Dagur - 17.08.2000, Síða 17

Dagur - 17.08.2000, Síða 17
FIMMTUDAGUR 17. ÁGlIST 2000 - 17 ERLENDAR FRÉTTIR Rússneski kjarnorkukafbáturinn Kursk, sem nú liggur á botni Barentshafs. Rússar þáðu loks utanaðkomandi hjálp Bæði veðrið og leynd- in, sem hvílt hefur yfir kafbátniun, hafa hamlað hjörgunarað- gerðum. Rússnesk stjórnvöld féllust loks á það í gær að þiggja utanað- komandi aðstoð við að bjarga áhöfn kafbátsins, sem liggur á botni Barentshafs. Rússar ákváðu að þiggja aðstoð Breta og Norðmanna, en sú aðstoð hafði verið í boði allt frá því á mánu- dag. Ekkert lífsmark var þó að heyra frá kalbátnum í gær, en eina samband áhafnarinnar við umheiminn var að banka í hliðar bátsins. Þótt áhöfnin sé hætt að gefa frá sér slík merki, þarf það þó ekki að þýða að enginn sé lengur með lífsmarki þar. Rússar hafa haldið því fram að nóg súr- efni sé um borð til þess að end- ast fram á föstudag, og hugsan- lega fram yfir helgi. Vladimir Kurojedov, yfirmaður rússneska sjóhersins, segir að áhöfn kafbátsins hafi hætt að gefa frá sér merki eftir að hún fékk vissu um að björgunartil- raunir væru hafnar. „Við verðum að taka með í reikninginn í hvaða hugarástandi áhöfn kaf- bátsins er. Um leið og þeir vissu að björgunaraðgerðir væru í gangi fyrir ofan þá, þá höfðu þeir hljótt um sig,“ sagði Kurojedov. Rússar hafa gert a.m.k. þrjár tilraunir til þess að bjarga áhöfn- inni, en þær mistókust allar. Vont veður gerði björgunar- mönnum erfitt fyrir. Björgunar- hylki hafa verið send niður til kafbátsins, en ómögulegt hefur reynst að tengja þau við kafbát- inn svo unnt sé að ná áhöfninni út. Þriggja til fjögurra manna áhöfn er í björgunarhylkjunum, en hægt er að nota þau til þess að bjarga allt að 1 5 til 20 manns í hverri ferð. Ef engin leið verð- ur að tengja hylkin við kafbát- inn, gæti þurft að lyfta bátnum í heild upp með flothylkjum. Leyndin er áhöfninni skeinuhætt Rússar hafa verið gagnrýndir fyr- ir að hafa beðið of lengi með að þiggja utanaðkomandi aðstoð, en í yfirlýsingu frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær, segir að allt hafí verið gert sem var „nauðsynlegt og mögulegt" til þess að bjarga kafbátnum og áhöfn hans. „Því miður er veðrið mjög slæmt,“ sagði Pútín. „Sjó- mönnunum tókst ekki að nota öll þau ráð sem þeir hafa yfír að ráða.“ Engu að síður virðist sem fleira en veðrið hafi hamlað björgunaraðgerðum. Leynd hef- ur hvílt yfir öllu málinu frá upp- hafi, og svo virðist sem fjölmiðl- ar hafi ekki frétt af því fyrr en allt að tveimur sólarhringum eft- ir að slysið átti sér stað. Rússar skýrðu frá slysinu á mánudags- morgun, og sögðu fyrst að það hefði átt sér stað á sunnudag, en héldu því síðar fram að það hefði gerst á laugardag. Enn er allt óljóst um það hvað olli því að báturinn sökk til botns. Vitað er að hann er lask- aður að framan, en ekki er vitað hve miklar skemmdirnar eru né hvort eða hve mikið manntjón hefur orðið. Ekki er heldur vitað með vissu hvort kjarnorku- sprengjur voru um borð, né hvort geislaleki hefur orðið frá kjarnaofnunum tveimur, sem knýja bátinn áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa jafnan fullyrt að svo sé ekki, en óvíst er hvort hægt sé að treysta þeim upplýs- ingum. Keimedyax lofar Liberman LOS ANGELES - Joseph Liberman, varaforsetaefni demókrata flutti í gær ávarp á flokkþinginu og hóf þar formlega framboðsferil sinn. Það kom í hlut konu hans, Hadasah Libcrman að tilkynna að maður hennar væri á leið í ræðustól. Á sama tíma var A1 Gor forsetafram- bjóðandi á leiðinni á flokkþingið frá Monroe í Michican þar sem hann í gær tók formlega við leiðtogahlutverkinu af Clinton. Til að hita upp fyrir Liberman í ræðustóli höfðu margir frægir demókratar flutt ávörp á undan honum, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn og Kenn- edybróðirinn Edward Kennedy og svo Karólína Kennedy Schlossberg. Hún sagði m.a.: „Eg er mjög stolt af því að einn af þeim sem ferill föð- ur míns veitti innblástur til að halda út á braut stjórnmálanna er næsti varaforseti Bandaríkjanna - Joe Liberman!!!" Vill heimila eiiiræktun mannsfóstra LONDON - Einn helsti læknisfræðiráðunautur bresku ríkisstjórnar- innar lýsti því yfír í gær að hann teldi að vísindamönnum ætti að vera heimilt að einrækta mannsfóstur í rannsóknarskyni. Breska þingið samþykkti þegar árið 1990 að vísindamönnum væri heimilt að stunda rannsóknir á mannsfóstrum. Nú telur Liam Donaldson að víkka eigi út heimildir þeirra til slíkra rannsókna, og m.a. verði þeim kleift að einrækta fóstur á þeim forsendum að rannsóknir geti „dregið úr þján- ingu og bætt meðferð sjúkra." Tony Blair forsætisráðherra Bretlands hyggst Iáta þinginu það eftir að ákveða hvort vísindamönnum verður heimilt að einrækta frumur úr mannsfóstrum. Flughaim á Concorde Bresk og frönsk flugmálayfir- völd hafa lagt bann við því að Concorde-þotur verði notaðar í flugi um óákveðin tíma. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvo ára- tugi sem flugleyfi hefur verið tekið til baka af farþegaflugvél. I dag á að taka frekari ákvarðanir um skilyrði þess að flugleyfí verði veitt að nýju. Gripið er til þessarar ráðstöfunar í framhaldi af beiðni þeirra sem rannsaka flugslysið sem varð þann 25. júlí þota fórst. Krefjast skaðabóta eftir 17 ár ÞÝSKALAND - Lögfræðingar fórnarlamba sprengjuárásar á frönsku menningarmiðstöðina í Berlín, sem átti sér stað í ágúst árið 1983, skýrðu frá því í gær að fórnarlömbin krefjist þess að Sýrlendingar greiði þcim samtals um 650 milljónir króna í skaðabætur. Einn ung- ur maður fórst í sprengjuárásinni og 23 urðu fyrir alvarlegu líkams- tjóni. Við réttarhöld hefur komið fram að hryðjuverkamennirnir, sem stóðu að árásinni, hafi notið stuðnings Arabarfkja, þar á meðal Sýr- lands. Sprengiefni fannst á götu úti Tíu kíló af sprengiefni fundust á götu úti í Moskvu í gær. Sprengiefn- ið var pakkað inn, en kveikibúnaður var ekki tengdur við það. Sprengiefnið fannst skammt frá fjölbýlishúsi, en í síðustu viku fórust tólf manns þegar sprengja sprakk í miðborg Moskvu. síðastliðinni í París, þegar Concorde- ■ FRÁ DEGI TIL DAGS FIMMTUDAGURINN 17. ÁGÚST 230. dagur ársins, 336 dagar eftir. Sólris kl. 5.25, sólarlag kl. 21.36. Þau fæddust 17. ágúst •1601 Pierre de Fermat, franskur stærð- fræðingur. • 1786 Davy Crockett, bandarískur her- maður og indjánabani. • 1819 Jón Árnason þjóðsagnasafnari. • 1892 Mae West, bandansk leikkona og kyntákn. •1901 Hedin Bru, færeyskur rithöfund- ur. • 1923 Ragnar Kjartansson myndhöggv- ari. • 1926 Jiang Zemin, forseti Kína. • 1932 Vidiadhar Surajprasad Naipul, indverskur rithöfundur. • 1943 Robert de Niro, bandarískur leik- ari. •1961 Sean Penn, bandarískur leikari. Þetta gerðist 17. ágúst • 1943 réðust breskir og bandarískir her- menn inn í Messína og náðu þar með Sikiley á sitt vald. • 1945 lýstu þjóðernissinnar á Indónesíu yfir sjálfstæði. • 1973 gerði Idi Amin alia Asíubúa útlaga úr Úganda. • 1980 hófst Heklugos, en það stóð í fáa daga. • 1987 lést nasistinn Rúdolf Hess í fang- elsi í Berlín. • 1988 fórst Mohammad Zia ul-Haq for- seti Pakistans ásamt sendiherra Banda- ríkjanna í dularfullu flugslysi. • 1998 viðurkenndi Bill Clinton Banda- ríkjaforseti að hafa átt í óskilgreindu sambandi við Monicu Lewinsky. Vísa dagsins Gleði vor er hin rauða rós er rjóðar veikan og bleikan, og það er hún, sem að leiðir í Ijós lífið og ódauðleikann. Jón Þorsteinsson Afmælisbam dagsins Fyrir 125 árum fæddist í Hafnarfirði Knud Zimsen, sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 1914 til 1930. Hann var menntaður byggingaverk- fræðingur, og var bæjarverkfræðingur og byggingafulltrúi í Reykjavík á árun- um 1904-07, en rak eigin verkfræði- stofú í Reykjavík á árunum 1907-14. í borgarstjóratíð sinni stóð Knud Zimsen m.a. fyrir framkvæmdum við Reykjavík- urhöfn, Rafstöðina við Elliðaár og lagn- ingu hitaveitu frá Þvottalaugunum. Knud Zimsen Iést þann 15. apríl árið 1953. Ekkert er jafn gagnslaust og að gera vel það sem hefði alls ekki átt að gera. Peter Drucker Heilabrot Fyrir tveimur klukkustundum var jafn langt frá því ldukkan var eitt eftir hádegi eins og það var Iangt þangað til klukkan yrði eitt að nóttu. Hvað er klukkan þá núna? Lausn á síðustu gátu: Þetta voru þeir Jón Arason, Eggert Ólafs- son, Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðs- son. Veffang dagsins Mörgum þykir enn vænt um gömlu Macintosh tölvuna sína frá því fyrir tíu til fimmtán árum. Á veffangi dagsins er að fínna uppiýsingar um sögu Macintosh tölvunnar: http ://library.stanford .edu/mac/index. html

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.