Dagur - 23.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 23.08.2000, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2 000 rD^tr ÞJÓDMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@tf.is Símar auglýsingadeildar: (heykjavík]í>(í3-i 61 b Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUreyrij 551 6270 (reykjavíkj Vanda þarí til verka í fyrsta lagi Skipulagsstofnun hefur samþykkt áætlun Landsvirkjunar um hvernig staðið verður að mati á umhverfisáhrifum hinnar risa- vöxnu Kárahnjúkavirkjunar - en „með fyrirvara um nánari skoð- un einstakra þátta matsins“ eins og segir í úrskurði stofnunar- innar. Stefnt mun að því að skýrsla Landsvirkjunar um niður- stöður matsins verði auglýst þegar í marsmánuði næstkomandi - eða um einu ári áður en stjórnvöld hyggjast ljúka vinnu við svo- kallaða Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Hefði þó verið eðlilegra og æskilegra að þessi langstærsta fyrirhugaða virkjun Iandsins yrði tekin með í rammaáætlunina, ef sú áætlun á að standa undir nafni. í öðru lagi Náttúruverndarmenn hafa gert ýmsar athugasemdir við matsá- ætlun Landsvirkjunar, ekki síst þann mikla flýti sem virðist ráða för. Þessi gagnrýni kom Ijóslega fram í samantekt í Degi um helgina, en þar fengu vinnubrögð Landsvirkjunar við umhverfis- matið einkunnir eins og fljótaskrift og sýndarmennska. Hvort þessi gagnrýni á rétt á sér kemur auðvitað í Ijós þegar skýrslan verður birt eftir áramótin. Hins vegar er full ástæða til að leggja mikla áherslu á nauðsyn þess að vanda sérlega vel til mats á um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Með Eyjabakkaumræðuna í huga ætti það að vera hagsmunamál allra sem að virkjunarmál- unum koma að hægt verði að byggja umræðu og ákvarðanir um hugsanlegar framkvæmdir á traustum visindalegum grunni. í þriðjalagi Telja má víst að fyrirhuguð Kárahnjúkavirkjun, og tilheyrandi risaálver við Reyðarfjörð, verði eitt af stærstu málum Alþingis næsta vetur. Þótt sumir séu alfarið á móti framkvæmdum af þessu tagi og líti svo á að betra sé að nýta auðlindir landsins norðan Vatnajökuls með öðrum hætti, eru hinir þó fleiri sem taka þá fyrst afstöðu til málsins þegar öll gögn Iiggja fyrir um kosti og galla virkjunar og álvers og áhrif þeirra á landið og byggðina. Einmitt þess vegna er mikilvægt að vanda vel til verka. Elías Snæland Jónsson. 50 þiísimd á hátíð Garra sýnist greinilegt á umræð- unni að menningarnóttin í Reykjavík hafi heppnast vonum framar, enda fjölmenntu lands- menn niður í miðbæ til að taka þátt í hátíðahöldunum. Talað er um að allt að 50 þúsund manns hafi verið í bænum þegar mest var, en það eru hátt í 20% lands- manna. A vakt voru hins vegar 60 lögregluþjónar sem vissulega er þunnt smurt en allt bjargaðist þetta í horn. Menningarnóttin skiptist líka í tvo hluta, fyrir og eftir flugeldasýningu. Fyrir sýn- inguna fór allt vel fram og allir voru glaðir og ánægðir og í menningarlegum hugleiðingum. Eftir flugeldasýninguna urðu menn hins veg- ar fullir reiði, fullir pirrings eða bara fullir í hefðbundnum skilningi. Ástæða reiðinnar og pirrings- ins var umferðaröng- þveitið, cn ólundin rauk þó úr flestum þegar úr þessu raknaði. Mannfræðilegt Þessi menningarnótt er í raun- inni merkilegt fyrirbærí sem vert væri að gera mannfræðilega rannsókn á. Sérstaklega er at- hyglisvert að sjá hversu margir fóru í bæinn til þess að horfa til himins, á meðan á flugeldasýn- ingunni stóð. Þetta er ekki síst athyglisvert mannfræðilegt rannsóknarefni í ljósi þess að eitt heitasta umræðuefnið þessa dagana er að aðeins rúmum mánuði áður var haldin önnur stórhátíð þar sem menn hugðust horfa til himins líka, en á þá há- tíð mættu ekki nema örfáir. Sú hátíð var haldin á Þingvöllum af ríkisstjórn Islands og þjóðkirkj- unni. Þegar þessar hátíðir eru bornar saman kemur í Ijós að miðað við lengd undirbúnings, V umfang löggæslu, tilkostnað og auglýsingu hefðu 50 þúsundin átt að vera á Þingvöllum en ekki á menningarnótt í miðbænum, sem aftur kallar á að menn reyni að átta sig á hvaða lögmál eru að verki varðandi útisamkomur á Íslandi. Hápunkturiiui! Kirkjunnar menn hafa keppst við að kenna fjölmiðlum um óvandaða umfjöllun um kristni- hátíð og að þeir hafi þannig mótað almenningsálitið gegn henni og Halldór Blöndal tyggur þetta upp á Hólahátíð. Menn eru þó að leita langt yfi r skammt því þeir þurfa ekki annað en líta til menningar- nætur í Reykjavík til að sjá hvað það er sem gerði gæfuniun- inn: Það var flugelda- sýningin. Það voru allir að fara í bæinn til að sjá flugeldasýninguna! Hún var hápunktuninn! Há- punktur kvöldsins! Hápunktur hátíðarinnar! Hápunktur menn- ingarinnar! Á Þingvöllum var hins vegar engin flugeldasýning - bara einhver gospelsöngur og endalaus kórsöngur til dýrðar drottni á himnum. En það var engin flugeldasýning og á Is- landi er það ígildi mannfæðar. Garri leggur þvf til, enda ekki ráð nema í tírna sé tekið, að á næstu kristnihátíð verði talað við Alfreð Þorsteinsson og Orkuveitu Reykjavíkur og hún fengin til að kosta góða flugelda- sýningu. Þá munu menn sjá að fleiri fagna tvö þúsund ára kristnitökuafmæli en þúsund ára afmælinu - sem aftur yrði jú vísbending um að kristnin væri á réttri leið! - CARRI jr^v JÓHANNES '1 5? <c SIGURJÓNS SON j SKRIFAR Nú liggur það fyrir að 1 18 rúss- neskir sjómenn hafa látið lífið í kaíbátnum Kúrsk sem liggur á botni Barentshafs og er harmur kveðinn að fjölskyldum þeirra og rússnesku þjóðinni. Og reiði. Al- menningur í Rússlandi er reiður út í stjórnvöld ogyfirmenn flotans fyrir slælega framgöngu þeirra í málinu, fyrir að hafa ekki þegið aðstoð erlendis frá og fyrir að hafa logið að þjóð sinni. Þetta mál er enn eitt dæmi um ástandið þarna eystra, þar sem allur tækjakostur er úr sér geng- inn, flugvélar hrapa og kafbátar sökkva og kjarnorkuver leka. Og ástandið virðist fara hríðversn- andi, ekki síst þar sem stjórnvöld eru vanmáttug og frjálsir og óháð- ir glæpamcnn hafa tekið við hlut- verki krimmanna sem stjórnuðu í Krcml á sínum tíma. Sovéska heygarðshomið Og ekki bætír það úr skák að rúss- Þegar lygin ein er eftir nesk stjórnvöld halda sig við gamla sovéska heygarðshornið í íygum og leynimakki. Og þeim er kannski vorkunn því það er erfitt að breyta hugsunarhætti sem nokkrar kynslóðir hafa alist upp við og tamið sér. Gömlu Sovétrík- in byggðust ósköp einfaldlega að lygi. Sovésk stjórnvöld lugu að þjóð sinni, lugu að umheiminum og lugu sjálf sig full. Því alltum- lykjandi sjálfsblekking var ekki síst það sem tryggði tilverugrund- völl Sovétríkjanna svo lengi sem raun bar vitni. I kerfi sem átti að vera hið full- komnasta í heimi, var ekkert pláss fyrir slys, óhöpp og mannleg mis- tök. Þess vegna var öllu sem úr- skeiðis fór haldið leyndu, kjarn- orkuslysum, hungursneyð, upp- skerubresti, glæpatíðni. Öllu sem miður fór í Sovétinu var sópað undir teppið. Undir teppió Og það er enn að gerast. Ráða- rnenn í Rússlandi æt'uðu sér ör- ugglega að reyna að sópa kafbátn- um Kúrsk undir teppið svo lítið bæri á. Og eins og áður sagði, þeim er sumparl vorkunn. Við þessar aðstæður eru lygin og leyndin eiginlega skilyrt viðbrögð, rétt eins og hjá hunduni Pavlovs á sínum tíma. Enn sem komið er eru rússneskir ráðamenn ófærir um að bregðast við á annan hátt. En það er hins vegar Ijós í myrkrinu og þar hefur brcyting vissulega orðið á þar eystra, að nú geta fjölmiðlamenn og almenn- ingur gagnrýnt stjórnvöld og hernaðaryfirvöld fyrir slælega framgöngu og lygavefnað, án þess að eiga það á hættu að verða skotnir eða sendir til Síberíu með næstu lest. Þess vegna kemur auðvitað að því að Kremlverjar komast að því að það er ekki leng- ur hægt að sópa öllum soranum undir teppið, því það er búið að kippa teppinu undan fótum þeirra. llvaó Jiarf til þess að einn dagurí borgarumfeióinni sé slysalaus? (Lögreglan í Reykjavík stefnir aðþví að dagurínn á morgun verði slysalaus. Til samanbuið- ar er 26. ágúst ífyrra þegar 25 óhöpp og þar af þrjú slys urðu í borgarumferðinni.) Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. „Þetta er gott fram- tak sem minnir okk- ur á að öryggi í um- ferðinni er á ábyrgð ökumanna fyrst og fremst. Eg tel að með því að fylgja umferðarreglunum og sýna tillits- semi, og um fram allt með því að flýta okkur hægt, getum við forðast þau slys sem nú eru því miður dag- legt brauð. Sem betur fer taka margir ökumenn hlutverk sitt al- varlega, en því miður ekki allir. Þess vegna þurfum við líka mark- visst eftirlit lögreglu. Vonandi sjá- um við á fimmtudaginn að slysa- laus dagur í höfuðborginni er ekki aðeins fjarlægur draumur, heldur raunverulegur möguleiki. Þegar upp er staðið veltur það á öku- mönnum sjálfum." Ragnheiður Davíðsdóttir forvamafliUtríd VÍS. „Kraltaverk, það er ekkert flóknara. Einnig þurfum við þjóðarvakningu. En markmiðið er auð- vitað göfugt - en ég held að meira þurfi til en að senda tölupóst á fólk sitt á hvað og hvet- ja það til að vera fara varlega. Á suma dugar þetta en á aðra ekkert nema löggæsla og agi. Eg vona auðvitað að kraftaverk gerist á fimmtudaginn - raunhæft væri að búast við að slysunum myndi fækka um helming frá þeim degi í fyTra sem er til samanburðar." HrannarB. Amarson borgarfliUMi. „Fyrst og fremst held ég að borgar- búar þurfi að taka góða skapið og þol- inmæðina með sér í umferðina, en allra best væri auðvitað ef menn legðu bílnum og nýttu sér heilbrigðari samgöngumáta, eins og að ganga til vinnu, bjóla eða fara með strætó. Vonandi er fólk farið að átta sig á því að umferðarmenning okkar Islendinga er citthvað meira en lítið undarleg og fyrr eða seinna verðum við að taka okkur tak og bæta ástandið.“ Gylfi Guðjónsson ökuketmari íMosfellsbæ. „Samræma og efla þarf löggæsluna og auglýsa átakið vel með herfcrð í sjón- varpi. Eins og stað- an er núna er þjóð- félagið orðið sjúkt af agaleysi og á því þarf að taka. Ég er alveg klár á því að fækka má slysum á fimmtu- daginn ef lögreglan verður vel sýnileg úti á götunum og lætur engin umferðarlagabrot líðast. Hins vegar hefur það óskaplega Iít- ið að segja þó OIi H. og allir hinir í Umferðarráði séu nieð þetta út- varpsspjall sitt.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.