Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 Dugur ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elIas snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVIK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng augiýsingadeiidar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (reykjavIk)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAV(K)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Hrafnagilsnefndin í fyrsta lagi Sú ákvörðun Hrafnagilsfundar þingflokks og landsstjórnar Framsóknarflokksins að að setja á stofn nefnd til að móta nýja stefnu í Evrópumálum vekur óneitanlega athygli. Ekki síst vegna þess að vitað er að innan Framsóknarflokksins eru skoð- anir mjög skiptar um þennan málaflokk og heitar tilfinningar sem krauma undir. Engar fféttir eru hins vegar af upphlaupi eða átökum á Hrafnagilsfundinum og virðist ríkja þokkaleg sátt um þann farveg sem málið er komið í. í öðru lagi Þótt í ákvörðun framsóknarmanna felist ekki bein yfirlýsing eða afstaða varðandi framtíðartengsl okkar við Evrópusam- bandið þá verður ekki framhjá því horft að flokkurinn hefur með þessu skilgreint Evrópumálin sem eitt aðalpólitíska áherslumálið á næstu misserum. Það hefur beinlínis verið stofnanavætt í flokknum, og umfangsmikið ferli sett af stað sem hlýtur að gegnsýra allt flokkstarfíð meira og minna í vet- ur. Greinilegt er að áætlunin er að setja málið varfærnislega af stað, en þungi þess mun síðan fara vaxandi. Dropinn holar steininn. 1 þriðja lagi Athyglisvert er að ekki er hægt að skilja samþykkt Hrafnagils- fundarins öðruvísi en að nýja Evrópustefnan eigi að vera til- búin fyrir flokksþingið í mars. Það er því ekki verið að salta málið í nefnd þar til betur stendur á í flokknum eða í stjórnar- samstarfínu. Þvert á móti á að keyra fram niðurstöðu. Það eykur vægi þessarar nefndar. Eflaust mun þetta kalla á ein- hveija innanhússstorma hjá framsókn, en það er ekki síður áhugavert að fylgjast með því hvað þessi áhersla á að skilgreina sambandið við EB þýðir varðandi skilgreiningar á samstarfinu við Sjálstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hafí menn átt erfitt með að greina hvað það er sem skilur á milli stjórnarflokkanna, ættu þeir erfíðleikar nú að fara minnkandi. Birgir Guðmundsson. Skanderandi diillarar Það er reiknað með að 1 50-250 manns mæti á Landsmót hag- yrðinga sem haldið verður í höfuðborginni í kvöld. Allir eru þessir hagyrðingar á bilinu slarkfærir og upp í það að vera frábærir og flestir þekktir og viðurkenndir sem frambærileg- ir stökusmiðir. Og það er kannski eins gott að ekki mæta allir sem sjálfir telja sig frábæra hagyrðinga, því jiá myndu koma svona í kringum 100.000 manns. Það er nefnilega ein- hver sérkenni- legasta sjálsblekking sem við lýði er á Islandi, hve margir telja sér trú um að þeir geti sett saman vísur af skynsamlegu viti og séu þar með hagyrðingar. Þetta fólk er afar hvimleitt fyrirbæri. Leirburðurinn sem rennur frá þeim uppstyttulaust er engu minni en flóttamanna- straumurinn af Iandsbyggðinni suður eða Jökulsá í vexti. Og það er hvergi friður fyrir þess- um bögubósum. Þeir vaða uppi gjörsamlega rímskakkir á öllum hugsanlegum mannamótum og troða sér fullkomlega stuðla- snauðir inn í alla fjölmiðla, jafn ófærir um að setja saman bæri- lega vfsu eins og að brúa Lagar- fljót með hamri og fjórum nögl- um sér til fulltingis. Ia> i rb 11 rö a r fl a 11 iiiu r Menn eru hvergi óhultir fyrir yrkingarstarfsemi þessara af- glapa. Ef menn ætla að flýja leirburðarflaumin niðri í byggð og halda upp á hálendið, þá bíða vísurnar í röðum í gesta- bókum sæluhúsanna og eru hálfu verri þarna í kyrrðinni og fuglasöngnum en í ys og þys þéttbýlisins. Það ætti að setja lög sem V banna bögubósum að áreita blásaklaust fólk með sínum andlegu afurðum. Og raunar væri rétt að lögvernda hagyrð- ingafagið, þannig að enginn fái að iðka vísnagerð nema hann hafi til þess tilskilin próf sem sanna getuna á jiví sviði. Með því yrði miklum leiðindum af- stýrt og komið í veg fyrir að þúsundir eyddu til einskis af litlum andleg- um púður- birgðum sín- um. Blátt barni Hitt er svo ann- að mál að það þarf Iíka að lækka rostann í hagyrðingaelítunni sem mætir á Landsmót hagyrðinga í kvöld. Þar hefur frægð og frami í vísnagerð stigið mönnum óþarflega mikið til höfuðs. Því þó góðir vísnasmiðir séu ekki 100.000 hér á landi, þá eru þeir fleiri en þeir sem mæta til Landsmótsins í kvöld. Og sum- ir reyndar hafa fengið þau skilaboð að þeir séu ekki vel- komnir á mótið með sína fram- leiðsiu til flutnings. Garri hefur sett saman vísur í áratugi og þykir ómissandi í fjölskylduboðum með ýmis skemmtilegheit í bundnu máli. En þrátt fyrir miklar vinsældir meðal sinna nánustu á þessu sviði, þá lögðu þrír kunningjar Garra, sem eru landsþekktir og hrokafullir hagyrðingar, blátt bann við því að hann kæmi með þeim á Iandsmótið í kvöld. Við þessa menn vill Garri segja þetta: Þið eruð eklú betri en ég, í íþróttinni cið yrkja. margur heldur meg vera seg, og þá vil ég ekki styrkja. - GARRI Fornri arfleiíö tejumlið ItDjufíjmhtmshaiM- RJnK Í<#V» iítvo hllgjuLfc ktfU. .njin&auwiqlM U'. cin*J ibuMJua nUm,. Kj.mil ISUíuertml^-kUurlugfnl. JÓHANNES SIGURJÓNS SON SKRiFAR Sennilega verður einhvern tíma tekið saman og gefið úr fræðirit sem fjallar á óhlutdrægan hátt um krytur og hjaðningavig mill- um íslenskra lækna og Islenskrar erfðagreiningar, en þar hafa mis- mjúkar hnútur flogið yfir borðin um nokkurt skeið. Nýjasta inn- leggið í þessa þrætubók er deila Læknafélags Islands og Islenskr- ar erfðagreiningar um enska þýð- ingu á íslenskri fréttatilkynningu sem send var til Nasdaq hluta- bréfamarkaðarins. Sigurbjörn Sveinsson, formað- ur LI telur að fréttatilkynningin hafi verið fegruð eða gengist undir lýtaaðgerð í snörunarferl- inu hjá IE yfir á ensku. Enda létu Iæknar (lýtalæknarr) þýða plaggið upp á nýtt og þá án allra tilburða til andlitslyftingar og út- koman að sjálfsögðu allt önnur, að þeirra sögn. Kári Stefánsson segist hins vegar ekki sjá nokkurn efnislegan mun á þess- Af þýdingarvillutru- armöimum um tveim þýðingum og telur því aungva ástæðu til að senda leið- réttingu á Nasdaq, enda sé þýð- íng IE „algjörlega efn- islega rétt“. Grútarsíiniiiii I sjálfu sér er kannski þýðingarlaust að vera að blanda sér í þessar þýðingardeilur enda munu málsaðilar ör- ugglega geta teflt fram hvor sínum löggiltum skjalaþýðandanum sem vottar að um kór- réttar Jjýðingar sé að ræða. Það er heldur ekkert nýtt að þýðing- arvandamál skjóti upp kollinum á Islandi. Má í því sambandi minna á Grútarbiblíuna, sem reyndar byggði fremur á prent- villupróblemi fremur en þýðing- armistökum, þar sem grátur varð grútur. Og kryddsíldarveislan fræga í Danmörku var afleiðing af vanþekkingu einhvers á dan- skri tungu og matargerð. Svipað gerðist þegar Alþýðublaðið sagði frá Jjví að Ronald Reagan væri jafnan kallaður „símaforset- inn“, en þá ruglaðist blaðamaður á hugtök- unum teflon og tel- ephone. Það er sem sé ekkert nýtt að menn vaði í þýðingarvillu og svíma hér á landi, en yfirleitt hafa ekki spunnist af því deilur fyrr en nú og oftar verið hent gaman að. Þýðmgargenið Það sem kannski vekur sérstaka athygli í þessu máli eru orð sem Kári Stefánsson Iét falla í Mogga um formann Læknafélags Is- lands, en þar kveðst hann undr- andi á framkomu Sigurbjörns í þessu máli, ekki síst þar sem öll samskipti þeirra fram að þessu hafi verið með eindæmum góð. „Þetta er hinn vandaðasti og ágætasti maður og mér þykir þetta miður“, segir Kári. Og gleymir þarna sínum eigin genafræðum. Því vissulega má gera því skóna að gen ráði nokkru um það hvort einhver sé góður maður eða slæmur og hvort viðkomandi sé góður þýð- andi eða Iélegur, en það er ör- ugglega ekki um sama genið að ræða. Það getur hugsanlega far- ið saman að vera góður maður og góður þýðandi, en það er þá ugg- laust tilviljun fremur en að ástæðan sé samtvinnun góð- mennskugensins og þýðingar- gensins. Þetta ætti Kári að vita manna best og þarf því ekki að undrast þó að deilur rísi í margvíslegum málum, jafnvel þó vandaðir menn og ágætir eigi í hlut. Var rétt afalþingiað bjóða Li Peng, forseta alþýðuþingsins í Kína, í heimsókn hingað? Tryggvi Harðarson bæjaifiilltrui í Hafimifirðiogmetmtað- uríKítm. „Ég tel jjað sjálf- sagt að halda uppi eðlilegum samskiptum við Kína. Vissulega voru atburðirnir á Torgi hins him- neska friðar vorið 1989 hörmu- Iegir - og kannski erfitt að meta þær aðstæður sem þá voru uppi. En ef við ætlum að fara að loka á þennan einstaka mann þá þyrft- um við líka að taka fyrir samskipti okkar við fjölmarga aðra þjóðar- leiðatoga víða frá úr heiminum. Einangrun er af hinu illa og ég minni á það hrun kommúnismans og lýðræðisumbætur komu í kjöl- far opnunar og slökunar." Dagui Þorleifsson blaðamaður. „Oft fer það eftir hentugleikum hvernig menn rækja mannrétt- indamál. Pótin- tátar sem ekki eiga mikið undir sér eru oft undir harðri pressu í þessum efnum, en hins vegar er farið vægar að þeim stjórmála- mönnum og þjóðum sem meira máli skipti í alþjóðamálum, til dæmis stjórmálum eða efnahags- málum. Heimsókn Li Peng hingað til lands, í boði alþingis, er alveg samkvæmt ritúali og prótókolls- reglum utanríkisþjónustannar sem gilda um gagnkvæmar heim- sóknir þjóðarleiðtoga." Margrét Frímannsdóttir þingmaðurSamfylhitigar ogfulltr. í ut- anríkismálanefnd. „í upphafi skal endinn skoða. Það er erfitt að neita að taka á móti Kínverjum þegar búið er að þiggja heimboð þeirra. Menn hefðu ef til vill átt að hugsa sig betur um á þeim tíma sem boð Kínveija var þegið.“ Einar Skúlason fomiaðurSambands ungra framsóknar- manna. „Nei, það finnst mér ekki rétt - svo ég svari fyrir sjálfan mig. Enn eru ofarlega í huga mér þeir hræðilegu at- burðir sem gerðust á Torgi hins himneska friðar og sú atburðarás sem fylgdi í kjölfarið og Li Peng er óneitanlega persónugervingur fyr- ir. Ég mun leggja það til við mitt fólk í röðum SUF að þessari heimsókn verði mótmælt í sam- vinnu við ungliðahreyfingar hinna stjórnmálaflokkanna. Skilaboðin eru þau að grundvallaratriði hljóti að vera að stuðla að mannréttind- um í öllum heiminum og við sem störfum undir merkjum frjáls- lyndis og mannúðar hljótum að bera slíkt fyrir brjósti."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.