Dagur - 23.08.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 23.08.2000, Blaðsíða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 23. Á GÍJ S T 2000 ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: Jóhannes Sigurjónsson johannes@simnet.is „Unglingar eiga auðvelt með að skoða hundruð vefsíðna um galdra, álög norna og blóðtökur, án þess að fullorðnir geti haft nokkra stjórn á því. Þetta gengur miklu lengra en Harry Potter-sögurnar og er full ástæða til að hafa áhyggj- ur út af því“. - Peter Smith í Kaþólska Kirkju- blaðinu - YfLrbiuda-Páll Eins og flestir vita eru hin sjálfstæðu og óháðu bæjar- og héraðsfréttablöð skemmtilegustu fjölmiðlar landsins og þeir sem þau Iesa reglulega eru að jafnaði upplýstari og hamingjusamari en aðrir fjölmiðlanotendur. I Feyki á dögunum var Hagyrðingaþátturinn á sínum stað, þáttur númer 299, sem heiðursmaðurinn Guðmundur Valtýsson hefur haldið úti af mikilli elju svo lengi sem elstu og tryggstu lesendur Feykis muna. I þættinum er m.a. ort um Pál Pétursson félagsmálaráðherra og hin skagfirska umfjöllun er sko ekki á þeim neikvæðu nótum sem einkennir stundum umræðuna um Pál í öðrum Ijölmiðlum. Einar Sigtryggson á Sauðárkróki kveður svo um Pál: Eitilharður, ekki þjáll, alltaf til í slaginn. Ennþá stendur u-pp úr Páll, eins og fyrri daginn. Á vömbina með tilþrifiim Iþróttaumfjöllun héraðsfréttablaðanna einkennist eðlilega oft af ódulbúnum „lókal-patríótisma“. Þannig mátti lesa í Bæjarpóstinum á Dalvík eftirfarandi um leik sem Dalvíkingar töpuðu gegn KA: „Afglöp í starfi er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar leiks KA og Dalvíkur er minnst sem fram fór á fimmtudagskvöldið á Akureyrarvelli, því að mjög slakur dómari leiksins framdi hvern gjörninginn á fætur öðrum í leiknum og heldur hallaði á gestina frá Dalvík í þeim. Það keyrði um þverbak þegar hann dæmdi víti á Dalvík 6 mínútum fyrir leikslok eftir bendingu frá utangátta aðstoðardómara sínum sem taldi að Marínó vinstri bakvörður, hefði togað í leikmann KA sem féll á vömbina með miklum tilþrifum." Sigurvinsson sveitanna I Dagskránni á Selfossi var á dögunum minnst 25 ára afmælis Eiríks Smára Vilhjálmssonar frá Hlemmiskeiði, sem virðist hafa haft alla burði til að verða 10 milljón punda maður í boltanum ef hann hefði haldið rétt á spilum. Eða eins og þar segir: „Eiríkur Smári eða Eiki 300 eins og alþjóð þekkir hann betur hefur þurft að leggja skóna á hilluna aðeins 25 ára gamall. Astæðan eru hnémeiðsl sem komu upp þcgar Eiríkur var í Championship Manager. Segja má að Eirikur sé eitt mesta efni sem komið hefur fram í knattspyrnu á Skeiðunum. Hraði, snerpa og skeinuhætta lýsa leikstíl hans best, einnig má segja að hann sé ótrúlega skapandi og hugsandi leikmaður. Framan af ferlinum lék Eiríkur með Skeiðamönnum. Þegar bændur sáu hann á vellinum milli mjalta og messu gátu þeir ekki annað en hrifist af þrótti og Ieikni þessa unga fjósa- stráks.... Segja má að Eiríkur hafi verið Asgeir Sigurvinsson sveitanna". FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Lcikkonan geðþekka Helen Hunt hefur sagt skilið við eiginmann sinn HankAzaria eftir einungis eins árs hjónaband. Helen var að sögn mjög brugðið þegar hún frétti af sambandi Hanks við Playboy fyrirsætu og flutti samstundis að heiman. Skilnaður er sagður yfirvofandi. Helen hefur lát- ið hafa eftir sér að þau Hank séu mjög ólík, hún vilji helst vera heima á kvöldin og horfa á myndbönd en hann sé gefinn fyrir hið Ijúfa næt- urlíf. Helen er í hópi vinsæl- ustu leikkvenna í Hollywood en Hank hefur meðal ann- ars leikið í myndunum The Birdcage og GodziIIa. Eftir tæplega eins árs hjóna- band er skilnaður yfirvofandi hjá Helen Hunt og Hank Azaria. ÍÞRÓTTIR L Tiger Woods varði bandaríska meistaratitilinn Bandaríski kylfingurinn, Tiger Woods, sigraði á banda- rfska PGA-meistaramótinu sem fram fór á Valhallar- golfvellinum í Kentucky um helgina. Woods varð þar með fyrstur kylfinga til að veija PGA-meistaratitilinn síðan Denny Shute náði þeim árangri árið 1937 og sá fyrsti til að vinna allar þrjár stóru keppnirnar síðan Ben Hogan afrekaði það áriðl953. Woods þurfti svo sannar- lega að hafa íyrir sigrinum um helgina, því eftir síðasta hringinn var hann jafn Bandaríkjamanninum Bob May á 270 höggum og þurfti því að grípa til umspils, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á 3. holu. I 3. sæti mótsins varð Daninn Thomas Björn á 275 höggum og í 4.-6. sæti Astralinn Stuart Appleby, Spánvetjinn Jose Maria Olazabal og Astralinn Greg Chalmers, allir á 276 höggum. Þetta er þriðja stórmótið í röð sem Woods sigrar á, en áður hafði hann sigrað með yfirburðum á breska meistaramótinu sem fram fór á St. Andrews fyrir mánuðu síðan og einnig því bandaríska sem fram fór í júní. Arið 2000 hefur verið ffábært hjá kappanum, en alls hefur hann sigrað á sjö mótum af fimmtán sem hann hefur tekið þátt í á árinu. Þrisvar hefur hann náð öðru sæti og tólf sinnum einu af „topp fimm“. Enda streymir verðlaunaféð í budduna og til þessa hefur hann þénað litlar 6,7 milljónir dollara á PGA-mótaröðinni einni saman. Guimar sigraði á Einherjamótinu Gunnar K. Gunnlaugsson, GR, sigraði á árlegu Ein- herjamóti í golfi sem nýlega fór fram á Grafar- holtsvelli. Spiluð var 18 holu punktakeppni og lék Gunnar á 42 höggum. I 2.-4. sæti urðu þeir Ogino Yuzuru, GR, Gfsli Hall, GR og Jón Karl Schewing, GK, allir á 39 höggum og í 5. sæti Knútur Bjarnason, GR, á 38 höggum. Einherjaklúbburinn er eins og kunnugt er klúbbur þeirra sem hafa farið holu í höggi á ferlinum, en alls voru þeir orðnir 3 5 þegar síðast var vitað. Enginn fór þó holu í höggi á mótinu, en næst- ur því varð Bergsteinn Hjörleifsson, GK, á annari braut, eða rúma fjóra metra frá holu. Keilir og GR sveita- meistarar í golfi Islandsmeistaramótið í sveitakeppni í golfi fór fram um helgina og var keppt í fimm deildum karla og þremur deildum kvenna. Keppn- in í 1. deild karla og kvenna fór fram á Hvaleyrarvelli í Hatnarfirði og þar sigruðu heimamenn Keilis í karlafiokki en Golfldúbbur Reykja- víkur í kvennaflokki. Gunnar K. Gunnlaugsson, GR, sigurveg- ari á Einherja- mótinu. Úrslit 1. deild karla: 1. GK 4 stig - 18 vinningar 2. GA 3 stig - 16 vinningar 3. GR 3 stig - 14 vinningar 4. NK 3 stig - 11 vinningar 5. GKG 1 stig - 10 vinningar 6. GSE 1 stig - 6 vinningar 1. deild kvenna 1. GR 5 stig - 13 vinningar 2. GK 4 stig - 12 vinningar 3. Gkj 3 stig - 11 vinningar 4. GA 1 stig - 4 vinningar 5. NK 1 stig - 3 vinningar 6. GSS 1 stig - 2 vinningar Herborg fór bolu í höggi Herborg Arnardóttir, Golfklúbbi Reykjavikur, náði þeim frábæra ár- angri á Islandsmótinu í sveitakeppni að fara holu í höggi. Hún náði draumahögginu á tíundu braut í viðureign sinni við nýkrýndan Is- landsmeistara, Kristínu Elsu Erlendsdóttur, Keili. GL og GKG sigruðu í 2. deild Keppnin í 2. deild karla og kvenna fór fram á Garðavelli á Akranesi og þar sigruðu heimamenn í Golfldúbbnum Leyni í karlaflokki, en Gol- klúbbur Kópavogs og Garðabæjar í kvennafiokki. Færast sigurliðin þar með í 1. deild á kostnað Golfklúbbsins Setbergs (GSE) og Golfklúbbs Sauðárkróks (GSS), sem urðu í neðstu sætum 1. deildar karla og kven- na. 2. deild karla: 2. deild kvenna 1. GL 4 stig - 17 vinningar 1. GKG 5 stig - 13 vinningar 2. GKj 4 stig - 1 6 vinningar 2. GO 4 stig - 10 vinningar 3. GS 4 stig - 1 5 vinningar 3. GH 3 stig - 6 vinningar 4. GV 2 stig - 13 vinningar 4. GB 1 stig - 6 vinningar 5. GO 1 stig - I 2 vinningar 5. GP I stig - 5 vinningar 6. GSG 0 stig - 2 vinningar 6. GHD 1 stig - 5 vinningar Keppnin í 3. deild karla fór fram á Svarfhólsvelli á Selfossi og þar sigruðu heimamenn í Golfklúbbi Selfoss. I 4. deild karla fór keppnin fram á Silfurnesvelli í Hornafirði og fóru Grindvfkingar þar með sigur af hólmi. I 5. dcild karla fór keppnin fram að Flúð- um og höfðu heimamenn þar sigur. I 3. deild kvenna fór keppnin fram á Setbergsvelli í Hafnarfirði og þar sigruðu heimamenn í Golfklúbbi Setbergs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.