Dagur


Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 17

Dagur - 01.08.2000, Qupperneq 17
PKIDJUDAGU R 1. ÁGÚST 2000 - 17 HORN HEIMSPEKINGSINS Framtíðarfræði Þegar Forn-Kinverjar vildu skyggnast inn í framtíðina þá skrifuðu þeir spurningu sína á skjaldbökuskel, steiktu hana í eldi og spáðu síðan í sprungurnar. Öllum mönnum er það mikilvægt að hugsa en enginn skyldi taka hugs- anir sínar of al- varlega eða leyfa sér að líta á þær sem hina einu réttu endanlegu niðurstöðu. Það er hollt að horfast í augu við þá staðreynd að hversu sannfærð sem við erum þá getum við aldrei verið viss um hvað stenst tímans tönn og hvað ekki. Ef menn gera sér grein fyrir þessu finnst þeim aðeins eðlilegt að vera hógværir og umburðarlyndir gagnvart trú, hugsunum og skoð- unum annarra manna. Á öllum framtíðarfræðum verður einnig að hafa þennan fyrirvara. Á hinn böginn hafa menn fullt frelsi til að hugsa um það sem gæti orðið. Þær hugsanir verða stundum nytsam- leg kortlagning og stundum bein eða óbein sköpun framtíðarinnar. Hið jákvæða í þessum hugsunum er það að þær byggjast á löngun manna til að bæta heiminn. Þetta á ekkert skylt við spádóma sjá- anda sem birtist framtíðin í opin- berunum þó að þetta gæti að sjálf- sögðu farið saman ef menn eru slíkum gáfum gæddir. í fortíðinni reyndu menn að sjá inn í framtíð- ina með ýmsu móti. Og eins og gengur var ýmist hlegið að þessu fólki eða það tekið alvarlega. Ciceró, til dæmis, lét þau orð falla einhvern tímann að hann skildi ekki hvernig tveir garnaspámenn færu að því að horfast í augu án þess að hlæja. Eins og menn vita var það aðferð Rómverja til að sjá inn í framtíðina að spá í garnir fórnardýra. Þegar Forn-Kínverjar vildu skyggnast inn í framtíðina þá skrifuðu þeir spurningu sína á skjaídbökuskel, steiktu hana í eldi og spáðu síðan í sprung- urnar. I Tíbet notuðu spámenn þá aðferð að tæma hugann og stara síðan í eld, á ílökt- andi loga ellegar á spegilslétt yfirborð vatnsins. Arabar spáðu í sandinn. Óg þrátt fyrir öll mannleg vísindi lét fólk á minni tíð almennt spá fyrir sér í spil, kaffibolla eða kristalskúlu. Það er aðeins mannleg nátt- úra að hafa löngun til að horfa fram á veg- inn. Maðurinn svefngengill? Hugsjón er líka framtíðarsýn. Allar helstu hugsjónir fortíðarinnar snérust um hinn upplýsta mann, að skapa hinn upplýsta mann. Hann hefur verið lengi í sköpun og hann verður örugglega enn draumur þriðja árþúsundsins eftir Krist. í stærstu verkefnum mannsins eru þús- und ár ekki langur tími og þau eru of stór til að hægt sé að hætta við þau. í byrjun þriðja árþúsundsins er barist við ýmis vandamál sem við hljótum að halda áfram að fást við. Eitt þeirra er tækniþróunin sem við teljum sjálfsagt að haldi áfram að vera stærsti þátturinn í lííi okkar. Raunar veit enginn hvernig sú tilraun tekst yfir höfuð. Verður hún til góðs eða verður hún til ills? Skapar hún hinn upplýsta mann eða breytir hún manninum í svefngengil? Upp og fram Tvö mál náskyld tækniþróuninni eru fjöldi jarðarbúa og breytt loftslag og hitastig á jörðinni. í lok aldarinnar var mannkynið orðið sex billjónir og hafði þá fjórfaldast á tuttugustu öld. Hvað verður um þessar sex billjónir sem leggja upp í íorina inn í þriðja árþúsundið? Heldur mannkyninu áfram að íjölga í sama mæli og hvaða afleiðingar hefði það? Sjálfur hef ég þá trú að þetta verði ekki okkar vandamál. Fólksijölgun hlýtur ævinlega að vera tímabundið vanda- mál. Hið varanlega vandamál mannkynsins er að halda áfram að vera til. Hitastig og veðurfar verður ævinlega eitt af stóru vandamálunum. Sumir hafa áhyggjur af ís- öld, aðrir af þvi' að hitinn fari vaxandi og verði það mikill að til vandræða horfi. Langlíklegast er að þetta verði ekkert vandamál á þriðja árþúsundinu, til þess eru þúsund ár allt of stuttur tími. Eitt af stórverkefnum þriðja árþúsundsins er sá draumur mannsins að finna sameiginlegan grundvöll allra fræða og allra hluta, hinn sameiginlega grundvöll manns og heims. Þetta er hluti af hugsjóninni eða draumnum um hinn upp- lýsta mann. Annað af fyrir- sjáanlegum stórverkefnum þriðja árþúsundsins er hvort maðurinn fái vald til að móta þróun sína og annarra h'fvera. í fylgd með þessari spurningu eru bjartar vonir manna en einnig óttinn við óvæntar skelfilegar afleið- ingar. Þannig er um margar tilraunir. Hver tilraun er þess eðlis að menn þekkja ekki fyrirfram niðurstöðuna, annars væri hún ekki til- raun. Aðeins þessi örfáu verkefni nægja til að sjá að við erum á leið inn í æsilega framtíð. Þrátt fyrir bjartsýnina vita menn að sjálfsögðu að ekkert árþúsund líður án stóráfalla. Á meðan ósköpin eru að ganga yfir hættir mönnum eðlilega til að missa sjónar á því að þrátt fyrir allt miðar mann- inum upp og fram þegar til lengri tíma er litið. Jafnrétti sjálfsagður hlutur Spurningar hlaðaðst upp. Mun þriðja ár- þúsundið varðveita hið mikla menningar- lega samhengi síðustu fimm þúsund ára? Er hugsanlegt að menn missi áhugann á sagnfræði og afskrifi fortíðina, byrji jafnvel einhvern tímann í framtíðinni á nýjan leik að skrifa sögu eða sagnfræði og kalla það upphaf sagnfræðinnar? Hvernig mun mannlegu samfélagi vegna á þriðja árþús- undinu? Mun rætast draumur konunnar um víðtækari vitund, meira vald og meira frelsi? Ef það gerist verður jafnrétti kynj- anna sjálfsagður hlutur og ekki til umræðu lengur. En áður en þetta gerist nægja engar viljayfirlýsingar eða reglugerðir. Öllum þessum spurningum er ósvarað. Aðeins þriðja árþúsundið getur svarað þeim. ■menningar LÍFID Verðlaun fn inerkjíisalnarii Landsamband ís- Ienskra frímerkja- vHxndóttir safnara hélt Lands- þing sitt sunnudaginn 30. Júlí. Þennan dag var jafnframt síð- asti dagur frímerkjasýning- anna að Kjarvalsstöðum, en kvöldið áður hafði farið fram lokahóf og verðlaunaveitingar að Kjarvalsstöðum. Hæstu stigatölu hjá dómnefndinni, fengu þeir Heinrich Schilling fyrir safn sitt „Erlendir komu- stimplar á íslenskum pósti“ og Sigurður R. Pétursson fyrir safn sitt „íslensk bréfspjöld 1879-1920“. Þetta voru án alls vafa tvö bestu söfnin á sýning- unni, en auk þess fengu þau heiðursverðlaun. Stóru gylltu silfurmedalíurnar fengu: Iljalti Jóhannesson fyrir „Antika- og Lapidarstimplar“, Roland Daebel fyrir „Póstflutningar með skipum, frá/til og um ís- land“. VVemer Stöwahse fyrir „ísland - Skildingar og aura- merki, sporöskjulaga mj'nd“. Wolfgang Ilolz fyrir „ísland - númerastimplar“ og fyrir „fs- land, skipspóstur og komu- stimplar". Kurt Bliese fyrir „Póstbréfsefni íslands 1879- 1903“. Gerhard Muller fyrir „Island í seinni heimstyrjöld- inni“ og Torben Jensen fyrir „ísland, Kristján X“. Illa kynntir tónleikar Arnarldur Arnarson, gítarleikari hélt tón- leika í Reykjahlíðar- kirkju á Sumartón- leikum við Mývatn sl. laugardag. Arn- arldur sem er bú- Arnaldur settur í Barcelona á Amarsson SPáni er lönSn landskunnur lista- maður og hefur komið reglulega til landsins til tónleikahalds. Þetla voru einu tónleikar Arnaldar hér á landi að þessu sinni og hefði mátt búast við þó nokkru fjölmenni sökum þess. Það urðu því mikil vonbrigði að aðeins tuttugu manns mættu á tónleikana. Þarna heíði ábyggilega mátt gera betur í kynningarmálum, ekki síst á svæðinu sjálfu, þar sem hundruð ferðamanna ráfuðu um á laugardags- kvöldið. V _______________________Á VakSs Ólafur ríður með bj örgrnn fram Það eru orðin bráðum tíu ár síðan ég brá mér á áhorfendapalia Al- þingis og fylgdist þar með umræð- um þar sem stjómarandstöðuþing- menn Alþýðubandalagsins saum- uðu hart að ráðherrum Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisílokks, sem þá voru nýlega teknir við völdum í stjórnarráðinu. Fagurlega greiddur glókollur í þingliði Alþýðubanda- lagsins, þá formaður flokksins, lét ekki sitt eftir liggja í þessari gjörn- ingahríð og saumaði hart að mönn- um. Talaði um hin hörðu hægri öll sem nú réðu ferðinni og þau skemmdarverk sem þau væru að vinna á þjóðfélaginu. Og yrðu enn háskalegri ef áfram yrði haldið á sömu braut. Um hvort svo hefur orðið skal ekki fjölyrt hér, enda ekki til siðs að fjölyrða mikið um verk manna sem geta ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér. í póh'tísku tilliti á það við ef menn deyja eða eru kosnir forseti íslands. MENNINGAR VAKTIN Sigurðun Bogi Sævarsson skrifar Gæðinguriim Ólafur Ólafur Ragnar Grímsson er kammelljón sem skiptir um lit og ham eftir að- stæðum. Eða hver hefði fyrir fimm árum trúað því að hann ætti þá innan fárra mánaða eftir að vera kosinn forseti íslands með traust- um yfirburðum og að í hönd færu fjögur farsæl ár á Bessastöðum, en sem bóndi þar hefur hann not- ið almenns trausts og vinsælda meðal þjóðarinnar. Áður var hann landsins óvinsælasti stjórnmála- maður. Ekki síður hefur Ólafur í sinni forsetatíð gert sig æ meira gildandi á alþjóðlegum vettvangi, hvort sem það er upphafið að ein- hverju öðru og meira þar eða ekki. Hér í Degi í dag er haft eftir Gylfa Grön- dal rithöfundi sem manna best þekkir sögu forsetaembættisins, eftir að hafa rit- að ævisögur þriggja fyrstu forsetanna, að hver og einn forseti hafi mótað embættið nokkuð eftir sínu höfði; og embættið mót- að mennina. Þetta er laukrétt. Embættið sjálft virðist hafa stillt gæðinginn Ólaf, sem engu að síður ríður þó með björgum fram og hefur gert forsetaembættið póh'tískara en var í tíð til dæmis Vigdísar og Kristjáns. Hann vekur máls á ýms- um málum sem þörf er á að bæta úr, svo sem að laga vegina á Barðaströnd. Og kveikir með því elda meðal and- stæðinga sinna. Þetta eru hliðar- sporin. Alla jafna heldur Ólafur Ragnar sig innan línunnar og er fínn í því hlutverki sem forseti Islands þarf alla jafna að vera í; að sýna sig og sjá aðra, gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. Stappa stálinu í þjóðina og tala fyrir hagsmunum hennar sem víðast. Og þetta hefur honum tekist alveg prýðilega. Sikvikt þjóðlifið Og nú er Ólafur að sigla inn á sitt annað kjörtímabil. Ég efa ekki að hann muni Úlafur Ragnar er fínn í því hlutverki sem forseti íslands þarf alla jafna að vera í; að sýna sig og sjá aðra, gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. Stappa stálinu í þjóðina og tala fyrir hags- munum hennar, segir hér í greininni. áfram pluma sig prýðilega eins og verið hefur. Ekki verður Dorrit heldur til þess að spiila fyrir. Þetta er sem sagt allt í þessu fíha. Á þessari stundu treysti ég mór ekki til þess að spá fyrir um breytingar á Bessastöðum á næstu árum, en einhverjar verða þær - enda þarf embættið að endur- spegla síkvikt þjóðlífið.með einum eða öðrum hætti,“ eins og Ólafur Ragnar myndi sjálfur segja. sigurdur@dagur. is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.