Dagur


Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 16

Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 16
16- ÞRIÐJUDAGU R 1. ÁGÚST 2000 Mikið um dýrðiríReyk- holti og Eyjum um helg- ina. Norðmenngáju til Snormstofu og heila, stafkirkju sem verðurá Skansinum íEyjum. Noregskonugurkom og sólin skein Island var í sparifötum sumar- skrúða um helgina þegar norsku konungshjónin heimsóttu Island, en þau voru viðstödd þegar tvær veglegar gjafir Norðmanna voru formlega afhentar Islendingum. Annars vegar Snorrastofa í Reyk- holti í Borgarfirði þar sem stund- aðar verða rannsóknir í miðalda- fræðum og hinsvegar stafkirkja sem reist hefur verið á Skansinum í Vestmannaeyjum, til minningar um þá Hjalta Skeggjason og Gizur hvíta sem fyrstir manna reistu kirkju á Islandi. Mikið var um dýrðir bæði í Reykholti og í Eyjum um helgina af þessu tilefni. Sýna Snorra mikinn áhuga Um Iangan tíma hafa Norðmenn sýnt Reykholti og sögu Snorra Sturlusonar mikinn áhuga, en það var sem kunnugt er Snorri sem rit- aði Heimskringlu sem er saga Noregskonunga. A Reykholtshátíð árið 1947 gáfu Norðmenn Reyk- holtsskóla styttu af Snorra - og þeir gera ekki endasleppt nú og gefa til uppbyggingar Snorrastofu 35% stofnfjár, en heildarkostnað- urinn er um 120 milljónir. Stofan er sambyggð Reylholtskirkju sem var vígð árið 1996. Snorrastofu er ætlað að sinna og stuðla að rann- sóknum og kynningu á miðalda- fræðum og sögu Reykholts og Borgarfjarðar sérstaldega. Bergur Þorgeirsson segir að geysilega mikil þörf sé á rannsókn- Tignir gestir ganga til kvöidverðar í Reykholti. Ad baki þeim er styttan af Snorra Sturlusyni sem Norðmenn gáfu íslendingum árið 1947. Á myndinni hér að neðan er barnahópur framan við stafnkirkjuna góðu á Skansinum í Eyjum. - myndir: gtk.. um um áðurnefnt tímabil íslands- sögunnar. Mikilar heimildir um þetta tímabil séu tiltækar en nauðsyn sé á að þær verði rann- sakaðar frekar. Bergur segir að meðal annars verði þegar stofnun- in kemst á fullan skrið stuðlað að fjölþjóðlegum og þverfaglegum rannsóknum er tengjast Islandi, og þá ekki síst hvað varðar Snorra Sturluson. Til minningar iim Hjalta og Gizur Og það var ekki síður hátíðar- stemmning í Vestmannaeyjum á sunnudaginn þegar stafkirkjan á Skansinum var vígð. Sr. Kristján Björnsson sóknarprestur segir að í áratugi hafi það verið áhugamál Eyjamanna að setja upp kirkju á þessum stað til minningar um þá framsýnu menn Hjalta Skeggjason og Gizur hvíta. Hugmyndinni hafi ætíð verið haldið vakandi, meðal annars af Jóhanni Friðfinnssyni sem lengi hafi verið sóknarnefnd- arformaður í Eyjum. Það hafi svo verið framsýnir og dugandi menn eins og þeir Arni Johnsen alþingis- maður og Geir H. Haarde ráð- herra sem komu málinu á hreyf- ingu meðal Norðmanna þannig að fjárvetingar fóru að fást. Kirkjan góðan er smíðuð í Lom í Noregi, en eftir smíðina ytra var hún tekin niður og svo aftur sett upp í Eyjum. I Lom sýndi fólk þessu máli mikinn áhuga og lagði því Iið með ýmsum hætti, meðal annars söfnun með fyrir kirkju- klukkum sem voru sérstaklega steyptar íyrir þessa kirkju. „Eg vænti þess að þessi kirkja verði sannkallaður þjóðarhelgidómur í tvíeinni merkingu, helgidómur bæði íslendinga og Norðmanna," segir Kristján Björnsson. Hann segir að í framtíðinni muni ýmsar kirkjulegar athafnir fara fram í kirkjunni góðu, meðal annars sé þar brúðkaup fyrirhugað síðar nú í ágúst. Fallegur og heitur dagiir „Laugardagurinn var einn falleg- asti og heitasti dagur sumarsins," segir Bergur Þorgeirsson og segir að margt skemmtilegt hafi verið gert í Reykholti í tilefni dagsins. Þar nefnir hann meðal annars söguleika íbúa frá norsku eynni Mostur og um kvöldið voru svo tónleikar í Reyk- h o 11 s k i r k j u . Kristján Björns- son tekur í sama streng. Hann segir mikinn mannljölda hafa verið viðstaddan kirkjuvígsluna á Skansinum, kunnugir tala um að þar hafi ekki verið færri en tvöþúsund manns og stemmningin konungleg. - SBS. Vinsældum Alfa 156 á íslandi og í Evrópu má fyrst og fremst þakka glæsilegri hönnun og frábærum aksturseiginleikum. Nýjasta trompið frá Alfa er 156 Sportwagon, sem sameinar á einstakan hátt fágað útlit, sportlega akstureiginleika og notagildi 120 hestafla 1.6 lítra kr. 1.940 þús. 155 hestafla 2.0 lítra kr. 2.175 þús. Möldur ehf. 461-3000 Istraktor BlUAR FYRIR ALLA )S B Ú Ð 2 - GARÐABÆ - S í MI 5 400 800 20 ára

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.