Dagur - 01.08.2000, Síða 6

Dagur - 01.08.2000, Síða 6
6 - ÞRIDÍUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. i.goo KR. A MÁNUÐl Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-i615 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Flokksþmgssýningar I fyrsta lagi Lokahrinan í langri baráttu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkj- unum er loksins að hefjast með flokksþingum stóru flokkanna, repúblíkana og demókrata. Ihaldsmenn eru mættir til leiks þús- undum saman í borginni Fíladelfiu, en þar verður næstu daga sviðsett mikil leiksýning fyrir fjölmiðla í boði nokkurra helstu stór- fyrirtækja landsins, en þau borga brúsann fyrir repúblíkana. Flokksþingið mun tilnefna George W. Bush sem forsetaframbjóð- anda og Richard Cheney sem varaforsetaefni, en hann er enn lengra til hægri en Bush. Keppikefli kosningavélar þeirra verður að búa til ímynd sem sannfæri nógu marga óákveðna kjósendur um að í íhaldssemi frambjóðendanna sé falin „samúð“ með alþýðu manna eins og það er kallað. í öðru lagi Sú ákvörðun Bush að velja Cheney, sem var varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Bush eldri fyrir um áratug síðan, hefur sýnt enn frekar hið raunverulega andlit þeirra sem nú ráða flokki repúblíkana. Listinn yfir þau framfaramál sem Cheney barðist gegn sem þing- maður á sinni tíð er fimalangur - enda er hann strax á hlaupum frá sumum öfgafyllstu skoðunum sínum. Úrslit kosninganna í nóvember munu ráðist af því hversu vel ímyndarfræðingum tekst að fela hið Ijóta andlit öfgafullrar íhaldsstefnu á bak við þá grímu samúðar sem auglýsingamenn Bush leggja allt kapp á að búa til. í Jjriójíi lagi Demókratar efna til svipaðrar Ieiksýningar um miðjan ágúst og til- nefna þar A1 Gore sem frambjóðanda sinn, en ekki liggur enn fyr- ir hvern Gore velur sem varaforsetaefni. Ljóst er af skoðanakönn- unum að sá hluti Bandaríkjamanna sem á annað borð nennir að láta skrá sig á kjörskrá, hefur Iangt í frá gert upp hug sinn, þótt Bush leiði í flestum könnunum þessa dagana. Ekki er mark tak- andi á slíkum tölum fyrr en flokkssýningunum lýkur og slagurinn á milli Gore og Bush hefst fyrir alvöru. Það verður blóðugt og rán- dýrt hanaat sem enginn veit enn hvernig fer. Elías Snælatid jónsson. Siðanefndir Alltaf þegar Garra langar til að hreyta ónotum í menn eða þykir þeir á einhvern hátt verðskulda ærlega ofanígjöf, gerir hann sér far um að orða hlutina þannig að það geti flokkast undir grín eða gamanmál. Ekki svo að skilja að kímni sé eitthvað sem er Garra óeðlilegt, þvert á móti, en það er einfaldlega öruggara að skýla sér á bak við slíkt ef í harðbakk- ann slær. Þannig er nefnilega mál með vexti að Garri var einu sinni kærður til- Siðanef’ndar Blaða- mannafélagsins fyrir það að hafa talað af óvirðingu um vold- ugan embætismann ríkisins og fólst glæp- urinn í því að Garri nefndi manninn með gælunafni í stað- inn fyrir að nefna hann fullu nafni. Sá „glæpur“ var auðvitað svipaður því sem Jóhannes úr Kötlum orti um á sinni tíð um föður sinn „skrítinn og sköllótt- an“ en í því kvæði segir jú m.a.: „...og Pétur biskup þann kunna klerk/ hann kallar nú bara Pésa“. Fyndni í lagi Siðanefnd blaðamanna hins vegar ákvað að Garri hefði ekki gerst brotlegur við siðareglur vegna þess að hann hafi verið að reyna að vera fyndinn. Tilraun til fyndni væri nefnilega ekki brot á siðareglum. Er þar þá komin skýringin á því af hveiju Garri er alltaf að reyna að vera fyndinn - hann er að gera siða- nefnd Blaðamannafélagsins til hæfis, og forðast að fá á sig dóma frá henni. Þetta er hins vegar mjög þreytandi til lengdar og Garri teldi mun eðlilegra að siðanefhdi BÍ tæki upp aðferðir V siðanefnda annarra stétta þar sem félagsmenn eru undan- tekningarlaust sýknaðir, þó svo að þeir hafi hvorki verið fyndnir né verið að reyna að vera fyndn- ir. Fnunkvæði presta Þannig hefur Garri t.d. nokkurn áhuga á að siðanefnd B.I. taki siðanefnd presta sér til fyrirmyndar. Þar var Hr. Sigurbjörn Einarsson sýknaður af því að hafa brotið gegn siðareglum með yfirlýsingum sínum um að þeir sem gagn- rýndu kristnihátíð á Þingvöllum hefðu varla „eðlilegt heilsu- far“ og herferð gagn- rýnenda minnti á það „sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma.“ Síðan hefur biskup ritað grein í Morgunblaðið og undir- strikað að hann hafi vitað hvað hann var að segja. Oruggt er að siðanefnd blaðamanna hefði ekki Iátið svona nokkuð átölu- laust, enda biskupinn alls ekki að gera að gamni sínu. Það gerir hins vegar siðanefnd presta. Og úr því sjálfur biskupinn má segja svona opinberlega, hví skyldi þá ekki Garri mega tala hvasst - án þess að vera að reyna að vera fýndinn? Það liggur því ljóst fyr- ir að siðanefnd blaðamanna verður að skoða frumkvæði siða- nefndar presta. Best væri þó náttúrulega að siðanefndir, sem eru að vakta hvað menn segja og hvort þeir séu að reyna að vera fyndnir eða ckki legðu sjálfar sig niður. Það er nefnilega margt til í því sem bamið sagði: maður á bara að segja það sem manm finnst. - GARlíí Frændnr frændum bestir .f JÓHANNES f ÍR SIGURJÓNS SON I-«> SKRIFAR Það er alkunna að börn eru oft í uppreisn gegn foreldrum sínum og sambandið milli jiessara aðila stundum stirt þó ástríki sé einnig til staðar. Það er auðvitað ein skýringin á því ástar- og haturs- sambandi sem íslendingar eru í við Norðmenn. Við erum jú að miklum hluta afkomendur Norð- manna, þó Irar og Aserar muni einnig eiga þar hlut að máli og hlóð í hland. ef marka má kenn- ingar þar um. Löngum þóttu okk- ur Danir vera þcir frændur sem voru frændum verstir á Norður- iöndum en hin síðari ár hafa Norðmenn tekið við hlutverki þeirra serr> okkar helslu andskot- ar í frændgarðinum. Framganga þeirra í Smugudeilunni og ósvífnar tilraunir til að eigna sér Snorra og Leif F.iríksson hafa far- ið lyrir brjóstið á flestum þjóð- hollum Islendingum og því hefur héðan andað heldur köldu í garð Niorðmanna undanfarin ár. Og cins og ævinlega hefur öf- undin og minnimáttarkenndin haft áhrif á afstöðu okkar til ann- arra [ijóða. Við öiúndum Norð- menn af olíuauðnum og þolum illa að Jieir séu okkur fremri á flestum sviðum. Þess vegna eru Islendingar til dæmis hörðustu gagnrýnendur norska landsliðs- ins í knattspyrnu og segja það spila leiðinleg- asta varnarbolta í Evrópu. Og að sjálfsögðu óþarfí áð taka það Iram að íslenska landsliðið í fótbolta hefur spilað jafnvel enn meiri varnarleik en það norska á undanförnum árum. Kýraugim En nú virðist vera farin að aukast hlýja á meðal frændþjóða og vio erum á góðri leið með að taka Norðmenn sátt. Meðal annars vegna þess að deilur milli þjóð- anna hafa legið niðri um skeið og Norðmenn hafa komið hingað færandi hendi og t.d. skenkt Vestmannaeyingum stafkirkju sem ku vera kostagripur. Og ekki spilla fyrir gagnkvæm- ar heimsóknir helstu stór- menna þjóð- anna. Þannig voru heiðurs- hjónin Haraldur konungur og Sonja drottning á Isiandi um helgina og sögðu margt fallegt um Snorra okkar. Jand og þjóð. Og á sama tíma (ef marka má Dag) var Guðni Agústsson úti i Noregi og horfist þar / augu v'ið norskar kýr. Vænt- anlega hafa Verdens gang og aör- ir norskir ijölmiðlar ekkí gert heimsókn Guðna minni skil en Moggi og íslenskir fjölmiðlar konungsheims'f ninn Höfðmginn Hakon Það er sem sé allt í góðu í til- hugalífi Islendinga og Norð- manna þessa dagana. Og reyndar aðeins ein uppákoma sem hefði getað spillt ástum þessara sam- lyndu hjóna. En jjað var þegar áhöfn Flugleiðavélarinnar sem flutti konungshjónin til lslands bauð þau velkomin og ávarpaðí Harald tvívegis sem Hákon. Þjóð- ir hafa farið í stríð ai minna til- efni, en Noregskonungur virðist hinn mesti geðprýðismaður og tók þetta ekki óstinnl upp, a.m.k ekki opinberlega. Enda skvringin á mistökunum augljós. Fiugleiðamenn hafa eín- faldlega ruglað Haraldi saman við héraðshólðingjann Flákon Aðalsteinsson, sem stóð i’yrir stuttu skartklæddur og tignarleg- ur fv'rír utan norsku konungshölí- ina og fiutti kóngi dra]iu. Menn hafa nú farið mannavillt ai minna tilcfní. Áttu von á breyttum áherslum á nýju hjör- tímabiliforseta íslands? Gylfi Gröndal rithöfundur og höfundurþriggja bóka umforseta íslands „Þeirri skoðun virðist nú vaxa fylgi að forseta- embættið sé óþarft og má þar benda á leiðara í DV fyrir helgina. Þessu er ég ekki sammála og kemur mér á óvart. Á nýju kjörtímabili tel ég að ekki verði um að ræða neinar veruleg- ar breytingar á embættinu, Ólafur Ragnar hefur þegar mótað það eftir sínu höfði eins og allir fyrir- rennarar hans hafa gert að meira eða minna leyti, og embættið raunar mótað og breytt mönnum líka. Þó kann að vera að ytri ímynd embættisins breytist með boðuðu brúðkaupi hans og Dorritar og ekki er nema gott um það að segja." Kristján Þorvaldsson ritstjóri Séð og heyrt. „Það tel ég að gæti gerst og þar kemur til sam- band hans við Dorrit - en hún ætlar greinilega að fylgja Ólafi í ýmsar þær at- hafnir sem hann sækir. Hér heima virðist Ólafur hafa fundið réttu línuna gagnvart þjóðinni og því þarf ekki að búast við miklum breytingum þar. En á alþjóðlegum vettvangi gæti hann farið að láta ljós sitt meira skína og notað for- setaembættið til þess meðal ann- ars að greiða sér leið erlendis." Ágústa Þorkelsdóttir bóndi á Refstað á VopitafiiðL „Ef satt skal segja tel ég að svo muni ekki verða. Þó ég þekki Ólaf af j>vf að vera róttækur maður og vilja breytingar á mörgum hlutum, þá tel ég að hann muni ekki breyta því sen ekki þarf að breyta. Hinsvegar væri það mér alveg að sársauka- laust að glamúr í kringum þetta embætti væri minni og sú pólítík sem er rekin í sambandi við orðu- veitingar og heiðursmerki. Hún er ekki í anda jjjóðarsálarinnar. Hús- hald á Bessastöðum ætti að ein- kennast af mvndarskap, gestrisni og einfaldleika eins og gerist á ís- lenskum alþýðuheimilum." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir „Öll embætti hljóta að breyt- ast í tímans rás, rétt eins og þjóð- félagið sjálft ger- ir. Þó hygg ég að í meginatriöum muni Ölafur ; halda sömu stefnu og hann hefui mótað, enda hefur hún gefist vel. j Eg hef þó víirleitt kunnað vel vað j þá stefnu sem Ólaf ur hefur mót- , að í forsetatíð sinni, bæði mnan- I lands og utan." alþingisntaður.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.