Dagur - 17.08.2000, Qupperneq 7
FIMMTUDAGU R 17. ÁGÚST 2000 - 7
í klóm dauðans
Vegakerfið er ekki bara formúlubraut á milli áfanga heldur líka æðakerfi fyrir fólkið að njóta
lífsins. Það gleymist í hraðanum.
ÞJÓÐMÁL
Vegir
Fólk er fljótt að gleyma.
Pistilhöfundur átti erindi á
glæsilegt Pæjumótið í fót-
bolta norður á Siglufirði
um helgina og ók þangað
með ugg í brjósti og hnút í
maga eftir hörmulegar
slysfarir að undanförnu.
Dánarfregnir og minninga-
skril um kornung fórnar-
lömbin hvelfast nú yfir
fólk í blöðum og valda
bæði óhug og djúpri sam-
úð. En varla hafði pistil-
höfundur sleppt Mosfellsbænum á norður-
Ieið þegar hann ásamt öðrum bílstjóra
mátti hemla fýrir stórum flutningabíl frá
MR búðinni sem kom Þingvallaveg og
beygði þvert fyrir umferð á Vesturlandsvegi.
Annað var ekki að sjá en bílstjórinn væri
sáttur við aksturinn sem hluta af sínu dag-
lega verkefni. Fólk er fljótt að gleyma.
Mátturíim og Stærðin
- Might is right! segja Bretar og má snara
því svo á íslensku að sá Stærri og Sterkari
hafi jafnan rétt íyrir sér. Lögmál þctta er
enginn nýr sannleikur tý'rir Islendinga og
kemur hvergi betur í ljós en í umferðinni.
Stórbílar svína miskunnarlaust fýrir litla og
ökumenn minni bíla láta frekar í minni
pokann en standa uppi í hárinu á stórfisk-
um. Að stela réttinum er hættulegt umferð-
arbrot en að stela réttinum í skjóli stærðar
er alvarlegt refsilagabrot.
Að vísu er ökumönnum stórbíla nokkur
vorkunn á vegum úti. Þjóðvegurinn er þeir-
ra vinnustaður og þeir verða heimaríkir
eins og annað fólk á öðrum vinnustöðum.
Bjarti í Sumarhúsum fannst hann venslað-
ur bithaganum um sauðkindina og á sama
hátt finnast meiraprófsmönnum þeir sjálf-
sagt venslaðir þjóðveginum um bensíngjöf-
ina. En öll þvílík fjölskyldutengsl breyta þó
ekki umferðarlögunum. Fóðurflutningabíll
MR og aðrir stórbílar voru hins vegar ekki
einu farartækin sem pistilhöfundur undrað-
ist á ferð sinni: Sérstök vanmetakennd virð-
ist þrúga ökumenn með tengivagna. Hver
ökuþórinn á fætur öðrum með fjölskylduna
í bílnum og tjaldvagn í eftirdragi tók fram
úr pistilhöfundi á meira en hundrað kíló-
metra hraða til þess eins að aka svo fýrir
framan hann á áttatíu. Hvað er að? Hver
eru skilaboðin sem tengivagnamenn eru að
senda út í umferðina eða er það neyðar-
kall? Steininn tók úr í Blöndudalnum þegar
ökugikkur með tjaldvagn og tvo báta reyrða
á þakið flaug fram úr á 130 kílómetra
hraða og vantaði ekki annað en flugvél
bundna á húddið til að kominn væri vísir
að fljúgandi samgönguminjasafni.
Meira og Minna próf
- Slow traffic keep left! segja skilti á þjóð-
vegum Breta en breskir aka enn á vinstri
vegarhelmingi. Reglu þessa má endursegja
á íslensku sem Hægfara umferð til hægri!
Að vísu er langur vegur frá íslenskum þjóð-
vegi til bresku hraðbrautanna með margar
akreinar og því ólíku saman að jafna. ís-
lendingar aka væntanlega áfram um vega-
kerfið í halarófu á einni akrein næstu ára-
tugina. Ekkert svigrúm er því til að halda
hægfara umferðinni á sérstakri akrein við
hægri vegarbrún. En kjarni málsins er sá að
Bretar flokka öll stærri atvinnutæki undir
hægfara umferð á vegum úti og vilja halda
þeim frá einkabílum með valdboði. Hér á
landi er öldin önnur: Islenskir þjóðvegir eru
undirlagðir af atvinnutækjum og ökumenn
þeirra eru ekki á þeim buxunum að halda
sig frá einkabílum vegna hægagangs. Miklu
frekar Iíta þeir á einkabflinn sem hvern
annan farartálma á formúlubraut og gefa í
samkvæmt því. Pistilhöfundur hefur aldrei
farið svo geyst á þjóðvegi að einhver
másandi trukkurinn elti hann ekki uppi og
taki fram úr honum þegar minnst varir.
Iðulega siglir einn stórbíllinn fram úr öðr-
um og jafnvel heilar rútur skjóta öðrum
rútum ref fyrir rass á þjóðbraut á borð við
Reykjanesbrautina.
Og ekki þarf þjóðvegina til: Reykvíkingar
eiga því að venjast að atvinnutækin raði sér
hlið við hlið á akreinar við rauð umferðar-
Ijós eins og soltið fé á garða. Bregða svo við
eins og veðhlaupahestar í Víðidal á grænu
ljósi til að ná einhverri óljósri forystu í um-
ferðinni handan við umferðarljósin. En
því eru stórbílar og flokkun breskra á hæg-
fara umferð nefnd hér til sögunnar að hlut-
ur atvinnutækja er þvf miður stór í skelfi-
legu áhlaupi umferðarslysa síðustu vikum-
ar. Okumenn þeirra eru betur undir al-
menna umferð búnir en ökumenn einka-
bíla og þeir hafa lokið námskeiði í akstri og
umferðarreglum með svonefndu Meira
prófi. Atvinnumennirnir eru því eins konar
sérfræðingar í umferðinni og lifandi fyrir-
mynd.
Ritgerðir og Launsátur
En hvað skal til vamar vorum sóma? Ein
leið til að einfalda umferðina er að atvinnu-
tæki ferðist um á nóttunni og hljóti í stað-
inn afslátt á þungaskatti og gúmmígjaldi.
Draga má úr hámarkshraða á þjóðvegum
um ferðahelgar eða heilu mánuðina og þá
loks njóta ferðamenn útsýnis á ferð sinni.
Vegakerfið er ekki bara formúlubraut á
milli áfanga heldur líka æðakerfi fýrir fólkið
að njóta lífsins. Það gleymist í hraðanum.
Viðurlög eru rangt hugsuð á Isiandi. Sektir
og svipting ökuleyfis eru úrelt þing og nýjar
lausnir þurfa að leysa þau af hólmi. Að
borga sekt og sitja heima er of Ijarlægt kjar-
na málsins í hvcrju umferðarbroti. Svifta
má akstursgikki ökuleyfi þangað til þeir
hafa samið 2000-3000 orða ritgerð um af-
leiðingar brotsins sem þeir frömdu og
skella þeim aftur í ökupróf hjá Umferðar-
ráði. I stað sektar má láta þá þvo gólfin í
100 tíma á slysavaðstofum og fylgjast þann-
ig með hörmunguni umferðarslysa. Viður-
lögin breytast þá í minnisstæða fræðslu í
stað hcfndar. Hraðamælingar lögreglu hafa
aldrei snúist um bætta umferð heldur
tekjulind í ríkissjóð og launsátrin eru valin
þar sem ökumönnum hættir til að spretta
úr spori en ekki á mestu hættuslóðum í
umferðinni.
Meiraprófsmcnn eru hart leiknir þessa
daga og hafa fallið á prófinu. Rútur hafa
hrunið út af þjóðvegum eins og endur í
skotbakka og lent í hörmungum umferðar-
slysa. Onnur atvinnutæki hafa valdið stór-
slysum. Spurningin er hvort meiraprófið
dugi eitt til að halda atvinnumönnum við
efnið og hvort ekki þurfi líka stoðkerfi eins
og AA kerfið er fýrir sitt fólk. Eins verða
sérleyfishafar og strætisvagnar að endur-
skoða leiðakerfi sín og koma í veg fýrir að
bílstjórar liggi undir álagi við akstur á milli
viðkomustaða. Einskis má láta ófreistað til
að losa þjóðina úr viðjum dauðaslysa.
Ljúloun heimsstyrjöldiiini
I seinna veraldarstríði lagði breskur innrás-
arher flugvöll í hjarta Reykjavíkur og reif
mörg hús til grunna ofan af saldausu fólki í
Vatnsmýrinni til að rýma fyrir flugbrautum
og flutti önnur hús inn á Teiga. Ein flug-
brautin liggur frá dyrum Landspítalans að
Bessastöðum forsetans og önnur flugbraut
Iiggur að dyrum Háskólans. Sú þriðja stefn-
ir Seint á Borgarspítalann. Aðflug og brott-
flug er yfir sjálfan miðbæ Reykjavíkur með
Alþingishúsið, Dómkirkjuna og Miðbæjar-
skólann í skotmáli. íslensk stjórn kvislinga
sat að völdum í landinu ef völd skyldi kalla
og Iagði blessun sína yfir flugvöllinn í
Vatnsmýrinni eins og sjálft hernámið. Síðan
eru liðin fimmtíu ár og ættu dagar flugvall-
arins senn að vera taldir í nútíma borgar-
samfélagi en hann gengur nú samt í endur-
nýjun lífdaga sinna fyrir milljarða króna um
þessar mundir. Mál er að linni.
Seinni heimsstyijöld verður að ljúka í
Vatnsmýrinni eins og henni lauk á öðrum
vígvöllum álfunnar fyrir fimmtíu árum.
UMBÚÐfl-
LAUST
Væntmgar en enginn árangur
Þegar umræðan byrjar að snúast
um flutning ríkisstofnana út á
land, einkum þegar um er að
ræða mjög sérhæfðar stofnanir
sem krefjast menntunar og sér-
þekkingar, þá hlýtur ntaður að
velta því fýrir sér hvcrsu raunhæf
slík umræða er í ljósi þess að víð-
ast hvar hefur minni stöðum á
landsbyggðinni gengið bölvanlega
að halda hjá sér þeim störfum
scm þar eiga þó ,,náttúrulega“
heima, s.s. ýmis afleidd störf sem
tengjast sjávarútvegi og landbún-
aði og þjónustustörfin sem alltaf
eru að verða til. Störfum í frum-
framleiðslu, þeim störfum sem
fyrirferðarmest eru í dreifbýlinu
og á minni stöðum á landsbyggð-
inni, hefur fækkað um nokkur
þúsund á undanförnum árum.
Því er spáð að þeim muni enn
fækka.
Nýju störfin sem orðið hafa til
vegna tæknibreytinga og þróunar
í frumframleiðslugreinunum hafa
gjarnan tengst tækni og nýrri
þekkingu og hafa því miður orðið
til annars staðar en í sveitum og
sjávarþorpum. Og ef þessi störf
ná ekki fótfestu, hverjir eru þá
möguleikar þeirra sem eru enn
fjarlægari því atvinnulífi sem
sveitin og sjávarþorpin byggja á?
Það er slæmt ef stjórnmálamenn
vekja væntingar sem engin inni-
stæða er fyrir. Betra er að vinna
út frá veruleikanum. Það er lík-
legra til árangurs en handahófs-
kennt uppboð möguleika sem
ekld eru raunhæfir.
Það eru hins vegar verulegir
vaxtarmöguleikar í mörgum þjón-
ustugreinum sem geta verið á
landsbyggðinni, svo sem tölvu- og
gagnaþjónustu við atvinnurekst-
ur. Möguleikar upplýsingatækn-
innar og það að byggja hluta
framtíðarþróunar samfélags okk-
ar á öflugu Ijarskiptakerfi og hag-
nýtingu þess, m.a. á úrvinnslu
upplýsinga, getur dregið úr áhrif-
um dreifðrar búsetu og Iand-
fræðilegri einangrunar. Með því
gætu skapast skapast möguleikar
á fjölbreyttari atxánnutækifærum
utan stærstu byggðakjarna. Og
þarna hafa stjórnvöld átt mögu-
leika á að sýna hvers þau eru
megnug, hvort hugur fylgir máli.
Áranguriim hálft starf
Þegar alþingi kom saman síðast-
Iiðið haust bar ég fram fýrirspurn
til tveggja ráðherra um það
hvernig þeir hyggðust vinna úr
þeim ákvæðum byggðamálastefn-
unnar sem lúta að því ,,að mögu-
leikar upplýsingatækninnar verði
nýttir til hins ítrasta." Skýrsla
Iðntæknistofnunar var þá nýkom-
in út og vísuðu menn óspart til
hennar. Annars varð fátt um svör
og greinilegt að engin undirbún-
ingsvinna hafði þá farið fram í
ráðuneytum. Þó var talið sjálfsagt
að Byggðastofnun ætti samstarf
við Iðntæknistofnun um frekari
úr\'innslu verkefna. Það er at-
hyglisvert í ljósi stöðu mála nú að
í umræðunum atyrti Kristinn H
Gunnarsson stjórnarandstöðuna
fýrir vantraust hennar á vilja rík-
isstjórnarinnar til þessara verka.
Ekki virðist hann þó, sem for-
maður stjórnar Byggðastofnunar,
hafa brett upp ermar frekar en
aðrir sem horðið hafa ábyrgð á
þróun mála þetta tæpa ár sem Iið-
ið er. Samkvæmt upplýsingum er
afraksturinn 1/2 starf. Eftir stóru
orðin er þetta dapurlegur árang-
ur.
íhaldið vísar á framsókn
Forsætisráherra sagði á alþingi,
eftir að hafa gefið Olafsfirðing-
umfý'rirheit um verkelni sem
hann síðan stóð ekki við, ,,að
Byggðasviði iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytis hefði verið falið
að kanna þetta mál nánar í sam-
ráði við hlutaðeigandi stjórn-
völd...“ Þetta var skömmu eftir að
byggðamálin voru flutt úr forsæt-
isráðuneytinu. Framsókn er sem
sagt með máliö. Þingflokksfor-
maður framsóknar og formaður
stjórnar Byggðastofnunar er á
hröðum flótta. Hann hýður nú
upp sérhæfðar ríkisstofnanir en
vísar ábyrgð að öðru leyti yfir á
ráðherrana. Það vísar hver á ann-
an. I þessu máli er ekkert sem
stjórnvöld vilja eigna sér lengur,
ekki einu sinni fýrirheitin sem
þau gáfu og væntingarnar sem
þær vöktu.
Því miður varð fjarvinnslan að
nýju refa-og Iaxeldisævintýri í
höndum stjórnvalda. Möguleik-
arnir eru samt enn fyrir hendi. Úr
þeim verður að vinna. Það má
ekki gerast að landsbyggðin sitji
áfram hjá við tilurð og þróun
nýrra möguleika í þjónustu sem
tengist fjarvinnslu og upplýsinga-
tækni.
Aðkoma samgönguráðherra að
jöfnun kostnaðar við gagnaflutn-
inga bendir ekki til þess að viljinn
sé mikill. Hálft starf við fjar-
vinnslu á einu ári gefur ekki mikl-
ar vonir.
Það verður fýlgst grannt með
aðgerðum stjórnvalda á þessu
sviði á næstunni, bæði af hálfu
okkar í Samfylkingunni og fólks-
ins á stöðunum sem bíða enn eft-
ir störfunum sem auka áttu at-
vinnu- og búsetumöguleika þess.