Dagur - 17.08.2000, Side 9

Dagur - 17.08.2000, Side 9
Xk^n- FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR L a Úr leik íslands gegn Ítalíu í fyrra. Barist lun 3. sætið íslenska kvennalands- liðið í knattspymu leikur tvo síðustu leiki sina í riðla- keppni EUKO-2001 í dag og á þriðjudag. í dag kl. 18:00 mætir liðið Þjóðverjum á Kópavogsvelli og Úkrainumönnum á Laugardalsvelli á þriðjudag kl. 20:00. Islenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag gegn Þjóðverjum í undankeppni Evr- ópumóts landsliða. Leikurinn, sem er seinni leikur liðanna í 3. riðli, fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 18:00. Fyrri leikurinn fór fram í Oldenburg í Þýsklandi þann 19. október s.l. og sigruðu Þjóðverjar þar 5-0, eftir að stað- an var 3-0 í hálfieik. A þriðju- dagskvöldið verður síðan leikið gegn Ukraínumönnum á Laugar- dalsvelli og gæti það orðið hreinn úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum, sem gefur réttinn til að leika aukaleik um laust sæti í úr- slitakeppni EURO-2001. Baráftan nin Jiriðja sætið Að sögn Loga Olafssonar, lands- liðsþjálfara, er mjög mikilvægt fyrir stelpurnar að ná góðum úr- slitum í leiknum í dag. „Baráttan stendur um að halda þriðja sæt- inu í riðlinum á undan Ukraínu- mönnum og tryggja þar með aukaleik um sæti í úrslitakeppn- inni EURO-2001 gegn Englend- ingum, sem lentuí 2. sæti 2. rið- ils. Til þess þurfum við að ná hagstæðum úrslitum gegn Þjóð- veijum og vinna síðan Ukraínu- menn á þriðjudaginn og þá verð- ur þriðja sætið í riðlinum okkar. í Evrópukeppninni er þjóðunum skipt í tvo styrkleikaflokka og keppa A-þjóðirnar sextán, sem við erum á meðal, f fjórum riðl- um og komast efstu liðin beint í 8-liða úrslitin. Liðin í öðru og þriðja sæti riðlanna leika síðan aukaleiki um hin fjögur sætin, þar sem 2. liðið í 1. riðli leikur við 3. liðið í 4. riðli og svo fram- vegis. Það lið sem lendir í neðsta sæti riðilsins á það á hættu að falla niður um styrkleikaflokk og verður þá að leika um það gegn einhverju af þeim liðum sem ná bestum árangri í keppni B- þjóða,“ sagði Logi. Stelpumax til alls Kklegar Eftir jafnteflið gegn Ukraínu- mönnum í fyrri leiknum í Do- netsk, ættu möguleikar íslenska liðsins að vera góðir. Liðið er nú í þriðja sæti riðilsins með tvö stig eftir íjóra leiki, þar sem tveir hafa tapast og tveir endað með jafntefli. Stelpurnar hafa hingað til verið að spila mjög vel í keppninni og komið verulega á óvart. Að sögn Loga hafa stelpurnar sannað að þær eru til alls líkleg- ar. „Það höfum við séð að undan- förnu, samanber úrslitin gegn Ítalíu og síðan jafnteflið gegn heimsmeisturum Bandaríkja- manna í vor. Eg hef því trú á að þær eigi eftir að standa sig og það yrði mikill sigur fyrir þær að ná jöfnu gegn Þjóðverjum, hvað þá að sigra, en við höfum hingað til tapað íyrir þeim með miklum mun. Þýska liðið er geysisterkt og býr yfir mikilli Ieikreynslu, eft- ir að hafa tekið þátt í öllum hel- stu stórkeppnum knattspyrnunn- ar á síðustu árum. Þær eru nú- verandi Evrópumeistarar, þar sem þær unnu ítali 2-0 f úrslita- leik EURO-1997 í Osló og náðu síðan að komast í 8-liða úrslit á HM í Bandaríkjunum í fyrra. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum og eru mættar hér með hópinn sem tekur þátt í Olymp- íuleikunum í Sydney í næsta mánuði, þar sem þær spila í riðli með Aströlum, Svíum og Brasil- íumönnum. Þær munu því ör- ugglega reyna allt til að ná góð- um úrslitum og góðri stemningu svo stuttu fyrir Ieikana,“ sagði Logi. Áhersla á vamarleiMnn Aðspurður um leikaðferðina gegn Evrópumeisturunum í dag, sagði Logi að lögð yrði áhersla á að leika sterka og agaða vörn. „Aðalatriðið er að ná hagstæðum úrslitum þannig að við verðum að fara gætilega og hafa það í huga að markatala gæti hugsan- lega ráðið úrslitum í riðlinum. I riðlakeppninni ráða úrslit í inn- byrðis leikjum ef Iiðin verða jöfn að stigum og ef við töpum gegn Þjóðverjum í dag og gerum síðan jafntefli við Ukraínu á þriðjudag- inn, þá ræður markahlutfallið hvort Island eða Ukraína nær þriðja sætinu, þar sem liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri Ieiknum ytra.“ Okkar sterkasta llð Aðspurður um byrjunarliðið gegn Þjóðverjum sagði Logi að hann teldi sig stilla upp okkar sterkasta liði. „Eftir að Ijóst var að Katrín Jónsdóttir komst heim í Ieikinn frá Noregi, þá er ég sannfærður um að liðið er það sterkasta sem við eigum í dag. Að vísu hefur Guðlaug Jónsdóttir verið lítillega meidd og tók því ekld þátt í æfingunni í fyrradag, en það kemur í ljós í dag hvort hún verður klár í slaginn. Að öðru leyti er liðið í góðu lagi og allar klárar í slaginn." Tíundi leikurinn gegn Þjóðverjum Leikur íslands og Þýskalands í dag er tíundi landsleikur þjóð- anna frá upphafi og hafa Þjóð- verjar alltaf sigrað. Markatalan er okkur mjög óhagstæð, eða 40:3, en næst því að sigra komumst við árið 1987, þegar liðin mættust í Delmenhorst, þar sem Þjóðverjar sigruðu 3-2. Fyrsti landsleikur þjóðanna fór fram í Kópavogi árið 1986 og þá unnu Þjóðverjar 4-1 ogsíðan 5-0 á Laugardalsvelli þremur dögum seinna. íslenski landsliðshópurinn Markverðir: Þóra Helgadóttir, Breiðabliki María B. Agústsdóttir, Stjörnunni Aðrir leikmenn: Erna B. Sigurðard., Breiðabliki Helga Ósk Hannesd., Breiðabliki Hrefna H. Jóhannesd., Breiðabliki Margrét R Ólafsd., Breiðabliki Rakel B. Ögmundsd., Breiðabliki Erla Hendriksdóttir, Fredriksberg íris Sæmundsdóttir, ÍBV Katrfn Jónsdóttir, Kolbotn Ásthildur Helgadóttir, KR Elín Jóna Þorsteinsdóttir, KR Guðlaug Jónsdóttir, KR Guðrún S. Gunnarsdóttir, KR Olga Færseth, KR Elfa B. Erlingsdóttir, Stjörnunni Laufey Ólafsdóttir, Breiðabliki Ásgerður Ingibergsdóttir, Val Rakel Logadóttir, Val Rósa J. Steinþórsdóttir, Val Staðaní 3. riðli: Þýskal. 5 4 1 0 21:5 13 Ítalía 6 2 3 1 6:7 9 ísland 4 0 2 2 2:8 2 Úkraína 5 0 2 3 3:12 2 Úrslit leikja íslands: Úkraína - ísland 2-2 ísland - Ítalía 0-0 Þýskal. - ísland 5-0 Ítalía - ísland 1-0 Sigur gegn Svíum Islenska karlalandsliðið vann í gærkvöld 2:1 sigur á Svíum á Laugardalsvelli í leik sem var liður í Norðurlandamótinu í knatt- spyrnu. Leikurinn var Ijörugur frá upp- hafi til enda og var það Svíinn Johan Mjpllby sem skoraði fyrsta mark Ieiksins fyrir Svía um miðjan fyrri hálfleikinn. Ríkharður Daðason jafnaði fyrir Island þegar um það bil 6 mínútur voru til leikhlés eftir góðan undir- búning Eiðs Smára og Rúnars Kristinssonar. íslendingar mættu sprækir til leiks í seinni hálfleik og skoraði Helgi Sigurðsson sigurmarkið úr vítaspyrnu 7 mínútum fýrir leiks- lok. Jafnt á toppi Dagslistans Eftir leiki elleftu umferðar Landssímadeildar kvenna, sem Iauk um síðustu helgi, eru þær Rakel Ögmundsdóttir, Breiða- bliki, íris Sæmundsdóttir, ÍBV og Justine Lorton, Stjörnunni, efstar og jafnar á toppi Dagslist- ans og hafa verið valdar sex sinn- um í Dagsliðið. Næstar á listan- um eru þær Ásthildur Helgadótt- ir, Guðlaug Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, og Olga Færseth, allar úr KR, auk þeirra Sigrúnar Óttarsdóttur, Breiða- bliki og Auðar Skúladóttur, Stjörnunni, sem allar hafa verið valdar fimm sinnum. Það er því ljóst að keppnin um Dagsbikar- inn verður spennandi á loka- sprettinum, en aðeins þijár um- ferðir eru nú eftir á íslandsmót- inu. Alls 51 leikmaður hefur til þessa verið valinn í Dagsliðið, þar af flestir frá Breiðabliki, eða alls ellefu. Leikmenn Breiðabliks hafa einnig oftast verið valdir í liðið, eða alls 29 sinnum, Stjörn- urnnar 25 sinnum og KR-ingar 22 sinnum. Dagslistinn o Rakel Ögmundsd., Breiðab. íris Sæmundsdóttir, ÍBV Justine Lorton, Stjörnunni )--------------------------- Auður Skúlad., Stjörnunni Ásthildur Helgadóttir, KR Guðlaug Jónsdóttir, KR Guðrún Gunnarsdóttir, KR Olga Færseth, KR Sigrún Óttarsd., Breiðabl. Elfa B. Erlingsdóttir, Stjörn. Karen Burke, ÍBV Margrét Ólafsd., Breiðabl. María B. Ágústsd., Stjörn. Rakel Logadóttir, Val O Erna B. Sigurðard., Breiðab. Sigríður Ása Friðriksd., IBV Bryndís Jóhannesd., ÍBV Eva Sóley Guðbjörnsd. Brbl. Guðrún H. Finnsd., Stjörn. Hanna Stefánsdóttir, FH Helga Ósk Hannesd., Br.bl. Hjördís Þorsteinsd., Breiðab. Jennifer L. Warric, Þór/KA Lovísa Sigurjónsdóttir, Stj. Rósa J. Steinþórsdóttir, Val Sammy Britton, ÍBV Tammy Scrivens, FH Þóra B. Helgadóttir, Breiðab. Arna Steinsen, FH Ásgerður Ingibergsd., Val Ásta Árnadóttir, Þór/KA Bergþóra Laxdal, Val Bryndís Sighvatsdóttir, FH Edda Garðarsdóttir, KR Elín A. Steinarsdóttir, IA Elsa Hlín Einarsd., Þór/KA Eyrún Oddsdóttir, Breiðabl. Guðbjörg Gunnarsd., FH Guðrún J. Kristjánsd. KR Heiða Sigurbergsd., Stjörn. Hrefha Jóhannesd., Brbl. Iris Steinsdóttir, IA Laufey Ólafsdóttir, Breiðab. Leanne Hall, FH Petra F. Bragadóttir, ÍBV Ragnheiður Jónsdóttir, Val Silja Þórðardóttir, FH Steinunn Jónsdóttir, Stjörn. Svetlana Balinskaya, IBV Valdís Rögnvaldsd., FH Þóra Pétursdóttir Þór/KA Dagsliðið kvenna 11. umferð Lovísa Siguriónsdóttir Olga Færseth Stjömunni KR Gnðlang Jónsdóltir lustine Lorton KR Stjömunni Karen Burke Ásthildnrtlelgadóttir ÍBV KR 1 Helsa Ósk Hannesdóttir Sigrfður Á. Friðriksd. Breiðabliki ÍBV íris Sæmundsdóttir Auður Skúladóttir ÍBV Stjörnunni Guðbjörg Gúnnarsdóttir FH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.