Dagur - 01.08.2000, Síða 18

Dagur - 01.08.2000, Síða 18
18- ÞRIÐJUDAGUH 1. ÁGÚST 2000 Um 9 5 gráðu hiti á Laugarlandi Hitaveita Akureyrar hefur fuudið allt að 95% heitt vatn á 1700 metra dýpi við Laugarland á Þela- mðrk. Fyrstu mæl- ingar sýna að holan gefur rúmlega 30 lítra á sekúndu við loftdælingu. Þetta er tvöfaUt meira magn en í gömlu holunni við Þelamörk. „Þetta eru allt íyrstu athuganir og ber að hafa það í huga. Við hófum að bora þarna í byrjun júlí og erum nú komnir í 1700 metra dýpi,“ segir Franz Arna- son, hitaveitustjóri á Akureyri. Holan á Þelamörk er staðsett rétt norðan við Laugarland. Fyrir er á svæðinu ein vinnslu- hola og þarf hitaveitan því ekki að leggja í kostnað við að koma vatninu til neytenda. „Það eina sem við þurfum að gera er að koma nýrri dælu fyrir ofan í holunni, aðveita og annað slíkt er nú þegar á staðnum." Eins og áður sagði lítur út fyrir að nýja holan gefi vel af sér en Franz kýs að hafa varann á. „Fyrstu mælingar eru já- kvæðar. Það bendir til að þarna sé að finna 95° heitt vatn og að flæðið á því sé rúmlega 30 lítr- ar á sekúndu. En til að svona mælingar séu öruggar þarf að dæla í mun lengri tíma. Við miðum því alla okkar vinnu við að þarna komi til með að renna um 15 lítrar á sekúndu. Við erum því að tala um 50 - 100% aukningu miðað við það sem áður var.“ Kemur í veg fyrir hækkun Þjónustusvæði hitaveitu Akur- eyrar er frá Laugarlandi á Þela- mörk og allt að Stóra Hamri í Eyjafjarðasveit og er því ljóst að hin nýja borhola hefur mikla þýðingu fyrir notendur. „Þetta þýðir að við þurfum ekki að leita að nýju vatni næstu þrjú til fjögur árin og þar af leiðandi eru minni líkur á þvf að við þurfum að hækka gjaldskrá hitaveitunnar. En þetta veltur auðvitað allt á því að við náum að virkja vatnið úr holunni." Tíu menn hafa unnið á vökt- um við að bora hina nýju holu en það er fyrirtækið Jarðboran- ir hf sem sér um framkvæmdir. Þegar holan var um 900 metra djúp var tekin á henni beygja en til þess að það væri hægt þurfti að kalla til sérfræðinga frá Noregi. „Þetta er þekkt að- ferð við olíuleit en hún hefur til þessa ekki verið mikið notið við jarðhitaleit hérlendis. Það er að aukast að menn sæki vatn á mikið dýpi,“ segir Franz. Heitt vatn fannst á 423 metra dýpi þegar gamla holan á Þela- mörk var boruð fyrir um 10 árum en nú var tekin ákvörðun um að fara enn dýpra. „Við höf- um fulla trú á því að á meira dýpi sé að finna bæði meira og heitara vatn og styðja fyrstu prófanir þá kenningu okkar en eins og ég sagði hér áður þá eru þetta bara fyrstu athuganir. Við eigum eftir að láta reyna á hvort við náum einhverju þarna upp.“ Fyrr í vor reyndi hitaveitan að bora við bæinn Sigtún í Eyja- fjarasveit en árangur þeirra borunar var ekki í samræmi við væntingar. Þar sem góðar vonir eru bundnar við hina nýju holu hefur ekki verið tekin ákvörðun hvar næstu skuli leita. - GJ Brotist inn i VMA „Þjófarnír voru greinilega í leit að peningum eða ávísunum en höfðu ekki árangur sem erfiði," segir Fljalti Jón Sveinsson, skólameistari við VMA. Hús- vörður skólans fór sina hefð- bundnu eftirlitsferð um skólann í gærkvöldi og í nótt kom örygg- isvörður Securitas á svæðið. Þá var ekkert athugavert. Þegar iðnaðarmenn sem eru að vinna í skólanum mættu til vinnu í gærmorgun mætti þeim hins vegar ófögur sjón. .Þeir höfðu greiniiega ir.ikið iyrir þessu. Hjalti Jón Sveinsson. Það var búið að brjóta eða sparka upp mörgum hurðum og skúffur höfðu verið spenntar upp. Þeir hafa hins vegar greinilega ekki fundið það sem þeir voru að leita að og því var engu stolið. Tjónið er engu að síður verulegt og það kemur til með að taka tíma að koma öllu í samt lán. Það var kannski lán í óláni að skólinn er í fríi og þess vegna kemur þetta ekki til með að trufla kennsiu." Hjalti Jón segir að lengi hafi komið til tals að bæta öryggis- kerfi skólans og atvikið í fyrr- inótt verði trúlega til þess að til aðgerða verði gripið. „Fram- haldsskólarnir í Reykjavík hafa um nokkurn tíma haft svona ör- yggiskerfi og þvf miður verðum við nú að fara að fordæmi þeirra." Lögreglan á Akureyri er að rannsaka málið og segja menn þar á bæ að tjón Verk- menntaskólans hlaupi á hund- ruðum þúsunda ef ekki milljón- um. - GJ Safnað fyrir RKÍ Þessar stúlkur efndu til tombólu á dögunum og söfnuðu 1247 kr. sem þær hafa fært Rauðakrossinum. Ástæðan fyrirþví að þær fóru að safna var rútuslysið á Hólsfjöllum, en þær vildu legja sitt af mörkum til að hjálpa fólkinu sem í því lentu. Stúlk- urnar heita Hulda Hólmkelsdóttir 8 ára og Iðunn Dóra Birgisdótir 8 ára og eru bekkjarsystur úr Brekkuskóla. Sex bílar eru í mst Sex bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir fimm árekstra í umdæmi Lögreglunn- ar á Akureyri um helgina. Aber- andi er að ógætilegur framúr- akstur er orsök margra þessara slysa, en um 10 manns þurftu að leyta á slysadeild FSA vegna þeirra. Um kaffileytið á föstudag hugðist bifreið taka fram úr annari bifreið við Bægisá í Hörgárdal. Fremri bíllinn ætlaði þá að beygja til vinstri sem hann og gerði en þá var aftari bíllinn lagður af stað framúr og skullu bílarnir saman. Annar bíllinn fór út af veginum og fram af 5 metra háum vegakanti og stöðv- aðist í moldarbarði. Þrennt fór á slysadeild en enginn alvarlega slasaður. A Iaugardag um kl 13:00 varð árekstur við Sigluvík þar sem bíll sem hugðist fara fram úr öðrum bíl Ienti framan á bíl sem kom á móti. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir þann árekstur þar á meðal ökumaður og barn úr bílnum sem kom á móti og var á sínum rétta vegarhelmingi. Þykir nokkuð ljóst að þarna var verið að reyna framúrakstur þar sem hann átti ekki við og sýnir þetta slys að menn verða að vera við öllu búnir á vegum úti. A laugardagskvöld var lögregla kvödd til vegna þess að bifreið hafði ekið af talsverðum krafti á eins metra háan steinvegg. Kvaðst bílstjórinn hafa blindast ■ii sólinni og ekki seð vegginn Hann kvartaði \lír eymslum í hendi en tveir 1 arþegar oru aumir á bringu eftir beltin. Um hádegisbil á sunnudag hugðist bíll taka fram úr krana- bíl í Öxnadal. Það tókst þó ekki betur til en svo a bíllinn sem var að fara framúr rakst utan í kranabílinn með þeim afleiðing- um að kranabíllinn ýtti bílum áfram eftir vegninu eina 45-50 metra. A sunnudag um kalfileytið varð aftanákeyrsla á mótum Hlíðarbrautar og Merldgils og fór ökumaður aftari bílsins á slysadeild meö eymsli í hálsi. Annar bíllinn gjöreyðilagðist í

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.