Dagur - 23.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 23.08.2000, Blaðsíða 4
4 - MIDVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 FRÉTTIR ; szr* : í mí pSw Á191 jl5l Hilmir Snær Guðnason mun leika í Borgarleikhúsinu í vetur auk Þjóðleikhússins. Ekkert er til íþví að hann sé á förum til Leikfélags íslands. Alla vega ekki þetta haustið. - mynd: gva Leikhúsdeilaii er engin deila I fjölniiðlum hefur geisað mildð stríð á milíi stóru leikhúsaima í Reykjavik og þaö fer eftir því hvaða hlað er lesið hvar HUmir Snær Guðnason er í viunu. Dag- ur fór í ferð að leita sann- leikans. „Ég held að þessi miskilningur stafi af því að að ég hef átt viðræður við Leikfélag Is- lands um hugsanlegt samstarf við þá en þá ekki fyrr en næsta vetur. Ég er fastráð- in hjá Þjóðleikhúsinu þetta leikárið og mun taka þátt í verkefnum hjá Borgar- leikhúsinu. Viðræður mínar við Leikfélag íslands eru enn á umræðustigi og það er aldrei að vita hvað gerist næsta haust. Kannski var þetta rétt frétt en bara á vit- lausu hausti," segir Hilmir Snær Guðna- son um þá frétt DV að hann sé fastráðin hjá Leikfélagi Islands í vetur. Má ekM birta hvaða vitleysu sem er í Borgarleikhúsinu eru menn pirraðir út af málinu. „Þetta er hlægilegt og það eru blöðin sem koma hvað verst út úr þessu. Er hægt að koma með hvaða vitleysu sem er í auglýsingaskyni og hún er birt. Ef blaðamenn heyrðu að Olafur Ragnar væri orðinn forseti Færeyja mynduð þið þá ekki hringja fyrst og athuga sann- leiksgildi sögunnar. Þessi kynning minn- ir mig einna helst á beru stelpurnar í Canne sem kasta fötum í von um smáat- hygli. Ég er þreyttur á að eyða orku í þetta mál og ætla að snúa mér að mál- efnum leikhúsins,“ segir Guðjón Peter- sen, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. Guðjón segir að vissulega sé það rétt að Edda Björgvinsdóttir hafi sagt upp samningi við húsið. „Það hefur verið þannig árum saman að leikarar eru lán- aðir á milli húsa og það er nákvæmlega það sem er að gerast núna. Friðrik Frið- riksson og Halldór Gylfason hafa verið lausráðnir hjá okkur og verða það áfram því báðir taka þeir þátt í uppfærslu hjá Borgarleikhúsinu í vetur.“ Allt á misskilningi byggt Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi lslands hafði í gær ekki undan að svara í síma og segir málið hafi verið blásið upp af fjölmiðlum. „Við greindum frá því hverjir eru fastráðnir hjá okkur í vetur en greindum frá því að Hilmir Snær yrði fastráðinn hjá okkur næsta haust. Það er hins vegar óná- kvæmt orðalag því ekki hefur verið geng- ið frá endanlegum skriflegum samningi okkar á milli. I einhveijum fjölmiðli kom málið út eins og við hefðum fastráðið alla þessa Ieikara en svo er ekki. Við höf- um eins og undanfarin ár lausráðið leik- ara en breytingin er sú að við höfum ráð- ið í fullt starf þetta leikárið 5 Ieikara. Það sem við gerðum var því einfaldlega að kynna leikarahóp okkar þetta leikárið og það eru eðlileg og gleðileg tíðindi. Það að stilla þessu upp sem einhveiju stríði við Þjóðleikhúsið er því tilbúning- ur Ijölmiðla en ekki frá okkur komið. Fyrsta sýning ársins verður Trúðleikur eftir Hallgrím H. Helgason. Þar leikstýr- ir Orn Arnason þeim Friðriki Friðriks- syni og Halldóri Gylfasyni og við mun- um síðan bráðlega kynna verkefnaskrá vetrarins sem er afar spennandi," segir Magnús Geir. — GJ Halldór Ásgrímsson. í heita pottinum hafa menn nokkuð rætt það sem Alfreð Þorsteinsson sagði í viðtali við DV í síð- ustu viku um að honum finndist Framsókiiarílokkurinn eigi að mynda vinstri stjóm und- ir forsæti Halldórs Ásgrímssonar eftir næstu alþingiskosningar. Pottveiji sem kann að lesa á milli línanna í pólitík sagði að þetta væri snallt bragð hjá Alfreð. Ef hann fengi memi til að miða á vinstri stjóm eítir þingkosning- ar eftir tæp 3 ár þá geta framsóknarmenn í Reykjavík ekki slitið R-listasamstarfinu í horg- arstj ómarkosningum eftir tæp tvö ár en Alfreð er afar hlynntur því að það samstarf haldi áfram. Framsóknarmenn sumir hverjir segja að flokk- urinn þurfi að bjóða fram sinn lista til að verða sýnilegri í borgarstjóm. Ehm pottveijixm spurði hvort flokkuiinn yrði sýnilegri með einn eða tvo borgarfulltma í stjómarandstöðu?!... En það em fleiri snúningar á yf- irlýsingum Al- freðs, m.a. þeim að hann telji að næsti varafor- maður þurfi að koma af höfuð- borgarsvæðinu. Slíkt er af mörgum talið ígildi þess að Alfreð sé að bjóða Siv Friðleifsdóttur upp í dans, en hún er sú eina af meintum varaformannsefnum sem kemur úr þéttbýlinu. Hvort úr þessu verður póli- tískt bandalag fyrir flokksþingið þykir hins veg- ar enn of snemmt að spá um... Og meira um framsóknarmenn og vinstri stjóm eftir 3 ár. Framsóknarmaðurinn í hópi pottveija sagði það almennt álit framsóknarmanna að mun betra yrði að starfa með því unga liði sem nú er í foiystu Samfýlkingar og VG heldur en þeiin gömlu jöxlum sem vom í foiystusveit A- flokka fyrir nokkram áram. Þess vegna gæti orð- ið mun auðveldara að mynda vinstri stjóm nú en áður var. Alfreð Þorsteinsson. Siv Friðleifs- dóttir. FRÉTTAVIÐTALID ílest komið á sinn stað Ingunn Guámundsdóttir fonnaðurSamtaka sunnlenskra sveit- arfélaga. Suntilenskir sveitarstjómar- menn leggja tilaðaíhugað verði með uppkaup hættulegra húsa ogaðóeðlilega lágt brunabótamat þegarónýtra húsa verðifelltað endurstofn- verði - Hafa ekki vandamál í kjölfar jarðskjálfl- anna komið á ykkar borð hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga? „Það er Ijóst að brunabótamatið er víða byggt á gömlum forsendum. Fólk er að fá altjón á húsum sínum, en upphæðirnar bjóða ekki upp á endurbyggingu. 1 nýlegri ályktun samtakanna er eindregið hvatt til þess að brunabótamat húsa sem skemmdust verði fellt að endurstofnverði þeirra. Því ýmsir þeirra sem misstu húsnæði sitt f jarðskjálftunum eiga þess engan kost að koma sér upp sambærilegu húsnæði út á bætumar, nema að þetta sé lag- að. I annan stað er hvatt til þess að sérstaklega hugað verði að ástandi húsa sem verið gætu varasöm eða byggð úr vafasömu byggingarefhi - samanber reynslu eftir síðasta skjálfta - og kannað hvort öryggi íbúa svæðisins sé tryggt til frambúðar. Sé verið að spá því að það eigi eft- ir að koma til frekari skjálfta og að fleiri hús eigi eftir að eyðileggjast þá er spumingin hvort ekki sé rétt að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir. Við höfum borið þetta saman við þær að- gerðir sem ákveðnar hafa verið á snjóflóða- bættusvæðum - þar er verið að kaupa upp hús á hættusvæðum. Að okkar mali er alveg eins ástæða til að huga að því hér að kaupa hér upp hús eða mannvirki sem inenn telja nokkuð ör- uggt, eða næsta víst að séu varasöm í hörðum skjálfta. Vitað er að einhverjar byggingar eru taldar varasamar". - Hvaða viðbrögð hafa orðið við þessum hug- myndum? „Það eru engar formlegar umræður hafnar en farið að þreifa óformlega á þessu í kerfinu. Umræðan er til alls fyrst í þessu sambandi og við viljum koma henni í gang. Síðan þarf að fara ofan í saumana á þessum málum, sjá hvað hægt er og hvað ekki. Og ræða við þá sérfræð- inga sem hugsanlega myndu vinna slíkt mat“. - Heyrst hefur að brunabótamat á heilum tbúðarhúsumfari niður undir 4 milljónir. Af hvetju hefúr það ekki hækkað með vísitölum eim og flest annað og eins og ýmsir hafa ef- laust reitt sig á? „Auðvitað ætti það að hækka með vísitölu. En þeir segja að hver og einn þurfi að fylgjast með mati á eigin eignum og óska endurmats telji þeir það orðið of lágt. Hins vegar þarf enginn að hafa áhyggjur af að vísitölur hús- næðislánanna fylgi ekki verðlagi. Það má því spyrja hvers vegna ekki gildi |>aö sama um matið á húsunum - sem einmitt eru oftast í vcði fyrri lánunum. Á hinn bóginn er það nú svo, að ýmsir hafa amast við því þegar eignir þeirra hafa verið teknar til endurmats einhverra hluta vegna og matið hækkað, sem þá þýðir hærri skatta og gjöld. En þegar á reynir og fólk áttar sig á sam- henginu, þá er það bara orðið of seint“. - Er enginn uggur í fólki í útsveitum Ár- nessýslu um að það eigi eftir að fá yfir sig áltka skjálftahrinu og Rangæingar? „Ekkert meiri en verið hefur. Fólk er með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og hugs- ar um þetta á raunsæjum nótum. Ég veit að ýmsir hafa haft varann á og tekið öryggismálin til endurskoðunar, sérstaklega fyrst á eftir. Fest hillur í veggi, tekið niður þunga muni og þess háttar. En ég tel líklegt að flestalt sé það aftur komið á sinn stað. Eg verð ekki vör við að fólk búi við neina angist. En menn eru að ræða alvörumál, einkum á þessum sveitar- stjórnarvettvangi og huga að því hvernig ýms- um hlutum verði best borgið". — HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.