Dagur - 17.08.2000, Qupperneq 11
II
10- FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
FRÉTTASKÝRING
rD^tr
X^MT
Úflendingar biarga sláturtíð
GEIRA.
GUÐSTEINS-
SON
SKRIFAR
Haustslátnm nálgast
og er gert ráð fyrir því
víðast hvar að hún
hefjist fyrr en venju-
lega, jafnvel viku af
september og göngur
og réttir færist víða
fram sem því nemi.
LíMegt má telja að
dHkakjötsverð í sept-
emher og októher til
hænda hækki milli ára
í samræmi við al-
mennar verðlagshækk-
anir.
Fastlega er gert ráð fyrir að vel-
flest sláturhúsin greiði verð í
samræmi við viðmiðunarverðskrá
sauðfj'árbænda sem ákveðin verð-
ur á aðalfundi Landssambands
sauðfjárbænda sem nú stendur
yfir í félagshcimilinu Fjarðaborg
á Borgarfirði eystri. Tónninn í
mörgum fulltrúum á fundinum er
sá að stjórnin hafi sýnt linkind að
hækka viðmiðunarverðið ekki
meira en sem nam vísitöluhækk-
uninni. Afkoma sauðfjárbænda
var slæm árið 1999 og þungt í
mönnum á aðalfundinum út af
afkomunni, enda sjá þeir ekki það
góðæri sem stjórnmálamenn tala
um að sé í landinu. Bjartsýni rík-
ir um að hægt verði að greiða
bændum fyrir gærur en markaður
fyrir afurðir skinnaverksmiðjanna
hefur farið hatnandi, ekki síst
markaðurinn í Austur-Asíu sem
hríðféll fyrir tveimur árum. Búast
má við að slátrun verði heldur
meiri í ár og í fyrra en þá var
slátrað alls liðlega 55I.OOO fjár,
hæði dilkum og fullorðnum.
Aukningin felst fyrst og fremst í
því að sauðfé fækkar í haust
vegna uppkaupa samkvæml nýj-
um samningum. Vænleiki er ein-
nig talinn vera meiri og því verð-
ur meðalfallþungi eitthvað meiri
milli áranna 1999 og 2000.
Þar sem fólki fækkar stöðugt til
sveita verður þaö bændum sílfellt
erfiðara að manna göngur, ekki
síst þeim bændum sem stóra af-
rétti þurfa að smala, og fer
ástandið sífellt versnandi eftir því
sem lengra kemur frá höfuðborg-
arsvæðinu en íbúar suðvestur-
hornsins hafa margir hverjir
mikla ánægju af því að leggja
bændum lið og sækja fé á afrétti,
jafnvel þótt göngur standi í viku
eins og á Landmannaafrétti.
Mönnun sláturhúsa kann að
verða stærra vandamál, og eru
mörg sláturhúsanna að undirbúa
ráðningu vinnuafls frá Norður-
löndunum, ekki síst Finnlandi, til
að leysa sárasta vandann. A árinu
hafa 1840 útlendingar fengið at-
vinnuleyfi. Sameining slátur-
húsa, afurðastöðva og kjöt-
vinnslna á árinu kann að breyta
einhverju þar um þar sem verið er
að sérhæfa húsin meira, t.d. fer
öll sauðfjárslátrun hjá Norð-
lenska matborðinu, sem varð til
við sameiningu Kjötiðnaðarstöðv-
ar KEA og Kjötiðjunnar á Húsa-
vík, eingöngu fram á Húsavík, en
stórgripaslátrun á Akureyri.
Sauðfjársláturhúsið á Húsavík
verður það stærsta á landinu.
Arsvelta Norðlenska er áætluð
1.700 milljónir króna.
Sláturhúsm á Hvanunstanga
og Homafirði með ESB leyii
Goði er orðinn stærsti sláturleyf-
ishafi landsins eftir sameiningu
fimm fyrirtækja í kjötiðnaði og
sláturhúsarekstri og eitt öflugt
framleiðslu- og markaðsfyrirtæki
með um 40% markaðshlutdeild.
Fyrirtækin sem sameinuðust eru
Borgarnes-kjötvörur, Sláturhús
og kjötvinnsla Kaupfélags Hér-
aðsbúa, Kjötumboðið í Reykjavík,
Norðvesturbandalagið á
Hvammstanga og Þríhyrningur á
Selfossi. Tilgangurinn var sagður
vera að mynda öfluga rekstrarein-
ingu og aðlaga íslenskar landbún-
aðarafurðir að síbreytilegu mark-
aðsumhverfi. Arsvelta Goða er
áætluð 3.600 milljónir króna.
Goði verður með sláturhús á
Hvammstanga og Hornafirði sem
eru með starfsleyfi á ESB-mark-
aði auk þess sem húsið á
Hvammstanga er með vottun sem
vinnslustöð fýrir Iífrænar afurðir.
Starfsmannafjöldi Goða er um
260 manns, þar af um 200 á
landsbyggðinni. I sláturtíð hækk-
ar starfsmannafjöldinn upp í um
700 manns og er Valdimar
Grímsson, framkvæmdastjóri
Goða, nokkuð bjartsýnn um að
það takist að ráða það fólk til
starfa, m.a. með fagfólki frá Bret-
landi og verkafólki frá Norður-
löndunum. Heildarslátrun dilka
og fullorðins fj'ár var á síðasta ári
alls 5 51.180 stk. þar af voru þau
sláturhús sem tilheyra nú Goða
með um 203.000 stk. og munu
halda sinni hlutdeild og jafnvel
gott betur.
AHt eins að lita eftir fóUd
sem skepnum
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtak-
anna, segir að vandamál með það
að fá fólk í göngur og til vinnu á
sláturhúsunum hafi ekki komið
inn á borð Bændasamtakanna,
það sé fyrst og fremst oddvitanna
sem senda út gangnaseðla til
bænda og vandamálið sé því fyrst
og fremst hvers hónda fyrir sig.
„Það horfir í óefni með göngur ef
mikil fækkun verði enn á fólki til
sveita, en ennþá er þetta ekki
stórvandamál. Bændur á Langa-
nesi eru þó meira og minna allt
haustið að safna saman sínu fé,
og þannig er ástandið víðar, s.s.
við Isafjarðardjúp. En ég óttast að
það verði mun stærra vandamál
að manna sláturhúsin í haust."
- Er rómantíkin og spenningur-
inn við það að fara í göngur og
réttir að verða fjarlæg þjóðinni þar
sem stöðugt stærri hluti þjóðar-
innar þekkir ekki þennan hluta
atvinnulífsins?
„Það er ennþá talsvert um fólk
sem fer f göngur vegna þess að
það hefur gaman af því, finnst
það vera hluti af tilverunni á
haustin. Fer í sömu göngur með
sömu bændum ár eftir ár bara að
gamni sínu, en það fara ekki
nema vönustu menn í lengstu
göngurnar, s.s. í 7 daga á Land-
mannaafrétt eða á Auðkúlu- og
Eyvindarstaðaheiði. Svo er farið
að gera úr þessu túrisma, sérstak-
lega hrossasmölun, en það er lít-
ið gagn að fólki sem kemur að-
eins einu sinni, og sést ekki aftur.
Það þarf kannski allt eins að líta
eftir slíku fólki eins og skepnun-
um,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson.
Etnn maður að móti 200
vetrarfóðruðum kindum
Ágúst Guðröðarson, bóndi á
Sauðanesi, er með um 700 fjár á
vetrarfóðrum og því með allt að
1800 fjár á fjalli. Sjö fjárbændur
reka upp á Langanesið. Agúst
segir að það taki um mánuð að
hreinsa svæðið en það taki um 7
daga að ganga svæðið, um fjóra
daga í heiðinni, að undanskildum
réttardögum. „Mér hefur alltaf
gelist best að gera sem mest sjálf-
ur en ekki panta lið til smölunar
upp úr þjóðskránni. Það fólk í
hreppnum sem ekki er karlægt
verður í gangi að smala. Það er
jafnframt fólkið sem kann þetta
og vinnur verkin best. Fyrir 200
vetrurfóðraraðar kindur þarftu að
vera með einn mann í gangi en
hér á svæðinu eru um 3000 fjár á
vetrarfóðrum svo við þurfum að
vera með 15 manns í gangi. Það
er fullfært lið héðan en ekki bara
eitthvað fólk til að fylla upp í göt
í reglugerðum. Við fengum hing-
að í fyrra danskan strák sem stóð
sig rosalega vel, var hestvanur og
ekki mikill vandi að segja honum
til. Svo höfum við fengið stráka
frá Grænlandi og hefur enginn
þeirra reynst alveg ónýtur en
sumir upp í það alhesta, enda
margir þeirra alvanir að hlaupa,
þótt aðallega sé smalað á hest-
baki.
Við slátrum hjá Fjallalambi á
Kópaskeri og líkar vel. Við vitum
hins vegar að stofnum Norð-
lenska var eyfirsk græðgi. Það er
hins vegar ekki óeðlilegt að Ey-
firðingar hagi sér svona. Meðan
Eyjaljörður var sauðfjársvæði var
það mesta kotasvæöi sem þekkt-
Valdimar Grímsson:
„Bjartsýnn á að það takist að ráða
fóik tii starfa, m.a. fagfólk frá
Bretlandi."
ist og ef þú hefur ræktað kotunga
í 1000 ár þá gengur ekki að
breyta því að einum mannsaldri.
Þá halda þeir áfram að vera kot-
ungar sem sækjast eftir auknu yf-
irráðasvæði,“ segir Agúst Guð-
röðarson.
Haga göngum eftir
„sláturvindi“
Indriði Aðalsteinsson, bóndi á
Skjaldfönn við ísafjarðardjúp, er
með um 300 fjár á vetrarfóðrum
og þarf að smala gríðarlega víð-
áttumikið svæði, í fyrsta lagi milli
jökulánna Selár og Mórillu, í fyrr-
um Snæfjallahreppi út að Dalsá
að Drangajökli. Indriði segir mik-
inn mannskap þurfi til þessa ef vel
eigi að vera en þetta sé þannig
land að ekki sé hægt að leggja í
þetta aðra en fólk sem þekkir stað-
háttu, en þarna sé mikið bratt-
lendi, gljúfur og kjarrlendi svo
auðvelt sé að lenda í miklum
ógöngum. Haga þurfi göngum eft-
ir slátrun en beit mundi fljótlega
þrjóta, svo haga þurfi seglum eftir
„sláturvindi" og sækja fé í áföng-
um. Engar útilegur séu í smala-
mennsku við Djúp, menn séu
alltaf komnir heim að kvöldi en
þetta geti orðið mikið ströggl ef
veður séu válynd. Það erfiðasta
við búskapinn sé að hafa fé saman
á haustin. Indriði segist fara með
sitt fé til slátrunar a Hólmavík en
einnig sé farið með fé á Hvamms-
tanga, enda um sama sláturleyfis-
hafa að ræða, Goða. Sláturhúsið á
Hólmavík sé að mestu mannað
bændum og búaliði. Nokkrir vest-
firskir bændur sendi einnig fé til
slátrunar í Króksfjarðarnes. Indriði
segir að þeir sem slátri tímanalega
fái citthvcrja umhun í formi hærra
verðs til að þrýsta á um að slátrun
byrji fyrr, eða í fyrstu viku scptem-
bermánaðar enda sé það bæði hag-
ur bænda og neytenda, því dilkar
fitna af mikilli heimaölun. For-
sendur séu nú góðar fyrir vænni
dilkum en oft áður þar sem ckkert
hret var í vor og sumarið alveg frá-
bært með hlýindum og úthagi
fallegur.
Aðalsteinn Jónsson:
„Landssamtök sauðfjárbænda hafa
gefið út viðmiðunarverð sem tekur
mið af vísitöluhækkun milli ára.“
Bændiun fækkar með
uppkaupum á greiðslumarki
Aðalsteinn Jónsson, bóndi á
Klausturseli á Jökuldal og formað-
ur Landssambands sauðfjár-
bænda, segir að vandamálið með
að manna sláturhús komi ekki inn
á borð Landssambandsins en það
sé ekki vandamál að fá fólk til að
smala á hans svæði á Jökuldalnum
þrátt fyrir að svæðið sé nokkuð
víðfeðmt. Sumir afréttir séu jafn-
vel þannig að það sé slegist um að
fá að komast þar í leitir, þó aðal-
lega næst höfuðborgarsvæðinu.
„Það verður meiri fækkun á
sauðfjárbændum í haust með upp-
kaupum á greiðslumarki sam-
kvæmt nýjum Iagaheimildum og
þá fækkar fólki enn frekar til
sveita þó búin stækki en þau
tækni- og tækjavæðast enn frekar
að sama skapi. Menn hafa verið að
leita til Bretlands eftir fagmönn-
um í sláturhúsin og eins hafa
komið að húsunum sérfræðingar
að kenna mönnum betri vinnu-
brögð og við það hefur eitthvað
dregið úr vinnuaflsþörfinni. Það
hefur tekist þokkalega að manna í
suinarslátrunina sem er vaxandi
og léttir svolítið pressunni af hefð-
bundinni haustslátrun en hlutfall
sveitafólksins í starfsliði slátur-
húsanna fer fækkandi.
Landssamtök sauðfjárbænda
hafa gefið út viðmiðunarverð sem
tekur mið af vísitöluhækkun milli
ára og við munum ekki sætta okk-
ur við að verðið frá sláturhúsun-
um til okkar verði lægra en það.
En við höfum engin lög á hak við
okkur til þess að berja það í gegn,“
segir Aðalsteinn Jónsson.
70 þúsund fjár slátrað á
Htisavík
Jón Helgi Björnsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Norðlenska og
rekstrarstjóri á Húsavfk, segir að á
Húsavík verði slátrað um 70 þús-
und fjár, sem er ívið meira magn
og var samtals á Húsavík og Akur-
eyri og um 12% alls sauðfjárslátr-
unar í landinu. Sumarslátrun hef-
ur verið í gangi á Akureyri en hefð-
bundin slátrun hefst 4. september.
„Það veröur mjög erfitt að manna
sláturhúsið í haust. Það er kanns-
ki ánægjulegt vandamál því þá
hafa allir atvinnu, en við þurfum
að bæta við 80 manns við um 35
manns sem starfa allt árið á Húsa-
vík. Við gerum ráð fyrir að leysa
sárasta vandann með því að ráða
10 til 12 manns frá Skandinavíu,
en það fólk reyndist sumt ágæt-
lega vinnusamt. Við munum ekki
hægja á slátrun vegna manneklu,
við munum sjá til þess að það
vcrði næg mönnun. Það var mjög
gott vor svo það ætti að skila sér í
vænum dilkum í haust, kannski
spurning hvort það hafi verið of
þurrt. Það er hins vegar ekki kom-
in nein mynd á það hvaða verð
verði greitt fyrir gærur en það eru
vísbendingar um verðið fari hækk-
andi, markaðurinn að hressast,
svo við getum skilað bóndanum
eitthvað fyrir þær, en ástandið á
grærumarkaði var í sögulegu Iág-
marki í fyrra. Við munum því salta
gærur í ár. Verð á dilkum til bænda
mun væntanlega taka breytinum
milli ára í samræmi við almennar
verðlagshækkanir í þjóðfélaginu,
en það liggur ekki fyrir fyrr en um
mánaðarmótin. Meðalverð í fyrra
var um 252 krónur fyrir kílóið,"
segir Jón Helgi Björnsson.
Frá afhendingu gjafarinnar í Nesstofu í gær.
Hofðingleg gjöf
til Nesstofusafns
Læknafélag íslands
afhenti í gær Nes-
stofusafni, að gjöf
fasteignina Bygg-
garða 7, Seltjamar-
nesi, auk 12,6 millj-
óna króna.
Hugmyndin er að fasteignin
Bygggarðar 7 verði notuð fyrir
starfsemi og varðveislu muna
Nesstofusafns og að fjármunum
skuli varið til endurbóta á fast-
eigninni í samræmi við áætlað
framtíðarskipulag lækninga-
minjasafnsins Nesstofusafns.
Framkvæmdir vegna þeirra end-
urbóta skuli hefjast þegar á
hausti komanda.
Aíhcndingin fór fram í Nes-
stofu, að viðstöddum Birni
Bjarnasyni menntamálaráð-
herra, Geir H. Haarde Ijármála-
ráðherra, Sigurbirni Sveinssyni,
formanni Læknafélags íslands
og Margréti Hallgrímsdóttur
þjóðminjaverði.
Fasteignina Bygggarða 7, Sel-
tjarnarnesi keypti Læknafélag
íslands fyrir kr. 33 milljónir
króna að höfðu samráði við
menntamálaráðuneytið, þjóð-
minjavörð og Félag áhugamanna
um sögu læknisfræðinnar fyrir
erfðafé eftir Jón Steffensen pró-
fessor emeritus í þeim tilgangi
að tryggja varðveislu muna Nes-
stofusafns. Peningagjöfin, 12,6
milljónir króna, er af erfðafé
Jóns Steffensen og frá Læknafé-
lagi Islands. Eftirstöðvar erfða-
fjárins eftir Jón Steffensen eru
kr. 10,6 milljónir. Málefni Nes-
stofusafns hafa verið til umræðu
á aðalfundum Læknafélags Is-
lands mörg undanfarin ár og
hefur vilji félagsmanna komið
fram í samþykktum aðalfunda
um fjárframlög til byggingar
lækningaminjasafns.
Forsaga þessarar gjafar er sú
að Jón Steffensen, prófessor em-
eritus arfleiddi Læknafélag Is-
lands að tilteknum eignum með
erfðaskrá dags. 24. júlí 1990.
Var erfðaréttur Læknafélagsins
bundinn því skilyrði að fénu yrði
varið óskiptu til frágangs og inn-
réttingar framtíðarhúsnæðis fyr-
ir muni Nesstofusafns í þeim
útihúsum Nesstofu, sem ríkið
hafði keypt í þeim tilgangi, og að
öðru leyti til hagsbóta fyrir Nes-
stofusafn, eftir þeim meginvið-
horfum er fram komu í bréfi
Jóns til mcnntamálaráðherra
dags. 23. september 1972.
Nauðsynlegt þykir að endur-
bæta fasteignina Bygggarða 7
svo hún fullnægi því hlutverki
sem henni er ætlað. Mat liggur
fýrir á því hverjar þær endurbæt-
ur þurfi að vera og á kostnaði við
þær. Aætlaður kostnaður af því
að koma Bygggörðum 7, Sel-
tjarnarnesi í viðunandi ástand til
varðveislu muna Nesstofusafns
er 1 5 milljónir króna og við þann
kostnað bætast 10 milljónir ef
koma á húsnæðinu í fullnægj-
andi horf með sýningaraðstöðu,
vinnuaðstöðu safnvarðar og að-
stöðu til fræöiiðkunar.
Stórtap hjá Flugleiðiun
Afkoma af reglulegri starfsemi
Flugleiða, móðurfélags og 10
dótturfélaga, eftir skatta fyrstu
sex mánuði þessa árs var tap að
fjárhæð 1.256 milljónir króna,
en var á sama tímabili í fvrra tap
að fjárhæð 797 milljónir króna.
Heildarniðurstaða rekstrarreikn-
ings versnaði hins vegar meira
en sem þessu nam vegna þess að
á fyrri hluta árs 1999 féll til
verulegur hagnaður af sölu eigna
sem ekki var til að dreifa nú.
Heildarniðurstaða rekstrar-
reiknings var tap að fjárhæð
1.1 96 en á sama tímabili í fyrra
var 595 milljóna króna hagnaður
af rekstrinum. Jafnan er tap af
rekstrinum á íýrri helmingi árs-
ins vegna mikillar árstíðasveifiu í
flutningum í alþjóðaílugi og í
fjölda erlendra ferðamanna sem
koma tilíslands.
Mikil hækkun eldsneytisverðs
hefur verið lélaginu einna
þyngst í skauti það sem af er ár-
inu. Ekki sér fyrir endann á
þessari þróun og Flugleiðir gera
nú ráð fyrir að reksturinn verði
íjárnum á árinu í heild ogjafn-
vel megi húast við einhverju
rekstrartapi.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, segir að rekstrar-
afkoma fyrirtækisins sé óviðun-
andi.
Eldur 1 nótaskipi
Eldur kviknaði í vélarrúmi nóta-
skipsins Jóns Kjartanssonar SU-
1 1 1 í gær þar sem skipið var á
kolmunnaveiðum í Rósagarðin-
um, austur af Hvalbaksgrunni.
Ahöfninni tókst að slökkva eld-
inn og drepa á vélinni og rak
skipið f gær í renniblíðu á þess-
um slóðum.
„Það blossaði upp eldur vegna
meðferðar á olíu að við höldurn
en það tókst að slökkva hann
með slökkvibúnaði skipsins. Það
er smuga á því að við komum
vélinni aftur í gang þegar búið
verður að reykræsta vélarrúmið
og komumst í Iand fyrir eigin
vélarafli," sagði Grétar Rögn-
varsson, skipstjóri á Jóni Kjart-
anssyni. Jón Kjartansson kom á
síðasta ári úr mikilli klössun er-
lendis þar sem sett var í hann
stærri vél o.fi. til að gera skipið
hæfara til kolmunnaveiða. — GG