59% að meðaltali. Vindlingar
hækka um 2,51% en vindlar
læl<ka um 6,58% að meðaltali,
vegna gengislækkunar evrunnar.
t mars spáði Þjóöhagsstolnun
4% verðhólgu á árinu og var þá
raunar á svipuðu róli og fjármála-
markaðurinn. „Við höfum enn
ekki breytt okkar spá, en munum
fara yfir þetta f heild síðar í mán-
uðinum," sagði Þórður Friðjóns-
son forstjóri. En miðað við þró-
unina undanfarna mánuði verði
ný spá líklega nær 5% en 4%.
Evran tafið verðbólguna?
Gengi evrunnar sem fyrir
skömmu fór niður fyrir 0,90 á
móti dollar er nú aftur komið upp
í 0.94 dollara. Þórður segir erfitt
að segja hvort eða hvaða áhrif það
hafi haldi evran áfram að hress-
ast. Gengisstefnan miðist við
körfu gjaldmiðla, eftir viðskipta-
vægi, svo í reynd ætti hækkun
evrunnar ekki að hafa mikil áhrif
á verðlag hér. Nema þegar krónan
styrkist gagnvart þessari körfu,
eins og hún hafi nú gert f hálft
annað ár, sem væntanlega hafi
dregið úr verðbólgunni m.v. það
sem annars hefði orðið.
Eins og ljóst er af umræðunni
undanfarna daga virðist þó nokk-
uð umdeilt hvort lækkun á gengi
evrunnar hefur skilað sér inn í
verðlag á íslandi. Ur tölum má
lesa, segir Þórður, að innflutn-
ingsverð á mat- og drykkjarvörur
núna í janúar-mars hafi breyst
6,1% til lækkunar m.v. sama tíma
í fyrra. En hins vcgar breyst 5,5%
til hækkunar í vísitölu neyslu-
verðs. Hvar ástæða þessa mikla
munar liggur þekki mcnn ekki í
einstökum atriðum og hafi því
tekið ákvörðun um að skoða það
nánar. Verðhækkun á vínum eigi
sér hins vegar aðrar ástæður.
Þótt mikið af vínum komi frá
evrulöndunum hafi innllutnings-
verð víns, af einhverjum óskýrð-
um ástæðum, hækkað verulega í
janúar-mars m.v. sama tímabil
árið á undan. Verðlag á víni sé
þannig að þróast öðruvísi en ann-
að verðlag í Evrópu. - HEI
Sl toil v* v. v> f A ' l VlýjiKi
.tn n fyu
10(1 V. i ’ ) >■ 1; t ■
íik;nn»u» f)v»