Dagur - 03.06.2000, Qupperneq 10
10 — LAUGARDAGUR 3. JÚJV/ 2000
SD^tr
FRÉTTIR
Undirgöng mvndu
fækka Bnnarslysum
Brýnt að ráðast í úr-
bætur til að fækka um
ferðarslysum vegna
lausagöngu búfjíír.
Göng undir þjóðvegi myndu fækka
óhöppum vegna lausagöngu bú-
ijár, það er a.m.k. mat Einars Guð-
mundssonar, forvarnarfulltrúa hjá
Sjóvá-Almennum. I fyrra varð slá-
andi aukning á umferðarslysum
sem rekja má til lausagöngu búfjár
á þjóðvegum landsins. Slysum
fjölgaði um 25% frá árinu 1998 og
urðu 251 talsins.
„1 tillögum sem nú liggja fyrir
ríkisstjórn er lagt til að undirgöng-
um undir vegi fjölgi töluvert til að
búféð geti runnið óhindrað undir
vegina. Því miður er allt of fátítt að
við séum með svona undirgöng og
það þarf að byija á að kortleggja
hvar þörfín er brýnust," segir Ein-
ar. Talsmenn Sjóvár-Almennra
segja að hættan sem stafar af um-
ferðaróhöppum vegna lausagöngu
búQár sé fyrirsjáanleg þar sem hún
sé bundin við nokkra tugi kíló-
metra í hverjum landsfjórðungi.
Lögregluyfirvöld
á viðkomandi
svæðum hafi oft-
ar en ekki haft af-
skipti af búfénaði
á vegaköflunum
þar sem yfirleitt
er bundið slitlag
og ákjósanleg
skilyrði til akst-
urs. Þannig megi
nefna um 35 kílómetra kafla á
Holtavörðuheiði ofan Borgarness
þar sem rúmlega 20 ákeyrslur á
sauðfé áttu sér stað.
Erfitt að vita
Kindur eiga þátt í stærstum hluta
þessara óhappa en einnig eru all-
mörg dæmi um slys vegna hrossa
og hafa þau tíðum alvarlegri af-
leiðingar. Mismunandi er hvort
bóndinn eða vegfarandinn er
ábyrgur fyrir tjóninu. Þar sem
lausaganga búíjár er bönnuð, er
eigandi viðkomandi skepnu ábyrg-
ur, en að öðrum kosti ber vegfar-
andi tjónið. „Þar
sem girt er beggja
megin vegarins er
lausaganga búljár
bönnuð sam-
kvæmt vegalög-
unum. Síðan geta
hreppsnefridir
eða sveitarfélög
ákveðið hvort
heimila eigi
lausagöngu og vandamálið fyrir
vegfarandann er að hann veit ekki
hvernig reglurnar eru á því lands-
svæði sem hann ekur um. Helst
þarf maður að hafa Lögbirtinga-
blaðið 10 ár aftur í tímann til að
geta flett því upp,“ segir Einar,
spurður um ábyrgð aðila.
Ábyrgð Vegagerðar aukin
Aðalsteinn Jónsson, formaður
Landssambands sauðfjárbænda,
segir að ímynd allra hlutaðeigandi
sé að skaðast vegna þessara slysa.
„Þetta er alvarlegt mál og við höf-
um ályktað á Búnaðarþingi að
vegagirðingar eigi að vera hluti af
nýframkvæmdum vega og við-
haldi. Okuhraðinn er orðinn svo
mikill og það verður bara að halda
búfénaði frá þessum vegum.
Bændur hafa ekki bolmagn til að
girða sjálfir. Mér finnst að það séu
vegirnir sem þurfa að verja sig en
ekld bændurnir enda koma vegirn-
ir í gegnum nytjalönd hænda."
Ógnvænleg aukning
Ymis lögregluumdæmi eru í
vanda stödd vegna þessa og má
sem dæmi nefna svæðið í kringum
Hvolsvöll. Gils Jóhannsson lög-
regluvarðstjóri segir ástandið al-
varlegt. „Það hefur orðið ógnvæg-
leg þróun í þessum efnum og það
sem verra er að ökumenn hverfa
sífellt oftar af vettvangi og hirða
hvorki um að láta bændur né lög-
reglu vita.“ - BÞ
Islandsmót
íhand-
flokuniun
helgina
íslandsmeistaramót í handflökun
verður haldið á Miðbakka Reykja-
víkurhafnar á „Hátíð hafsins" í
dag, daginn fyrir sjómannadaginn.
Til þessa móts var upphaflega
stofnað til að helja til vegs og virð-
ingar þá verkþekkingu og verklag
sem góðir handflakarar þurfa að
búa yfir. Flakaðar verða þrjár teg-
undir fiska og dæmt verður eftir
hraða, nýtingu og gæðum. Is-
landsmeistari er sá íslenskur ríkis-
borgari sem hæsta einkunn fær
fyrir þessa þijá þætti samanlagt.
Sérstök verðlaun verða veitt þeim
erlendum þátttakanda sem fær
flest samanlögð stig.
Á síðasta Islandsmóti kepptu 20
flakarar frá Islandi, Bretlandi og
Filippseyjum en Islandsmeistari
varð Ámundi S. Tómasson. Hann
varð einnig gæðameistari, karfa-
meistari og ýsumeistari en hrað-
virkasti flakarinn var Baklur
Karlsson. Skráning keppenda fer
fram í sjávarútvegsráðuneytinu en
það er Starfsfræðslunefnd fisk-
vinnslunnar í samvinnu við Fisk-
vinnsluskólann og Reykjavíkur-
höfn sem efna til mótsins. — GG
Kindur og hross geta reynst öku-
mönnum lífshættuleg - eða öfugt.
Kosið uiii sameiningu
eyfirskra sveitarfélaga
Engin ákvörðun liefur
verið tekin uin þaö
hvað nýtt sveitarfélag á
að heita, ef af verður,
en nafnið Hörgársveit
ber oft á góma.
Kosið verður um sameiningu
Skriðuhrepps, Oxndælahrepps og
Glæsibæjarhrepps í laugardag, 3.
júní. Ibúar þessara þriggja sveitar-
félaga eru liðlega 400 talsins flest-
ir í Glæsibæjarhreppi en á kjörskrá
eru um 260 manns. Þessi þrjú
sveitarfélög ákváðu að taka ekki
þátt í samstarfsnefnd um samein-
ingu sveitarfélaga við Eyjaíjörð
heldur leita fyrst eftir því hvort vilji
væri til þess að sameina þau í eitt
sveitarfélag. Það kann svo að verða
áfangi í því að sameina öll sveitar-
félög við Eyjafjörð í eitt sveitarfé-
lag með yfir 20.000 íbúa.
Ármann Búason, bóndi að
Myrkárbakka í Skriðuhreppi og
oddviti hreppsins, segir að kjós-
endum standi aðeins til boða að
merkja við já eða nei á kjörseðlin-
um. Einfaldur meirihluti í hverju
sveitarfélagi lyrir sig ræður því
hvort sameining verður eður ei.
Enginn ákvörðun hefur verið tekin
um það hvað nýtt sveitarfélag á að
heita, ef af verður, en nafnið Hörg-
ársveit ber oft á góma.
„Þó eitt sveitarfélaganna felldi
sameininguna hafa sveitarstjómir
hinna tveggja leyfi til þess að sam-
einast, ekki þarf að kjósa aftur eins
og áður var nauðsynlegt. Það verð-
ur talið i félagsheimilinu að Mel-
um. Ef þetta verður samþykkt ligg-
ur næst fyrir að ákveða hvenær
sameiningin tekur gildi og hvaða
nafn sveitarfélagið nýja ber,“ segir
Ármann Búason.
- Skoðanakönnun sem unnin er
af Gallup fyrir Akureyrarbæ segir
að yfir 60% íbúa Eyjafjarðar vilja
að svæðið verði eitt sveitarfélag.
Kemur það þér á ávart?
„Það kemur mér á óvart hversu
mikill meirihluti er því fylgjandi.
En ég veit ekki hvernig að þessu
hefur verið staðið." — GG
Frá undirritun kaupsamninganna.
Hönnim kaupir
af Orkuveitunni
Undirritaðir hafa verið samningar
um kaup verkfræðistofunnar
Hönnunar hf. á húsi Orkuveitu
Reykjavíkur við Grensásveg 1, en
þar var Hitaveita Reykjavíkur áður
til húsa. Um er að ræða tæplega
4000 fermetra húsnæði og verður
það afhent kaupanda 1. október
nk. Orkuveitan mun leigja hús-
næðið af Hönnun fram á mitt ár
2002, en þá flytur Hönnun á nýja
staðinn. Með þessari sölu hefur
Orkuveita Reykjavíkur selt þær
fasteignir sem áður hýstu höfuð-
stöðvar Hitaveitu Reykjavíkur og
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en
fyrirtækið undirbýr nú flutning í
nýjar höfuðstöðvar sem munu rísa
við Réttarháls. Með flutningi
Hönnunar í þetta húsnæði skapast
ný vaxtarskilyrði fyrir fyrirtækið,
en núverandi húsnæði við Síðu-
múla 1 og 3 íReykjavík er orðið allt
of lítið. Fyrirtækið er einnig með
skrifstofur áEgilsstöðum, Reyðar-
firði, Hvolsvelli, Höfn í Homafirði
og á Akranesi. Þá á Hönnun hf.
hlut í Tækniþingi ehf. á Húsavík
og Loftmyndum ehf. í Reykjavík.
Hjá Hönnun hf. starfa nú um 100
manns.
RADDIR FÓLKSINS
Dorrit Moussaieff og truarbrögðin
HVÞ
SKRIFAR
„Umbeðin svaraði hún því til ný-
verið á fréttamannafundi á
Bessastöðum í tilefni trúlofunar,
að hún væri trúuð, tryði á guð,
því það væri bara einn guð,
sama hvort maður væri kristinn,
gyðingatrúar, múslími eða
hindúatrúar. Þetta fyrirgefst, ef
hún veit ekki betur.
En raunveruleikinn er þessi:
Jesús Kristur, mannssonurinn,
guðssonurinn ér eini meðalgang-
arinn milli guðs og manna.
Hann sagði: „Eg og faðirinn
erum eitt. Enginn kemur til föð-
ursins nema fyrir mig“. Og einn
lærisveinninn ritaði: „Enginn
hefur nokkurn tíma séð guð,
sonurinn eingetni, sem hallast
að brjósti föðurins, hann hefur
veitt oss þekking á honum“.
Hinn sami segir einnig um
þennan guðsson: „Hann kom til
eignar sinnar, og hans eigin
menn (Gyðingarnir) tóku ekki
við honum".
Þannig er nú það og því ekki
sama hver trúin er. Forsetinn
kvaðst ætla að ræða þetta mál
við biskup. En biskupinn virðist
segja, að þetta sé allt í lagi, því
við búum við trúfrelsi. „Hann
segir mikilvægt að fólk njóti trú-
frelsis" (forsíða Dags 26. 5. síð-
astliðinn). Og víst er það, en
stjórnarskrá landsins styður
samt hina evangclísku kirkju og
er ekkí forseti Islands verndari
og æðsti yfirmaður hennar?
Eðlilegt virðist vera, að biskup
Islands, forsetinn og tilvonandi
eiginkona hans ræddu þessi mál
og henni boðin fræðsla og leið-
sögn um hina kristnu trú, sem
við Islendingar höfum rækt og
ræktað í 1000 ár. Við minnumst
með söknuði hinnar Iátnu for-
setafrúar, Guðrúnar Katrínar,
sem allir dáðu og virtu. Með
hlýjum vinarhug bjóðum við
hina komandi forsetafrú vel-
komna og munum sýna henni
virðingu og kærleika, en við
hljótum að vona, að þegar hún
hefur fengið góða uppfræðslu
um Drottinn jesú Krist, þá taki
hún með gleði við honum í trú.
Megi svo verða. Væri ekki verð-
ugt að höfuðhirðir hins kristna
safnaðar í landi okkar biði og
veitti slíka uppfræðslu? Fyrir
þessu er þegar beðið meðal
þeirra, sem viðhalda vilja og efla
kristni f landinu.
Með góðum óskum og sumar-
kveðju til Bcssastaða."