Dagur


Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 4

Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 4
4,»- ÞRIIWIDAGUR 1. A6,t/.ST,.2,Q,qg FRÉTTIR Tuttugu stútar við við styri stöðvaðir Lögreglan í Reykjavik þurfti að venju að fást við margvísleg mál um helg- ina að því er fram kemur í dagbók hennar. Að sögn lögreglunnar voru 20 öku- menn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur um helgina.“Um áframhaldandi þróun virðist því vera að ræða hvað varðar aukningu á ölvun við akstur," segir í dagbók lögreglunnar. Þá voru 50 manns stöðvaðir vegna of hraðs akst- urs. Einn þeirra var sviptur ökuréttind- um á staðnum, en hann hann ók á 127 km hraða um Miklubraut við Skeiðar- vog á sunnudagskvöldið, þar sem 60 km hraði er hámark. Rarai stjómlaus afturábak A föstudag varð umferðaróhapp á Kambsvegi, er sendibifreið var ekið aft- urábak niður halla. Þegar ökumaður ætlaði að bremsa virkuðu hemlarnir ekki. Bifreiðin rann því stjórnlaus aft- urábak, lenti á annarri bifreið og því næst ók hún niður ljósastaur en endaði með því að fara á brunahana og velta. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og slasaðist sem betur fer ekki. A föstudagskvöld var tilkynnt um umferðarslys á Vatnsmýrarvegi, öku- maður og farþegi í annarri bifreiðinni voru klipptir út úr henni og fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild. Fíkniefni í Öskjuhlíð Fjórir menn voru handteknir á laugar- dagskvöld eftir að ætluð fíkniefni og sprautur fundust í fórum þeirra í rjóðri í Öskjuhlíð. Þá var stúlka flutt á slyadeild með höfuðáverka eftir að henni hafði verið hrint utan í Ijósastaur á Laugavegi á aðfarnótt laugardags. Gerandinn hélt á brott á bifreið sinni. A aðfaranótt sunnudags var „einn aðili“ handtekinn eftir að hafa gert til- raun til að slá starfsmann veitingastað- ar f Miðborginni með flösku í höfuðið. Hoppuðu ofan á vélarhlíf A föstudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í vinnuskúr í Grafarvogi, var þar ýmsum verkfærum stolið. A aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um „aðila“ sem höfðu verið að hoppa ofan á vélarhlíf bifreiðar. Lögreglan ræddi við umrædda „aðila", en þeim var sleppt lausum að viðræðum Iokn- um. Á sunnudag var svo tilkynnt um inn- brot í heimahús í vesturbæ. Þar voru tekin ýmis húsgögn og heimilistæki. Fisflugvél hrapaði Á föstudag var tilkynnt um eld í hjóla- geymslu f fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Tveir voru fluttir á slysadeild vegna reykeitrunar. Skemmdir urðu á hjóla- geymslunni og reykræsta varð þrjár íbúðir. Lögreglan telur að rekja megi upptök eldsins til þriggja drengja sem voru að fikta með eldspýtur. Á föstudagskvöld varð flugslys í Þingvallasveit, fisflugvél hrapaði og var flugmaður fluttur með þyrlu Landhelg- isgæslunnar á slysadeild. Á aðfaranótt sunnudags stökk einn „aðili" í sjóinn, eins og lögreglan orðar það á sínu stofnanamáli. Lögreglan bjargaði honum í land, og síðar um nóttina tókst lögreglu að tala annan „aðila“ til sem var langt kominn á sömu leið. FRÉTTA VIÐTALID Sitt sýnist hveijum á Ak- ureyri um íyiirhuguð há- tíöahöld í hænum um versluiiaimannahelgma. Gagnrýnendur segja að þrátt fyrir yfírlýsingar um amiað sé verið að lokka unglinga til bæjarins á svipuðum forsend um og gert var á Hailó Akureyri. Þá heyrist í pottinum að sumir andstæðingar hátíðahalda hafi látið það fara í taugamar á sér að einn þeir- ra sem opinberlega hefur verið talsmaóur hátíða- haldanna sé íýmim nefndarmaður í áfengis- og vlmuvamamefnd sem orðið hafí að segja af sér vegna þess að hann flæktist í fíkniefnamisferli í vetur - það hljóti að teljast dómgreindarleysi segja þeir að tefla slíkum manni fram, jafnvel þótt haim kunni að vera snjall og hugmyndarík- ur skipuleggjandi! Aðrir líta á þemian málflutn- ing sem ofsóknir gegn hæfileikamöimum, sem hafa lent í því að misstíga sig... Ólafur Ragnar Grímsson. Forsetinn verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn í dag. í gær fréttist af því í pottin- um að iðnaðarmen vora kallaðir til í þinghúsinu til að smyrja ^ lamimar á svalahurðunum en forsetiim mun ganga út á svalir og taka við hyllingu þjóðariimar. í pottinum heyra menn að mikil spemia ríki einmitt um það hvort Dorrit muni koma með Ölafi út á svalimar eða hvort hami muni koma einn. 1 hugum sumra pottveija væri það ígildi hjónabands ef hún verður þama með honum... Greinilegt er að viðtalið við Agúst Einarsson í Degi uin helg- ina hefur hreyft við ýmsum fram- sóknarmönnum. í pottinum kom greinilega fram að gamlir stuðn- ingsmenn Finns Ingólfssonar vom pirraðir á þvl að Ágúst vildi gera Samiylkinguna að flokki lít- illa og meðalstórra íýrirtækja. Þeir telja að Finnur og Framsókn hafi tekið upp þetta merki íyrir löngu og Ágúst vilji nú stela því_ frá þeim... Ágúst Einarsson. ÓliH. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Seinnipart sunnudags myndaðist löng umferðarteppa áSuðurlandsveginum. Svo virðistsem vegákeifiðráðiorðið illaviðgóðviðrishélgarum mitt sumar þegar allirfara í einu þangað semgóða veðriðer. Ávísim á verslimarmannahelgma - Umferðin var víst ansi mikil á Suður- landsveginum. Já, þetta var víst óvenjulega mikið. En þetta er í raun og veru bara eitthvað sem menn mega bara búast við á sunnudagseft- irmiðdögum svona upp úr mánaðamótum júnf og júlí og fram yfir verslunarmanna- helgi. Eg hef nú einhvern tfmann látið hafa eftir mér að svokallaðir umferðarhnútar séu varla til á Islandi. - Þeir eru kannski að verða til núna? Já, það má segja það. En þarna er þetta náttúrlega bara að nálgast það sem sumir eiga að venjast bara í stórborgum erlendis. Og svo er náttúrlega ýmislegt hægt að gera. Það eru nokkrir möguleikar til þess að kom- ast inn í umferðina til borgarinnar og við höfum t.d. mikið verið að benda á Breið- holtsbrautina og að fólk fari þar upp fyrir Breiðholtshverfið og þar niður. Sömuleiðis er möguleiki að fara í gegnum Árbæjar- hverfið og þar niður. Það gæti t.d. verið vænlegur kostur fyrir þá sem eru að fara í Grafarvoginn, því þá komast þeir beint yfir Höfðabakkabrúna og niður á Gullinbrú. - Þetta var verst bara þama rétt við bæinn? Já, mér skilst að þetta hafi verið langverst bara við gatnamótin Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar. Og þar eru náttúrlega umferðarljós, sem verða vonandi ekki til langframa. Þarna verða sett mislæg gatna- mót þegar fram líða stundir. En það er ekk- ert að koma að því. - Er þetta einhver vtsbending um það hvemig ástandið verður um næstu helgi, verslunarmannahelgina? Já, ég mundi alveg hiklaust benda fólki á að þetta sé einmitt ávísun á það hvernig þá getur orðið. En ég held í heild sinni að þarna séum við að sjá ýmislegt sem fólk í öðrum löndum á að venjast á morgnana og síðdegis í stórborgum víða. Bílaeignin hefur aukist svo mikið á þessu ári og liðnum árum að það má búast við þessu. - Og á þá ekki að koma neinum á óvart? Nei, ég held ekki. Og þarna hefur veðrið alltaf mikil áhrif. Spáin var heldur bjartari fyrir suðurlandið en vesturlandið, og þá fór auðvitað meginþorrinn þangað. - Má segja að vegaketfið ráði varla leng- ur við umferðina á góðviðrisdegi, það sé orð- ið það mikið afbtlum? Álveg tvímælalaust. En þarna hefðu mis- læg gatnamót verið óskastaðan strax í byrj- un. Þetta eru ekki mjög gömul gatnamót, en þegar í þau var ráðist var ekki talið að menn hefðu fjármagn í það. En það hefði létt al- veg heilmikið á. - Þannig að það má búast við þessu næstu árin? Já, nokkur ár. Eg held að þau verði kanns- ki ekki mjög mörg, en næstu tvö árin kanns- ki. En fólk getur náttúrlega tekið þann pól í hæðina að fara fyrr f bæinn. En það er líka hægt að fara seinna. Fyrir utan svo þá sem eru í sumarfríi, þeir ættu bara að forðast þessa umferð. - Btðafram yfir helgina? Já. Fyrir utan svo það að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. En svo er annað þessu tengt, fyrst við erum að tala um milda umferð og bílalestir, þá langar mig til þess að koma á framfæri við bændurna, sem eru náttúrlega á kafi í heyönnum þessa dagana, að vera meðvitað- ir um hvað er á seyði með öllum þessum bíl- um. Þannig að traktor með heyvagn og sést ekki einu sinni aftur fyrir vagninn, slíkt er mjög slæmt á eftirmiðdegi á föstudögum og sunnudögum. Auðvitað búum við á Islandi, og auðvitað eru þeir að nota þurrkinn, en þeir ættu samt að gera sitt til þess að draga úr þessum streituvaldi á vegunum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.