Dagur - 17.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 17.08.2000, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 FRÉTTIR 84 ár skilja að elsta og yngsta farsímaeiganda á ís- landi. Sá elsti er 95 ára en sá yngsti ekki nema 9 ára. Skyldi þetta vera heims- met? íslendingar hafa sett enn eitt heimsmet- ið. Nú eigum við met í farsímaeign. Aður höfum við sett heimsmet í snyrtilegum klæðnaði, fallegum konum og lestri bóka. Það mætti því ætla að í dag sæist á hveiju götuhorni ung og falleg kona. Konan er klædd samkvæmt tískustraum- um erlendu stórblaðanna, hún er ung kona á uppleið og henni er ekkert ómögulegt. í annari hendi ber hún far- síma og getur því fengið útrás fýrir stöð- uga löngun sína til að tala. I hinni hend- inni hefur hún bók og að sjálfsögðu er hún að lesa rit eftir tískuhöfund. Fjögura ára með skráð númer Samkvæmt nýjustu tölum er þessi kona bara ein af mörgum því 197 þúsund far- símar eru skráðir á landinu. Þar af 171 þúsund GSM símar. Farsímar hafa lengi verið á markaðnum hér á Iandi en það er ekki langt síðan farsímaeign varð al- menn. Samkvæmt upplýsingum frá Sím- anum GSM er það fólk á öllum aldri sem á og notar farsíma. Yngsti skráði GSM eigandi hjá Símanum er nfu ára en áður var fjögurra ára barn með skráð síma- númer. Þeirri áskrift er nú lokið og telja menn hjá Símanum að þar hafi barnið sjálft ekki verið með síma heldur hafí ver- ið einhver vandræði með kennitölu for- ráðamanns. Elsti áskrifandinn er 86 árum eldri en sá yngsti. Lengi vel var ekki hægt að fylgjast með hve ung börn voru komin með GSM vegna þess að símarnir voru skráðir á foreldrana. Með tilkomu Frelsis hefur þetta hins vegar breyst og er Ijöldi GSM eigenda undir fermingaraldri allraf að aukast. Tilgangur eignarinnar er að sögn foreldranna. „Það er svo gott að geta alltaf vitað hvar barnið er.“ Flvað hefur orðið um klukkur og reglur erum við að ala börnin okkar upp í gegnum GSM síma? Böm eiga ekki að vera með síma Klara Bramm 95 ára hefur átt farsíma í nokkur ár. Hún var 3 ára gömul þegar hún talaði í fyrsta skipti í síma. „Eg man vel eftir því. Amma mín var í símanum og þar sem síminn hékk uppi á vegg mátti ég standa uppi á stól til þess að tala í hann. Eg fékkst ekki til að tala í símann í það skiptið en hlustaði af athygli á það sem hún amma hafði að segja," segir Klara sem ber aldurinn vel. „Eg hef ekld eins gott úthald og ég hafði áður cn sjón og heyrn eru í lagi svo ég þarf ekki að kvarta." Móðir Klöru rak verslun á Isafirði og var því komin með síma nokkuð snem- ma. Þrátt fyrir að það hafi svo til alla tíð verið til sími á heimili Klöru talaði hún lítið í tækið fyrr en hún fluttist að heim- an. „Maður var ekkert að tala í síma að óþörfu. Það var ekki fyrr en ég gifti mig og eignaðist minn eigin síma að ég fór að nota hann. I dag nota ég heimilissímann heilmikið til að eiga samskipti við mína nánustu." Börn Klöru gáfu henni GSM símann í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og segir Klara að hún hafi hann alltaf opinn en sjálf hringi hún ekki mikið úr honum. „Eg kann að hringja og svara úr símanum en að öðru leyti kann ég ekkert á hann. Ég dvel í sumarbústað stóran hluta sum- arsins og þá er síminn aðallega í notkun." En hvað skyldi Klöru finnast um að níu ára börn séu komin með eigin síma. „Mér finnst það nú óttaleg vitleysa. Hvað hafa þessi börn að gera með að hafa síma á sér þegar þau eru úti að leika sér? Mín- ir foreldrar komust ágætlega af án þcss að nota síma við mitt uppeldi og ég held að jrað sama ætti að gilda um foreldra í dag. Hafi þeir hins vegar ekki tíma til að sinna börnunum sínum ættu þeir kanns- ki að hugsa málið betur áður en þeir eignast þau.“ — GJ -tfc^ur „Góðan dag. Þetta er hjá Haraldi Blöndal hæsta- réttarlögmanni og hjá Rannsóknarnefnd sjó- slysa. Vinsamlega lesið inn skilaboð og mun eg svara þeim sem íyrst má eg. Þakka yður fyr- ir.“ Svona var tíðinda- mönnum heita potts- ins tilkynnt að svarað væri hjá Rannsóknar- nefnd sjóslysa um þess- ar mundir. Enginn _________________ fundur hefur verið haldiim hjá rannsóknamefndimii eftir síðasta sjóslys að sögn kunnugra. Þvl er borið við að miklar amiir séu vegna eldri mála, s.s. vegna strands Vikartinds á Suðurströndinni og þegar Æsa sökk á Amarfirði. Eins taki ný lög um Raim- sóknamefnd sjóslysa gildi 1. september nk. Hvað sem því líður verður ekki annað sagt um formannimi en að hann sé kurteis í símami. Op- inberar þéringar em ekki daglegt brauð nú um stundir... Haraldur Blöndal. Engin sérstök lilýja hefur verið í samskiptum til- tekinna sveitarstjómarmamia í Mývatnssveit og forsvarsmanna Náttúmvemdar ríkisms undan- farið. Hvislað hefur verið í heita pottinum að Mývetningum þyki NR ekki hafa margt gáfulegt fyrir stafni, þegar stofnunin veiji tíma sínum og fjármunum í að kæra presta og önnur fýrirmemii sem í sakleysi hugðust ríða yfir landið sitt á dög- unum. Aðrir segja aftur á móti að hestafólkið hafi gefið hættulegt fordæmi hvað varðar land spjöll og því þurfi að refsa... í heita pottinum hittust nokkrir Samfýlkingar- menn í gær og sögðust ánægðir með afgerandi foiystu formamis Samfýlkhigarinnar gegn þvi að Hótel Valhöll yrði seld undh sumarbústaö iýrir auðjöfur frá Mónakó. Hinum sömu þótti hins vegar ríkisstjómin hafa verið sein að taka við sér og töldu að ef Össur liefði ekki tekið af- dráttarlaust af skarið þá hefðu viðbrögð stjóm- arinnar verið linari en raun bar vhni... Neikvæðri umræðu að kenna FRÉTTA VIÐTALIÐ Sævar Gunnarsson fomiaður Sjómíinnasambands ís- lands Mjðg dræm aðsókn er i nám tengt sjávarútvegi. Færri inn- ritast í vélskóla og stýri- mannaskóla og engin kennsla verðuráfiskvinnslubrautum umlandiðívetur. - Er þeita ekki áhyggjuefni? „Jú, ég hef sannarlega áhyggjur af þessu. Eg hef mikið velt þessu fyrir mér og mér dettur f hug að neikvæð umræða um sjávar- útveginn sé stór hluti skýringarinnar, ég ótt- ast það mjög. Hvað varðar skipstjórnar- og stýrimannanám verðum við Iíka að viður- kenna að atvinnumöguleikar eru því miður oft ekki nógu góðir ef skipstjórar eða stýri- menn ákveða að fara í Iand. Hvað vélstjór- unum viðvíkur hafa þeir hins vegar gríðar- lega atvinnumöguleika enda fara margir þeirra aldrei á sjó. Ahugaleysið óttast ég samt öðru fremur, að megi rekja til umræð- unnar eins og fyrr segir.“ - IVií hefur launamunur sjómanna og annarra einnig minnkað. Hefur það ekki áhrif? „Það er ekki vafi á því í mínum huga að t.d. deilur sjómanna og útvegsmanna í sam- bandi við verðmyndun á sjávarfangi hafa haft mjög neikvæða ímynd í för með sér. Sem dæmi er yfir 100% verðmunur á þorski eftir því hver hefur ráðstöfunarréttinn og þarna hefur verið styrjaldarástand. Ég held að við getum svolítið sjálfum okkur um kennt hvað varðar umhverfi þessara starfs- hópa. Ég hef heyrt fjölda ungra manna segja: Ég hætti vegna þess að það svarar ekki kostnaði að standa í þessu. Við verðum að komast í gegnum þetta f’rumskógará- stand sem hér ríkir í verðmyndunarmálum." - Hvemig gengur setn stendur að manna á sjóinn? „Það er heldur erfiðara en verið hefur.“ - En þeir eru færri sem stunda sjósókn nú. „Já, heldur er það en það er erfitt að halda utan um það hve margir starfa í þessu. Ég hef ekki trú á að fækkun í starfsstéttunum hafi nein áhrif að marki hvað varðar þessa þróun.“ - Hvaða leiðir sérðu til að snúa vöm í sókn hvað varðar þennan langmikilvæg- asta atvinnuveg þjóðarinnar? „Ég sé ekki margar aðrar leiðir betri en að snú^ umræðunni og laga þetta stríðástand sem verið hefur í verðmyndun. Auðvitað hefur líka verið mjög neikvæð umræða um fiskveiðistjórnunarkerfið og ráðstöfunarrétt útvegsmanna. Við þurfum að reyna að breyta þessu og auka kynningu á útveginum með jákvæðum hætti og m.a. inni í grunn- skólunum." - Spilar eliki lífsgæðahreytingin inn í þetta eintiig? Við sættum okkur ekki við annað en að hafa það sífellt betra og betra hvað varðar starfsskilyrði. „I mínum huga er ekki minnsti vafi á að sjómaðurinn fer á mis við Ijöldamargt. Ég þekki það eftir tæplega 30 ára sjómennsku að „lífsstandardinn" er mjög ólíkur ef mað- ur ber saman hlutskipti þess sem fer í vinn- una ld. átta að morgni í landi og snýr aftur kl. fjögur eða þeirra sem eru á sjónum í mánuð, stoppa síðan í 4 sólarhringa og fara aftur út. Það er margt ungt fólk sem ekki sættir sig við þetta fyrirkomulag og það er enginn vafi að fjölskyldan fer á mis við margt þegar sjómannslífið er annars vegar. - Og hvað fiskvinnsluna varðar, kunna aðstæður þar einnig að þykja nokkuð kuldalegar? „Jájá, fiskvinnslan ætti að vera langhæst- Iaunaða almenna verkamannavinnan vegna þess að það þarf að vera kalt á vinnustöðun- um, eðli málsins samkvæmt og þetta er mjög mikil tarnavinna. Ég held samt að í þeim geira sé miklu hægt að breyta með því að bæta ímyndina." — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.